Vísir - 20.12.1980, Page 5

Vísir - 20.12.1980, Page 5
Gæsin brunnin og tréö úti í garöi Mér dettur ekki i hug að minnast hér á þann atburð sem er mér hvað minnisstæðastur úr barnæsku i sambandi við gleði- leg jól. Það gæti sært vissa aðila. Mér dettur til dæmis ekki i hug að minnast á það þegar jólagæsin gleymdist i ofninum á meðan fjölskyldan ók gjöfum út til vina og vandamanna. Ég beygi enn af er ég hugsa til brunarústanna milli tannanna og táranna i augunum. Ekki dettur mér heldur i hug að minnast á það þegar kvikn- aöi i jólatrénu i gamla timbur- húsinu þannig að það varð að henda trénu út um gluggann. Það gat haft áhrif á óþroskaö barnið að horfa á auðan máln- ingarkollinn, sem stóð undir þvi sem eitt sinn var jólatré en var nú bál úti i garði. Ekki heldur minnist ég á hvað pabbi sagði ljótt þegar hann setti rakkremið á tannburstann á jóladagsmorgun. Það fannst mér spilla jólaskapinu þó nokkuð, sérstaklega fyrir pabba. Nei, ég ætla ekkert að koma inn á þessa hluti, enda eru þeir smámunir hjá þvi sem ævi- sagnahöfundarnir segja okkur. Ég er lika fæddur eftir lok þessa gæfutimabils i sögu okkar ást- kæra föðurlands, sem samtima- menn kölluðu heimstyrjöldina. Þess atburðar er táknaði nýtt timabil i sögu sveltandi þjóðar. Timabils er hóf þjóðina úr sárri örbirgð upp i heimtufrekt vel- ferðarþjóðfélag, að þvi er manni skilst Hefðbundnar bú- greinar Ævisagnahöfundarnir hefðu talið gæsabrunann merki um þaðaðmenn ættu ekki að storka hefðbundnum islenskum bú- greinum með þvi að leggja sér til munns illa fleygan alifugl á fæðingarhátið meistarans en þess i stað naga blessað kinda- kjötið. Jólatrésbruninn hefði aðeins flutt birtu og yl inn i illa gerð hreysin, og rakkrems- tannburstunin hefði verið spaugilegt dæmi um hrein- gerningarbrjálæði yfirstétt- anna. Ég kem þvi ekkert inn á þetta. og fleiri jólahugleidingar Islendingar hafa i sannleika sagt stigið úr öskustónni á skemmri tima en aðrar „vel- ferðarþjóöir”. Þetta sést ekki hvað sist á nýrikrahættinum i sambandi við allan jólaundir- búning. Menn éta sér til óbóta rándýran mat og hella i sig guðaveigum þar til lekur út um eyrun. Menn gefa gjafir fyrir fjármuni sem þeir ekki eiga og slá „jólavixla” fyrir öllu saman. Það verður þvi erfitt að þreyja þorrann og góuna þegar bankarnir byrja að senda óvin- gjarnleg bréf um gjaldfallna vixla og opinber uppboð á einustu eignum vesalings skammdegissjúklinganna, sem rétt aðeins sjá grilla i páskana út lír vetrarhörkunum. Bing og Gröndal stell „Það er sko ekkert með þaö, við gefum Lóu frænku og Brandi Bingoggröndahlstell fyrirtólf- manns. Þau hafa alltaf verið svo sæt”. „Ertu vitlaus maður, þau sem eiga allt og eru svo rik, og við sem varla eigum fyrir húsaleig- unni”. „Gleymdu nú ekki að það var Lóa frænka sem alltaf lánaði mér skólabækurnar i gamla daga. Og svo eru jólin bara einu sinni á ári”. Ég ætla heldur ekki að tala um þetta, þvi það er sjálfsagt mál fyrir félagsfræðinga, þjóö- félagsfræðinga eða einhverja þaðan af verri. Við megum heldur ekki gleyma þvi að jólin og jóla- „bissnessinn” heldur menningu okkar uppi að verulegu leyti. Hér er helst ekki gefin út bók nema að það séu jól i sjónmáli. Hundruð bókatitla ryðjast fram á sjónvarpsauglýsingamarkaö- inn þegar liða tekur að hátið frelsarans. Komi bók út á öðrum árstima þykir það stórfrétt, þvi slegið upp i blöðum og höfundar og út- gefendur spurðir hvers vegna i ósköpunum þeir séu að gefa út bók á þessum árstima. Jólabókaflóð af menn- ingarástæðum Nú,hljómplötuútgáfa er óðum aö færast i þetta sama horf. Nýjar plötur streyma yfir markaðinn fyrir jólin. Bækur og plötur þykja hinar bestu gjafir. Það er alltaf hægt að skipta plötu og bók fyrir aðra, sem þiggjandinn hefur meiri áhuga á. Hann situr þá ekki uppi með „China town” ekta postulinið, sem Frederiks- en, töskuheildsali, seldi henni Lóu frænku með afslætti i stað- inn fyrir einhvern greiða, sem ég ekki veit hver var. Með þvi að setja sig upp á móti jóla „bissnessnum” væri maður þvi aö setja sig upp á móti hljómplötu- og bókaútgáfu og þar með stórum hluta menningarinnar i landinu. Það vil ég sannarlega ekki gera. Ég fjalla ekki um það hvernig útgefendur skipuleggja sina út- gáfu. Það er ekki mitt mál, heldur mál viðskiptafræðinga, hagfræðinga eða einhverra þaðan af verri. Axel Ammcn- drup, blaða- maður, skrif- Hagstæður vöru— skiptajöfnuður Ég verð lika að segja að það er göfgandi að gefa vinum sinum gjafir. Ég fyrir mitt leyti gef aldrei eins margar gjafir og á jólunum, og mér liður yfirleitt frábærlega vel þá dagana. Sumir myndu segja að það sé vegna rúmra fridaga, mikils og góðs matar — auk nokkurra desilitra af guðaveigum — en ég segi að það sé vegna þess, að sælla sé að gefa en þiggja. Að visu verð ég að viður- kenna, að það dregur nokkuð úr kætinni þegar vöruskiptajöfn- uður er mjög óhagstæður. Ég hef þó yfirleitt haft lag á að hag- ræða þvi þannig, að svo verði ekki. Min jól eru oftast gleðileg. Ég fjalla þvi ekki um þetta vegna þess að það er lenska að skrifa aðeins um það sem miður fer. Og það er ekki mitt mál, heldur öllu heldur mál sálfræð- inga. Af jólakortum Það hefur löngum þótt góður og fallegur siður að senda jóla- kort. Ekki mæli ég á móti þvi að það sé indælt að senda vinum og ættingjum, sem fjarri eru staddir, jólakort. Minna þannig á forna, en trausta vináttu. Vinarkveðja er alltaf vel þegin, kemur jafnvel fram tárunum i hvörmum viðkvæmra manna. En er þetta ef til vill að fara út i öfgar hjá okkur eins og ýmislegt annað? Margir taka saman öll kortin, sem þeir fengu árið áður og gera skrá eftir þeim. Þessi sendi mér kort, en hinn djöfull- inn sendi mér ekki, jafnvel þó ég hafi sent honum kort öll þessi ár. Best að vera ekki að eyöa frimerki og Lions-korti i hann aftur. Ég þekki meira að segja manneskju, sem tekur þetta afar hátiðlega. Hún sendir ekki jólakort, heldur áramóta- kveðjur, og aðeins þeim sem senda henni jólakort. Þarna er sko ekki verið að taka neina „sjensa”. Ég hef árum saman staðið i jólakortaskrifum við vin sem sendir mér jólakort annaö hvert ár. Annað árið sendir hann mér kort, þá sendi ég honum ekkert. Hitt árið þakka ég fyrir mig og sendi kort en fæ þá ekkert i staðinn. Slæmur vöruskipta- jöfnuður og ég sendi þvi ekkert kort næsta ár. En þá sendir hann mér kort og þakkar kær- lega fyrir kortið i fyrra og svo framvegis. Það er lika ágætlega skemmtilegt að ganga i hús og afhenda nágrönnum sinum jóla- kort um leið og þeir óska gleði- legra jóla. 1 kortunum stendur nefnilega yfirleitt: „Gleðileg jól”. Þetta er aðallega gert fyrir þá, sem árlega taka það saman hversu mörg jólakort berast. Þetta er þó varla mitt mál, þetta er mál Pósts og sima. Góð póstþjónusta Það var dálitið sviplegt i fyrra þegar ég áttaði mig á þvi á Þor- láksmessu að ég hafði gleymt að skrifa jólakort. Þó ég hafi tröllatrú á islensku póstþjónust- unni, gerði ég mér grein fyrir þvi að ég væri fullseint á ferð- inni. Sérstaklega hvað varðaði kort til vina erlendis. Ég greip til örþrifaráöa. Ég settist niður og skrifaði vinum og vandamönnum i vinnutima og skrifaði svo dagsetninguna 10.12.’79. Siöan gat ég bara kennt póstþjónustunni um ef einhver kæmi með athuga- semdir. Málið hefði átt að vera úr sög- unni, en svo vildi til að skálaö var i jólaglöggi að loknum starfsdegi á Þorláksmessu. Ekki verður fjölyrt um þann gjörning hér og nú, en þegar ég mætti til vinnu aftur þann þriðja i jólum, þá glottu jólakortin, frá mér til vina minna, við mér á skrifborðinu. Ég sendi þvi engin jólakort i fyrra og á þar af leiðandi ekki von á þvi aö fá kort i ár. Það sem verra er, ég er ekki búinn að senda jólakortin i ár — ég er ekki einu sinni farinn að' hugsa fyrir þeim. Ætli ég sendi bara ekki vinum og vanda- mönnum hlýlegar kveðjur með hugskeytum, það er bæði ódýrara og þægilegra. Hátið friðar og kær- leiks Ég hef ekki minnst einu orði á þann trúarlega grunn, sem jóla- haldið stendur á. Ég ætla heldur ekki að gera það, aðrir gera það betur en ég. Það væri hins vegar gleðilegt ef allir menn litu á jólin sem hátíð friöar og kærleika. Að jólafréttatimar rikisfjölmiðl- anna fylli stofurnar af góðum fréttum. Mættum við verða laus við fréttir af innrás i Pólland, pyntingum i Chile, róstum i E1 Salvador, slysum og óhöppum. Sem betur fer verða þingmenn okkar i jólafrii, þannig að ekki ættu að berast ill tiðindi úr þing- sölum. Vonandi geta allir snúið mettir og velúthvildir til vinnu eftir jólahaldið, tilbúnir til að hella sér út i áramótafögnuðinmj

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.