Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 B 5 REYNIR Guðmundsson, formaður Badmin- tonsambands Íslands, hafði í mörg horn að líta á alþjóðlega badmintonmótinu um helgina enda hefur mótið aldrei verið stærra en nú. Alls voru 150 keppendur skráðir til leiks frá 22 löndum, þar af voru 105 erlendir badmin- tonleikarar auk fremstu badmintonmanna hér á landi. Hann var mjög ánægður með hvernig mótið tókst til og vildi ekki síst þakka þeim fjölmörgu sem komu að framkvæmd mótsins fyrir þeirra þátt. Ragna og Sara standa í ströngu Stjörnur mótsins og von Badmintonsam- bandsins fyrir Ólympíuleikana 2004, þær Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir, hafa staðið í ströngu við undirbúning en hvernig kemur Badmintonsambandið að þeirra þátt- töku og fjármögnun ferðalaga? „Þær fá styrki frá Ólympíusamhjálpinni, Ragna fær 1.000 dollara á mánuði og Sara 2.500 dollara ef ég man rétt. Þetta dugar skammt þegar farið er í löng ferðalög og dval- ið langdvölum að heiman. Þetta eru nægju- samar stúlkur, þær skrimta og Badmin- tonsambandið hefur lagt þeim til smápeninga en það er sjálfsagt dropi í hafið á þeim kostn- aði sem þær þurfa að standa undir. Badmint- onsambandið er að reyna að koma keppendum á Ólympíuleika í annað sinn. Við reyndum þetta með Svein Sölvason á sínum tíma og það reyndist sambandinu mjög dýrt og erum við að vinna okkur út úr þeim pakka fyrst núna þar sem hann reyndist okkur dýr. Við einsettum okkur það að lenda ekki í sömu vandræðunum og við lentum í þá og það er í raun ótrúlegt hvað hægt er að gera með litlum peningum,“ sagði Reynir Guðmundsson, formaður Bad- mintonsambands Íslands í samtali við Morg- unblaðið. Morgunblaðið/Þorkell Reynir Guðmundsson, t.v., og Jan Samuel- son, yfirdómari á mótinu um helgina. Styrkirnir duga skammt við undirbúning Ólympíuleika „ÞETTA er í sjöunda sinn sem við höldum alþjóðlegt mót og þátttakendum hefur stöðugt fjölgað. Í ár eru fleiri þátttakendur en nokkru sinni vegna Ólympíuleikanna. Að þessu sinni er það markmið mjög margra þátttakenda að ná í stig fyrir Ólympíuleikana og skýrir það þennan mikla fjölda,“ sagði Ása Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Blak- sambands Íslands. „Á venjulegu móti hér hafa verið um 50 erlendir gestir en við eigum von á því að þeim muni fjölga á næstu ár- um því til stendur að halda heimsmeistaramót á hverju ári, nema á Ólympíuári. Núna eru hér mjög sterkir spilarar eins og japanska stúlkan sem Ragna vann á Opna banda- ríska mótinu í síðasta mánuði en hún er skráð í 35. sæti heimslistans en Ragna er í 60. sæti listans.“ Hvernig hefur aðsókn og framkvæmd mótsins farið fram? „Það hefur gríðarlega mik- il vinna verið lögð í mótið, ekki síst vegna þess mikla fjölda gesta sem hingað eru komnir og hafa margir komið þar að málum. Við höfum fengi góða umfjöllun um mót- ið sem er mjög jákvætt. Það er mikill stígandi í badmint- oníþróttinni bæði meðal yngra og eldra fólks enda er badminton góð afþrey- ingaríþrótt fyrir alla aldurs- hópa.“ Aldrei fleiri erlendir gestir Broddi var sáttur við frammistöðustúlknanna á mótinu. „Þetta hefur gengið nokkuð vel, eiginlega vonum framar, og getum við verið mjög sátt við mótið í heild- ina. Mótið er sterk- ara núna en það hef- ur verið áður. Þó að við höfum ekki náð í úrslitaleiki getum við verið sátt við að eiga þó þetta marga í undan- úrslitum,“ sagði Broddi. Íslendingar voru í undanúrslitum í fjórum greinum af fimm og þar af fóru þrjár viðureignir í oddaleik. Í einliðaleik kvenna, þar sem Ragna Ingólfsdóttir tapaði fyrir búlgörsku stúlkunni Petya Nedeltcheva í odda- leik, 6/11, 13/10 og 11/3. Í tvíliðaleik karla töpuðu þeir Sveinn Sölvason og Tryggvi Nilsen sömuleiðis í oddaleik fyrir David Lindley og Kristian Roe- buck frá Englandi, 12/15, 15/10 og 15/7. Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir töpuðu fyrir búlgörsku stúlkunum Petya Nedeltcheva og Neli Boteva, 12/15, 15/4 og 15/5. Þá töpuðu þau Helgi Jóhannesson og Drífa Harðardóttir í tvíliðaleik fyrir Simon Archer og Donna Kellogg, 15/3 og 15/7. „Varðandi strákana voru það von- brigði að sjá ekki Tómas Viborg fara lengra en hann gerði. Hann tapaði í annarri umferð og getur meira en hann sýndi hérna og þarf aðeins að bæta sig. Tvíliðaleikurinn hjá Sveini Sölvasyni og Tryggva Nilsen var mjög góður. Þeir spiluðu vel og það var mjög jákvætt. Þá var tvenndar- leikurinn hjá Helga Jóhannessyni og Drífu Harðardóttur mjög góður eins og tvíliðaleikurinn hjá Rögnu Ingólfs- dóttur og Söru Jónsdóttur. Við erum í ágætu standi með allt nema kannski einliðaleikinn hjá strákunum, þar sem við þurfum að bæta okkur nokkuð. En það munar miklu að Tómas er ekki að spila af getu og ef hann nær að taka sig aðeins á og spila eins og hann gerði eftir ára- mót þá erum við í góðum málum. Þeir Tómas, Tryggvi, Sveinn og Helgi eru fremstir íslenskra badmintonmanna og þótt það séu nokkrir ungir leik- menn sem knýja á vantar þá ennþá reynslu á svona mótum til að fara að ógna þeim fjórum. Ragna og Sara eru bestar íslenskra badmintonkvenna og spiluðu mjög vel á þessu móti. Tvíliðaleikurinn hjá þeim var mjög góður en þetta búlg- arska lið er mjög sterkt þótt þær séu rétt fyrir neðan þær á heimslistanum. En þær búlgörsku eru tiltölulega ný- byrjaðar að koma sér inn á listann þar sem þær hafa verið að spila með öðr- um „makkerum“. Við vissum að þær væru sterkar og að þær væru að vinna sig mjög hratt upp listann. Ragna var að spila alveg frábær- lega í einliðaleiknum og vann sterka mótherja, bæði þá skosku (Susan Hughes) sem er númer 35 á heimslist- anum og þá japönsku (Chie Umezu). Þetta voru mjög erfiðir leikir og það voru farin að sjást á henni þreytu- merki, en hún spilaði mjög vel þannig að einliðaleikirnir hjá henni og tvíliða- leikurinn með Söru voru mjög góðir.“ Möguleikar Íslands á að komast í bandmintonkeppina á Ólympíuleik- unum felast í möguleikum Rögnu og Söru; hvernig er staðan í því? „Já, Ragna og Sara eru okkar von til að komast á Ólympíuleikana. Þær voru núna í síðustu viku númer 29 á heimslistanum en þurfa að vera um það bil númer 23. Þótt þetta mót hafi gengið ágætlega hjá þeim held ég að þær muni ekki færast mikið til á heimslistanum.“ Þessi miklu ferðalög sem þær hafa staðið í á þessu ári; verður þetta ekki of erfitt fyrir þær þegar líður á? „Þessir keppendur sem eru hérna eru allir í þessum pakka. Það eru allir að stefna að því sama og þetta er bara eitthvað sem þær þurfa að búa við. Þetta er náttúrulega svolítið mikið en það koma tarnir og svo hvíldir á milli og það skiptir miklu máli fyrir step- urnar að nýta hvíldardagana vel. Um þetta snýst dæmið. Það er rosalega erfitt að komast á Ólympíuleikana, margir að reyna að komast en fáir út- valdir. Þær eru nálægt takmarkinu og vonandi tekst þeim að komast alla leið, en það verður erfitt.“ Þú ert landsliðsþjálfari þeirra en þú færð ekki oft að fara með þeim á mörg mót? „Nei því miður, það eru til tak- markaðir peningar og það er gjarnan skorið niður með því að senda mig ekki með. Við erum mikið í sambandi og skipuleggjum saman. En auðvitað þyrfti ég að komast oftar með þeim á mót, það er ekki spurning.“ Hverjir eru helstu veikleikar og styrkleikar þeirra Rögnu og Söru? „Þær eru að verða miklu „rútíner- aðri“ og öruggari leikmenn en þær voru og gera færri einföld mistök. Það sést best á Rögnu í einliðaleiknum hversu örugg hún er orðin í spilinu. Það sama má segja um Söru, hún er að verða líkamlega sterkari og hefur meira vald á getunni, sveiflurnar verða minni og vonandi skilar það þeim áfram. Þær eru báðar tæknilega mjög góðar, fela höggin vel þannig að andstæðingurinn á erfitt með að sjá hvað þær ætla að gera. Þær eru að vaxa mjög líkamlega, bæði hvað varð- ar úthald og styrk og það held ég að sé þeirra helsti styrkleiki,“ segir Broddi Kristjánsson, landsliðsþjálfari í badminton. Ágætur árangur Ís- lendinga þótt eng- inn kæmist í úrslit Morgunblaðið/Þorkell Broddi Kristjánsson, landsliðsþjálfari í badminton, fylgist með keppninni um helgina. BRODDI Kristjánsson, sig- ursælasti badmintonspilari Ís- lendinga, var áhorfandi á al- þjóðlega mótinu sem haldið var í TBR-húsinu um helgina. Hann starfar nú sem landsliðsþjálfari og fylgdist með sínu fólki og þá sérstaklega þeim Rögnu Ing- ólfsdóttur og Söru Jónsdóttur, sem eru líklegastar Íslendinga í badminton til að komast á Ól- ympíuleikana 2004. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar  HEILDARVERÐLAUNAFÉ á IcelandExpress-mótinu var 250.000 íslenskar krónur, en það er lág- marksfjárhæð sem veita skal á al- þjóðlegum mótum. Verðlaunafjár- hæðin er ákvörðuð af Alþjóða badmintonsambandinu.  RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir eru á leið til Gvatemala, Wales og Írlands áður en þær koma heim til Íslands í jólafrí.  ÞÆR eru nú í 29. sæti heimslist- ans í tvíliðaleik og eiga þar með þátt- tökurétt á Grand Prix-mótum sem geta verið þeim dýrmæt í stigasöfn- un fyrir ÓL 2004.  STIG fyrir tap í 32 liða úrslitum á Grand Prix-móti veita álíka mörg stig og að komast í undanúrslit á móti líkum þeim og haldin voru hér á Íslandi um helgina.  FJÖLMENNI fylgdist með mótinu á laugardag og var mikil stemning í húsinu þegar íslensku keppendurnir voru á vellinum. Það var heldur fá- mennara og hljóðara í húsinu á sunnudag þegar úrslitaleikirnir fóru fram enda voru þá engir íslenskir keppendur í eldlínunni. FÓLK JAN Samuelsson, danskur yf- irdómari á mótinu, var að mæta á sitt fimmta alþjóðlega mót hér á Íslandi og hann er ánægður með framkvæmd mótsins. „Það er mjög góður „stand- ard“ á mótinu að þessu sinni. Ég get nefnt að Simon Archer frá Englandi vann til brons- verðlauna á síðustu Ólympíu- leikum og Jesper Larsen frá Danmörku var um tíma efsti maður heimslistans í tvíliða- leik. Mér finnst mótið hafa vaxið með hverju árinu sem ég hef komið hingað og að þessu sinni er það talsvert betra en áður,“ sagði Jan Samuelsson en hann var ófáanlegur til að gefa nokkuð upp um það hvernig hann teldi gæðin á ís- lensku spilurunum vera. „Ég er meira í skipulagningunni og umsýslu dómaranna heldur en því að meta gæði leikmann- anna. En það er alltaf gaman að koma til Íslands og ég vona að ég fá fleiri tækifæri til þess,“ sagði Jan Samuelsson. Mótið tals- vert betra en áður BADMINTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.