Vísir - 21.11.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 21.11.1980, Blaðsíða 11
11 Föstudagur 21. nóvember 1980 Cll £)OK!tI]H Sýndu að þú sért hetja Sýndu að þú sért hetja er ný unglingabók sem komin er út hjá Máli og menningu. Höfundur bókarinnar er K.M. Peyton, sem einnig er höfundur bókanna um Patrick Pennington. Sýndu aö þú sért hetja gerist á slóðum þeirra Patricks og Rutar i Essex i Eng- landi en sögurnar um Patrick Pennington hafa notið mikilla vinsælda. Þýðandi þeirra, Silja Aðalsteinsdóttir, hefur lesið þær i útvarp, og þær hafa allar komið út hjá Máli og menningu. Á ystu nöf. Ct er komin á vegum Iöunnar skáldsaga A ystu nöfeftir breska höfundinn Adam Hall. Þetta er njósnasaga og er söguhetjan Quiller sá sem frá var sagt i bók höfundar, Njósnir i Berlln.sem út kom á islensku i fyrra. Um efni sögunnar A ystu nöf, Quiller i eyðimörkinni, segir svo á kápubaki: „Hröpuð flutninga- flugvél liggur grafin i eyði- merkursandinn, áhöfnin orðin hrægömmum aö bráð. Óhugnan- legur farmur vélarinnar er gildra hverjum sem nálgast hann. Asetningur Quillers er að kanna hann nákvæmlega...” Alfheiður Kjartansdóttir þýddi A ystu nöf. Sagan er i tuttugu köflum, 240 blaðsiður. Oddi prentaði. Kirkjan játar Bókaútgáfan Salt hf hefur sent frá sér bókina Kirkjan játar, játningarrit islensku þjóð- kirkjunnar með inngangi og skýr- ingum eftir dr. Einar Sigur- björnsson. A þessu ári eru liðin 450 ár frá þvi að Agsborgarjátn- ingin var lögð fram og er þess minnst meö ýmsum hætti um hinn lútherska heim. Bókin ætti að vera öllum þeim, er vilja kynna sér játningargrundvöll is- lensku kirkjunnar, kærkomin lesning og inniheldur hún auk þess aðgengilegar skýringar á textum játninganna. Setningu prentun og bókband annaðist Prentverk Akraness. Hún fæst i bókaverslunum og kostar 13.585 kr. Skothrfð úr launsátri Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir Francis Clifford og er það 13. bók- in hans, sem út kemur á islensku. „1 þessari bók tekst Francis Clifford að spinna þræði sem mynda hinn fullkomna vef Hin mannlegu viðbrögð og úrslit eru svo óvænt að enginn getur spáð i þau fyrirfram. Clifford rekur á snilldarlegan hátt þann hildar- leik, sem hér er háður”. Francis Clifford hlaut 1. verð- laun „Crime Writer’s Association” árið 1969 og hefur siðan hlotið fjölda af verðlaunum og viðurkenningum fyrir bækur sinar. Bókin er 197 bls. Skúli Jensson þýddi. Hún er prentuð i Prent- verki Akraness hf. og bundin i Arnar-Bergi hf. Káputeikningu gerði Hilmar Þ. Helgason. ERLINO POULSEN Ást og eldur Ást og eldur Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir danska rithöfundinn Erling Poul- sen. Ast afbrýði, dularmögn og flóknir forlagaþræðir fléttast saman á siöum bókarinnar og spinna söguþráð sem er svo spennandi að bókin verður lesin I einni lotu. Aður eru útkomnar i bóka- flokknum Rauðu ástarsögurnar: 1. Hjarta mitt hrópar á þig 2. Ast í skugga óttans 3. Það ert þú sem ég elska 4. óvænt örlög Bókin er 198 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness hf. hefur annast prentun og bókband. VISIR Veiðar og veiðarfæri Almenna bókafélagið hefur sent frá sér Veiðarfærabók AB — Veiöar og veiðarfæri — eftir Guðna Þorsteinsson fiskifræöing. Bókin lýsir i rækilegum texta veiðiaðferðum og veiðarfærum sem tiðkast hafa og tiðkast nú við veiði sjávardýra hvar sem er i heiminum. Már Elisson fiski- málastjóri ritar formála fyrir bókinni og segir þar m.a.: „Bók sú er nú kemur fyrir almennings- sjónir er hin gagnlegasta og bætir úr brýnni þörf... Höfundurinn Guðni Þorsteinsson býr augljós- lega yfir mikilli þekkingu á fisk- veiðum og margvislegri veiði- tækni og þróun hennar viðsvegar um veröldsvo ogsögu fiskveiða... Bókin er með fjölda mynda og nákvæmum skrám yfir veiðar- færi, nöfn þeirra bæöi á ensku og islensku. Hún er 186 bls. aö stærð og i sama bókaflokki og Fiskabók AB og Jurtabók AB. mdcíHuor 1 iinynuldu ðiÐEIRS mmm Aðeins móðir Bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér bókina Aðeins móðir eftir hollensku konuna A.M. de Moor-Ringnalda. Bókina skrifar sex barna móðir og lýsir hún samskiþtum og samstarfi sinu við eiginmánn og börn i bliðu og striðu. ' Vera má að lesendum kunni að finnast bókin túlka gamaldags skoðanir á hlutverkaskiptingu kynjanna aö hlutur föðurins i heimilislifinu sé annar en vera ætti á nútimaheimili. En höf- undur er ekki að boða misrétti kynjanna eöa binda konuna við húsmóðurstörfin ein heldur er hann að miðla af reynslu sinni i þvi skyni að varpa ljósi á hvers þýðingarmikil störf húsmóður- innar er. Bók þessa hefur Jó- hanna. G. Möller þýtt, en hún las hana i útvarp sumarið 1978. VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar stœrðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar iþrótta. Leitið upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavogi 8 - Reykjavík - Sími 22804 Nouðungaruppboð annað og siöasta á Funahöfða 17, þingl. eign Stálvers h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Iðn- lánasjóðs og Sigurðar Sigurjónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 24. nóvember 1980 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og slðasta á hluta i Njörvasundi 27, þingl. eign Hjartar Grimssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk og Innheimtust. sveitarfél. á eigninni sjálfri mánudag 24. nóvember 1980 kl. 11.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. SETJARI vanur pappirsumbroti, óskast strax. SVANSPRENT HF. Auðbrekku 55 — Sími 4-27-00 Enginn kaupir rúm eða sófasett m Smurbrauðstofan BJQRINJINrsJ Njálsgötu 49 - Simi 15105

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.