Vísir - 02.03.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 02.03.1981, Blaðsíða 9
Mánudagur 2. mars 1981 -9 Hugmynúir um að ríki og sveitarfélög fái forleigu- og leigu- námsrétt að íbúðum V’Isir skýröi frá því nú i vikunni aö I nefnd þeirri, sem meöal annars hefur þaöhlutverkaösemja lagafrumvarp um hámark á húsaieigu, hafi komiö fram hugmyndir um aö riki og sveitarfélög fengju for- leigurétt að ibúöarhúsnæöi oggætu siöan framleigt þaö. Einnig voru uppí hugmvndir um aö sömu aöíiar gætu tekiö leigunámi þaö ibúöarhúsnæöi sem stendur autt. Visir ieitaöi álits fulltrúa leigjenda og húseigenda á þessum hugmyndum. m I I I I I I I I I I I II I I I FÆR RÍKIÐ AÐ TAKA ÍBOÐIR LEIGUNÁMI? Hugmyndír um leigunámsrétt og forlelgurétt rlkis og sveltarfélaga á húsnæðl Meðal hugmynda. sem fram hafa komiö f nefnd þeirri, sem ásamt ööru hefur þaö hlutverk aö semja lög um h$markshúsa- leigu, er aö rfki og sveitarfélög fdi forleigurétt aö öllu Ibúöar- hiisnæöi.' Reiknaö er meö aö þessir opinberu aöilar geti sföan endurleigt hiisnæöiö. Einnig hafa veriö settar fram hug- myndir um aö rfki og sveitar- félög fái rétt til þess aö taka autt hUsnæÖi leigunámi. Vfsir hefur þessar upp- íysingar eftir áreiöanlegum heimildum , en þegar þetta var boriö undir Sigurö E. Guömundsson, formann um- ræddrar nefndar, sagöist hann ekki vilja tjá sig um einstaka þættisem veriöhafa til umræöu i nefndinni. Auk SigurÖar sitja I nefndinni lögfræöingarnir Páll S. Pálsson og Ragnar Aöalsteinsson. Sam- kvæmt heimildum Vfsis komu ofangreindar hugmyndir frá Ragnari, en ekki tókst aö ná sambandi viö hann f morgun. Nefndin hefur enn ekki skilaö ákveönum tillögum í þessum efnum til félagsmálaráöherra, en þær hugmyndir, sem lagöar hafa veriö fram, eru nd til athugunar og umsagnar hjá hinum ymsu húsaleigunefndum vfös vegar um landiö. „EÐLILEGT AÐ SVEITAR- FÉLÖG ANNIST LEIGUMIÐLUN” Jón irá Pálmholtl. lormaður Leigjendasam- takanna: ,,Mér finnst eðlilegt að opinberir aðilar, og þá á ég sérstaklega við sveitaríélögin, hafi þarna milligöngu og annist leigumiðlun á svipaðan hátt og vinnu- miðlun”, sagði Jón Kjartansson frá Pálm- holti, formaður Leigjendasamtakanna. Jún sagöist ekki hafa séö hvernig j»ssar hugmyndir eru útfærðar og sagöist þvi ekki geta t jáð sig um þær í smáatrið- uni. ,,Eg hef lika alltaf verið fylgjandi þvi að settar verði ýmsar takmarkanir á notkun húsnæöis, — tii dæmis þær aö húsnæði megi ekki standa autt i ótakmarkaðan tima, og ekki megi taka ibúðarhúsnæði til annarra nota en þaö er gert fyrir. Þessar hugmyndir gætu verið liður i þvi að koma ein- hverju sliku I framkvæmd”. — Ertu ekkert hræddur um að svona takmarkanir á umráöa- rétti húseigenda yfir eignum „Þetta eru svo hrika- legar hugmyndir, að það þyrfti mikið að ganga á áður en þær - yrðu ofan á”, sagði Sigurður H. Guðjóns- son, framkvæmda- stjóri Húseigenda- sinum yrðu til þess aö minnka framboð á leiguhúsnæöi? „Eg held að það geti ekki minnkað. Hér er i rauninni ekkert framboð á leiguhUsnæði, félags Reykjavikur. ,,Eg hef enga trú á þvi aö þetta fengist samþykkt á al- þingi, jafnvel þó það væri tekiö fyrir einhverntima i þinglok þegar þingmenn eru van- svefta”. Siguröur sagðist ekki hafa hugleitt nákvæmlega hvaða áhrif þessi lagasetning myndi hafa, en ljóst væri aö hún myndi kalla á mjög hörð viö- — það sem það er, er einungis handahófskenndur og dreifður markaður. Menn leigja ut ibúöir sinar i einhvern takmarkaðan tima og ég á ekki von á aö þeir brögð af hálfu húseigenda. „Menn myndu auðvitað ekki vilja eiga neitt aukahúsnæöi undir þessum kringumstæðum, og framboö á leiguhúsnæði yrði miklu minna. Menn myndu einnig fara i kringum þetta eftir megni, — tökum sem dæmi fólk sem hygðist dvelja erlendis um tima. Það yröi varla hrifið af þvi að rikið tæki ibúð þess leigu- námi og'framleigði hana siöan hætti þvi, ef ekki koma til ein- hverjir afarkostir. Eg á ekki von á þvi aö aðgeröir sem þessar myndu valda neinu sliku”. hverjum sem væri. Þarna yrði i rauninni um að ræða ákveðið form af eignaupp- töku, þar sem veriö væri aö svipta menn umráöarétti yfir eignum sinum. Það er mjög vafasamt hvort slik lög myndu samrýmast stjórnarskránni. Maður litur frekar á þetta sem hugmyndir einhverra ofstækis- manna en sem raunhæfar til- lögur”, sagði Sigurður. —P.M. Sigurður H. Guöjónsson, iramkvæmdasijórl Húselgendafélagsins: .Hrlkalegar hugmyndlr’ orn bref til ritstjéra Vísis Hr. ritstjóri: Ég las svaryðar til Bergljótar Ingölfsdðtturi Visi hinn 20. þ.m. Þar sem þetta svar ýtti við mér á fleiri en einn veg, sé ég mig knúinn til að hripa yöur fáeinar linur, þar sem mér er talsvert niðri fyrir. Svar yðar er svo stutt, að ég freistast til aö taka það með, til frekari glöggvunar væntanlegum lesendum. „Vísir er frjálst og opiö blað fyrir öllum sjónarmiöum hvort sem þau eru i samræmi við skoöanir ritstjóra eða allra les- enda blaðsins. Visir treystir þvi aö sú stefna : sé i anda þeirra, sem unna frjálslyndi og við- sýni.” Vegna menningar og stjórnarfars litum við flest svo á, að það sé laflegt aö blað sé frjálst og opið. En það væri mis- skilningur að halda aö þessi af- staöa leysi ritstjórana undan vanda þess, að skynja hér sem annarsstaðar rétt hlutföll. A þessu máli sjást strax tvær þýð- ingarmiklar hliðar, sem óhjá- kvæmilegt er að gaumgæfa nánar. Mikiðer i húfi, þvi að orð eru lika vopn. önnur vekur spurningar eins og: Hve mikið? Hvenær? Hinþessar: Lika fyrir árðður fjandmanna, óvini frelsis og öryggis þjóðarinnar, þjóðfélags, trúar og menningar, atvinnulygara og framleiðendur sorps? Frjálst og óháð Nú er liðið á annaö ár siöan ég bauð ritstjórn Visis greinaflokk til birtingar. Hann var hvorki um dægurlög, leiklist né iþrdttir. Boði minu var hafnað á þeim grundvelli, að blaðið hefði ekki rúm fyrir skrifin. Af þessu ræð ég, að ritstjórnin sé neydd tilað velja og hafna, sökum þess aö hún telur sig ekki ráöa yfir ótakmörkuöu rými. Hún veröur að kunna þá íist að velja og hafna, velja „kjarnann” og hafna „hisminu”. Þetta verður ekki umflúið, þótt blaðið sé frjálst og opiö. Hiö „frjálsa og óháða” blað Dagblaðiö hafnaði skrifum mínum um Gervasoni- málið, en birti mikið eftir aðra. „Frjálst og óháð” hlytur alltaf að vera misjafnlega „frjálst og óháð” eða „frjálst og opið”. Þetta „misjafnlega” vekur hina erfíðu spurningu, sem ritstjóri á ekki að reyna aö leiða hjd sér með smávegis orðaflaueli. Hverjum veröur að mismuna? Hvað ef hægt er að skipta mönn- um i vini og óvini? Sé það gert, þá verður um leið augljóst hverjir séu „vinimir”. Geta kommúnistarnir látið frjálsa, óháða og opna borgarpressu sjá um og kosta áróðurinn fyrir sig? Einhver sérfræðingur i lýgi og hræsni, á borð við Orwell, ætti að vera kominn til aö stinga niður penna um blööin okkar, eins og nú er komið. Efni það sem hér fer á eftir um seinni spurningarnar, hefði vel getað orðið tilefni viöbótarkafla i Fé- ‘laga Napóleon (Animal Farm). Fyrir nokkrum mánuöum birtist í Mbl. grein að efni og anda þannig, að hvergi hafði þvilik sést áöur I blööum hér, nema I málgögnum kommún- ista. Ég varö ákaflega hissa, en , hélt að þetta hlyti að hafa verið tilviljun. Nú eru hinsvegar farn- ar aö birtast þar greinar eins að efni og anda, og — ef mér skjátl- ast ekki — þá eiga þær að birt- ast framvegis sem reglulegt efni blaðsins. Tekið inn eitur Marxismans Þaö er þvi svo komið, aö áróö- ur, sem augljdslega er runninn undan rifjum Sovétstjórnarinn- ar — beint eða óbeint — tekur nú upp rúm I Dagblaðinu, Visi og Morgunblaöinu, en fyrst og fremst i Dagblaðinu. Ég nefni aðeins höfunda eins og Kára Dr. Benjamin Eiriks- son sendir ritstjóra Vísis opiö bréf/ þar sem hann fjallar um hlutverk blaösins og hina //opnu og frjálsu blaðamennsku". Dr. Benjamin gagnrýnir harölega þá stefnu Vísis og Morgunblaösins að hafa opnað síður sínar fyrir áróðri kommúnista. Arntísson, Elias Daviðsson og Braga Kristjónsson. Þótt Þórarinn Þdrarinsson hafi lengi flutt sjdnarmiö Sovétstjórnar- innar i heimsmálunum, þá ætl- ast ég ekki til að efni þessa bréfs nái til hans. Þjóðviljinn hefur of takmarkaða útbreiðslu til þess að geta einn ‘skapaö það and- rúmsloft hér á landi, sem er markmiö Sovétstjþrnarinnar. Auk þess er málum §ío háttað, að þótt gamla barlestin sé enn innanborös i Alþýðubgndalag- inu, þá leitast Þjóðviljinn viö aö láta lita svo út sem eitthvað sé breytt. En grundvöllurinn er óbreyttur. Blaðið er stafur inn- lendum blindingjum, þótt það stingist stundum upp I höndina á Sovétstjórninni. Þrátt fyrir ótrúlega trúgirni fólks, sem árum saman hefur tekið inn eitur Marxismans, þá skapar gjaldþrot kommúnismans Þjóð- viljanum erfiðleika. Uppskera kommúnismans, eftir meira en 60 dr, er fátækt og kúgun, and- leg og siögæðisleg rotnun. Eftir er valdaránstækni, hernaðar- hyggja og vigbúnaður. Það er einmitt sú hlið málsins, sem gerir umrædd skrif borgara- blaðanna svo mikiö alvörumál. Mbl. undir sömu sök selt Þaö er meira en furöulegt, aö Morgunblaöið og Visir, gömul og grdin blöð, sem ævinlega hafa veriö málsvarar þjóöar- hagsmuna Islendinga, sjálf- stæðis þjóðarinnar og frelsis, skuli nú hafa opnast hinum al- þjóðlega áróðri, sem á upptök sin I Moskvu, hinni miklu Babý- lon nUtimans, og beint er gegn vestrænum þjóðfélögum, efna- hagskerfi, þjóðskipulagi, öryggi og flestu þvi, sem einkennir þeirra mannlff, þótt ekki sé allt haft á oddinum i einu, eins og t.d. trúmál og menningarmál. Sérstaklega er áróðurinn hat- rammur gegn efnahagskerfinu og samvinnu hinna frjálsu þjóða, sem sýnir að áhuginn — eldurinn sem brennur i huga þeirra — er fyrst og fremst hernaðarlegs eölis. Verkaskipt- ing hinna þriggja, sem ég hefi nafngreint, er þessi: öryggis- mál, efnahagsmál, endurnýjun gyllingar alþýðubandalagsfor- ingjanna, sem er farin að mázt, og skitkast i „hægrisparkara”. Er þetta farsótt? Þetta furðulega fyrirbrigði, að verðirnir séu farnir aö taka þátt I launráðum gegn þjóðinni, hlýtur að vekja óhug allra hugs- andi manna, hvaða yfirskini sem beitter. Hvernig hefir þessi vending málanna gerzt? Helzt dettur mér I hug, aö það hafi orðiö eigendaskipti hjá Morgun- blaöinu, hlutabréf hafi skipt um eigendur. Fyrir fáum dögum var hdtiðlega skýrt frá breyt- ingum á ritstjórn blaðsins. Gerðist ekki einhver breyting hjá Visi lika? Já, og hjá Tlman- um? Er þetta farsótt? Um Dag- blaðið þarf ekki að vera meö getgátur. Blaöið er svo til nýtt Hafi dvinir þjóðarinnar eignast hlutdeild i blööunum, og þá með vitund og samþykki fyrri eig- enda eða stofnana þeirra, þá er um að ræða fjörráö við þjóðina, og ekki aöeins hrollvekju. Oss varöar þvi öll málið, herra rit- stjóri! Tal um opinberar rann- sóknir er vinsælt þesa dagana. Hér er augljóslega ærið tilefni til opinberrar rannsóknar. Hver fæst til að beita sér fyrir henni? Þaö getur varla veriö, að ég sé sá eini, sem heyri svinin rýta i drafinu. Meö kærri kveöju. Benjamfn H.J. Eiriksson Bárugötu 35, R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.