Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar F jöldi sýnenda þetta árið var um 20. Öll vélsleðaumboðin sýndu tæki sín og tól, auk aðila sem selja vörur þeim tengdum. Þarna voru sýndir nokkr- ir breyttir jeppar, Subaru Impreza rallbíll Halldórs Jónssonar á Ak- ureyri var á staðnum og vakti mikla athygli enda einn öflugasti bíll landsins. Aðsókn að sýningunni var með ágætum, u.þ.b. eitt þúsund manns komu á svæðið þessa tvo daga og er það svipað og síðustu ár. Þessi sýn- ing er fyrir löngu orðin landsþekkt og kemur fólk víða að af landinu gagngert til að berja hana augum, og ekki spillti fyrir að veður og færð á vegum var með eindæmum góð. Þetta var í 17. skipti sem þessi sýning er haldin, en það er Félag vélsleðamanna í Eyjafirði (Ey-lív) sem stendur fyrir sýningunni. Áhugi á vetrarsporti virðist fara sí- vaxandi og mikill hugur er í mönn- um á Norðurlandi fyrir veturinn. Markmið Ey-lív með sýningarhald- inu er að efla áhuga fólks á útivist að vetri til og að benda fólki á þá möguleika sem eru fyrir hendi til afþreyingar og útiveru. Arctic Cat King Cat 900 valinn verklegasti sleðinn Samhliða sýningunni hélt Ey-lív árshátíð sína og var hún mjög vel heppnuð. Á þriðja hundrað manns sátu veislu í Sjallanum á Akureyri þar sem Ómar Ragnarsson annað- ist veilsustjórn af sinni alkunnu snilld. Sú hefð hefur skapast að á árshátíðinni eru sýnendum veittar viðurkenningar fyrir sleða sína og bása. Í ár fékk B&L viðurkenningu fyrir verklegasta sleða sýningar- innar, en hann var valinn Arctic Cat King Cat 900. Fallegasti ferðasleð- inn var valinn Yamaha Ventura 700 sem Arctic Trucks hafa umboð fyr- ir. Þá er einnig veitt viðurkenning fyrir fallegasta eða best útfærða sýningarbásinn og var þar valinn bás Toyota á Akureyri, en þeir eru með söluumboð fyrir Yamaha og Polaris. Í ár var svo veitt ein auka- viðurkenning fyrir framlag til efl- ingar vélsleðasportsins og var hún veitt Sigurði Baldurssyni sem rek- ur fyrirtækið Kattarbúðir á Akur- eyri. Félag vélsleðamanna í Eyja- firði er deild innan Landssambands íslenskra vélsleðamanna. Fé- lagsmenn Ey-lív eru um 130. Þessir viðburðir, þ.e. sýning og árshátíð, eru þeir stærstu í starfsemi félags- ins á ári hverju, en að auki stendur félagið fyrir ferðum bæði stuttum og löngum auk fræðslufunda og fyr- irlestra fyrir félagsmenn. Félagið, og reyndar Landssam- bandið allt, reynir að beita sér í hagsmunamálum vélsleðamanna og að vinna að öryggismálum sleða- manna. Útilífssýningin Vetrarsport 2004 var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um síðustu helgi. Var hún að vanda glæsileg í alla staði enda mikið í hana lagt bæði af skipuleggjendum og sýnendum. Var greinilegt að sýnendur leggja mikinn metnað í það að hafa bása sína vel útfærða og fallega. Morgunblaðið/Þorgeir Björgunarsveitin Súlur sýndi björgunarsleða sinn af gerðinni Lynxs. Arctic Trucks sýndu líka breyttan jeppa. Þessi voldugi Hyundai Terracan freistaði margra. Þetta er í 17. sinn sem sýningin er haldin. Margir glæsigripir á Útilífssýningunni á Akureyri AUDI A8 hlaut á dögunum Auto Trophy 2003, sem bílatímaritið Auto Zeitung í Þýskalandi veitir árlega. Audi A8 bar sigur úr býtum í lúx- usflokki. Alls greiddu 81.292 lesendur tímaritsins atkvæði og þar af fékk Audi A8 26,1% atkvæða. Maybach, lúxusbíll DaimlerChrysler-samsteyp- unnar, varð í öðru sæti með 18,4% at- kvæða og Mercedes S-línan 16,2%. Auto Trophy-verðlaunin hafa verið veitt í 16 ár og Audi hefur hlotið þau 22 sinnum. Auto Trophy til Audi A8 Audi A8 fékk Auto Trophy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.