Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 7

Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 B 7 bílar höndum í bílakaupum. Nýjar tegund- ir fjármögnunar auka oftast eftir- spurn í stuttan tíma í kjölfar mikilla kynninga, hins vegar teljum við að það sem bætt hefur verið við á þessu ári auki fyrst og fremst val fólks en hafi ekki haft mikil áhrif á selt magn á heildina litið. Það má hins vegar spyrja sig hvort þetta hafi leitt til kaupa á dýrari bílum en ella, en jepp- ar og jepplingar hafa aukið mjög hlut sinn á síðustu árum enda hefur fram- boð af slíkum bílum aukist verulega. 4. Meginafstaða okkar er sú að skattkerfið eigi ekki að gera upp á milli þessara tveggja orkugjafa og því erum við fylgjandi hugmyndafræð- inni á bak við olíufrumvarpið. Hins vegar eigum við enn eftir að sjá hvernig á að útfæra það og teljum við þar nokkrar hættur sem ber að varast sem of langt er að rekja hér. Við vilj- um þó taka fram varðandi umhverf- issjónarmið að fremstu tæknimenn heims greinir mjög á um hvor orku- gjafinn sé í raun umhverfisvænni. Margir telja að ekki verði unnt að yf- irstíga þær tæknilegu og kostnaðar- legu hindranir sem liggja fyrir, ef dís- ilvélar eiga að uppfylla mengunar- staðla sem setja á í kringum 2010. Evrópskir bílaframleiðendur sækja nú mjög á um að slakað verið á þess- um mengunarkröfum enda hafa þeir margir fjárfest mjög mikið í dísil- tækninni. Nú þegar eru komnir bílar/ tækni á markað sem getur uppfyllt öll mengunarskilyrði næstu ára en það eru ,,Hybrid“-bílar eins og Toyota Prius. Miðað við þá óvissu um hvor orkugjafinn sé í raun umhverfisvænni teljum við rétt að skattleggja báða orkugjafna jafnmikið og helst eitt- hvað lægra en gert er í dag. 5. Við eigum von á frekari aukn- ingu bílasölu næstu ár. Við teljum að „eðlileg“ bílasala sé á bilinu 13 til 20 þúsund bílar á ári. Vonandi sjáum við minni sveiflur en verið hafa undanfar- in ár en við gerum ráð fyrir 10–20% aukningu á næsta ári. 6. Eftir mikla aukingu frá miðjum síðasta áratug hefur salan í þessu flokki staðið nokkuð í stað síðustu þrjú árin. Við teljum hluta af þeirri aukningu sem varð í þessum flokki vera vegna aukins framboðs af svona bílum. Það er yfirleitt mjög gott að ganga um þessa bíla og fólk leitar oft eftir meira plássi. Það er ákveðið ör- yggi að vera á fjórhjóladrifnum bíl enda hefur á móti þessu orðið veruleg minnkun í sölu á fjórhjóladrifnum fólksbílum. Við gerum ekki ráð fyrir mikilli hlutfallslegri breytingu á sölu í þessum flokki. 7. Við höfum ekki tölur fyrir allan markaðinn en hlutfall breytinga hjá okkur hefur lítið minnkað. Hins vegar hefur eðli þeirra breyst þannig að minna er um stærri breytingar sem sennilega má rekja til snjóleysis uppi á hálendinu undanfarin ár. Hannes Strange, markaðsstjóri hjá Bílheimum 1. Það sem hefur einkennt mark- aðinn á þessu ári er að mikil áhersla hefur verið lögð á einkaleigu/rekstr- arleigu. Auglýsingar hafa mikið geng- ið út á það að auglýsa mánaðar- greiðslu á tilteknum bíl í einka- og/eða rekstrarleigu. 2.Við teljum að mestu leyti megi rekja þessa aukningu á þessu ári til endurnýjunarþarfar. Sala síðastu tveggja ára var afar léleg og meðal- aldur bíla hár. Einkaleiga/rekstrar- leiga hefur að vissu leyti hjálpað til við þessa aukningu. 3. Samdráttur hér hjá okkur 2001 og 2002 var miklu meiri en í ná- grannalöndunum og þörfin fyrir end- urnýjun er miklu meiri hér hjá okkur. Efnahagslífið er líka í sókn eftir lægð á þessum árum. 4. Við teljum að þetta væri rétta skrefið að afnema sérstaka skattlagn- inu á dísilbíla og láta verð á olíu vera sambærilegt við bensín. Bílar með dísilvélum eyða minna eldsneyti og menga minna. Þróun í gerð dísilvéla hefur verið gríðarlega mikil síðustu árin og hávaði, sem einu sinni ein- kenndi þessa bíla, heyrir sögunni til. 5. Við teljum að þróunin verði svip- uð og markaðurinn haldi áfram að taka við sér og reikna má með 15% aukningu. Endurnýjunarþörfin er til staðar. Bílar eru að koma betur búnir hvað varða öryggisþáttinn. Eins og sagt var áður hjálpar þetta nýja form einkaleigu verulega upp á að auð- velda fólki að komast á nýjan, örugg- ari og betri bíl. 6. Sala á jeppum, jepplingum og öðrum fjórhjóladrifsbílum er nú um 40% af sölunni og við búumst við því að salan verði svipuð á næsta ári. 7. Við teljum að þeir sem áður keyptu breyttan bíl finni ekki eins mikla þörf þegar þeir endurnýja að fá sér breyttan bíl að fenginni reynslu. Óbreyttur jeppi virðist uppfylla kröf- ur markaðarins. Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna 1. Bílasala hefur verið tiltölulega róleg. 40% aukning á árinu er ekki mikið þegar litið er til lítillar sölu á árinu í fyrra. Það eiga að seljast á bilinu 10–11 þúsund bílar á ári á Ís- landi. Salan á þessu ári er því á nokk- uð eðlilegu róli. 2. Kaupleiga og rekstrarleiga hef- ur að einhverju leyti ýtt undir söluna þar sem hún er núna komin til ein- staklinga en mér hefur fundist að það sé verið að plata einstaklinga í leiðinni því margir leigja bíla í rekstrarleigu í erlendri mynt. Það eru mjög fáir Ís- lendingar sem fá útborgað í erlendri mynt. Við gerðum þetta sjálfir árið 1998 og gerðum samninga upp á 18.000 á mánuði en fólkið var síðan farið að greiða 25.000 kr. á mánuði og var óánægt. Við hættum því að leigja bílana í erlendri mynt sem hefur þýtt það að við höfum verið 10–15% dýrari en aðrir en á móti vita viðskiptavin- irnir að hverju þeir ganga. Viðskipta- vinir sem skrifa undir samning um 25.000 kr. á mánuði eru ekki sáttir við að hann hækki í 32.000 kr. á mánuði. 3. Aukningin er ekki eins mikil og prósentutalan gefur til kynna. Salan á þessu ári er eins og í miðlungsári. 9– 11 þúsund bílar er eðlileg sala á ári miðað við þá háu skatta sem eru á Ís- landi. Auðvitað ættu að seljast fleiri bílar en menn láta þá duga lengur vegna þessarar miklu skattheimtu. 4. Mengun frá dísilvélum er litlu minni en frá bensínvélum og dísil- reykurinn jafnvel hættulegri. Dísil- vélin eyðir auðvitað minna eldsneyti en bensínvélar. Við höfum ýtt út litlum fólksbílum með dísilvélum en það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum. 5. Ég gæti trúað því að allt að 10% aukning yrði í sölu á næsta ári sem þýðir kannski nálægt 11.000 bílar á árinu sem yrði þá bara eðlileg end- urnýjun. 6. Ég held að jeppasalan eigi jafn- vel eftir að aukast. Menn sitja hærra í slíkum bílum, þeir eru öruggari og það er meira pláss í þeim. Íslenskar aðstæður bjóða líka upp á það að fólk sé á jeppling eða jeppa. Salan væri meiri ef skattheimtan væri ekki svona ósanngjörn. Þessir bílar fara flestir í 45% vörugjaldsflokk í stað 30%. 7. Það hefur selst meira af minni jeppum og síðan hafa aðstæður síð- ustu tvo vetur verið með þeim hætti að menn hafa komist jafnlangt á jepp- lingi og stórum jeppa. Engu að síður er mikill áhugi á jeppabreytingum. Einnig er mikið til af góðum tveggja til þriggja ára gömlum breyttum bíl- um á bílasölunum. Sumir af nýju jeppunum henta heldur ekki jafnvel til breytinga og eldri bílar. r 40% aukningu á þessu ári og þar með meðalsölu á ársgrundvelli. Rekstrarleiga hefur þess að skyggnast inn í framtíðina. gu á næsta ári Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Tómasson, framkvæmdastjóri Kia-umboðsins. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Emil Grímsson, forstjóri Toyota-umboðsins. UM þessar mundir er verið að skrifa tvær bækur um mótorhjól á Íslandi. Annars vegar er um að ræða 20 ára afmælisrit Bifhjólasamtaka Lýð- veldisins, Snigla, sem kemur út á næsta ári. Áætlað er að sú bók verði tæplega 200 síður í A4-broti og prentuð í lit og því öll hin glæsileg- asta. Samið hefur verið við fyrirtæk- ið Hönnun og umbrot ehf. að annast útgáfu og sölu þessarar bókar. Í bók- inni verður fjallað um 20 ára sögu samtakanna og eru gamlir félagar, sem eiga til góðar sögur og myndir, hvattir til að hafa samband við rit- stjórnina á netfanginu sniglar@de- sign.is. 100 ára afmælið Árið 2005 eru 100 ár síðan fyrsta mótorhjólið kom til landsins og af því tilefni mun um jólin 2004 koma út saga mótorhjólsins fram að stofnun Sniglanna árið 1984. Fyrsti mótor- hjólamaður landsins var Þorkell Þ. Clementz vélfræðingur sem einnig var fyrsti bílstjóri Thomsen-bílsins. Hann kom með fyrsta hjólið 20. júní 1905 og sótti reyndar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir það, en ekki er vitað til að sú tegund hafi nokkurn tímann verið við lýði. Hjólið var í samkeppni við bílinn og þótti fljótt í ferðum miðað við hann. Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, höfundar bókarinnar, er lítið annað vitað um þennan grip og engar myndir til af hjólinu svo vitað sé. „Þorkell var mik- ill frumkvöðull og því væri gaman að vita meira um hann ef einhver skyldi lúra á upplýsingum um hann. Í bók- inni verður einnig fjallað um aðra frumkvöðla, en mótorhjólin urðu oft fyrst til að komast ákveðnar leiðir um landið. Meðal annars mun fyrsta vélknúna farartækið til að fara yfir Kjöl hafa verið mótorhjól. Ekki verð- ur skrifað um mótorhjólasögu land- ans án þess að fjalla um Lögregluna í Reykjavík, sem í rúm 60 ár hefur not- að Harley Davidson-hjól í þjónustu sinni. Einnig verður til dæmis fjallað um skellinöðruklúbbinn Eldingu sem Æskulýðsráð Reykjavíkur stóð fyrir, en margir þjóðþekktir einstaklingar voru þar virkir félagsmenn um tíma,“ sagði Njáll. Sem hluta af þessu verkefni Njáls hefur hann sett saman lista með upp- lýsingum um gamla eigendur og teg- undir mótorhjóla á Íslandi og er nú svo komið að yfir 800 fornhjól eru á þessum lista. Vill Njáll hvetja alla sem eru með gömul mótorhjól eða upplýsingar um þau að hafa samband í síma 898-3223 eða skrifa honum tölvupóst á netfangið okukennsla- @simnet.is og nálgast jafnvel upp- lýsingar um gömlu hjólin sín og bæta í gagnagrunninn. „Myndir og sögur í bókina eru líka vel þegnar því enn má bæta í eyð- urnar í sögunni,“ sagði Njáll að lok- um. Herramenn á ferðalagi. Myndin er að öllum líkindum frá fjórða áratugnum. Mynd frá fundi skellinöðruklúbbsins Eldingar í gamla Golfskálanum í Litlu- Öskjuhlíðinni. Tvær bækur um mótorhjól 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Lexus RX 300 Sport árg. 2002, ekinn 15 þús. Sjálfsk., leður, 17" álfelgur o.fl. Verð 4.300 þús. Landrover Freelander 1,8 Millennium árg. 1999, ekinn 80 þús. 5 gíra, leður, topplúga o.fl. Verð 1.660 þús. Toyota Rav 4 2,0 árg. 1995, ekinn 130 þús., sjálfsk., upphækkaður, dráttarkúla. Verð 750 þús. Subaru Impresa S/D 2,0 4WD árg. 2000, ekinn 83 þús., 5 gíra. Áhv. 970 þús., afb. 22 þús. Verð 1.160 þús. Toyota Avensis S/D 1,8 Terra árg. 2000, ekinn 81 þús., sjálfsk., vindsk., dráttarkúla. Verð 1.290 þús. Toyota Rav 4 VVTI 2,0 4WD árg. 2000, ekinn 39 þús. 5 gíra. Topp eintak. Verð 1.850 þús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.