Vísir - 02.03.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 02.03.1981, Blaðsíða 6
6 Mánudagur 2. mars 1981 HásKóli íslands: 52 gengu glaöir á braut Brautskráning kandidata fór fram við athöfn i hátiðasal Háskóla fslands á laugardag. Að þessu sinni brautskráðust 52, sem skiptust svo: Embættispróf i lög- fræði 2, B.A. próf i heimspeki- deild 14, próf i islensku fyrir erlenda stúdenta 1, lokapróf i byggingaverkfræði 1, lokapróf i vélaverkfræði 2, lokapróf i raf- magnsverkfræði 1, B.S. próf i raungreinum 10, kandidatspróf i viðskiptafræðum 9, aðstoöar- lyfjafræðingspróf 1, B.A. próf i félggsvisindadeild 10. — Myndina tók ljósmyndari Visis, Friðþjófur Helgason, við athöfnina, þar sem einn kandidata tekur við prófskir- teini sinu úr hendi rektors, Guðmundar Magnússonar. — KÞ. „Viijum ákveða sjáli okkar kjör” - BSRB-menn mótmæla 7% visitðluskerðingunnl „Við viljum ekki búa við herstjórn innan okkar sam- taka, heldur ákveða sjálf okkar kjör,” sagði Pétur Pét- ursson i samtali við Visi i gær, en þessa dagana fer fram undirskriftarsöfnun á vegum félaga i BSRB, þar sem þeir mótmæla 7% visitölu- skerðingu rikisstjórnarinnar. Pétur sagöi, aö innan vébanda BSRB væru um 15 þúsund félagar og ætlun þeirra væri að fá undirskrift sjö prósent félaga eöa 1050 félagsmanna, þar sem það væri táknrænt og ætti að höföa til sjö prósent skerðingar- innar. Þá sagði hann einnig, að þessari undirskriftarsöfnun hefði verið tekið fádæma vel og þegar væru komin 600 nöfn á listann, en söfnunin hefur staðið i þrjá daga. Ætlunin er að ljúka söfnuninni i dag og af- henda stjórn BSRB listann siðdegis. —KÞ. Söfnun vegna fatlaðra 6.-8. mars Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur ákveðið að leggja lið þeirri söfnun, sem Bandalag kvenna mun beita sér fyrir á ári fatlaðra og þegar hefur verið kynnt i fjölmiðlum. Þetta var samþykkt á stjórnar- og formannafundi sambandsins 14. febrúar siðast liðinn. t kvenfélagasambandinu eru 12 kvenfélög og munu þau beita sér fyrir söfnun i sinu byggðarlagi meðal annars með merkjasölu 6.-8. mars næstkomandi. — AS. .............y/sm : Sjópröfln vegna Heimaeyjar í Eyjum: ! Menn ekki sammála I um orðaskipti í talstðð ! - Skipherra varðskipsins gefur skýrslu í dag Skipstjóri ölduljónsins VE, I Þórður Rafn Sigurðsson, telur g að skilaboð, sem bárust til I Heimaeyjar VE, hafi fólgið i sér . bann við þvi að skipiö leitaði . aðstoðar varðskips. Allir aðrir, ! sem komið hafa fyrir rétt i málinu, hafa hinsvegar borið þvi við, að aðstoð varðskips hafi aldrei verið bönnuð. Þar á “ meðal er skipstjórinn á togar- anum Sindra VE, skipstjóri Heimaeyjar, stýrimaður skips- ins og útgerðarstjóri þess. Þetta kom fram i sjóprófunum á föstudaginn. í dag munu fulltrúar Land- helgisgæslunnar gefa skýrslu sina fyrir rétti i Vestmannaeyj- um. I Eyjum er það almennt talið af sjómönnum, að forðast beri að þiggja aðstoð varðskips, sé þess kostur, þar sem slikt sé mundýrara en að þiggja aðstoð Eyjabáta. Hér kemur helst til, að Eyjamenn hafa jafnan samið um sin mál óháð reglum um björgunarlaun, þegar mál sem þessi hafa komið upp. Þannig hafa reglur um björgunarlaun vikið fyrir samkomulagi sjómanna, byggðu á skilningi á þvi, hversu fáranlegt það er, að menn þurfi að óttast háa bak- reikninga, þegar um björgun mannslifa og verðmæta sé að ræða. Þvi hafa menn veriö hvattir til þess að leita ekki aðstoðar varðskips nema i neyðartilfellum, þótt slikt hafi að sjálfsögðu aldrei verið bannað. — AS. Forseti tslands, Vigdis Finnbogadóttir.við komuna til islands i gær. — (Vlsismynd: G.V.A.) Forsetaheimsókn til Danmerkur lokið: „Eg er djúpt snorlin" Vigdis Finnbogadóttir, forseti tslands, kom til landsins siðdegis i gær úr opinberri heimsókn til Danmerkur. A leiðinni yfir hafið sendi for- setinn þakkarskeyti til konungs- hjónanna og dönsku þjóðarinnar, fyrir frábærar móttökur og segir þar meöal annars. ,,Eg er djúpt snortin af þeim skilningi, sem þér hafið sýnt, ekki aðeins mér heldur og þjóð minni i norðri. Ég vona að heimsóknin hafi orðið til þess að styrkja vináttu- bönd þjóðanna enn frekar.” Að lokum óskaði Vigdis konungsfjölskyldunni og dönsku þjóðinni alls hins besta. „ÞURFUM EKKI AÐ KVARTA VFIR UNUIRTEKTUNUM" - sagði iramkvæmdastlóri B&L um bílasýnlngu nelgarinnar „Hingað hefur komið fjöldi fólks og undirtektir hafa verið mun betrien á fyrri bilasýningum okkar, þótt við hefðum ekki þurft að kvarta þá”, sagði Jón V. Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Bifreiðum og landbúnaðar- vélum, er Visir innti hann eftir gangi bilasýningar, sem fyr- irtækið hélt nú um helgina. Bilasýningar á höfuðborgar- svæðinu teljast nú til skemmti- legri afþreyingarefna og ekki skemmir það, þegar menn sjá sér mögulegt að eignast þá bila, sem til sýnis eru. Fyrirtækið sýndi allar gerðir af Ladabifreiðum, svo og sendibila og UAZ blæjujeppa. Boðið var upp á kaffisopa og áttu afgreiðslu- menn fullt i fangi meö að veita slikt til hinna fjölmörgu sýningargesta. Nýi Lada bilíirm LADA SAFÍR, er búinn mun sparneytnari véi og kostar tæpar 60.000 krónur, að sögn Jóns V. Guðjónssonar, en irtækinu kosta 45 þúsund krónur. ódýrustu Ladabilarnir hjá fyr- — AS. Frá bilasýningu Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. sem haldin var um helgina. Menn litu I hvert skúmaskot hinnar nýju Lada-safir og virtist iika vel, þvi að fjöldi bila seldist á sýningunni. (Visismynd: Friðþjóf- ur). Landbúnaðarvörur hækka í miðri verðstöðvun: Smjdrið og mjólkin hækka mest R i kiss t j órnin hefur samþykkt verðhækkanir á landbúnaðarvörum sem nema 5.4 til 9.5 prósentum. Þessar hækkanir stafa af launahækk- unum og hækkun á kjarnfóðri, en vinnslu og dreifingarkostn- aður er óbreyttur, að sögn Agnars Guðnasonar hjá Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins. Hækkun sjálfs verðlags- grundvallarins nemur 8.82 prósentum, en á haustgrund- velli 23.8 prósentum. Helstu hækkanir eru þær, að 1 litri af mjólk hækkar úr 4.25 krónur i 4.65, kvartlitri af rjóma kostaði 7.50,en nú 7.95, 1 litri af undanrennu 3.70, en fer upp i 3.90, 1 kg af smjöri var á 46.60, en kostar nú 51.05, 1 kg af 45% osti kostaði 48.25, en fer upp i 50.85, kg af dilkakjöti i 1. verðflokki hækkar úr 28.55 i 31.05, heil læri hækka úr 37.20 kilóið i 39.70, frampartar heilir og hálfir kostuðu 25.80 kilóiö, en kosta nú 28.30 kilóið af kótilettum hækkar úr 40.25 i 42.75 krónur. Niðurgreiðslur úr rikissjóði verða óbreyttar, hvað varðar mjólkina, það er að segja kr. 1.60 á litra, en á kvartlitra á rjóma hækka þær úr 4.12 i 4.34 og á kilóinu af dilkakjöti úr 9.19 i 9.42 krónur. — KÞ. Akureyrl: Hestar og bílar f árekstrum Harkalegur árekstur varð á Akureyri um helgina. Það var á tólfta timanum á laugardags- morgun, að tveim bilum lenti saman á gatnamótum Þingvalla- strætis og Byggðavegar. öku- maður annars bilsins var fluttur á sjúkrahús, en reyndist þó ekki mikið slasaður, en bilarnir báðir munu nokkuð illa farnjr. Þá var ekið á hest i Kræklinga- hlið, sem er rétt utan við bæinn. Fólksbifreið lenti á hesti með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og hesturinn drapst. öku- maður bifreiðarinnar og þrir farþegar voru fluttir á sjúkrahús, allir með minni háttar meiösl. Bifreiðin mun nánast ónýt eftir. — KÞ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.