Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 12|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ – Hvað heldur ykkur þá saman? „Vináttan. Við förum í nánar vinnuferðir út á land. Fyrstu plötuna [Pathetic Me] tókum við á tveimur helgum í kofa í Borgarfirði,“ segir Ragnar. „Litlu sumarhúsi,“ leiðréttir Þorvaldur strangur á svip. „Ég vil ekki að þú móðgir fjölskylduna mína. Þetta er ættaróðalið.“ „Síðari plötuna tókum við upp í júlí árið 2002 á Kóngsbakka á norðanverðu Snæfellsnesi. Einhvern veginn hentar það okkur best að skipta alveg um um- hverfi,“ segir Ragnar. „Við höfum farið í stúdíó, en þá gerðist ekkert spennandi,“ segir Þorvaldur. „Við verðum að fara í kúrekaleik, klæða okkur eftir því, fá okkur bjór og viskí, borða baunir og spila það sem okkur finnst kántrí,“ segir Ragnar. „Galdurinn er líka að vera alltof lengi saman; það skapar vissa stemmningu. Þá verða allir kolvitlausir og flottasta tónlistin verður til,“ segir Þorvaldur. – Eftir að hafa hlustað á plötuna varð ég dapur í alvörunni. Af hverju er tónlistin svona? Eru áhyggjurnar að sliga ykkur? „Þetta er mikill alvöru dapurleiki,“ tekur Ragnar undir. „Þá er miklu þægi- legra að vera í kúrekabúningi.“ „Við erum ekkert áhyggjufyllri en aðrir,“ segir Þorvaldur. „Ekkert meira en rokkstjörnur sem leigja sér hótelherbergi í Japan, brjóta allt og bramla og ganga síðan blístrandi út.“ – Er þetta þá endurnærandi? „Já, mikil terapía,“ samsinnir Ragnar, „en frekar brútal.“ „Við höfum líka gott af þessu sem mótvægi við Trabant, þar sem við liggjum lengi yfir hverju sándi, reynum að vera framsæknir og kaupum sviðssprengjur fyrir tónleika. Erum meira undir áhrifum frá Queen og Michael Jackson en Jo- hnny Cash og Skip Spence.“ – Hvernig leggst skammdegið í ykkur? „Mjög vel,“ segir Ragnar. „Ég er rosalega feginn, því það sem mér finnst erf- iðast hér á norðurhjaranum eru október og nóvember. Eftir það er bara stuð. Fyrst alvöru flottur vetur og síðan kemur vonin með vorinu.“ |pebl@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Funerals var að gefa út geislaplöt- una Lordy. Það gerist aðeins einu sinni á ári. Framundan eru tvennir tónleikar. Það gerist aðeins tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Og þá veit maður að jólin eru að nálgast. Bjöllu- hljómur í loftinu. Eins og á jarðarför. Tónlist Funerals hæfir skammdeg- inu. Tregablandið kántrý sem fyllir mann tilvistarangist. Þetta er ekki tónlist fyrir jólasveina. Varla hægt að dansa í kringum jólatréð við lagið To Hell eða Downhill. Og þó … „Við náðum að spila á einu balli,“ segir Þorvaldur Gröndal og lifnar yfir honum við tilhugsunina. „Þetta var ball fyrir norræna myndlistarkennara á Skógum fyrir austan fjall. Ein furðu- legasta uppákoma sem ég hef spilað á. Við tókum bara okkar lög og þarna var fólk á besta aldri að taka snúning. Það var ekkert að æsa sig þótt þetta væri ekki Justin Timber- lake eða Rolling Stones.“ Við sitjum yfir líkkistu á kránni Celt- ic Cross. Ragnar Kjartansson kemur askvaðandi inn. Eins og hann sé orð- inn of seinn í jarðarförina. Búið að negla kistuna aftur. Hann huggar sig við að ekki er búið að loka barnum. Blaðamaður veltir því upp af hverju Funerals komi ekki oftar saman, hljómsveitin hvarf eftir að vera til- nefnd til íslensku tónlistarverð- launanna á síðasta ári. „Þetta er gæluverkefni hjá okkur vinunum. Við erum öll að starfa við allan andskotann. Ég, Toggi [Þor- valdur] og Viddi [Viðar Hákon Gísla- son] erum allir í Trabant. Toggi er í Singapore Sling. Ólafur Jónsson er í arkitektanámi í Kaupmannahöfn og spilar þar með dönsk-íslensku sveit- inni Challenger. Lára [Sveinsdóttir] er leikkona,“ segir Ragnar. Alvöru dapurleiki 18. desember Tónleikar með Funerals í Húsi Silla og Valda FUNERALS Á UPPTÖKUSTAÐNUM Á KÓNGSBAKKA Á SNÆFELLSNESI. ÞORVALDUR GRÖNDAL OG RAGNAR KJARTANSSON Í GRAFARSTEMMNINGU. Loksins hef ég ákveðið að birta opinberlega skoðun mína varðandi framtíð þjóðarinnar. Andlegt og efnahagslegt öryggi okkar er nú lagt að veði á degi hverjum á hinu háa Alþingi okkar Íslendinga og við höfum kannski ekki alltaf grun um þá orsakavalda, sem auðveldlega gætu sett okkur útaf heimskortinu sem sjálf- stæða þjóð. Það er löngu vitað mál að litir og umhverfi geta haft mikil áhrif á sálarlíf manna og þessu til sönnunar vil ég minnast þeirra að- ferða, sem oft eru notaðar til þess að brjóta niður mannsandann. Menn eru settir í einangr- unarklefa þar sem myrkrið eitt ræður ríkjum og er það gert til þess að brjóta niður vilja manns- ins og þor. Þegar maður horfir á þingmennina okkar trítla um þingsalinn þá er ekki laust við að manni verði hugsað til einangrunarklefanna og þess litleysis, sem aðeins hlýtur að ein- kenna myrka heima, svarthol og djúpa, týnda dali einbúanna. Grá jakkafötin og gráar dragt- irnar draga blóðið saman í kekki og um salinn ganga blóðstorknaðar, blindar mýs, sem hafa það hlutverk að skapa þjóðinni bjarta framtíð. Maður fellur á hné og grætur af fögnuði í hvert sinn er birtist rauðhærður maður á Alþingi ein- ungis vegna þeirrar skreytni sem hann er heild- inni. Gleðiefnin í heilanum, sem kölluð eru serótónín, hverfa hægt og rólega á braut út úr frosnum skrokkunum og leita á önnur mið, t.d á strippstaðinn hinum megin við Austurvöll. Þessu vil ég breyta með afgerandi, skipu- lögðum og markvissum aðgerðum. Það er auð- veldlega hægt með því að leggja fram svokall- að skreytnifrumvarp, sem mun breyta þjóðinni í sólskinslandið í norðrinu. Til þess að breyt- ingar til batnaðar megi eiga sér stað þá byrjum við með skipulögðum hætti á því að búa til fyr- irmyndir og það liggur beinast við að velja úr þá Alþingismenn sem mest eru áberandi í þjóðlíf- inu því á þá er hlustað. Fyrsta parið myndu vera þeir bakkabræður Pétur Blöndal og Mörður Árnason. Báðir eru þessir menn komnir með eilítið stofnanalegt yf- irbragð og minna mann helst á skjalaskápa eða fyrstu týpurnar af heimilistölvum. Við þurf- um að setja þessa menn inní sólskinið og koma í veg fyrir að þeir taki hverjum degi sem sínum síðasta og þar koma tískulöggurnar okk- ur til aðstoðar. Stungið hefur verið uppá eins konar búningaskyldu á Alþingi. Í hverri viku þurfa tíu prósent Alþingismanna að vera í bún- ingum í eina viku í senn, sem hafa það hlutverk að lyfta sálinni uppá æðra plan, bæði til þess að auðga andann og fylla hann af hugmyndum og ekki síst til þess að byggja líkamann upp með víbrandi hlátri beint frá rótum hjartans. Pétur verður settur í eggjandi rauðan kvöldkjól, hárið allt af og stórir eyrnalokkar í stíl ásamt veski fyrir smámuni og háum hælum. Hann þarf þó ekki að nota varalit nema hann óski þess sjálfur eða ef mikið liggur við, t.d. ef stór samningur á alþjóðavísu er í aðsigi. Sjálf- stæðar og ósjálfstæðar konur munu eflaust taka þessu vel og þetta á án efa eftir að veita þingmönnum ómælda upplyftingu, jafnt heild- inni sem og Pétri sjálfum. Mörður verður settur í íslenskan glímubúning, sem undirstrikar kannski þá staðreynd að hann er í stjórnarand- stöðunni. Það viðhorf sem Mörður mun öðlast á örugglega eftir að þroska hann sem stjórn- málamann á sama tíma og þetta kennir honum að gera grín að fólki á sinn eigin kostnað frekar en á einhvern annan hátt. Dabbi er sjálfskip- aður í brúðkaupskjólinn og Kolbrún í vinstri grænum verður færð í fallegan skæruliðabún- ing í anda hryðjuverkatískunnar. Valgerður verður svo í latexgalla með gasgrímu. Þessir búningadagar hafa margsannað gildi sitt í leik- skólum því hvergi er að finna meiri hugmynda- smiði og bjartsýnna fólk en í leikskólum lands- ins. Allir munu þurfa að vera í búningi vissan part úr þingárinu og hvet ég þjóðina til þess að fylgjast vel með hver er í hvaða búningi og hvað það táknar. Þetta gerir alla almenna umfjöllun um þingstörf skemmtilegri og málefnanlegri. Þingmennirnir fara hressir heim á kvöldin og feimnir fýlupokarnir munu fljótlega hverfa aftur á þá staði, sem þeir eru forritaðir til þess að vera á, t.d. nálægt gráum kössum eða við hvíta stafla af blöðum og einhvers staðar þar sem maður fær auðveldlega höfuðverk. Þessi tillaga er lögð fram sem frumvarp þjóð- inni til heilla. ÓVERJANDI AFSTAÐA | Viðar Örn Sævarsson Morgunblaðið/Eggert Breytingar á Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.