Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 16
16 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar BMW setur á markað á næsta ári nýja kynslóð BMW 3, sem verður gerbreyttur í útliti og í takt við nýjan BMW 7 og BMW 5. Bílnum er auð- vitað ætlað að veita Mercedes-Benz C og Audi A4 harða samkeppni. Hann mun byggjast að verulegu leyti á núverandi gerð bílsins, sem er söluhæsti bíll BMW. BMW ætlar fyrst að kynna bílinn í stallbaks- og langbaksgerð en bæta seinna við kúpubaki og opnum bíl, sem á að koma á markað 2005 og kallast BMW 4, líkt og opni bíllinn sem byggist á BMW 5 kallast BMW 6. Nýi bíllinn verður stærri en sá sem hann leysir af hólmi og fleiri vél- ar verða í boði. Minnstu vélarnar verða fjögurra strokka Valvetronic en þær stærstu V8. BMW ætlar með öðrum orðum að setja á markað þrist sem höfðar til eins margra kaupenda og mögulegt er. BMW er einnig sagt ætla að bjóða upp á hátæknivæddasta bílinn í þessum stærðarflokki. Hann verður með SMG-gírkassanum úr núver- andi M3 og virku stýri (active steer- ing), sem er byltingarkenndur bún- aður sem dregur úr þörfinni fyrir að snúa stýrinu þegar beygt er. Þá verður flaggskipið líka boðið með raf-vökvabremsum. Best búnu bíl- arnir verða líka með einfaldari út- færslu af i-Drive stjórnkerfi BMW, sem er m.a. að finna í BMW 7 og BMW 5. Flaggskipið verður með 4,5 lítra, V8 vél og mun hann kallast 345i, en einnig er búist við að BMW þrói einnig 3,6 lítra bensínvél til að brúa bilið milli 4,5 lítra vélarinnar og þriggja lítra, sex strokka vélar sem einnig verður í boði. BMW 3 verður gerbreyttur í útliti og í takt við nýjan BMW 7 og BMW 5. Nýi bíllinn verður stærri en sá sem hann leysir af hólmi og fleiri vélar verða í boði. Touring kallast langbakurinn. Nýr þristur á næsta ári NÝI lúxusjeppinn frá Volkswagen verksmiðjunum, Touareg, verður sendur í Dakar-rallið sem stendur yfir í tvær vikur í janúar næstkomandi. Þetta er ein erfiðasta raun sem lögð er fyrir nokkurn bíl, tveggja vikna akstur með tilheyrandi puði og streitu um eyðimerkursanda, hóla, hæðir og pytti. Í frétt frá Wolfsburg, aðalstöðvum Volkswagen, kemur fram að Touareg hafi að undanförnu verið prófaður í Marokkó. Þetta er í fyrsta sinn sem Touareg er sendur í þessa keppni og því nauðsynlegt að prófa alla enda og kanta áður en mætt er til leiks. Nýir ökumenn Við stýrið hefur verið Jutta Kleinschmidt, nýr ökumaður hjá Volkswagen, og aðstoðarmaður er Fabrizia Pons. Annað ökulið skipa Bruno Saby og Matthew Stevenson. Kris Nissen, hjá Volkswagen, segir það morgunljóst að keppnisútgáfa Touareg með ýmsum endurbótum verði að standast prófraunina í keppninni. Þess vegna sé mikilvægt að undirbúa bílinn vel, ná út úr honum því sem hægt er, fjöðruninni, aldrifinu og eiginleikum fimm strokka og 2,3 lítra dísilvélarinnar, öll þessi kerfi verði að vinna vel saman og ekki síður með ökumönnum. Hann segir ætl- unina að aka eins mikið og unnt er nú fyrir mánaðarlok og gangi allt eins vel og hingað til muni keppnisliðið ná að aka álíka langt og við álíka erfiðar að- stæður eins og í rallinu sjálfu. Jutta Kleinschmidt og Bruno Saby eru hrifin af bílnum eftir reynsluna hingað til, segja að bíllinn hafi mikla getu og telja að hann eigi enn eftir að þróast og batna. Þau segja að fyrsti hluti prófunarinnar hafi snúist um að reyna sem mest á fjöðrun bílsins og læra á hana og þar hafi komið vel í ljós góðir eiginleikar á hvers kyns erfiðum leiðum með tilheyrandi stökkum. Hugað að hverju smáatriði Þau segja jafnvægið í bílnum gott þar sem þyngdin dreifist mjög vel og í heild hafi hverju smáatriði verið gef- inn mikill gaumur við hönnun og framleiðslu. Með ökumönnunum í prófunum hefur starfað Eduard Weidl, tækni- legur stjórnandi keppnisdeildarinnar, og saman hafa þau lagt á ráðin varð- andi nánari útfærslu og stillingu bíls- ins áður en keppnisdagurinn rennur upp, í byrjun janúar á nýju ári. Volkswagen býr Touareg-jepp- ann undir Dakar-rallið í janúar Fjöðrun Touareg reynd í stökkum á erfiðum leiðum, rétt eins og verður í rallinu sjálfu. Volkswagen Touareg-jeppinn hefur verið í ýmsum prófunum fyrir Dakar-rallið í janúar. Jutta Kleinschmidt er nýr aðal- ökumaður hjá Volkswagen-liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.