Vísir - 30.10.1980, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. október 1980
13
VlSIR
RETTINDIBARHA
Ingibjörg Rafnar lögfræöingur skrifar um barnaiöggjöf og
frumvarp til barnalaga.
Islenzk barnalöggjöf, sem og
norræn löggjöf, er reist á þvi
grundvallarsjónarmiði, að heppi-
legast sé að fela foreldrum forsjá
og uppeldi barna, þó að viður-
kennt sé, að veigamikill hiuti
uppeldisstarfsins sé falinn öðrum
aðiljum, svo sem skólum og dag-
vistunarstofnunum. Þungamiðja
barnalöggjafarinnar, er sú, að
hagsmunir barnsins skulu sitja i
fyrirrúmi.
Um langan aldur tiðkaðist að
greina börn i flokka eftir mis-
munandi lagastöðu þeirra, svo
sem skilgetin börn og óskilgetin,
stjúpbörn, fósturbörn og kjör-
börn. Slíkar sérreglur eru nú að
mestu horfnar, en þó er enn mun-
ur á réttarstöðu skilgetinna barna
og óskilgetinna, þar sem óskilget-
in börn hafa i sumum tilvikum
aðra og lakari réttarstöðu en skil-
getin börn. Skilgetin eru þau
börn, sem fæðast i hjónabandi
foreldra, eða svo skömmu eftir
húskaparslit þeirra, að þau geta
verið getin i hjónabandinu.
Rétt er að geta þess, að barn,
sem er fætt óskilgetið, verður
talið skilgetið, ef foreldarar þess
ganga i hjúskap siðar. Enn-
fremur má benda á, að gerður er
greinarmunur að lögum á þvi
hvort óskilgetið barn er feðrað
eða ófeðrað. Óskilgetið barn
verður feðrað ýmist a). með yfir-
lýsingu manns (munnlegri eða
skriflegri) um að hann sé faðir
barnsins, b). með óslitinni sam-
búð mannsins við móður barns
frá 10 mánuðum fyrir fæðingu,
þangað til a.m.k. 2 árum eftir
hana, c). með dómi.
Um helzta mun á réttarstöðu
skilgetinna barna og óskilgetinna
skv. núgildandi lögum, má nefna:
a). Foreldravald er i höndum
beggja foreldra skilgetins barns
að meginstefnu til, en i höndum
móður einnar, ef barn er óskil-
getið. b). Rikisfang (rikisborg-
araréttur) skilgetins barns ræðst
af rikisfangi föður, en óskilgetins
barns af rikisfangi móður.
A erfðarétti skilgetins barns og
feðraðs óskilgetins barns, er ekki
lengurmunur. Framfærsluskylda
fööur óskilgetins barns er i aöal
atriðum hin sama og gagnvart
skilgetnu barni, en þar sem lang-
oftast er ákvarðað meðalmeðlag
með barni, þá kemur meginfram-
færsluþunginn i raun i hlut
móður.
Það má geta þess hér, að
islenzkt þjóðfélag sker sig að einu
leyti úr félagslega i sambandi við
börn, þar sem er hinn mikli fjöldi
óskilgetinna barna hér á landi,
sem til skamms tima hefur verið
um 100% hærri en hjá þvi þjóðfél-
agi norrænu, sem næst hefur
komizt. T.d. var hlutfall óskilget-
inna barna miðað við heildar-
fjölda barna hér á landi 33.7%
árið 1974. En hver er réttarstaða
barna gagnvart foreldrum?
Foreldrum er eins og áður seg-
ir falin forsjá og forræði barpa.
Hefur það oft verið nefnt for-
eldravald. Hugtakið foreldravald
er i islenzkum lögum skýrgreint
þannig, að það sé lögráð yfir per-
sónuhögum barns, sem er ósjálf-
ráða sakir æsku. En auk þeirra
réttinda og skyldna foreldra, sem
i lögráðum eru fólgin, fylgja for-
eldravaldi réttindi og skyldur
sifjaréttarlegs eðlis, og ber þar
mest á skyldu foreldra til aö ann-
ast framfærslu og uppeldi barns-
ins.
Foreldravald felur þvi i sér
almenn ráð á persónuhögum
barnsins nema öðru visi sé fyrir
mælt i lögum eða af stjórnvöld-
um. 1 lögráðum foreldra yfir
börnum er fólgið, að þeir skuli
almennt vera i fyrirsvari fyrir
barn/ ungling i fjármálalegum
efnum. Hið hefðbundna foreldra-
vald nær m.a. til þess forræðis
yfir barni, réttur til að gefa barni
nafn, réttur til að ráða búsetu
barns, réttur til að ráða trúar-
brögðum og menntun barns og
réttur til að aga barn.
Þyngra vega þó skyldur for-
eldra gagnvart barni. Ein helzta
foreldraskyldan er framfærslu-
skyldan. Foreldrum er þannig
skylt báðum saman eða hvoru um
sig að framfæra börn sin þar til
þau eru 16 ára. Þeim er einnig
skylt að uppala börn sin til 16 ára
aldurs, búa þeim heppilegt sið-
ferðilegtuppeldi og koma þeim til
þroska. Þannig bera forráða-
menn barna (oftast foreldrar)
ábyrgð á að þau hljóti lögmælta
fræðslu.
Um atriði er leiðir af móðerni
eða faðerni barna má nefna að
börn eru lögerfingjar foreldra
sinna (óskilgetin aðeins erfingjar
föður og föðurfrænda, ef feðruð
eru með lögmæltum hætti) — og
þá kjörbörn erfingjar kjörfor-
eldra (lögerfðatengsl milli kjör-
barns og kynforeldra falla niður
við ættleiðingu).
Frumvarp til barnalaga var
lagt fram á Alþingi i siðustu viku i
5, skipti frá þvi 1976 en það hefur
aldrei hlotið afgreiðslu. I frum-
varpi þessu koma fram mörg ný-
mæli og má þar fyrst nefna
að grundvallarsjónarmið er þar
að gera óskilgetin börn jafnsett
skilgetnum á þvi sviði er frum-
varpið tekur til. Einnig er mælt
fyrir um umgengnisrétt föður
óskilgetins barns við barn sitt að
vissum skilyrðum fullnægðum.
Ennfremur eru þar að finna
ákvæði sem miða að þvi að gera
hlut foreldra sem búa saman ógift
sem likastan stöðu foreldra i hjú-
skap. Brýnt er að frumvarp þetta
hljóti afgreiðslu Alþingis hið
fyrsta.
Sjá heimildarrit:
Dr. Armann Snævarr: Þættir úr
barnar’étti.
Guðrún Erlendsdóttir: Barn-
aréttindi ( timarit lögfræðinga I
mai 1976).
Frumvarp til barnalaga.
a . Vissir þú að
>y|c4S^o^r>oUöI!irf
býður mesta
úrval unglinga-
húsgagna
á /ægsta verði
og á hagkvæm-
ustu afborgunar
kjörunum?
r>o
f/'Z///
Bíldshöfða 20, Reykjavik
Simar: 81410 og 81199
Urval af
bílaáklæðum
(coverum)
Sendum
i póstkrófu
Altikabúðin
Hverfisgotu 72 S 22677
=11^?
I
• ■■••• •■••■ ••••• ••■•■ •■■■■ ■■■■■ •••
.... ..... ..... ..... —-----------j ■■•■■ ••••• •■■•■ ■•■■• ■■••■ ■••■•
!■•• •••••••••••■•••■••■• ■•
... .jaaa ••■•■ ■••■■ •■••• •■••■ •■■•■ *••■• *■••• ■•••• ■■■■■ ■■■•* ■■••• •••■•
>•• •••■• ittH |||f« rt-Tt •••••#•■•• •••■• ■•••• ••••• •■••••••■■ ■•■■• •••••
>■■ mmmmm mmmmm mmmim mmmmm mmmmrn mmmmm ••■•■ ••ili •••■■ mmmmm mmmmm •■••■ ■■••■
r->
••• k—•
Hi:
Íilllillnl
VUt þú selja
hljómtæki? 1
Við kaupum og seljum
Hafið samband strax ||
I 'MHOfíSSA 1 MM)
SKWA VÖRl 7>’ <)<; IIUÓMFU ’TMXfíSTÆKI 1101
ŒiíMUiUJfJ S
GRENSÁSVEGI50 10S REYKJA VIK SÍMl: :11290 |lj
Immm mmmmm mmmmm mmmmm mmmmm ••••■ •■••■ ■■•■■ ••■•• ■•■•• •■■■■ ■■••■ ••■■• •••■■ ••■•• ■•••• ••■•• ••■•• ■■■•• ■■••■
■ ■■■■■ ■••■■ •■•#■ ■■••■ ■•■■■ ■■■*■ ■■•■■ ■•■•■ •■•■■ ■•■•• ■•••• •••■• ■••■• *••■■ •■•■• ■■•■■ ■■•■■ •■■■• •■•■■ Z«*3a
• •■•■■ ■■•■■ ■■•■■ •••■• •■•■■ ■•■■■ ••■•■ ■■••• •••■■ ■•••■ ■*•■■ •■••■ ••■•• ■••■■ ••••• ■■■■• ■■■•• ••••• ••••• ••••■
• •■■■• ••••■ •■■■• •■•■■ ■■••■ ■•■•• ■••■■ •■■■■ •■■•• •■•■■ ••••■ •■•■■ mmmmm •••■■ •■Ua ••■•■ •••■■ ■•■•• ••••■ ZSaaa
Hárgreiðslustofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18/ II. hæð.
Hús Máls og menningar.
Kllppingar, permanent, litanir
Tímapantanir í síma 24616
opið virka daga 9 til 18
laugardaga 9 til 12
Nýr eigandi: Elín Guðmundsdóttir
Börn aö leik á gæsluvelli.