Vísir - 21.11.1980, Side 1

Vísir - 21.11.1980, Side 1
Ólafur w. Stefánsson í dómsmálaráðuneyfinu um Gervasoni: „Samkvæmt lögum Dana má ekki framsella hann" „Það eru skýr ákvæði I fram- salslögum Dana um það að þeir megi ekki framselja menn fyrir brot á lögum um það sem er kallað militære forbrydelser”, sagði ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri i dómsmála- ráðuneytinu, en hann hefur unn- ið að skýrslu um mál franska flóttamannsins Gervasoni. Ólafur itrekaði að lög þessi hlytu að gilda ofar reglugerð- um, og ættu þvi að ganga yfir mál Gervasonis, þar sem hann neitar að gegna herskyldu. Mannréttindasamtökin, Am- nesty Intemational hafa gefið út þá yfirlýsingu, að þau myndu taka Frakkann Patrick Gerva- soni að sér sem samviskufanga, yrðí hann fangelsaður fyrir að neita að gegna herþjónustu. Aðalstöövamar i London hafa athugað mál Gervasoni og kom- ist að ofangreindri niðurstöðu. Samtökin telja það fullreynt að neitun Gervasonis er byggð á samviskuástæðum. Stjórn Islandsdeildar Am- nesty hefur bent á að ef menn neiti að gegna herþjónustu i Frakklandi, þá er önnur þjón- usta er kemur i hennar stað bein refsing, þar sem hún er mun lengri en herþjónustutiminn. Einnig er aðeins gefinn 30 daga frestur á þvi að sækja um undanþágufrá herþjónustu eftir að kvaðning hefur borist. Islandsdeildin fór á fund Gunnars Thoroddsen og óskaði eftir að Gervasoni færi ekki úr landi nema tryggt væri að hann lenti ekki i fangelsi vegna skoð- ana sinna. Gunnar gegnir starfi dómsmálaráðherra i fjarveru Friðjóns Þórðarsonar. Gunnar Thoroddsen munhafa tekiö vel i þeirra mál, enda viröist svo vera, samkvæmt athugun dómsmálaráðuneytis, að fari Gervasoni til Danmerkur, verði hann ekki framseldur til Frakk- lands. — AS. Frá landsfundí Albýðubandalagsíns í morgun: REKSTRARHALLI ÞJÓDVILJANS 50 MILUÚNIR Halli á rekstri Þjóðviljans á siðasta ári nam um 50 milljónum króna, en heildar-rekstrar- kostnaður var um 520 milljónir króna. Þetta kom fram á landsfundi Alþýðubandalagsins i morgun, en hann var settur siðdegis i gær að Hótel Loftleiðum. Lúðvik Jósepsson. fráfarandi formaður Alþýðubandalagsins, hélt ræðu i upphafi landsfundar- ins, þar sem hann sagði meðal annars, að „gjörsamlega yrði tekið fyrir það aö lög yröu sett um almennt kaup, nema með sam- þykki launafólks sjálfs”. Lúðvik ------------ Lúðvik Jósepsson formaður Al- þýðubandatagsins flutti siðustu formannsræðu sina á iandsfund- inum I gær. Fyrir framan borðið má sjá Svavar Gestsson ábúðar- mikinn á svip.en hann tekur við formennskunni af Lúðvik nú um helgina. Visismynd: BG sagði ennfremur, aö samkvæmt stjórnarsáttmálanum ætti að telja niður verðlag en ekki kaup. Þaö væri þvi með öllu ástæðu- laust fyrir verölagsmálaráðherra Framsóknarflokksins að lýsa hrolli vegna 1. desember næst- komandi, hann hlyti að vita hvaö hann hefði samþykkt á siðustu þremur mánuðum. Meðal tillagna til ályktana sem liggja fyrir landsfundinum, er krafa um að Alþýðubandalagiö segi sig úr rikisstjórninni, ef af framkvæmdum verður viö smiði oliubirgöastöðvar i Helguvik. Þessi tillaga kemur frá kjör- dæmisráöi Alþýðubandalagsins i Rey kj anesk jördæmi. A fundinum í gær var einnig lögö fram fjárhagsáætlun Al- þýðubandalagsins fyrir næsta ár og eru niðurstöðutölur hennar 37.6 milljónir króna sem er tæp- lega tíu milljón króna hækkun frá yfirstandandi ári. P.M. Starfsmenn Fisklðjunnar í Keflavík mðtmæla ol miklu vlnnuálagl: „Mðnnum beytt tii og frá innan fyrirtækis og uian” Litiö þokaði á fundinum sem sáttasemjari hélt með aðilum Fiskiðjudeilunnar i gær. Stóð fundurinn i tvo tima og hefur annar verið boðaður i dag kl. 3.30 Ýmis atriði, auk óánægju starfsmanna með aðbúnað á vinnustað, valda þessari deilu. Rikir almenn óánægja með vinnuálag á starfsmönnum og sagði einn þeirra i viðtali við VIsi i gær, að ástandið I þeim efnum væri hreint óviðunandi. Fyrir tveim árum hefði starfsmönnum verið fækkað, þrátt fyrir að afköst fyrirtækis- ins ykjust, ef eitthvað væri. Þannig þyrftu sömu mennirnir að anna útskipun á mjöli og löndun á Joðnu, jafnvel hvoru tveggja á sama tima. „Það er verið að þeyta mönnum til og frá innan fyrirtækisins og utan til þess að gera það sem þarf að gera”, sagöi þessi starfsmaður i samtalinu við Visi. Þá leggja starfsmenn fram kröfu um, aö starfsþjálfun veröi metin, að tilgreint verði, hvernig staðið skuli að verki i verksmiðjunni og að fram náist atriði um vinnuvernd. Loks er þess krafist að atvinnurekendur standi viö ýmis atriöi i samningum, svo sem greiðslu á orlofi. I Fiskiðjunni vinna nú 35 manns og hefur verkfall verið boðað frá og með næsta mánu- degi. —JSS 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.