Vísir - 07.01.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 07.01.1981, Blaðsíða 5
Miövikudagur 7. janúar 1981 VÍSIR . 5 Verkfallsmenn f Póllandl: Líða ekki ofsóknir Iðgreglu á hendur verkaiýðsforkóifum Lech Walesa, leiötogi óháöra verkamanna I Póllandi, stendur hér| frammi fyrir likneski af pólskum hermanni, en félagar hans vilja hvergi beygja sig fyrir hermönnum eöa lögreglu. Mikil ólga er nú i Póllandi eftir aö verkamenn i þrem borgum i suöausturhluta landsins hafa boö- aö verkföll og krafist afsagnar ráöherra. Fram fóru langar og itarlegar viöræöur milli aöila i gærkvöldi viö bændur og verka- menn, sem mótmæltu yfirgangi lögreglu gagnvart forystumönn- um sinum. Finna hvorki tangur né tetur af dömaranum Hin frjálsu verkalýössamtök hafa hótaö eins dags verkfalli um alltlandiö, ef rikisstjórnin gengur ekki til móts viö verkamennina. Helstukröfur eru þær, aö hátt- settir embættismenn og flokks- stjórnarmenn veröi settir af vegna spillingar, og ennfremur stendur deilan um vinnu á laugardögum. 1 Póllandi er unniö hverja þrjá laugardaga af fjór- um. Rikisstjómin hefur tilkynnt, aö héreftir skuli aöeins unniö annan hvern laugardag, en verkamenn hafa ekki sætt sig viö þá ákvöröun. 1 dag veröur haldinn fundur i Gdansk meö fulltrúum rlkisins og stjórn verkalýösssamtakanna, og er biiist viö stormasömum átaka- fundi. Veöureru þvi válynd i Póllandi og bUast má viö tiöindum. ítalska lögreglan heldur enn uppi ákafri leit aö dómaranum, Giovanni D’Urse, sem hryöju- verkamenn Rauöu herdeildar- innar hafa „dæmt” til dauöa. Kona dómarans kom fram i út- varpi i gær og baö manni sinum griöa. Verjast frétia af kvennamorDinglanum Breska lögreglan verst enn allra frétta af þvi, hvort Sutcliffe, flutningabilst jórinn, sem ákæröur hefur veriö fyrir morö á einu fórnarlamba ,Xhe York- shire Ripper”, veröi ákæröur fyr- ir öll moröin þrettán. Kvisast hefur þó, aö bilför eftir moröingja stúlkunnar Jacqueline Hill hafi einnig fundist á vett- vang, þar sem fundust lik tveggja annarra fórnarlamba kvénna- morðingjans. Breskum blööum eru settar strangar hömlur viö frétta- flutning af málinu, en i öllum frásögnum kemur berlega fram, aö flestra sannfæring er sú, að Sutcliffe sé sá, sem skotið hefur kvenfólki Yorkshire mestan skelk i bringu siöustu fimm árin. Slikt kom til litils, þegar Aldo Moro, fyrrum forsætisráöherra, átti i hlut 1978, þvi að hryöju- verkaöflin létu alla bænastafi sem vind um eyrun þjóta og myrtu fanga sinn. Lögreglan i Rómarborg leitar dyrum og dyngjum, jafnt i húsum sem i bifreiðum á förnum vegi, en fresturinn rennur óöfluga út. Rauöu herdeildarmenn segjast enn tilkippilegir aö hætta viö af- töku dómarans, ef dæmdir félagar þeirra fái aö koma opin- berlega fram i f jölmiölum og biöji dómaranum griöa. Stjórnvöld eru þó óhagganleg i þeirri ákvöröun sinni, aö hvergi skuli látiö undan hryðjuverka- öflunum, og njóta stuönings allra stjórnmálaflokka og fjölmiöla i þeirri ákvöröun. PÚLVERJAR LEITA FVRIR SÉR UM AUK- IN ERLEND LÁN Pólland mun halda áfram upp úr miöjum mánuöinum viöræöum i Paris viö fulltrúa vestrænna rikja um ný rfkistryggö lán. Hlé var gert á þessum viöræöum a Þorláksmessu, en þá þótti liklegt, aö Póllandi yröi veitt skammtima efnahagsaöstoö. Skuldir Póllands viö vesturlönd eru þegar orönar yfir 8 milljaröar Bandarikjadala. Þessi lán munu hanga saman viö kaup Pólverja á fóöurkorni frá EBE, hveiti, smjöri og fleiri nauðsynjum, og eins til framleng- ingar á eldri lánum, sem þeir heföu átt aö borga 1,2 milljaröa dcllara af á þessu ári. Póiverjar hafa farið fram á aöra 8 milljaröa doliara á þessu ári, en lánadrottnarnir, Bandarikin, V-Þýskaland, Frakkland og Bretland, eru tregir til aö veita þeim langtlmalán. Ný átök f Khuzestan f iran tran og trak greina bæöi frá áköfum bardögum I Khuzestan, oliuhéraöi trans, i gær, og viröist sem striöiö hafi færst i aukana á nýjan leik. Þrir mánuðir eru siöan trakar réöust inn i lran. en fvrir hátiöar virtust báöir teknir aö mæöast og átökin aö linast. En eftir yfirlýs- ingu forsætisráöherra trans i fyrradag, þar sem hann boöaöi öfluga gagnsókn Irana, sem hrekja mundu innrásarlið af höndum sér, viröast bardagar hafa blossaö upp að nýju. Útvarpiö I Teheran sagöi, aö barist væri af afli og aö 550 Iraskir hermenn heföu veriö felldir sið- asta sólarhring I Khuzestan og Kermanshahan. Herráö traks sendir hinsvegar frá sér fréttir um aö 381 trani hafi veriö felldur i Khuzestan, og getur þaö engra átaka i Kerman- shahan. Hussein, forseti traks, hvatti enn til friöar og kennir nú sem fyrr tran um ófriöinn. Iranir segjast hafa tekiö um 2000 traka til fanga, og blöö herma af þvi, aö ibúar i Ahwaz hafi bundiö fyrir augu strfösfanga og hrakiö þá á undan sér eftir strætum. Segjast Iranir hafa ger- sigraö herdeildir traka. trakar kunna samtimis aö segja frá góöum sigrum, sem hermenn þeirra vinni i Khuz- estan. og segjast hrekja trana á undan sér á svo hrööum flótta, aö þeir skilji eftir sig skriödreka og önnur hergögn. Ali kepDir altnr Muhammad Ali og Evrópu- meistarinn I þungavigt, John L. Gardner frá Bretlandi, hafa gert meö sér samning um 10 lotu kappieik, sem háöur veröur i mars. Ali, sem er 38 ára orðinn, mun hreppa aö minnsta kosti 1 milljón US-dollara i sinn hlut og Gardner 300 þúsund. Enn hefur ekki verið ákveöiö, hvar keppnin skuli fara fram, en nefnd hafa veriö Hono- lulu eöa Tokyo. öðruvlsi Deim áður drá Maureen O'Sullivan, leikkonan. sein menn minnast kannski úr hlutverki Jane og þá jafnan i örmum Tarzans, unir sér ekki lengur i hlutverki fimm barna ömmu, en hún er móöir Miu Farrow. Hún lætur sér ekki held- ur nægja minningarnar um karl- mannstök apafóstra, en ætlar sér 1 staöinn huggun aö finna i raun- verulegri förunaut. Hcföi ekki vcriö hörgull á sjálfboöaliöum hér áöur fyrr, en nú er svo komiö, aö hún þarf aö auglýsa í einka- málaauglýsingum blaöa. Margarel I ný|u hlutverki Margaret Trudeau, fyrrum eiginkona Pierre Trudeau, for- sætisráöherra Kanada, sleit af sér fjölskylduböndin til þess aö spreyta sig sjálf. Hún gaf út bók um æviminningar sinar, sem fékk sæmilegar undirtektir I fyrstu vegna tengslna viö formann frjálslynda flokks Kanada, sem þá stóö I miðjum kosningum. Hún hefur einnig re'ynt sig i skemmtanaiönaöinum, en I hvorugu viröist hún geta fagnaö neinu brautargengi, eftir aö fyrn- ast fór yfir allt umtaliö vegna skilnaöarins viö Trudeau. Sýnist heldur halla undan eftir siöasta hlutverki aö dæma, þar sem hún kom fram I skemmtiþætti i sjón- varpi. Hlutverkiö bauö ekki upp á annaö en standa kyrr meöan nokkrum rjómatertum var klesst framan I hana. Frændlnn I usa Frændi Bani-Sadr, forseta trans, gekk undir hjartaaögerö I New York á föstudaginn. Hann var staddur i Bandarikjunum, þegar Carter bannaöi feröalög trana til USA vegna gisladeil- unnar I april i fyrra. Mllljón atvlnnulausra Tala atvinnulcysingja i V- Þýskalandi er nú komin yfir eina milljón manna og hefur ekki veriö hærri siöan i janúar á siöasta ári. Þessar upplýsingar komu fram i stórblaöinu „Bild Zeitung”, en hafa ekki veriö staöfestar af yf- irvöldum. Ef þær eru réttar, hef- ur atvinnuleysingjum fjölgað um 300 þús. manns sian i nóvember si.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.