Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAÐ vita það kannski ekki allir en pallbílar bera mun lægri vörugjöld en til dæmis jeppar. Meðan jepparnir bera yfirleitt 45% vörugjöld leggst aðeins 13% vörugjald á pallbílana. Það var áður 20% en lækkaði síðan niður í 13% á síðasta ári. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að verð á pall- bílum er umtalsvert lægra en á jepp- um, jafnvel að teknu tilliti til þess að meira er lagt í jeppana. Hannes Strange, hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum, segir að Nissan bjóði pallbíla með öflugri, þriggja lítra dísilvél og meira sé lagt í þessa bíla en áður. Navara-pallbíllinn er til dæmis með laglegri innréttingu, rafdrifnum rúðum og ágætum hljóm- tækjum. Hann er með brettaköntum, á álfelgum, tvílítur, með sóllúgu og fleiru. Bíllinn kostar 2.715.000 krón- ur. 7–800 þúsund kr. til breytinga „Ég hef samt ekki séð neina hol- skeflu í kaupum á pallbílum. Ekki eins og í kringum 1991–92. Þá seldist til dæmis mikið af Ford Ranger með fjögurra lítra, V6-vél. Hins vegar hafa fyrirtækin endurnýjað meira pallbíla- flotann sinn,“ segir Hannes. Margir sem kaupa pallbíla byrja strax á því að breyta þeim. Byrjað er á því að klæða skúffuna að innan sem kostar um 60.000 krónur. Sett er hús á pallinn og kostar það ásett og mál- að, um 200.000 krónur. Hugsanlega vilja menn einnig breyta bílnum fyrir 35 tommu dekk. Slík breyting kostar um 460.000 krónur. Með öllum breyt- ingunum er verðið á pallbílnum kom- ið upp í 3,4-3,5 milljónir króna. Ódýr- asti Terrano jeppinn kostar 3,3 milljónir króna. Með því að breyta honum fyrir 35 tommu dekk er verðið komið upp í 3,7-3,8 milljónir króna. En á móti kemur að Terrano er sjö sæta bíll og með meiri lúxus en pall- bíllinn, ekki síst hvað fjöðrunarbún- aðinn varðar. Stórum pallbílum frekar breytt Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, segir á hinn bóginn áberandi sveiflu í því að menn kaupi pallbíla til að breyta þeim. Hann segir að lítið seljist af Ford Ranger-pallbílnum og bílum í þeim stærðarflokki til einstak- linga. Meira sé um að fyrirtæki kaupi þessa stærð pallbíla. „Það er frekar að menn kaupi bíla í F-línunni frá Ford, eins og F-150, F-250 og F-350. Við höfum fundið að margir sem hafa verið á bílum svipuðum og Nissan Patrol eru að hugleiða kaup á bílum eins og F-250. Þetta er grófari bíll og á blaðfjöðrum. Hann er fáanlegur með dísilvél sem F-150 er ekki. Þetta er ný sex lítra, V8 dísilvél. Við höfum afhent talsverðan fjölda úr F-línunni, þar á meðal nokkra F-350 sem fara í vörubílaflokk og bera ekkert vöru- gjald. Hann er þá með tvöföldum dekkjagangi að aftan,“ segir Egill. Brimborg býður F-150 bílinn með 4,6 eða 5,4 lítra bensínvélum, V6 og V8. F-150 kostar frá 2.995.000 krón- um. Ekki má heldur gleyma að Toyota býður pallbíla af gerðinni Hilux sem mikið hefur verið breytt hérlendis. 13% vörugjald á pallbíla en 45% á jeppa veldur talsverðum verðmun milli bílgerðanna Margir breyta pallbílum í jeppa Ford F-250 fæst með bensín- og dísilvélum og gæti hentað vel til breytinga. Hannes Strange, markaðsstjóri hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum. Morgunblaðið/Golli Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir marga kaupa pallbíla í stað jeppa. Nissan Double Cab Navara eftir breytingu; stórt loftinntak, krómaðir speglar, álfelgur ásamt stigbrettum og brettaköntum setja sportlegan svip á bílinn. 2 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar LAGAFRUMVARP um olíugjald liggur nú fyrir þingi og kvaðst Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í samtali við Morgunblaðið hafa áhyggjur af því að „ákveðnir aðilar í þingflokkunum væru sestir ofan á“ frumvarpið, sem einnig hefur verið kallað þungaskattsfrumvarpið. „Það er pressa frá aðilum í landflutning- um og hjá olíufélögunum að unnið sé gegn þessu frumvarpi og framgangi þess í þinginu,“ sagði Runólfur. Runólfur minnti á, að málið hefði komið til meðferðar þingsins í októ- berbyrjun en væri enn „að þvælast í nefndum“ þrátt fyrir að fyrir lægju samþykktir af landsfundum beggja stjórnarflokkanna um að greiða leið málsins í þinginu. Runólfur benti á að hér væru margvíslegir þættir á ferðinni, óhófleg skattlagning á eig- endur einkabíla umfram eigendur landflutningsfarartækja, mengun, skuldbindingar okkar við Kyotobók- unina og fleira. „Þrátt fyrir það virð- ast menn aftur komnir ofan í gömlu skotgrafirnar og reyna að þæfa mál- ið með uppástungum um niður- greiðsluleið í gegnum skattkerfið. Við vitum hvernig þingmál ganga fyrir sig og ef olíugjaldsfrumvarpið á að taka gildi eftir eitt ár, eins og lagt hefur verið upp, þá verður að fara að höggva á hnúta, því menn eru að missa sjónar á þjóðhagslegum ávinn- ingi frumvarpsins. Vissulega er þetta slæmt mál fyrir landflutnings- fyrirtækin, en það mál verður að skoða frá öðrum vinklum, „tækla það“ fá öðrum sjónarhornum. Til þess eru leiðir. Í millitíðinni eru ríkjandi reglur á skjön við jafnræð- isreglur í skattlagningu,“ bætti Run- ólfur við. Sammála Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Samgöngunefndar Alþingis, sagðist vera sammála Runólfi í sam- tali við Morgunblaðið. „Þetta er mjög brýnt mál og það verður að klára það. Vissulega eru þættir inn- an þess sem þarf að taka á, en ég trúi því að í góðu samstarfi við fjármála- og samgönguráðuneytin munum við ljúka þessu máli, þó ekki væri nema vegna mengunarþáttarins. Við erum að tala um einhverja 5 milljarða króna sem ríkissjóður er að fá inn í þungaskatt og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að það þurfi allt þetta umleikis til að innheimta þessa tölu, litun olíu, eftirlitskerfi. Ég sé ekki fyrir endann á þessu máli ef það fær að lognast út af eina ferðina enn.“ Deilt um afgreiðslu olíugjaldsfrumvarps Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. FÍB segir að unnið sé gegn olíugjaldsfrumvarpinu í þinginu. FORMÚLULIÐ Toyota er tilbúið í æf- ingakstur vetrarins sem hefst í vik- unni. Liðið mun æfa á Paul Ricard í Frakklandi og á brautum á Spáni. Þá hefur liðið tilkynnt að nýi TF 104 bíll- inn verði frumsýndur í Köln þann 17. janúar 2004. Frá þessu er greint á heimasíðu Toyota. Riccardo Zonta, Cristiano da Matta og Olivier Panis munu þeysa á bílum liðsins. Gustav Brunner, aðalhönnuður liðsins, telur ökumenn liðsins í góðum málum fyrir komandi tímabil. „Panis er listamaður við stýrið og hefur mjög jákvæð áhrif á liðið,“ segir Brun- ner, sem nú nýtur fulltingis Mike Gas- coyne sem umbylti Renault keppn- isbílnum til hins betra. Vonast liðsmenn til að koma Gascoyne muni gera 2004 Toyota bílinn mun öflugri en forverann, ekki síst hvað varðar yfirbyggingu bílsins. Yfirmaður hönnunardeildarinnar, Keizo Takahasi, telur að Panis verði að sýna meiri stöðugleika milli ein- stakra móta og milli æfinga og tíma- taka á keppnishelgum. Hann segir reyndar að þjónustulið Panis hafi líka átt sök á misjöfnu gengi í ár og úr því verði bætt. Cristiano da Matta þarf að bæta frammistöðu sína í tímatök- unni, sem verður tvöföld á næsta ári. Ökumenn fá tvö tækifæri til að ná besta tíma, í stað eins. Liðsheildin verði efld í vetur á æfingum. Miklar annir eru framundan hjá liðunum og líklegt að ökumenn aki yfir 60.000 km fyrir fyrsta mót, sem verður í Ástralíu í mars. Ökumenn munu taka frumsporin á endurbættum útgáfum af 2003 bílnum, með hlutum sem notaðir verða í nýja bílnum í janúar. Þá hefur Michelin endurbætt keppn- isdekkin sem notuð verða í mótum ársins, en Toyota er samningsbundið Michelin eins og mörg önnur lið. Dekkin verða prófuð af kappi í vetur, til að aðlaga þau að nýja bílnum. Æfingar snúast ekki síst um dekkin. Toyota að hefja vetr- aræfingar Vi›arhöf›a 6 • 110 Reykjavík Sími 577 4444 • www.fjallasport.is 37“ 37x13,5x15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.