Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 B 3 bílar NÝJUSTU tölur frá ACEA, sam- tökum evrópskra bílaframleiðenda, sýna að bílasala í Evrópu er að ná jafnvægi eftir nokkurn samdrátt. Í nóvember seldust 1.046.147 bílar. Þótt það þýði ennþá um 1% sam- drátt miðað við nóvember í fyrra voru virkir dagar í nóvember tveimur færri en í sama mánuði í fyrra. Í Þýskalandi, stærsta einstaka bílamarkaðnum í Evrópu, er salan að ná sér á strik þótt ennþá sé um samdrátt að ræða sé miðað við fyrstu ellefu mánuðina í fyrra. Þar höfðu selst 3.006.748 bílar. Í Bret- landi, næststærsta markaðnum, seldust 2.423.598 bílar, 2.098.132 bílar á Ítalíu, 1.848.840 bílar í Frakklandi og 1.256.649 bílar á Spáni. Hvergi annars staðar í Evr- ópu náði salan meira en einni millj- ón bílum. Athygli vekur að á minnsta markaðnum, Íslandi, seld- ust 9.382 bílar fyrstu ellefu mán- uðina, sem er mesta hlutfallslega aukningin milli ára, 42,3%. Mestur samdráttur varð hins vegar í Portú- gal, 18,5%. Volkswagen-samstæðan státar enn sem fyrr af mestri sölu í Evr- ópu, en í næstu sætum koma PSA (Peugeot-Citroen), Ford/PAG (Premium Automobile Group), Re- nault, GM Evrópu og Fiat. Mest selda einstaka gerðin er Renault en Volkswagen er í öðru sæti. Mest aukning í sölu í Evrópu á Íslandi ÞÝSKIR ökumenn eru ánægðastir í japönskum bílum, ef marka má niðurstöður í könnun ADAC, bif- reiðaeigendasamtakanna þýsku. Löngum hefur verið fullyrt að þýskir bílar séu skólabókardæmi um velheppnaða hönnun og koma niðurstöðurnar ekki síst á óvart í ljósi þess. Í könnuninni voru 38 þúsund þýskir bíleigendur spurðir hversu ánægðir þeir væru með bíl sinn og þjónustuna sem þeir fengju frá framleiðandanum. Þýsku iðnrisarnir Mercedes- Benz, Volkswagen og Opel vermdu neðstu sætin í könnuninni en jap- önsku framleiðendurnir röðuðu sér í sjö efstu sætin. Porsche, sem er sá framleiðandi í heiminum sem mestum hagnaði skilar um þessar mundir og er frægur fyrir framleiðslu á sport- bílum, var eini þýski framleiðand- inn sem var á meðal þeirra sem voru í tíu efstu sætunum. Í efsta sæti varð Toyota, sem aðrir framleiðendur líta til með að- dáun, m.a. vegna mikillar skil- virkni í verksmiðjum fyrirtækisins. Í næstu sætum voru Subaru, Honda, Mazda og Nissan. Þýskir hrífast mest af japönskum GENERAL Motors ætlar að frum- kynna þriðju gerðina af Hummer á bílasýningunni í Los Angeles sem verður opnuð strax á nýju ári. Þetta er þriðji bíllinn af þessari gerð en í fyrra var kynntur Hummer H2. Nýja gerðin sem kallast H3 verður þeirra minnstur og á að höfða til yngri bílkaupenda. Bíllinn verður þó eingöngu sýndur sem hugmyndabíll í Los Angeles og kemur ekki á mark- að fyrr en árið 2005. Þegar GM eignaðist Hummer- verksmiðjurnar tók fyrirtækið yfir borgaralegu útgáfuna af Humvee- herbílnum. Á grunni hans var Hum- mer H2 þróaður, sem er minni og meðfærilegri. Og nú verður H3 sýndur í LA og kemur á markað 2005. Reyndar er það pallbílsútgáfa bílsins sem verður sýnd, sem kallast H3T. Hann er byggður að miklu leyti á tækni úr Chevrolet Colorado og GMC Canyon. Meðalaldur kaupenda Hummer í dag er nálægt 45 árum og þess vegna þarf GM með einhverjum ráðum að höfða til yngri kaupenda. Það er gert m.a. með samstarfi við hönnuði hjá Nike sport- og skófatn- aði. Dekkin eru t.a.m. með svipuðu mynstri og hlaupaskór og verða til í mörgum mismunandi litum. Að inn- an verður bíllinn klæddur efni sem notað er í keppnisskó. Undir vélarhlífinni er 350 hestafla Vortec, fimm strokka bensínvél. Hummer H3T var frumsýndur í síðustu viku. Hummer og Nike

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.