Vísir


Vísir - 30.10.1980, Qupperneq 1

Vísir - 30.10.1980, Qupperneq 1
Línurnar skýrast meö forsetakjöriö hjá ASÍ: KJOR ASMUNDAR SVO GOTT SEM TRVGGT Allar likur benda nú til þess, að Ásmundur Stefánsson verði kjör- inn forseti Alþýðusam- bandsins, þegar þing þess kemur saman eft- ir tæpan mánuð. Miklar þreifingar hafa átt sér stað undanfarna daga milli hinna pdlitisku fylkinga og flest bendir til þess, að niðurstaðan verði sú, að fulltrúar Alþýðu- bandalagsins, Framsóknar- flokksins og stjórnarsinna Ur Sjálfstæðisflokknum tryggi kjör Ásmundar sem forseta, og i framhaldi af þvi veröi Björn Þórhallsson, formaður Lands- sambands verslunarmanna, kosinn varaforseti A.S.Í. Kratar gera sér þó vonir um að hin pólitiska fylkingaskipan verði með öðrum hætti en að of- an greinir og nefna i þvi sam- bandi, aö ekki sé vist aö fram- sóknarmenn séu reiöubúnir til þess að styöja Asmund i for- setakjörinu. Einnig gera þeir sér vonir um.aö fulltrúar stjórn- arandstæðinga i' Sjálfstæöis- flokknum veröi nægilega marg- ir á þinginu til þess að fram- bjóðandi Alþýöuflokksins, sem væntanlega veröur Karvel Pálmason, eigi möguleika á sigri i forsetakjörinu. — P.M. Sjá nánar um forsetakjörið hjá ASt i Fréttaauka á bls.3 Lltii riúDnaveiði enn vegna veðurs: BÚÍSt viö mlkilli veiöi í ár „Ég hef ekki trú á þvi, að verðið á rjúpunni hækki mikið frá þvi sem var I fyrra”, sagði Garðar H. Svavarsson, kaupmaður I Kjöt- verslun Tómasar, i morgun. Hann sagöi, að enn væri litiö fariö að berast af nýrri rjúpu, en það væri einungis vegna þess, að tiðarfar heföi verið mjög óhag- stætt þar sem af væri veiðitima- bilsins. „Það bendir allt til þess, að mikið sé nú af rjúpu, og þegar veðurfar breytist, sem virðist einmitt vera aö gerast núna, er ég viss um að mikiö mun veiðast”, sagði Garöar. Hann minnti á, að veiðin i fyrra hefði verið m-un meiri en árið þar á undan, og hefði rjúpan.sem þá veiddist.enstá milliára.sem væri mjög óvenjulegt. —ESJ Jónas Jónsson, afgreiðslumað- ur, með rjúpur á lofti. Veöurfar hefur veriö fremur óhagstætt til veiða það sem af er, en útlit fyrir að það sé að breytast, og er þá bú- ist viö góðri veiði. Visismynd: GVA Ragnar Arnaids um breyiingar á visitöiukerfinu: „EIGA EKKI AD ÞÝÐA SKERÐ- INGU A KAUPMÆTTI LAUNA” „Það getur vel verið þörf á þvi að breyta núverandi vlxl- hækkanakerfi, og þeirri sjálf- virkni sem er i efnahagskerfinu, en það á ekki að þýða það, að kaupmáttur launa verði skert- ur. Það er aöalatriðið”. Þannig komst Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, aö orði þegar blaðamaður VIsis spurði hann i morgun hvort skerðing á verðbótum launa stæði fyrir dyrum, eins og mikið hefur verið rætt i fjölmiðlum að undanförnu „Ég hef margsagt, aö það að taka visitöluna úr sambandi, er engin lausn á þeim vanda sem fyrirsjáanlegur er, það þarf miklu viðtækari og flóknari að- gerðir. Það virðist engum koma til hugar, að úrræöi i sambandi við verðbólgu, geti veriö önnur en þau að kippa visitölunni úr sambandi, en málið er auðvitað miklu flóknara en svo.” Ragnar sagði að enn væri ekki búið að taka neinar ákvarðanir um aðgerðir I efnahagsmálun- um, og þaö yröi ekki gert fyrr en að höföu samráöi við aðiia vinnumarkaðarins. Þær viðræður eru ekki hafnar ennþá, en munu fara i gang á næstu vikum”, sagði Ragnar. — P.M. Botninn sleginn i á sildarplani á Fáskrúösfirði. Visismynd: HS, Fáskrúösfiröi. Ný og gömul síldarævintýri íopnunni „Það er margt i þessum sildar- málum, sem þarf að athuga og bæta,” segir sjávarútvegsráö- herra I stuttu spjalli viö Visi um fersksildarmat, sem bírt er á bls.ll i dag. Vissulega er margt að athuga I sildarmálum okkar og um þaö er fjallaö i opnunni I dag. Þar segir m.a.:,,Þaðvarstungiöað mér, aö Sildarútvegsnefnd hafi ekki meira traust á þessu eftirliti eft- irlitsins en svo, að þaö hafi eins konar spæjara eöa leyni-eftirlits- mann, til að hafa eftirlit meö eft- irlitsmönnum Framleiðslueftir- litsins, sem eiga aö hafa eftirlit með matsmönnum stöðvanna”, Nánar um þetta og margt ann- aö er i opnunni i dag, og margar myndir. SV. Sýníngar á „Pældíðí” leyfðar en ekki styrktar - borgarstiórn aigrelðlr málln endanlega i dag „Fræðsluráö hefur samþykkt að heimila Alþýðuleikhúsinu sýn- ingará „Pæld’Iði” I skólum borg- arinnar, ef skólastjórar óska eftir þvi en sýningarnar v'erða aö vera utan skólatima og algerlega á ábyrgð leikhússins”, sagöi Krist- ján J. Gunnarsson, fræöslustjóri Reykjavlkurborgar I samtali viö VIsi I morgun. Fimm fulltrúar fræðsluráðs stóðu að þessari afgreiðsiu. Tveir þeirra, þeir Bragi Jósepsson og Ragnar Júliusson, vildu ekki leyfa sýningar á verkinu, nema á- kveðnir kaflar yrðu felldir úr. Sem kunnugt er fjailar sýningin um unglinga og kynlif og er hugs- aö til fræðslu I þeim efnum. Tillaga Sigurjóns Péturssonar um að styrkja sýningar á verkinu i skólum, var felld i borgarráði. Fékk hún aðeins stuðning Sigur- jóns og Kristjáns Benediktssonar, en Albert Guðmundsson og Björgvin Guðmundsson sátu hjá. Birgir Isleifur Gunnarsson var hins vegar farinn af fundi. Þessar samþykktir fræðsluráðs og borg- arráös koma til endanlegrar af- greiöslu I borgarstjórn I dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.