Vísir - 30.10.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 30.10.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. október 1980, 254. tbl. 70. árg. Línurnar skýrast með forsetakjðrið hjá ASl: KJðR ásmundar svo GOTT SEM TRYGGT AUar likur benda nú tíl þess, að Ásmundur Stefánsson verði kjör- inn forseti Alþýðusam- bandsins, þegar þing þess kemur saman eft- ir tæpan mánuð. Miklar þreifingar hafa átt sér staö undanfarna daga milli hinna pdlitlsku fylkinga og flest bendir til þess, aö niðurstaðan veröi sú, aö fulltrúar Alþýðu- bandalagsins, Framsóknar- flokksins og stjórnarsinna Ur Sjálfstæðisflokknum tryggi kjör Asmundar sem forseta, og i framhaldi af þvi verði Björn Þórhallsson, formaður Lands- sambands verslunarmanna, kosinn varaforseti A.S.I. Kratar gera sér þó vonir um að hin pólitiska fylkingaskipan verði með öðrum hætti en að of- an greinir og nefna i þvi sam- bandi, aö ekki sé vist aö fram- sóknarmenn séu reiöubúnir til þess að styðja Asmund i for- setakjörinu. Einnig gera þeir sér vonir um,að fulltrúar stjórn- arandstæðinga i' Sjálfstæðis- flokknum verði nægilega marg- ir á þinginu til þess aö fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, sem væntanlega verður Karvel Pálmason, eigi möguleika á sigri i forsetakjörinu. — P.M. Sjá nánar um forsetakjöriö hjá ASI i Fréttaauka á bls.3 Lítil rjúpnaveiði enn vegna veðurs: Búist við mikilli veiði í ár „Ég hef ekki trú á þvi, að verðiö á rjúpunni hækki mikið frá þvi sem vari fyrra", sagðiGarðar H. Svavarsson, kaupmaður I Kjöt- verslun Tómasar, I morgun. Hann sagði, að enn væri litið farið að berast af nýrri rjUpu, en það væri einungis vegna þess, að tiðarfar heföi verið mjög óhag- stætt þar sem af væri veiðitima- bilsins. „Það bendir allt til þess, að mikið sé nú af rjUpu, og þegar veðurfar breytist, sem virðist einmittveraaðgerastnúna.er ég viss um að mikið mun veiðast", sagði Garðar. Hann minnti á, að veiðin i fyrra hefði veriö mun meiri en árið þar á undan, og hefði rjUpan.sem þá veiddist.enst á milliára.sem væri mjög óvenjulegt. —ESJ Jónas Jónsson, afgreiðslumað- ur, með rjúpur á iofti. Vcöurfar hefur veriö fremur óhagstætt til veiða það sem af er, en útlit fyrir að það sé að breytast, og er þá bú- ist við góðri veiði. VIsismynd:GVA Ragnar Arnalds um breytingar á vísitölukerfinu: „EIGA EKKI AÐ ÞÝÐA SKERÐ- IMGU A KAUPMÆTTI LAUNA" „Það getur vel verið þörf á þvi að breyta núverandi vlxl- hækkanakerfi, og þeirri sjálf- virkni sem er I efnahagskerfinu, en þaö á ekki að þýða það, að kaupmáttur launa verði skert- ur. Þaö er aðalatriöið". Þannig komst Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, að orði þegar blaðamaður VIsis spurði hann i morgun hvort skerðing á verðbótum launa stæði fyrir dyrum, eins og mikið hefur verið rætt i fjölmiðlum að undanförnu „Ég hef margsagt, að það að taka visitöluna úr sambandi, er engin lausn á þeim vanda sem fyrirsjáanlegur er, það þarf miklu viðtækari og flóknari að- gerðir. Það virðist engum koma til hugar, að úrræöi i sambandi við verðbólgu, geti verið önnur en þau að kippa vlsitölunni úr sambandi, en málið er auðvitað miklu flóknara en svo." Ragnar sagði að enn væri ekki búið að taka neinar ákvarðanir um aðgerðir I efnahagsmálun- um, og það y rði ekki gert fyrr en aö höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Þær viðræður eru ekki hafnar ennþá, en munu fara I gang á næstu vikum", sagði Ragnar. — P.M. -"^k-ppmjk LÍ»' Botninn sleginn i á sildarplani á Fáskrúðsfirði. Visismynd: HS, Fáskrúösfirði. Ný og gömul síldarævintýri í opnunnl „Þaö er margt i þessum síldar- málum, sem þarf að athuga og bæta," segir sjávarUtvegsráð- herra I stuttu spjalli við Visi um fersksildarmat, sem birt er a bls.ll i dag. Vissulega er margt að athuga I sildarmálum okkar og um það er fjallað I opnunni I dag. Þar segir - m.a.:„Þaðvarstungiðað mér, að SildarUtvegsnefnd hafi ekki meira traust á þessu eftirliti eft- irlitsins en svo, að það hafi eins konar spæjara eöa leyni-eftirlits- mann, til að hafa eftirlit með eft- irlitsmönnum Framleiðslueftir- litsins, sem eiga aö hafa eftirlit með matsmönnum stöðvanna", Nánar um þetta og margt ann- aö er I opnunni I dag, og margar myndir. SV. Sýningar á ..Pæld'fðí leyfðar en ekki siyrktar - borgarsljðrn algrelolr maiin endanlega I dag „Fræðsluráð hefur samþykkt .að heimila Alþýðuleikhúsinu sýn- ingar á „Pæld'iði" I skólum borg- arinnar, ef skólastjórar óska eftir þvl'en sýningarnar verða aö vera utan skólatíma og algerlega á ábyrgð leikhússins", sagði Krist- ján J. Gunnarsson, fræðslustjóri Reykjavlkurborgar I samtali við VIsi i morgun. Fimm fulltrUar fræðsluráðs stóðu að þessari afgreiðslu. Tveir þeirra, þeir Bragi Jósepsson og Ragnar JUliusson, vildu ekki leyfa sýningar á verkinu, nema á- kveðnir kaflar yrftu felldir úr. Sem kunnugt er f jallar sýningin um unglinga og kynlif og er hugs- aö til fræðslu i peim efnum. Tillaga Sigurjóns Péturssonar um að styrkja sýningar á verkinu I skólum, var felld I borgarráði. Fékk hUn aðeins stuðning Sigur- jóns og Kristjáns Benediktssonar, en Albert Guðmundsson og Björgvin Guðmundsson sátu hjá. Birgir Isleifur Gunnarsson var hins vegar farinn af fundi. Þessar samþykktir fræðsluráðs og borg- arráðs koma til endanlegrar af- greiðslu I borgarstjórn I dag. G.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.