Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 12
Arnar með mark en Rúnar sá rautt ÍSLENDINGALIÐIÐ Loker- en skreið áfram í belgísku bikarkeppninni í knatt- spyrnu með því að slá 3. deildarliðið Kapellen út í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var jöfn, 2:2, en fram- lengdan leik. Kapellen komst tvívegis yfir í leiknum. Fyrst þegar hinn 36 ára gami Severeyns skoraði á 2. mínútu en Arnar Grétarsson jafnaði metin úr vítaspyrnu. Severeyns var aftur á ferðinni í seinni hálf- leik þegar hann kom sínum mönnum í 2:1 með marki úr skyndisókn en Lokeren tókst að jafna metin skömmu síð- ar. Lokeren missti mann útaf með rautt spjald á lokamín- útunum og ekki lagaðist staða Lokeren þegar Rúnar Kristinsson fór sömu leið fyrir að hrinda andstæðingi sínum. En tveimur mönnum færri tókst Lokeren að halda jöfnu og tryggja sér víta- spyrnukeppni. Þar hafði Lokeren betur, 4:2, og skor- uðu Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson úr spyrn- um sínum en Marel kom inná á 54. mínútu. Arnar Þór Við- arsson lék allan leikinn, fyrst í stöðu bakvarðar og síðan á miðjunni. Genk, lið Indriða Sigurðs- sonar, tapaði óvænt á heima- velli fyrir Hausden Zolder, 2:0, í bikarkeppninni. Indriði lék allan leikinn í vörn Genk.  ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eitt marka Bochum sem sigraði hol- lenska liðið Groningen, 3:2, í æfinga- leik um helgina. Þórður lék allan leikinn en Bjarni bróðir lék ekki þar sem hann er meiddur. Jóhannes Harðarson var í byrjunarliði Gron- ingen en var skipt útaf á 44. mínútu.  ÞÓRÐUR varð fyrir meiðslum í leiknum og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætir Mexíkó í vikunni. Gunnlaugur Jónsson, fyr- irliði bikarmeistara ÍA, var valinn í hans stað en Gunnlaugur á 12 leiki með A-landsliðinu að baki.  SIGURVIN Ólafsson, knatt- spyrnumaður, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Ís- landsmeistara KR. Eyjamenn voru í viðræðum við sinn gamla liðsmann en Sigurvin ákvað að halda kyrru fyrir í vesturbænum.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn fyrir Reading sem sigraði Mill- wall,1:0, í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardag.  GUÐJÓN Þórðarson stýrði sínum mönnum í Barnsley til sigurs á móti Tranmere, 2:0, í ensku 2. deildinni. Guðjón var rétt búinn að taka við knattspyrnustjórastöðu hjá Tran- mere fyrir rúmu ári en rétt áður en samningar voru í höfn slitnaði upp úr viðræðunum. Barnsley er í 2. sæti deildarinnar.  HEIMSMEISTARAR Þjóðverja í kvennaknattspyrnu möluðu Portú- gala í undankeppni Evrópumóts landsliða í Þýskalandi á laugardags- kvöld. Þýsku heimsmeistararnir fóru á kostum og unnu 13:0. FÓLK „Ég er ekki sáttur við úrslitin. Þau hefðu getað orðið jafntefli og með því hefðum við átt betri möguleika á að komast áfram,“ sagði Nils Johan Semb, landsliðsþjálfari Norðmanna. Ungu mennirnir í liði Skota sáu um að tryggja þeim óvæntan og sætan sigur á Hollendingum, 1:0, á troðfull- um Hampden Park-vellinum í Glas- gow. James McFadden, ungur liðsmað- ur Evertons, skoraði markið sem réð úrslitum á 24. mínútu eftir frábæran undirbúning Darrens Fletchers, leik- mannsins sem sendi Íslendinga úr keppninni. „Skotar verðskulduðu að vera yfir í hálfleik en í þeim síðari fengum við nokkur mjög góð færi til að skora en því miður gekk það ekki,“ sagði Dick Advocaat, landsliðsþjálfari Hollend- inga. Öllum á óvörum var Ruud Van Nistelrooy í fremstu víglínu Hollend- inga ásamt Patrick Kluivert en Nist- elrooy og Advocaat hefur ekki verið Mark Rubens Baraja fimm mín-útum fyrir leikslok tryggði Spánverjum 2:1 sigur á Norðmönnum í Valencia. Úrslit sem Norðmenn geta vel sætt við en ekki var við því búist að þeir gætu staði uppi í hárinu á spænska liðinu. Það sló þögn á 55.000 áhorfendur á Mestalla-leikvagnum í Valencia þegar Steffen Iversen kom gestunum yfir á 14. mínútu en gull- drengurinn Raúl var fljótur að laga stöðuna fyrir Spánverja því hann jafnaði sex mínútum síðar. Eftir það stóð yfir nánast stanslaus sókn af hálfu heimamanna en frábær mark- varsla Espens Johnsen, arftaka Árna Gauts í marki Rosenborg, og neyð- arreddingar varnarmanna héldu Norðmönnum á floti. „Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með okkur. Ef mér skjátlast ekki held ég að færin sem fengum hafi verið eitthvað nálægt 60 en okkur tókst samt aðeins að skora tvö mörk,“ sagði Inaki Saez, lands- liðsþjálfari Spánverja. vel til vina eftir að framherjinn brást illa við skiptingu í lokaleik Hollend- inga í riðlakeppninni gegn Tékkum. „Nistelrooy og Kluivert eru frá- bærir leikmenn sem geta skorað mörk nánast upp úr engu, en þeim tókst það ekki að þessu sinni. Það hef- ur ekkert með þá að gera heldur leik- mennina í kringum þá. Ég tel okkur enn vera sigurstranglegri í þessu ein- vígi en við verðum örugglega að hafa fyrir hlutunum í Amsterdam á mið- vikudaginn,“ sagði Advocaat. „Ég er hreykinn af frammistöðu liðsins og leikurinn fannst mér ansi góður og þá sérstaklega í fyrri hálf- leik. Mínir menn léku frábærlega í fyrri hálfleik og það er besta frammi- staða liðsins sem ég hef séð til þessa,“ sagði Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota. Vogts hefur sagt að takist honum að koma Skotum í úrslitakeppnina í Portúgal á næsta sumri sé það stærri stund heldur en þegar Þjóðverjar hömpuðu Evrópumeistaratitlinum undir hans stjórn árið 1996. „Það er aðeins hálfleikur í þessum leik. Forysta okkar er naum og við verðum örugglega að berjast hart fyr- ir því að halda fegnum hlut.Við meg- um ekki falla eins aftarlega á völlinn eins og við gerðum í seinni hálfleikn- um. Ég tel pressuna vera á Hollend- ingum en gæði leikmanna Hollend- inga eru með því besta sem gerist í heiminum,“ sagði Vogts. Hollending- ar komust næst því að jafna metin þegar skot Andy van der Meyde fór í markslána og þá varði Robert Dougl- as skalla Jaaps Stams af stuttu færi. Hugur Tyrkja í Istanbul Í Ríga í Lettlandi var einnar mín- útu þögn fyrir leik Letta og Tyrkja til minningar um þá sem létust í sprengjutilræðinu í Istanbul á laug- ardaginn. Lettar höfðu betur,1:0, með marki Maris Verpakovskis á 29. mín- útu en Tyrkir léku manni færra síð- ustu 20 mínúturnar þegar Emre Asik var vikið af velli. Wales heldur í vonina Lærisveinar Mark Hughes, lands- liðsþjálfara Wales, gerðu það sem fáir reiknuðu með. Þeir héldu jöfnu gegn rússneska birninum í Moskvu en úr- slitin urðu markalaust jafntefli. Wales heldur þar með í vonina um að komast á stórmót í fyrsta skipti síðan 1958 þegar þeir kepptu á HM. Rússar sóttu án afláts í síðari hálfleik en tókst ekki að finna glufur framhjá varnar- múr Walesverja ásamt því að Paul Jones, markvörður, var í stuði á milli stanganna. „Frammistaðan var frá- bær hjá drengjunum og þeir lögðust allir á eitt að gefa sig alla í leikinn,“ sagði Mark Hughes. Reuters Skotinn James McFadden fagnar sigurmarki sínu gegn Hollendingum á Hampden Park. Stærri liðin lentu öll í basli „LITLU“ þjóðirnar bitu svo sannarlega frá sér í fyrri leikjum í umspili í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu um helgina. Skotar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu stjörnum prýtt lið Hollendinga, Walesverjar náðu jafntefli gegn Rússum, Lettar lögðu geysiöflugt lið Tyrkja og Norðmenn stóðu uppi í hárinu á Spánverjum. Síðari leikirnir fara fram á miðvikudag og þá ræðst hvaða fimm þjóðir til viðbótar taka þátt í lokakeppni EM í Portúgal næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.