Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar TA K M A R K A Ð U P P L A G TOYOTA var í fararbroddi fram- leiðenda með að setja á markað fyr- irbrigði sem síðar var gefið nafnið jepplingur. Þetta var árið 1994 og það var Toyota RAV4 sem setti staðalinn í þessum ört vaxandi flokki bíla. Íslendingar hafa tekið jeppum og jepplingum með kostum og kynjum, en ein tegund virðist fremur en aðrar eiga upp á pall- borðið hjá þeim, ef marka má sölu- tölur – Toyota. Toyota RAV4 hefur verið í hópi söluhæstu bíla frá því hann kom á markað hérlendis og gildir þá jafnt hvort um er að ræða venjulega fólksbíla eða jepplinga. Lág bilanatíðni – góð þjónusta En hvað er það sem gerir RAV4 svo vinsælan? Margir aðrir vænleg- ir bílar eru í þessum flokki, en eng- inn hefur viðlíka markaðshlutdeild. Það er ýmislegt sem RAV4 getur talið sér til tekna. Fyrir það fyrsta er hann með ódýrari bílum í þessum flokki og í annan stað er hann ekki of stór. Í þriðja lagi er það sjálft merkið – því Íslendingar hafa góða reynslu af Toyota, jafnt hvað varðar lága bilanatíðni og fyrirtaks þjón- ustu umboðsins. Fyrir vikið er end- ursöluverð Toyota-bifreiða trygg- ara en flestra annarra tegunda. Mörgum hefur á hinn bóginn ekki þótt hönnun Toyota-bíla spennandi, en á því hefur þó verið gerð tals- verð bragarbót á síðustu misserum, enda er Toyota farið að hanna bíla fyrir Evrópumarkað í Evrópu og út frá evrópskum stöðlum. Dálítil andlitslyfting Núverandi kynslóð RAV4, númer tvö í röðinni, kom á markað 2001, en í haust kom jepplingurinn síðan eft- ir lítilsháttar andlitslyftingu. Meðal helstu breytinga á helsta sölubíln- um, 2.0 l 4WD, eru nýjar ljósalugt- ir, breytingar á stuðara og að innan er komið leðurklætt stýri og fjar- stýring fyrir hljómtækin í stýrið auk þess sem gírstangarhnúður er leðurklæddur. Þá er kominn króm- hringur í kringum mælana og loft- kæling. En ennþá skortir þriðja hnakkapúðann í aftursætum. RAV4 er eins og áður jepplingur í besta skilningi þess orðs. Hann er hvorki með millikassa né byggður á sjálfstæða grind og eru því fólks- bílaeiginleikarnir ráðandi en um leið er nógu hátt undir bílinn og hann með sítengt fjórhjóladrif sem gerir honum kleift að komast lengra en venjulegum fólksbílum. Morgunblaðið/Eggert RAV4 er kominn á markað lítið eitt breyttur. Endurbættur RAV4               !"  # $ % &                       ' ()*  !   "  #$ % !& %  '   *)( (  %   )' * *)+ *), +)'  ' ($  " $   #  '   +     '      ' $ % $      ,$ (  !   - &  $ .  $  - .)/ .)+ .)- ,)+ , /00    - /00     /  $      '  0 1!&  "   "  %           * & !&'   ( , "  ' $     *- "  2 3  ! !41 2 2! 5!   2!67 1   !           LITURINN á bílnum ljóstrar upp um hvaða mann þú hefur að geyma – eða vilt hafa að geyma. Þetta segja danskir sérfræðingar á sviði lita- og tísku- strauma. Silfurlitaðir bílar eru í mikilli tísku um þessar mundir og segja sér- fræðingarnir að ástæðan sé sú að menn vilji láta samborgarana vita hve mikilli velgengni þeir eiga að fagna og hafi góðan smekk. Eigendur silfurgrárra bíla séu óragir við að gefa öðrum til kynna hve vel þeim gangi í leik og starfi. „Silfur er eðalmálmur. Þeir sem kaupa silfurlitan bíl vilja með því sýna hve hátt þeir hafi klifið metorðastigann,“segir Lene Bjerregaard, litasérfræðingur, arkitekt og sálfræðingur. Hún hefur samið margar bækur um liti og er ráð- gefandi litasérfræðingur hjá fyrirætkinu LB-Colour Consult. Hún segir að nokkr- ir sálfræðilegir þættir leiki hlutverk þeg- ar nýr bíll er keyptur. Aksturseiginleikar og stærð bílsins ráðast af fjárráðum en með litavalinu geti menn sent frá sér skilaboð. „Ómeðvitað tengjast menn frekar einum lit en öðrum. Þeir velja þá fremur þann lit sem þeir tengjast, alveg eins og menn velja sér hund í samræmi við sitt eigið lundarfar. Þetta sama ger- ist þegar valinn er litur á bílinn. Liturinn er framlenging af persónuleikanum.“ Minni rannsókn frá enska bílaklúbbnum Royal Automobile Club styður kenn- ingar Bjerregaard. Fyrir nokkrum árum fékk klúbburinn sálfræðing til þess að leggja spurningar fyrir 1.000 bíleig- endur. Niðurstaða sálfræðingsins var sú að hægt væri að tengja vissar mann- gerðir við vissa liti og tók hann svo djúpt í árinni að segja að auðveldara væri að þekkja mann af litnum á bílnum hans en fötunum sem hann klæddist. Liturinn á bílnum kemur upp um manninn Vél: Fjórir strokkar, 16 ventlar. VVT-i, 1.998 rúmmetrar. Afl: 150 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 192 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Drif: Sítengt fjórhjóladrif. Gírskipting: 4ra þrepa sjálfskipting. Hröðun: 10,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 175 km/klst. Eyðsla: 9,3 lítrar í blönd- uðum akstri, 12,4 lítrar innanbæjar. Hemlar: Diskar, loftkældir að framan, ABS, EBD. Dekk: 235/60R 16. Lengd: 4.220 mm. Breidd: 1.785 mm. Hæð: 1.715 mm. Eigin þyngd: 1.490 kg. Farangursrými: 400–500 lítrar, 970 lítrar ef aft- ursæti eru fjarlægð. Verð: 2.890.000 kr. Umboð: P. Samúelsson hf. Toyota RAV4 4WD 2.0 REYNSLUAKSTUR Toyota RAV4 4WD 2.0 Guðj́ón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.