Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 22
22 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 12|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu fæddist hugmyndin að hrollvekjunni Cabin Fever fyrir austan fjall. Eli Roth var hér á ferðalagi og kveikti landslagið og litirnir hug- myndina sem nú er til sýnis á tjaldinu í Há- skólabíó. Sem leiðir hugann að erlend- um kvikmyndagerð- armönnum sem hafa orðið hugfangnir af landinu og myndum sem hafa verið teknar hérlendis að einhverju leyti. UNDIR ÍSLENSKUM ÁHRIFUM Að norrænum myndum frátöldum voru það ítalskir kvikmyndatökumenn á vegum leik- stjórans Johns Hustons og framleiðandans Dinos de Laurentiis, sem hvað fyrstir ruddu brautina. Árangurinn kom í ljós í fyrsta hluta stórmyndarinnar The Bible-In the Beginning (’66). Tökurnar fóru að mestu leyti fram á og umhverfis Surtsey, sem var að rísa úr hafi í hrikalegum fæðingarhríðum. Fjölmargir leikstjórar hafa hugsað sér gott til glóðarinnar og verið með áætlanir um að kvikmynda verk sín hér norður á hjaranum en ekkert orðið úr framkvæmdum af ýmsum ástæðum. Þótt landið sé myndrænt og fagurt er það langt úr alfaraleið og allur dval- arkostnaður og verkkaup í hærri kantinum. Þá hafa stjórnvöld verið fastheldin á endur- greiðslur skatta til framleiðendanna, sem eru umtalsverðar víða erlendis og ekki má gleyma vatnsveðri og óstöðugu tíðarfari. Þýski nýbylgju-leikstjórinn Wim Wenders ætl- aði sér að taka upp hluta vísindaskáldsögu- legrar myndar á árunum eftir fyrstu kvik- myndahátíð Listahátíðar; þær tökur eru ekki hafnar enn. The Red Planet, önn- ur mynd af sama toga, var að lokum tekin á Hawaii eftir miklar vangaveltur uppi á hálend- inu. Tökur hófust hérlendis á tveimur banda- rískum stórmyndum á 9. áratugnum, Leitinni að eldinum – Quest for Fire (’81) og Enemy Mine (’85). Leikar fóru þannig að sú fyrr- nefnda var tekin í Afríku og Skotlandi en sú síðarnefnda á Kanaríeyjum. Íslensk náttúra er hins vegar til mikillar prýði í nokkrum myndum, hvað svo sem um þær má segja að öðru leyti:  Morð í sjónmáli - A View to a Kill (’85). Roger Moore leikur James Bond í dæmigerðri framhaldsmynd. Jökulsárlónið á Breiðamerk- ursandi mun tilkomumeira.  Die Another Day (’02). Hugmyndaleysið hrjáir Bondsmiði, sem eru aftur mættir aust- ur á sanda. Lónið nýtur sín ágætlega, samantvinnað brellum 21. aldar.  Independence Day (’96). Besta B-mynd sögunnar er prýdd nokkrum alíslenskum inn- skotum.  Monster (’01). Nýjasta mynd Hals Hartl- eys er tekin austur á fjörðum en botninn er suður í Borgarfirði. |saebjorn@mbl.is Í hrollinum Cabin Fever – Kofakvilla halda fimm bekkjarsystkini í útilegu að loknum prófum. Stefnan sett á afskekktan veiðikofa. Þau eru ekki fyrr búin að koma sér fyrir en hroðaleg atburðarás fer í gang. Eli Roth leikstýrir eigin handriti. Með Rider Strong, Jordan Ladd, o.fl. Frumsýnd í Háskólabíói og Sambíóunum. VÍTISveira í veiðikofa FRUMSÝNT ELI ROTH Í BLÁA LÓNINU FÁTT virðist því geta komið í veg fyrir að Reykjavíkurlistinn geri þau herfilegu og óbætanlegu mistök að fórna Austurbæj- arbíói fyrir einhverja bissnissmenn sem eiga að borga fyrir þau með því að stuðla að „þéttingu byggðar“, eins og skálkaskjólið heitir núna. Mannabyggð verður ekkert betri með því að „þétta“ hana. Mannabyggð verður aðeins betri ef hún er mennsk og þar með menningarleg. Einu sinni var stórt, fallegt, sérkennilegt og sögufrægt menningarhús í miðborg Reykjavíkur. Það kallaðist Fjalakötturinn. Þar höfðu afar og ömmur, langafar og lang- ömmur horft á leiklist, hlustað á tónlist og séð bíómyndir um margra áratuga skeið þeg- ar einhverjir fulltrúar afkomenda þeirra ákváðu að erindi þess og hlutverki væri lok- ið. Margir reyndu að sannfæra þessa fulltrúa okkar, sem við höfðum veitt tækifæri til að sitja við völd um stund, um að þeir væru að gera afdrifarík og óendurkræf mistök. Allt kom það streð fyrir ekkert. Eitt elsta sam- komu- og kvikmyndahús á Norð- urlöndunum og jafnvel víðar var jafnað við jörðu þar sem það hafði staðið við Aðalstrætið. Valdhafarnir sem þá ríktu yfir Reykjavík- urborg voru svokallaðir vinstri menn. Enginn hafði kosið þá til að leyfa niðurrif Fjalakatt- arins og enginn man sjálfsagt núna hvaða rök þeir reyndu að færa fyrir því að það var leyft. Þau rök eru grafin og gleymd, ekki síð- ur en þessir valdhafar. Fjalakötturinn er graf- inn, en ekki gleymdur. Minningin um hann lif- ir í menningarsögu borgarinnar. Það gerir skömm þessara valdhafa líka. Endurtekningin sannar regluna „Reynslan kennir þér að horfast í augu við mistök þín þegar þú hefur end- urtekið þau,“ sagði ráðgjafinn við reyndan stjórnmálamann. Það dugði ekki til. Ekkert getur í reynd komið í veg fyrir að menn endurtaki mistök sín annað en að þeir hafi ekki aðstöðu til þess. Því miður eru of margir með of sterka aðstöðu til að endurtaka of mörg mistök. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson Mandy Moore er 19 ára gömul og spáð miklum frama, bæði í kvik- mynda- og tónlistarheiminum. Hún vakti mikla eftirtekt í The Princess Diaries (01), en hér fer hún með sitt fyrsta aðalhlutverk. Mandy hlaut MTV-kvikmyndaverð- launin sem „Besti nýliði ársins“ fyrir frammistöðuna í A Walk to Remember, og sá um eigin sjón- varpsþátt á stöðinni sumarið 2002. Hún hefur leikið í 10 mynd- um, þar af fjórum sem verða frum- sýndar að ári. MANDY KANN ÝMISLEGT FYRIR SÉR Mandy er að öllum líkindum þekktari sem poppsöngvari en leikkona og hefur sungið inn á fjórar plötur, nú síðast Coverage, sem kom út í febrúar sl. Hún er ósjaldan sett á stall með Britney Spears og Christinu Aguilera og er fræg fyrir flutning á topplögum eins og Candy, Baby One More Time og Genie in a Bottle. So Real, I Love to Be With You og Mandy Moore, eru helstu plötur þessarar ungu söngkonu til þessa. Þá hefur Mandy starfað sem fyrirsæta og er talsmaður snyrtivöruframleiðandans Neutrogena. |saebjorn@mbl.is Er það þessi eina, sanna? Menntaskólastúlkan Halley (Mandy Moore) hefur fengið nóg af mislukkuðum ástarsamböndum. Er komin á þá skoðun að ást sé tómur hugarburður þegar draumaprinsinn (Trent Ford), birtist í gamanmyndinni Gefðu rétt – How to Deal, sem er frumsýnd í Smárabíói um helgina. FRUMSÝNT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.