Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar 1. Hvað hefur einkennt markaðinn á árinu sem er að líða? 2. Það stefnir í að sala á fólksbílum aukist um yfir 40% á árinu. Að hve miklu leyti má rekja þessa aukningu til almennrar endurnýjunarþarfar og að hve miklu leyti til breyttra við- skiptahátta, þ.m.t. kaupleigna og rekstrarleigna? 3. Ljóst er að bílasala í Evrópu stend- ur í stað eða dregst lítillega saman á milli ára á sama tíma og hún vex hér á landi yfir 40%. Hver er skýringin á þessum mikla mun? 4. Í mörg ár hefur verið í umræðunni að taka upp olíugjald og afnema þungaskattskerfið fyrir almenna bíl- notendur. Hver er afstaða ykkar í þessum málum? 5. Hvað er líklegt að einkenni bíla- markaðinn á næsta ári og hverju spá- ið þið um söluþróunina? 6. Sala á jeppum og jepplingum hefur verið nálægt þriðjungur af heildarsöl- unni. Má búast við að salan aukist eða standi í stað í þessum flokki? Ef hún eykst, á kostnað hvers konar bíla verður það? 7. Dregið hefur úr jeppabreytingum á árinu. Hvað veldur? Stefán Tómasson, framkvæmdastjóri Kia: 1. Það sem helst hefur einkennt bílamarkaðinn á þessu ári er mikil söluaukning hjá einstökum merkjum sem hafa ekki verið að gera það eins gott og efni hafa staðið til á undan- förnum árum. Einnig hefur gengið vel með sölu á B-flokki bíla eins og Hyundai Getz svo tekið sé dæmi. 2. Það getur verið að söluaukning- in sé að einhverju leyti sprottin af endurnýjunarþörf en ég tel aðal- ástæðuna vera nýr sölumáti með til- komu rekstrar eða einkaleigu til ein- staklinga. Ég tel fólk hafa farið af stað í fjárfestingar vegna umræðu í þjóðfélaginu um komandi góðæri sem virðist ekki komið ennþá. 3. Munurinn á okkur og Evrópu er að flest lönd Evrópu búa við mun stöðugra hagkerfi en við. Við virð- umst bregðast mjög hratt við öllum breytingum og er það helsta skýring á hversu hratt markaðurinn fór af stað hjá okkur. 4. Það er orðið löngu tímabært að fella niður olíugjaldið til að jafna möguleika á notkun bensín- og dís- ilbíla. Þróunin í notkun dísilolíu hefur verið mjög hröð í Evrópu. Sífellt fleiri og minni bílar eru boðnir með dísilvél. Hér á landi virðast þrýstihópar ráða ferðinni í þessum málum, ekki stjórn- völd. Fyrst olíufélögin og nú flutn- ingafyrirtækin. 5. Það er nokkuð víst að markaður- inn heldur áfram að vaxa á næsta ári. Við gerum ráð fyrir að hann vaxi um 20% og að söluaukning verði helst í millistærðarfólksbílum og jeppling- um. 6. Sala á jepplingum kemur helst niður á stærri fólksbílum ásamt fjöl- notabílum. Í Bandaríkjunum hefur hafist þróun í að sameina millistærð- arjeppa og fjölnotabíl vegna stöðugt vaxandi áhuga fólks á jeppum. 7. Breytingar á jeppum eru eins og hvert annað tískufyrirbrigði sem er að ganga yfir. Tiltölulega fáir jeppar sem hefur verið breytt á undanförn- um árum hafa verið notaðir til þeirra erfiðu fjallaferða sem breytingarnar eru ætlaðar til. Breytingarnar eru einnig mjög dýrar. Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu 1. Söluaukning hefur verið helsta einkenni markaðarins á þessu ári, aukin bjartsýni meðal viðskiptavina og starfsfólks í bílgreininni og einnig má nefna umskipti á rekstrarum- hverfi fyrir notaða bíla, sem áður var baggi á rekstri flestra bifreiðaum- boða. Loks hefur eftirspurn eftir rekstrarleigu aukist – jafnt í nýjum sem notuðum bílum. 2. Eðlileg endurnýjunarþörf bíla- flotans er heldur meiri en sala ársins 2003. Það er mín tilfinning að þessir nýju viðskiptahættir hafi hjálpað bíla- sölu af stað og komi í framtíðinni til með að jafna þær sveiflur sem bíl- greinin hefur búið við undanfarna áratugi. Nákvæmar tölur um fjölda rekstrarleigubíla liggja ekki fyrir al- mennt á markaði en hjá okkur í Heklu hefur þetta form vaxið jafnt og þétt. Fjöldi samninga á þessu ári er meiri en áður hefur verið og hlutfallið af seldum bílum hærra. 3. Bílasala í Evrópu býr ekki við slíkar sveiflur sem hér þekkjast. Hag- kerfi okkar er næmt fyrir breytingum s.s. á sjávarútvegi, verðbólgu og því framkvæmdastigi sem ríkir hverju sinni, auk þess sem vextir hér á landi hafa þótt háir. Þetta mátti glöggt sjá á bílasölu undangenginna ára en núna eru Íslendingar bjartsýnir á framtíð- ina og það skilar sér í aukinni bílasölu. Jöfn bílasala er það sem bílgreinin myndi helst kjósa. 4. Við teljum það vera sjálfsagðan hlut að neytendur eigi möguleika á að velja sér sjálfir hvers kyns ökutæki þeir kjósi að aka og hver sé vélbún- aður þess. Neyslustýring er því að okkar mati óeðlileg, og er það ákveðin skoðun okkar að afnema beri þunga- skattskerfið og taka upp olíugjald. Undanfarin ár hefur framþróun dís- ilvéla verið mun hraðari en bensín- véla og í mörgum tilvikum er um að ræða afar skemmtilegar vélar, með mikinn togkraft, neyslugrennri og umhverfisvænni. Það ætti að sjálf- sögðu að gera íslenskun neytendum kleift að aka um á bifreiðum búnum þessum vélum. 5. Á næsta ári má enn búast við söluaukningu og gera okkar spár ráð fyrir að markaðurinn stækki um 15– 20%. Við búumst við skemmtilegu ári. Mikið hefur verið um nýjungar frá framleiðendum og næsta ár verður ekki síðra í þeim efnum. Ekki er von á jafnmikilli aukningu í rekstrarleigu og verið hefur, alla vega verður vöxt- urinn hægari. 6. Við gerum ráð fyrir að salan í þessum flokki verði í jafnvægi og mun hún áfram verða umtalsverður hluti af heildarsölunni. Bílar sem veita þessum flokk mikla samkeppni eru til dæmis millistærðarflokkur skutbíla svo sem Volkswagen Passat og Skoda Octavia auk dýrari bíla, þá er ég ekki síst að tala um fjórhjóladrifnu út- færslurnar sem eru í boði á sann- gjörnu verði. 7. Breytingar á jeppum hafa verið og eru séríslenskt fyrirbrigði. Við breytingu á jeppa hverfa sumir af bestu eiginleikum jeppans. Framleið- endur jeppanna eru nú hver af öðrum að kynna jeppa með heildstæðri yf- irbyggingu sem býður upp á mun betri aksturseiginleika, öruggari akstur og þægilegri umgengni, má þar nefna nýjustu jeppana frá Volkswagen og Porsche sem og Mit- subishi Pajero en allir þessir jeppar eiga það sammerkt að búa yfir frá- bærum aksturseiginleikum. Breyt- ingar á jeppum þykja nokkuð kostn- aðarsamar, skila sér ekki að fullu í endursöluverði og mörg dæmi um að eigendur nýti þær ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Sturla Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fiat-umboðsins 1. Umskiptin sem hófust í júlí 2003 hafa haldið áfram og markaðurinn nálgast neðri mörk þeirrar stærðar sem teljast má eðlileg. Rekstrarleiga fyrir einstaklinga hefur einnig fest sig rækilega í sessi og sýnir að fólk lítur nú meira en áður á bíl sem neyslu- vöru. 2. Þær gífurlegu sveiflur sem eru í bílasölu á milli ára sýna að endurnýj- unarþörf spilar þar minna hlutverk en ætla mætti. Það sem hefur meiri áhrif er hvort andinn í þjóðfélaginu er jákvæður eða neikvæður varðandi framtíðarhorfur þjóðarbúsins. Vænt- ingar fólks um bjartari tíma hafa auk- ist á árinu og það endurspeglast í bíla- sölunni. Nýjar fjármögnunarleiðir hafa síðan til viðbótar ýtt undir söl- una. 3. Markaðurinn í Evrópu er mun þroskaðri en hér á landi, bæði bíla- markaðurinn og fjármagnsmarkað- urinn. Þetta leiðir af sér að sveiflurn- ar eru mun minni en á Íslandi. Bílaframleiðendur eru í flestum til- vikum einnig með fjármálaþjónustu sem þeir beita sem sölutæki sem dregur úr sveiflum. Í Danmörku er nú er t.d. hægt að kaupa bíla ársins í Evrópu 2004, Fiat Panda, með 25% út og vaxta- og afborganalaust í 12 mán- uði. 4. Sú staðreynd að ekki sé löngu búið að koma þessu í framkvæmd staðfestir það sem ég sagði áðan varð- andi þroska markaðarins. Í mörgum löndum Evrópu er meirihluti seldra bíla búnir dísilvélum. Flaggskip Bíls ársins 2004, Fiat Panda, er búið frá- bærri dísilvél sem hefur fleiri hestöfl og mun meira tog en bensínvélin. Þessa útgáfu verður hins vegar mjög erfitt að selja hér á landi fyrr en breyting verður á gjöldum. Breytist gjöldin má hins vegar gera ráð fyrir að nær hver einasti Fiat Panda verði búinn þessari vél. Olíueyðslan er ekki nema 3,7 l á hundraðið. 5. Einkenni bílamarkaðarins á næsta ári mun verða áframhaldandi aukin sala, en þó væntanlega hlut- fallslega minni en nú í ár. Ætla má að markaðurinn nái u.þ.b. 13.000 bíla sölu á næsta ári. Aukning í sölu bif- reiða á rekstrarleigu formi til einstak- linga mun draga úr sveiflum næstu árin. Gangi breytingarnar varðandi olíugjaldið eftir munum við sjá dísil fólksbíla í miklu magni, jafnvel svo mikið sem 15–20% af fólksbílamark- aðnum á skömmum tíma. Annað sem fólk mun taka eftir er að Fiat mun aft- ur endurheimta stöðu sína sem leið- togi smábílanna með Fiat Panda. 6. Ég spái því að salan muni hlut- fallslega dragast saman. Það er tvennt sem kemur til. Annars vegar að mest seldi bíll ársins á Íslandi er jeppi sem frumsýndur var í byrjun ársins. Þó svo að sá bíll muni eflaust seljast vel á næsta ári mun hann ekki ná að skekkja myndina eins og nú í ár. Hins vegar eru einnig að koma á markaðinn margir nýir bílar í C flokki, sem er hinn stóri söluflokkur- inn. Sá flokkur mun því væntanlega stækka á kostnað jeppanna. 7. Það er ekki ólíklegt að þeir sem eru að koma nýir inn sem jeppa- eigendur er annar hópur en þeir sem áður voru á jeppum. Þessi nýi hópur er að leita að öðrum eiginleikum en þeir sem lengur hafa ekið um á jepp- um. Emil Grímsson, forstjóri P. Samúelssonar (Toyota) 1–3. Markaðurinn er að jafna sig eftir gríðarlegan samdrátt síðustu ára. Sögulega þá hefur samdráttur og aukning í bílasölu á Íslandi haft mjög nána fylgni með minnkun eða aukn- ingu í kaupmætti. Á árunum 2001 og 2002 var bílasala innan við helmingur þess sem við teljum eðlilega endur- nýjun og aðeins þriðjungur bílasölun- ar 1999. Þetta gerist á sama tíma og kaupmáttur eykst, sem segir okkur að fólk hefur farið mjög varlega í fjár- festingum, allavega hvað lýtur að bíl- um. Við teljum að salan í ár uppfylli ekki eðlilega endurnýjunarþörf og al- menningur er því enn að halda að sér Árið sem er að líða hefur verið bílaumboðunum mun skaplegra en árið 2002 hvað sölu varðar. Það ár einkenndist af lítilli bílasölu en það stefnir í yfi sett mark sitt á viðskiptahættina á árinu. Nokkrum spurningum var beint til forsvarsmanna bílaumboðanna á þessum tímamótum og þeir fengnir til Spáð frekari söluaukning Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna. Hannes Strange markaðsstjóri hjá Ingvari Helgasyni. Morgunblaðið/Jim Smart Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu hf. Morgunblaðið/Sverrir Sturla Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fiat- umboðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.