Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 20
20 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 12|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ styrk- stilli. Inn- byggt er vekj- araklukka, nema hvað, en einnig FM útvarp, sem hægt er að samtengja klukkunni, daga- tal, nett vasaljós innbyggt. Minni í símanum er tvenns konar, ann- ars vegar kerfisminni og á hinn bóginn not- endaminni. Meðal þess sem er í kerfisminninu eru hringitónarnir sem fylgja, en einnig eru þar vistuð síma- númer, allt að 256 nöfn, upp undir 50 SMS eða allt að 100 atriði í dagbók, en hversu mikið kemst fyrir af hverju fyrir sig fer eftir því hvað er í símanum. Notendaminnið, sem er 1 MB, geymir síðan hringitóna sem sóttir hafa verið, MMS skeyti, veggfóður, MMS myndir, Java forrit, skjámyndir og upptökugögn. Eins og getið er er hægt að breyta um myndir á bak við fram- og bakhlið símans, en þær eru báðar úr glæru plasti. Með símanum fylgja snið- mát fyrir leysiprentara svo hægt sé að prenta bakhliðar og einnig aukahliðar sem hægt er að nota strax. 3200 síminn hefur flest það sem 7250i sím- inn bauð upp á, en bætir við EDGE stuðningi sem er ný GSM-tækni sem gerir kleift að ná Sími er ekki bara sími eins og símaframleið- endur eru flestir búnir að átta sig á; sími er iðu- lega líka merkimiði sem einstaklingur notar til að undirstrika hver hann er (eða hver hann vill sýnast vera). Fátt þykir símaeigendum skemmti- legra en að breyta símanum eins og hægt er, sannast á því hve vinsælt er að skipta um fram- hlið og bak á símum, en það er líka mikils virði að geta valið eigin hringingu, helst einhverja sem enginn annar er með, skipta um skjámynd og svo má telja. Á nýja Nokia 3200 símanum sannast að Nokia-menn eru löngu búnir að með- taka þennan sannleik því fáa síma hef ég séð sem hægt er að breyta meira, hægt að breyta um bakgrunnsmyndir, hringitóna, táknmyndir, skjásvæfu og svo ekki bara bakhlið og framhlið, heldur getur notandi hannað eigin fram- og bak- hliðar í tölvu og prentað út á venjulega blek- sprautuprentara. Nokia 3200 er með allt það sem nútímalegur sími krefst. Hann er Tri-band sem þýðir að hægt er að nota hann í öllum heimshornum, en hann skiptir sjálfkrafa á milli kerfa eftir því hvað er til- tækt. Styður MMS, GPRS 4+1, MMS, WAP 2.0 vafri með JPG og PNG stuðningi, Skjárinn er bjartur 128x128 díla 4096 lita og hringitónar eru fjölraddaðir. Innbyggðir eru ellefu hringitónar. Til viðbótar er síðan hægt að sækja sér veggfóður, hringitóna, myndir til að prenta á umslög og leiki á vefsetur Nokia, en með fylgir einn Java leikur. Síminn er með innbyggðri myndavél sem er 352 x 288 díla með tímastillingu og sjálfvirkum birtustilli. Hægt er að velja um þrenns konar upplausn á myndum. Hægt er að tengja myndir við símanúmer og viðkomandi mynd birtist þá þegar hringt er úr númerinu. Hægt er að taka upp undir mínútu á símann, hann er með hátalarastillingu og sjálfvirkan gagna- flutn- ings- hraða sem er allt að 384 kílóbitar á sekúndu. Það kallar aft- ur á móti á stuðning í sím- kerfinu og ekki ljóst hvort eða hvenær EDGE verður nothæft hér á landi. Þegar allt er talið, eiginleikar og verð, sýnist mér að Nokia 3200 sé kjarakaup og á örugg- lega eftir að verða vinsæll. Hugsanlega á óvenjulegt hnappaborðið eftir að standa í ein- hverjum, en það tekur enga stund að læra á það og þvældist ekki fyrir mér. Kostir: Öflugur og ódýr og hægt að breyta honum á alla kanta. Kjarakaup. Ókostir: Engin minnisrauf, er ekki löngu tíma- bært að svoleiðis fylgi öllum myndavélasímum? |arnim@mbl.is Fjölbreytilegur farsími GRÆJURNAR  http://gulli.frelsi.com/ „Ég fór á tónleika í gær með hljóm- sveitinni Muse (ég hef líka heyrt hana kallaða Minuse) og var það mikil upp- lifun. Ég er nú mikill aðdáandi þessarar hljómsveitar og hef hlustað mikið á nýj- asta diskinn, Absolution. Hún tók að vísu ekkert lag á þeim diski, eða neitt lag sem ég kannaðist við. Svo hafði söngvarinn greinilega safnað hári og breytt sviðsframkomunni – var ber að ofan og svoleiðis. En það er ekki á hverjum degi sem svona fræg- ar hljómsveitir koma hingað til lands, þannig að þetta var hin magnaðasta upplifun. Síðan var víst einhver önnur hljómsveit á eftir. Ég fór áður en hún byrjaði.“ 11. desember 7.55.  http://jonsvanur.blogspot.com/ „Í dag spilaði ég hlutverk hins full- komna eiginmanns og fór með konunni minni í 75 ára afmæli afa hennar. Við mættum löngu áður en veislan átti að hefjast, því Hulda var búin að lofa því að sjá að einhverju leyti um veisluna og m.a. „ganga til beina“ svo maður vitni í það fáránlega orðatiltæki.“ 8. desember 01.19  http://www.gvendur.blogspot.com/ „Ég skellti mér á Muse-tónleika. Það var bara ágætt. Annars var margt sem fór í taugarnar á mér. Meðal þess var einfaldlega það að Laugardagshöll er ömurlegur staður fyrir tónleika og er það sennilega undirrót alls sem fór í taugarnar á mér. Annars voru ljósin mjög nett, greinilega vanur maður á ferð.“ 10. desember 23.37. Kæri blogger.com… PLÖTUR ÝMSIR - LOVE ACTUALLY Kvikmyndin Love Actually er nú sýnd og nýtur hylli. Eins og þeir vita sem séð hafa myndina skiptir tónlistin talsverðu máli og er nú fáanleg á geisladiski. Á disknum eru lög með Dido, Norah Jon- es, Wyclef Jean, Eva Cassidy, Pointer Sisters, Joni Mitchell, Texas, Sugabab- es, Otis Redding og Craig Armstrong svo dæmi séu tekin, en einnig eru á disknum lögin þrjú sem beinlínis eru sungin í myndinni af þeim Bill Nighy, Lyndon David Hall og Olivia Olson, sem er aðeins ellefu ára gömul og á örugglega eftir að verða stjarna. JAY-Z - THE BLACK ALBUM Allt sem Shawn Carter, sem kallar sig Jay-Z, snertir á verður að gulli, í það minnsta ef hann er að gefa út tónlist, sem sannast hefur á milljónasölu á plötum hans hingað til. Hann hyggst svo leik þá hæst stendur því „svarta platan“, The Black Album, sem kemur út nú um þessar mundir, verður síð- asta plata hans að því hann segir sjálfur. Þeir sem fjallað hafa um plötuna segja að hann hafi aldrei gert betur í textum en einmitt núna og tónlistin, sem þeir sjá um félagar hans Just Blaze og Kanye West, er ekki síður beitt og kraftmikil. Í ljósi þess að hann er enn að skáka öðrum á plasti verður að teljast ólíklegt annað en að Jay-Z snúi aftur, en þangað til er The Black Album meira en nóg. KORN - TAKE A LOOK IN THE MIRROR Þungarokksveitin Korn hefur jafnan farið eigin leiðir og rutt brautina fyrir aðra, getið af sér fjölmargar eftirhermu- sveitir á síðustu árum. Þegar upptökur á Take a Look in the Mirror stóðu lýstu sveitarmenn því yfir að þeir hygðust horfa um öxl, leita aftur í gamalt stuð á plötunni nýju, kanna ræturnar og sjá hvort þær væru ekki eins bitrar og forðum. Það hefur og tek- ist bærilega hjá þeim, því aðdáendur mega vart vatni halda yfir plötunni og gagnrýnendur taka henni ekki síður vel. BÆKUR HELEN FIELDING - OLIVIA JOULES AND THE OVERACTIVE IMAGINATION Allir þekkja Bridget Jones og Helen Fielding, skapara hennar. Nú er Field- ing enn búin að skapa sérstaka kven- hetju, blaðakonuna og spæjarann Olivia Joules. Joules er hugrökk, djörf og hugmyndarík og hún er líka með of- virkt ímyndunarafl. Ímyndunaraflið leið- ir hana einatt í ógöngur en einhvern veginn tekst henni að rata beint inn í skelfilegt samsæri ... eða hvað. Bókin er öllu ævintýralegri en sögurnar af Bridget Jones og hefur fengið fína dóma. JEFFREY EUGENIDES - MIDDLESEX Jeffrey Eugenides er væntanlega þekktastur sem höfundur bókarinnar Virgin Suicides sem mögnuð mynd var gerð eftir. Á síðasta ári sendi hann frá sér töfraraunsæissöguna Middlesex sem er nú loks að koma út í kilju. Sögu- persóna bókarinnar er Cal Steph- anides sem er fædd/ur með litn- ingagalla sem gerir að verkum að hann er líka hún, eða réttara sagt hún er líka hann því fyrstu fjórtán árin er Cal Callie. ROBERT HARRIS - POMPEII Meðal skemmtilegustu spennubóka síðustu ára eru bæk- ur Robert Harris; Archangel, Fatherland, sem kom út á ís- lensku sem Föðurland, og Enigma. Harris hefur sérhæft sig í að skrifa sögulegar spennubækur og meðal ann- ars nýtt sér síðari heimsstyrjöldina sem sögusvið. Í nýrri bók sinni, Pomp- eii, leitar hann enn lengra aftur, allt til ársins 79 e.Kr. en bókin hefst þar sem rómverskur verkfræðingur kemur til Pompei að gera við vatnsleiðslu. Áður en varir er hann flæktur í vatnssvindl, morðgátu og yfirvofandi eldgos, sem flestir kannast við úr sögunni. ÚTGÁFAN– BÆKUR – GEISLAPLÖTUR – TÖLVULEIKIR Activision - Star Wars Knights of the Old Republic (PC/XBOX) Star Wars-leikirnir eru fleiri en tölu verður á komið og óhætt að segja að sumir þeirra eru hálfgert klastur. Þegar það spurðist að kanadíska fyrirtækið BioWare myndi taka að sér að gera hlutverka- leik sem byggði á Star Wars-heiminum vissu þó allir að það yrði hörku leikur, enda BioWare stofnað af læknum með gríðarlegan áhuga á hlutverkaleikjum. Nú þegar leikurinn er svo loks kominn er mál manna að hann standi undir öllum vonum. Leikurinn byggir á svipuðu kerfi og Baldur’s Gate en með tals- verðum við- og endurbótum. Leikendur búa til eigin persónur og geta komið sér upp þriggja manna liði, en sagan, sem gerist eftir 4.000 ár, er býsna flókin og þrautirnar sem leikandinn þarf að leysa mjög fjölbreyttar, allt frá því að brjótast inn í tölvukerfi og leysa stærðfræðiþrautir í að berjast í einvígjum svo dæmi séu tekin, en í upphafi þarf han að velja hvort hann vill fylgja ljósinu eða skugg- anum. Varla þarf að taka fram að velji hann ljósið verður leikurinn mun erfiðari. Alls nær leikurinn yfir tíu mismunandi heima og kann- ast Star Wars-aðdáendur við flesta. Star Wars hlutverkaleikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.