Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 2

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR 8  1    % 7   9 :  61   $   1   4:     ;&+5)< ;/5(< ;.5( 0+5&< ;.5& 0&5*< 0'5&< 0.5*< 0*5/< ;&+ ;. + 0. 0&+ " ! $ $! !  % &    &(+ &'* &'- &', &'' &'+ (&& (&' ' %& ()* &/&& (&' ''. ''+ '&. '&+ '+. '++ * +,  "-   .   2 48 : (&& (&' ,5* ,5/ ,5- ,5. ,5, /%  .-0 1 2"3 ,5.( ,5/( Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. SAMNINGAR um kaup Pharma- co á 90% hlut í tyrkneska lyfjafyr- irtækinu Fako eru á lokastigi. Fyr- irtækið er sjöunda stærsta lyfjafyrirtæki Tyrklands. Kaup- verðið er um 63 milljónir Banda- ríkjadala, jafnvirði um 4,7 milljarð- ar íslenskra króna, fyrir utan árangurstengdar greiðslur sem miðast við að tiltekin markmið náist í rekstri félagsins árin 2004 og 2005. Samkomulagið felur einnig í sér að Pharmaco veiti Fako lán að fjár- hæð allt að 15 milljónum Banda- ríkjadala til að endurfjármagna hluta af skammtímaskuldbindingum félagsins. Áreiðanleikakönnun á fé- laginu er að ljúka og hafa samn- ingsskilmálar vegna kaupanna þeg- ar verið undirritaðir. Liður í yfirlýstri stefnu Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, segist mjög ánægður með kaupin á Fako. Þau séu liður í yfirlýstri stefnu Pharmaco um áframhaldandi ytri vöxt með kaup- um og yfirtökum á erlendum fyr- irtækjum og muni styrkja markaðs- stöðu fyrirtækisins töluvert og gera félaginu kleift að ná fótfestu á nýj- um mörkuðum. Talsverð samlegð- aráhrif fylgi kaupunum og sé stefnt að því að skrá fjölda lyfja Pharma- co á Tyrklandsmarkað í framtíðinni. Auk þess sem tækifæri skapist til að markaðssetja lyf Fako á mörk- uðum Pharmaco. Róbert segir að Pharmaco og hollenski bankinn ABN AMRO, sem veitti félaginu ráðgjöf við kaupin á Fako, hafi ekki áhyggjur af því að ástandið í Tyrklandi sé ótryggt. Álitið sé að sprengjur sem sprungu þar í landi fyrir nokkru hafi verið einstök tilvik sem ekki sé ástæða til að hafa teljandi áhyggjur af í þessu sambandi. Tyrkland sé í næsta nágrenni við Búlgaríu og Pharmaco hafi góða reynslu af því að starfa á því svæði. Starfsmenn um 1.300 talsins Í tilkynningu frá Pharmaco segir að hjá Fako starfi um 1.300 manns. Fyrirtækið var stofnað árið 1956 af Kaya Turgut, sem jafnframt hefur verið forstjóri og aðaleigandi. Höf- uðstöðvar Fako og aðalstarfsemi er í Istanbúl en auk þess er félagið með söluskrifstofur á 10 stöðum í Tyrklandi. Fyrirtækið starfrækir lyfjaverksmiðjur sem framleiða fullbúin lyf og virk lyfjaefni. Segir í tilkynningunni að vaxtarmöguleikar Fako séu töluverðir því gert sé ráð fyrir að um 10 ný lyf verði sett á markað í Tyrklandi á næsta ári. Áætluð velta Fako á þessu ári er um 90 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarðar íslenskra króna, og afkoma fyrir fjármagns- liði og afskriftir (EBITDA) í hlut- falli af veltu er áætluð um 20%. Fram kemur í tilkynningunni að búist sé við að tap verði á starfsemi Fako á þessu ári, sem einkum megi rekja til mikils fjármagnskostnaðar tengdum óhagstæðum lánum sem stofnað hafi verið til fyrir kaupin. Kaupréttur á 10% hlut Í tilkynningu Pharmaco segir að nýtt hlutafé verði notað til að greiða upp stóran hluta óhagstæðra lána Fako. Samningurinn felur jafnframt í sér að núverandi eig- endur Fako halda eftir fastafjár- munum sem nema 34 milljónum Bandaríkjadala að bókfærðu verði. Um er að ræða land, skrifstofur og verksmiðjur Fako. Fako mun leigja verksmiðjurnar og skrifstofubygg- ingar af fyrrum eigendum næstu átta árin fyrir um eina milljón Bandaríkjadala á ári. Pharmaco hefur kauprétt á 10% hlut til viðbótar í Fako á árinu 2006 og mun þá eignast félagið að fullu. Samkvæmt tilkynningunni miðast það kaupverð við 10% af þrefaldri EBITDA fyrir árið 2005. Kevin Smith, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Pharmaco, verður framkvæmda- stjóri Fako, en Kaya Turgut, stofn- andi fyrirtækisins, tekur sæti sem starfandi stjórnarformaður. Í tilkynningunni segir að stjórn- endur Pharmaco muni kynna Fako betur markaðsaðilum þegar form- lega verður búið að ganga frá öllum samningum sem tengjast kaupun- um. Sú vinna feli m.a. í sér tilfærslu á eignum, skráningu hlutafjár á Pharmaco, sem og frágang á end- anlegum samningum. Áætlað sé að þeirri vinnu ljúki á næstu fjórum til sex vikum. Pharmaco kaupir tyrk- neskt lyfjafyrirtæki Gerir félaginu kleift að ná fótfestu á nýjum mörkuðum KÖGUN hf. og eigendur meiri- hluta hlutafjár Landsteina-Strengs hf. eru í viðræðum um kaup Kögunar á félaginu. Skýrast mun á síðari stig- um hversu stór hlutur verður keypt- ur ef af verður, en ljóst er að um er að ræða a.m.k. 56,5% hlut í Land- steinum-Streng hf., að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands. Að sögn Gunnlaugs Sigmunds- sonar, forstjóra Kögunar, eru 56,5% af hlutafé Landsteina-Strengs í eigu 16–18 lífeyrissjóða. Annað hlutafé er í eigu Iðu, sem er að stærstum hluta í eigu Brúar fjárfestingarfélags. Sem er að fullu í eigu Fjárfestingarfélags- ins Straums. Segir Gunnlaugur að stefnt sé að því að Kögun eignist allt hlutafé í Landsteinum-Streng ef samningar um það nást. Vonast er til að samningaviðræður gangi hratt fyrir sig og að þeim ljúki fyrir miðjan desembermánuð. Landsteinar-Strengur hf. tók til starfa 1. október síðastliðinn eftir sameiningu Landsteina hf. og Strengs hf. Samanlögð velta félag- anna á árinu 2003 er áætluð á bilinu 1.000–1.100 milljónir króna. Landsteinar-Strengur starfar á sviði viðskiptahugbúnaðar og upplýs- ingakerfa fyrir fyrirtæki og hefur m.a. lagt áherslu á MBS Navision hugbúnað og lausnir. Gunnlaugur segir að stefnt sé að því að reka Landsteina-Streng áfram sem sérstakt félag líkt og Ax hugbún- aðarhús, sem Kögun keypti fyrr á árinu, og Hugur, dótturfélags EJS, sem Kögun er að ganga frá kaupum á af Dseta, stærsta hluthafa EJS. Það hefur ávallt verið stefna Kög- unar að dótturfélög séu rekin sjálf- stætt þrátt fyrir að þau falli undir samstæðu Kögunar, að sögn Gunn- laugs. Hann segir að þessi félög hafi öll átt í miklum erfiðleikum og verið rek- in með tapi. Segist hann vonast til þess að þessu verði hægt að snúa við á næstu tveimur árum. Kögun hf. að kaupa Landsteina-Streng hf. Seljendur eru hópur lífeyrissjóða Morgunblaðið/Eggert ÍSLANDSBANKI hefur keypt Framtak fjárfestingarbanka af Fjárfestingarfélaginu Straumi fyrir um 51⁄2 milljarð króna. Áður en kaupin gengu í gegn keypti Straumur þær eignir sem teljast til áhættufjárfestinga, þar með talið nánast öll skráð og óskráð hluta- bréf út úr Framtaki. Að sögn Björns Björnssonar, að- stoðarforstjóra Íslandsbanka, verð- ur Framtak fjárfestingarbanki sam- einaður Íslandsbanka. Hann segir það sem eftir standi í Framtaki þegar Straumur hafi keypt eignir út úr bankanum teljist til hefðbund- innar bankastarfsemi, að stærstum hluta útlán og skuldabréf, og það falli vel að rekstri Íslandsbanka. Þórður Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins Straums, segist vera mjög sátt- ur við söluna á Framtaki fjárfestingarbanka og að gott verð hafi fengist fyrir bankann. Hann segir að ekki verði um mikla breyt- ingu að ræða í starfsemi Straums vegna þessa þar sem Framtak hafi áður verið að fullu í eigu Straums, en reksturinn verði þó skýrari og einfaldari. Aðspurður segir Þórður Már að fjárfesting Straums í Fram- taki hafi skilað félaginu góðum arði en vill ekki nefna neina tölu í því sambandi. Straumur kaupir hlutabréf Í Kauphöll Íslands var í gær til- kynnt um nokkrar þeirra eigna sem Straumur keypti af Framtaki. Straumur keypti 2,3% í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna á 192 millj- ónir króna og á nú 17,3% í félaginu. Þá keypti Straumur 18,3% hlut í Opnum kerfum, sem er að mark- aðsverði rúmur einn milljarður króna, og á nú 20,7% í því félagi. Straumur keypti einnig 6,9% í Mar- el, sem eru tæplega 1⁄2 milljarðs króna virði, og á nú 7,6% í því fé- lagi. Loks keypti Straumur 22,6% í Vaka DNG, sem eru tæplega 14 milljóna króna virði, og á eftir kaupin 26,9% í því félagi. Íslandsbanki kaupir Framtak af Straumi Straumur kaupir áhættufjárfestingarnar GREININGARDEILD Kaup- þings Búnaðarbanka telur að Pharmaco hefði mátt gefa ná- kvæmari upplýsingar um kaup fé- lagsins á tyrkneska lyfjafyrirtæk- inu Fako en gert var í fréttatilkynningu félagsins í gær. Þetta kom fram í hálf fimm frétt- um bankans í gær. Telur greiningardeildin að vegna þess mikla áhuga sem er á Pharmaco í Kauphöllinni og þess mikla vægis sem það hefur í Úr- valsvísitölunni sé nauðsynlegt að geta nokkuð til um efnahag Fako þar sem upplýsingar um hann sé ekki að finna í fréttatilkynningunni. „Til að átta sig á hversu góð kaup Fako eru þarf að bera Fako saman við heildarverð, ekki er hægt að mæla verðmæti hlutafjár sem margfeldi af EBITDA, þar sem EBITDA er nálgun við sjóð- streymi sem á að þjónusta alla kröfuhafa fyrirtækisins,“ segir í hálf fimm fréttum. „Ef við reynum að meta heildarvirði fyrirtækisins sem margfeldi af EBITDA, þarf að áætla skuldir félagsins, en slíkar áætlanir eru óhjákvæmilega mjög ónákvæmar.“ Greiningardeildin segir að þegar tekið hafi verið tillit til þess að Pharmaco muni lána Fako 15 millj- ónir dollara til að endurfjármagna hluta af skammtímaskuldbind- ingum félagsins, og jafnframt þeg- ar tekið hafi verið tillit til þess að meðalfjármagnskostnaður Pharma- co í síðustu greiningu Kaupþings Búnaðarbanka hafi verið 10,9%, megi ætla að heildarvirðið sé að minnsta kosti orðið 94 milljónir dollara. Um vaxtarmöguleika Fako segir greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka að samkvæmt heimasíðu Fako séu 60,2% af veltu fyrirtæk- isins sala á pensilíni. Þrátt fyrir að langt sé síðan pensilín hafi komið á markað sé framleiðsla þess vanda- söm. Verksmiðjur Fako séu með samþykki MCA, breska lyfjaeft- irlitsins, inn á markaði Evrópusam- bandsins og samþykktar af banda- ríska lyfjaeftirlitinu, FDA. „Að mati Greiningardeildar er Fako því vart vaxtarfyrirtæki í nú- verandi mynd, hins vegar kemur fram í frétt Pharmaco að Fako geri ráð fyrir að setja 10 ný lyf á mark- að í Tyrklandi á næsta ári. Það er einnig rétt að hafa í huga að Pharmaco hefur tekist mjög vel til með að sameina þau fyrirtækis sem það hefur keypt fram til þessa.“ Óbreytt verðmat Í hálf fimm fréttum segir að grein- ingardeildin geti ekki tekið afstöðu til verðsins sem greitt er fyrir Fako út frá þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir. Hún breyti ekki fyrra verðmati sínu á Pharmaco sem er 27,6 en gengi Pharmaco er nú 36,5 og því sé ekki mælt með kaupum. „Greiningardeild telur mögulegt að Pharmaco hafi gert góð kaup í Fako þrátt fyrir að hér sé litið á þau með gagnrýnum augum. Grein- ingardeild mælir því með að bréf Pharmaco séu höfð með í vel dreifðum eignasöfnum, enda starfi fyrirtækið á miklum vaxtarmark- aði, miklar væntingar sem speglist í núverandi verði bréfanna geri þau hins vegar að áhættusömum fjár- festingakosti,“ segir í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka. Nákvæmari upplýsingar vantar Greiningardeild Kaupþings Búaðarbanka gagnrýnir upplýsingagjöf Pharmaco

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.