Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR Þóranna Jónsdóttir er lektor og forstöðumaður BS-náms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hún lauk námi sem lyfja- fræðingur frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA-námi frá IESE í Barcelona árið 1998. Þórunn er sér- fræðingur í markaðsmálum, vöru- merkjastjórnun, þjónustustjórnun og nýsköpun og hefur umtalsverða reynslu af kennslu og ráðgjöf fyrir stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum. Hún hefur starfað sem for- stöðumaður við viðskiptadeild Há- skólans í Reykjavík frá 2001, var framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR 2001–2002 og hefur verið lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 1999. Áður var hún stundakennari við HÍ, fram- kvæmdastjóri Lyfja & heilsu og yf- irmaður gæða- og markaðsmála hjá Íbúðalánasjóði. Hanna Katrín Friðriksson er framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík. Hún lauk námi í heim- speki og hagfræði frá Háskóla Ís- lands og MBA-námi frá UCD í Kali- forníu árið 2001. Hanna Katrín er sérfræðingur í árangursstjórnun, stefnumótun og samningatækni auk þess að hafa reynslu af kennslu og ráðgjöf fyrir stjórnendur og sérfræð- inga í íslenskum fyrirtækjum. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR frá 2002–2003 og verkefnastjóri við sama skóla 2001–2002. Áður starfaði hún á Morgunblaðinu, sem umsjónarmaður sérblaðsins Daglegs lífs 1995–1999 og sem blaðamaður á viðskiptablaði 1990–1995. Halla Tómasdóttir er lektor við viðskiptadeild HR og framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR. Hún lauk BSc-námi í við- skiptafræði með sérhæfingu í starfs- mannastjórnun frá Auburn University 1993 og MBA- námi frá Thunderbird, American Graduate School of International Management árið 1995. Halla er sér- fræðingur í stjórnun, forystu, starfs- mannamálum og nýsköpun og hefur umtalsverða reynslu af kennslu, fyr- irlestrum og ráðgjöf, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Halla hefur verið lektor við við- skiptadeild HR frá 2002, var fram- kvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR 1999–2002 og framkvæmdastjóri Auðar í krafti kvenna 1999–2003. Áð- ur starfaði hún sem starfsmanna- stjóri Íslenska útvarpsfélagsins, starfsmannastjóri hjá Pepsi Cola og starfsmannastjóri hjá M&M/Mars. Þórdís Sigurðardóttir er lektor og forstöðumaður MBA- náms við viðskiptadeild HR. Hún lauk rannsóknartengdu MA-námi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MBA-námi með áherslu á stefnumótun fyrirtækja og stjórnun frá Vlerick Management School í Belgíu árið 2001. Þórdís hefur sér- fræðiþekkingu á breytingastjórnun, leiðtogafræðum og stefnumótun fyr- irtækja og hefur reynslu af kennslu og ráðgjöf fyrir stjórnendur í íslensk- um fyrirtækjum. Þórdís hefur verið forstöðumaður við viðskiptadeild HR frá 2002, var að- stoðarframkvæmdastjóri Hugar 2002 og starfsþróunarstjóri EJS frá 2002. Áður starfaði hún við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Ásta Bjarnadóttir er lektor við viðskiptadeild HR. Hún lauk BA-námi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1992, MA-námi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Minnesotahá- skóla í Bandaríkjunum 1995 og dokt- orsnámi í vinnu- og skipulagssálfræði frá sama skóla 1997. Ásta er sérfræð- ingur í stjórnun og mannauðs- stjórnun, starfsmannastjórnun og hefur þriggja ára reynsla af ráðgjöf og stjórnendaþjálfun hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Ásta hefur starfað sem lektor við við- skiptadeild HR frá 2001. Áður var hún starfsmannastjóri Íslenskrar erfðagreiningar 1999–2001 og starfs- mannastjóri Hagkaupa og Baugs 1998–1999. Anna Margrét Marinósdóttir er starfandi framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR. Hún lauk námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1992 og MBA-námi frá IESE í Barcelona árið 1997. Anna Margrét hefur víðfeðma rekstrarþekkingu og umtalsverða reynslu af ráðgjöf við stjórnendur. Hún starfaði sem verk- efnastjóri Stjórnendaskóla HR 2002– 2003 og sem verkefnastjóri Ex- ecutive Education IESE Business School í Barcelona 2001–2002. Enn- fremur starfaði hún sem rekstr- arráðgjafi hjá Pricewaterhouse- Coopers í Reykjavík 1999–2001, verkefnastjóri Icelandic Iberica í Barcelona 1997–1998 og fjár- málastjóri Egils Árnasonar 1992– 1995. Guðfinna S. Bjarnadóttir er rektor Háskólans í Reykjavík. Hún lauk BA-námi í sálfræði frá Há- skóla Íslands árið 1986 og MA- og doktorsnámi í sálfræði með áherslu á stjórnun frá West Virginia Univers- ity árin 1989 og 1991. Guðfinna er sérfræðingur í stjórnun, atferlisfræði og ferlagreiningu og áhugamann- eskja um nýsköpun, menntun og um- hverfi. Guðfinna hefur starfað sem rektor við HR frá árinu 1998 en var áður forstjóri LEAD Consulting í Banda- ríkjunum 1991–1998. Á árunum 1986–1991 var hún doktorsnemi, leið- beinandi og ráðgjafi í Bandaríkj- unum en áður var hún kennari við Myllubakkaskóla. „Nú vita þau af áhuga okkar“ Morgunblaðið/Sverrir Bjóða sig fram til stjórnarsetu. Í fremri röð sitja Halla Tómasdóttir, Ásta Bjarnadótt- ir, Hanna Katrín Friðriksson og Þóranna Jónsdóttir. Fyrir aftan þær standa Þórdís Sigurðardóttir og Guðfinna S. Bjarnadóttir. Á myndina vantar Önnu Margréti Mar- inósdóttur. SJÖ konur sem starfa við Háskólann í Reykjavík hafa boðið sig fram til setu í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands. Með þessu framtaki vilja þær slá á „þann þráláta orðróm að konur hafi almennt ekki áhuga á stjórnunar- og ábyrgðarstörfum“, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Hanna Katrín Friðriksson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hópurinn hefði ekki enn fengið viðbrögð frá fyrirtækjum enda hafi markmiðið verið að vekja menn til umhugsunar fyrir næstu aðalfundavertíð. „Engu að síður eru mörg fyrirtæki að velta þessum málum fyrir sér á þessari stundu og nú vita þau af áhuga okkar.“ KAUPÞING-Búnaðarbanki er níundi stærsti bankinn á Norður- löndum miðað við markaðsvirði bankanna 2. desember sl. Íslands- banki er í ellefta sæti og Lands- banki Íslands í því fjórtánda. Markaðsvirði Kaupþings-Búnað- arbanka var á þriðjudag um 1 millj- arður evra eða um 89 milljarðar ís- lenskra króna. Markaðsvirði Íslandsbanka var um 774 milljónir evra eða um 69 milljarðar króna og Landsbankans um 503 milljónir evra eða um 45 milljarar króna. Stærsti banki á Norðurlöndum er Nordea Bank en markaðsvirði hans sl. þriðjudag var 16,5 millj- arðar evra eða sem svarar til um 1.470 milljarða íslenskra króna. Danske Bank er í öðru sæti og Svenska Handelsbanken í því þriðja.        !  "  #$  %& ' "   ( #)' 93$  8 : 4$  =1$     3$  > ?   @   4    7 $142  461          3   )4 $ 5   ! * + ,% +%-)%./) ,  )%++,%+& &% )"                   $11  4148 : 4$  Kaupþing-Búnaðar- banki níundi stærstur SAMTÖK verslunarinnar-FÍS hafa hvatt Eimskip ehf. til að draga til baka nýtt gjald sem fé- lagið hefur lagt á viðskiptavini fé- lagsins, svonefnt öryggisgjald. Framkvæmdastjóri Eimskips, Erlendur Hjaltason, segir gjaldið sett á til að mæta kröfum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar um aukið öryggi í höfnum og skipum vegna hryðjuverkahættu. Flutn- ingsgjöld hingað til lands hafi lækkað verulega á undanförnum árum, en Eimskip geti ekki tekið á sig meiri kostnaðarauka. Ekki sé því hægt að verða við áskorun samtakanna um að fella gjaldið niður. Enn eitt aukagjaldið Í fréttatilkynningu frá Samtökum verslunarinnar-FÍS segir að Eim- skip hafi nýlega bætt öryggis- gjaldi, sem sé nýtt gjald, í flóru aukagjalda sem lögð séu á við- skiptavini félagsins. Samtökin hafi mótmælt þessari gjaldtöku harð- lega í bréfi sem sent hafi verið til Eimskips nýlega. „Er það mat samtakanna að sú aukning sem hefur orðið á álagningu hvers kon- ar þjónustugjalda hjá skipafélög- unum sé algerlega óviðunandi svo nauðsynlegt sé að spyrna við fót- um. Öryggisgjaldið sé enn eitt aukagjaldið sem lagt hefur verið á viðskiptavini félagsins að undan- förnu og svo virðist sem félagið nýti sér alla möguleika sem opnast til að lauma inn nýjum álögum,“ segir í tilkynningunni. Samtökin segja að Eimskip hafi m.a. verið bent á að fyrirtæki sem stundi inn- og útflutning á vörum starfi í miskunnarlausu samkeppn- isumhverfi þar sem ekki sé um það að ræða að álögum sé sjálfkrafa hleypt út í verðlagið og viðskipta- vinirnir látnir borga brúsann. Af þessu nýjasta dæmi og öðrum fyrri megi ráða að Eimskip líti svo á að ávallt sé unnt að senda reikn- inginn til viðskiptavinarins þegar álögur eru settar, hvort sem það er gert af opinberum aðilum eða öðrum. „Samtökin hafa hvatt Eimskip til að sjá sig um hönd og draga álagningu öryggisgjalds á viðskipavini félagsins til baka,“ segja Samtök verslunarinnar-FÍS. Nýjar alþjóðlegar reglur Erlendur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Eimskips ehf., segir að öryggisgjaldið sé lagt á kaupendur flutninga af nauðsyn. „Alþjóða- siglingamálastofnunin hefur sam- þykkt nýjar reglur um öryggi á sjó í kjölfar hryðjuverkanna 11. sept- ember 2001,“ segir Erlendur. „Öll lönd og allar hafnir þurfa að gang- ast undir þessar reglur en af þeim verður kostnaðarauki. Við höfum nú þegar orðið fyrir verulegum kostnaði vegna þess og því sáum við okkur knúin til að taka þetta gjald upp.“ Að sögn Erlendar sendi Eimskip út bréf í október síðastliðnum þar sem tilkynnt var um öryggisgjald- ið. Hann segir að gjaldtakan sé nú að hefjast. Félagið hafi haldið fund með fulltrúum Samtaka verslunar- innar-FÍS og farið yfir þess mál með þeim, og því svarað erindi samtakanna. Erlendur segir að öryggisgjaldið sem Eimskip innheimtir fyrir tutt- ugu feta gám sé 8 evrur, jafnvirði rúmlega 700 íslenskra króna. Eimskip hvatt til að draga öryggisgjald til baka Framkvæmdastjóri Eimskips segir gjaldið lagt á af nauðsyn til að mæta kröfum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.