Vísir - 02.03.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 02.03.1981, Blaðsíða 27
31 vism Magdalena Schram skrifar maður deyr — sem vissulega hlýtur að hafa verið harðskeytt ádeila á bandariskt þjóðfélag i eina tið ef það er það þá ekki ennþá — úrelt leikrit? Kemur okkur það við? Já, reyndar held ég óhætt sé að halda þvi fram. Þvi Sölu- maður deyr er um margt annaö en amerfska fjölskyldu sem heitir Loman og uppgjöf fjöl- skylduföðursins. Það er um lög- mál samfélags sem ráða lifi ein- staklinganna, það að plumma sig, standa sig, gera það gott, yngri og eldri manns trúverð- ugri. Þegar Willy sótti Howard heim á skrifstofuna var ég al- deilis fullviss um að Gunnar væri í raun og veru Willy Lo- man, niðurlægður, uppgefinn og aumkunarverður. Ég hef oft átt dálitið erfitt með að sætta mig við óvenjulegt hljóðfallið i rödd Gunnars og oft óskað þess, að hann mætti breyta þvi. En i hlutverki Willys hætti ég að taka eftir þvi og hef aldrei verið sátt- ari við Gunnar Eyjólfsson en þar. Margrét Guðmundsdóttir fór sérstaklega vel með hlutverk eiginkonunnar, Lindu, einkum þegar hún var eldri. Það var þegar Margrét flutti barnar- ræðuna fyrir hönd mannsins sins yfir þeim Biff og Happy sem sýningin byrjaði að hrifa mig. Eins er mér minnistæður hennar hlutur i lokaatriðinu við gröf Willys. Annars fannst mér þau bæði, Gunnar og Margrét SÖLUMAÐUR LIFANDI! Mánudagur 2. mars 1981 Þjóðleikhúsið sýnir Sölumaöur deyr eftir Arthur Miller i þýð- ingu Dr. Jónasar Kristjánsson- ar. Tónlist: Askell Másson. Lýsing: Kristinn Danielsson. Búningar: Dóra Einarsdóttir. Leikmynd: Sigurjón Jóhanns- son. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs- son. Þegar það var upplýst að Þjóðleikhúsið ætlaði að taka Sölumaður deyr til sýningar i annað sinn eftir 30 ár, varð mörgum fréttamanninum á að spyrja, hvort leikritið ætti enn erindi til okkar. Forsvarsnienn Þjóðleikhússins svöruðu spurn- ingunni jafnan játandi, þetta væri jú orðið sigilt leikhúsverk sem vel þyldi, og jafnvel ætti skylda endursýningu. Eftir að hafa séð frumsýningu leikrits- ins nú, tek ég undir þau orð og lýsi jafnframt þakklæti minu við Þjóðleikhúsið fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að sjá Sölumaður deyr á sviði i fyrsta sinn. Merking leikritsins hefur ver- ið bitbein allt frá þvi það var frumflutt i New York árið 1949. í grein eftir höfundinn, Arthur Miller, sem birt er i leikskrá Þjóðleikhússins, nefnir hann allmörg dæmi um þau nöfn, sem verkinu hefur verið valið: „Kunnáttusamlega staðsett timasprengja undir bandariskt gildismat” — „Fullkomið kapitaliskt hnignunartákn” — „lofsverð sönnun fyrir dauða andans á þeim stöðum, þar sem Guð fyrirfinnst enginn.” Og leikhúsgestum varð hitt og þetta á orði eftir sýninguna á laugar- daginn: „fyrring samfélagsins” — „nauðsyn almannatrygginga og verkalýðssamtaka” — „árás á kjarnafjölskylduna” — „hvað kemur okkur við hvernig sölu- menn höfðu það i Ameriku fyrir 30 árum!” Og það hlýtur að vera afar freistandi fyrir leikstjóra að leggja áherslu á einhverja sér- staka túlkun á leikritinu — eða heimfæra það, draga fram nýj- ar hliðar. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri fellur ekki fyrir þeirri freistingu heldur gengur beint til verks með texta Millers i höndunum og er honum trúr út i ystu æsar. Á þvi þykir mér fara vel, þvi með þvi vegsamar Þór- hallur ágæti verksins. Hin við- tæka skirskotun þess kemur án efa til vegna þess að i þvi eru margir þræðir, svo margir að jafnvel 600 þjóðleikhúsgestir með jafn margt sinnið og þeir hafa skinnið, finna hver sinn þráð og geta fylgt honum uns tjaldiö fellur i leikslok. Með þvi að yfirlýsa einn þeirra þráða væri það ágæti úr sögunni. Formið sem Miller valdi leik- ritinu mun tæpast koma nýstár- lega fyrir sjónir lengur. Leikur- inn hefur ekki flólkna framvindu, áhorfandinn fær aö skyggnast inn i hugarheim aðalsöguhetj- unnar, Willy Loman og þeir at- burðir, sem þar hafa verið geymdir skýra atburði „nútim- ans” í leikritinu. Þó eru hér ekki um að ræða „flash-back” likt og allir þekkja nú úr kvikmyndum, heldur vill Miller með þessu gefa í skyn, að Loman ER sin eigin fortið, „að nútiðin sé ein- ungis það, sem fortiðin megni að taka eftir, þefa uppi og bregðast við” eins og haft er eft- ir Miller i áðurnefndri grein i leikskrá. 1 upphafi leiksins kemur gamall, þreyttur maður heim til sin með hausinn fullan af hugsunum, sem hann skilur ekki. Skýringarnar eru gefnar smátt og smátt þar til i lokin spilin hafa verið lögð á boröið og þá fyrirfer gamli maðurinn sér i örvæntingu. Jafnframt þvi sem áhorfanda verður ljósara hvað býr i hugskoti gamla mannsins, vex samúðin með honum og krafan um svör við hans eigin spurningum. Þessir þrir þættir halda athyglinni fanginni allt til leiksloka. En hver er þá harmur Lom- ans? Hvað leiðir til sjálfs- morðs? I fljótu bragði séð á okk- ár samfélag margar lausnir við vanda Loman-fjölskyldunnar. Eða hvað? Eða eru vandamálin, sem þessi bandariski farandsali striddi við i lok 5. áratugsins til lengur?Hefur ekki losnað um bönd fjölskyldunnar siðan þá? Myndi ekki fjölbrautakerfi skól- anna leysa vanda Biffs? Væri eiginkonan ekki fyrir löngu frelsuð af húsmóðurhugsjón- inni, búin að fara i öldungadeild og læra eitthvað hagnýtt sem gæti fleytt þeim hjónum yfir verstu timabilin — Willy gæti verið heima i rólegheitum og dundað við smiðar. Hann hefði auk þess eftirlaun. Og svona fram eftir götunum. Er þá Sölu- uppfylla kröfurnar. Við getum gert okkur vonir um að þau lög- mál, sem ráða lifi Lomans og drepa hann i lokin, sú trú að án fjárhagslegrar velgengni getir þú aldrei verið maður með mönnum, hafi ekki náð sliku tangarhaldi hér, en með þvi verður ekki sagt að við séum ekki bundin svipuðum lögmál- um. Að viö séum ekki ævinlega að rey-na að uppfylla kröfur, sem aörir setja okkur, e.t.v. án alls samræmis við raunveru- lega getu okkar eða óskir. Leikurinn fór hægt af stað i Þjóðleikhúsinu á frumsýning- unni, en spennan hlóðst upp og i sýningarlok var vfst að tekist hafði að færa upp leikrit, sem enn á erindi á einkar sannfær- andimáta. Þórhallur má vel við una. Mest mæðir auðvitað á Gunnari Eyjólfssyni i hlutverki Willys. 1 upphafi fannst mér Gunnar allt of unglegur til að geta verið þessi máði maður. Röddin of ung og stinga I stúf við sannfærandi hreyfingar gamals manns. Aftur á móti tókst betur að leika sig yngri og þegar á leikritið leið var færslan á milli misgóð, detta niður öðru hvoru en þykist vita að slikt hverfi með fleiri sýningum. Sá leikari sem kom mér á óvart, var Hákon Waage. Allt i einu fékk hann nægilegt rými i leikriti til að geta beitt fyrir sig óhemjulegum krafti, sem ann- ars verður að krauma undir og Hákoni tekst ekki alltaf aö hafa vald á. Sá kraftur kom honum nú til góða i eftirminnilegu atriði, þegar hann reynir að nálgast föður sinn fölskvalaust og byrgir inni spennu bræði og ótta. Þá mátti krauma undir. Nýliðinn, Andri Orn Clausen, bar engin nýliðamerki. Ég var vel sátt við hans Happy, sem var heimfærður glaumgosi, ómeðvitaður um lögmálin, til- búinn í slaginn. önnur hlutverk eru minni og auðveldari i meðförum og þar voru allir i toppformi. Flestar þær persónur eru andstæður Lo- mans, þær standa sig. Það verð- ur hver að gera upp við sig, hvað þær persónur hafa upp- skorið til að gera hlutskipti þeirra svona eftirsóknarvert i augum Willys eöa hvort Miller ætlast til þess i raun og veru að það hlutskipti eigi aö vera gul- rótin i tilverunni, þessar per- sónur vita hver galdurinn er, þær standastkröfurnar og mega spila tennis viö fint fólk og kaupa sér segulband til leikja. Mér fannstfarið ofurlitiö út á þá braut, að hæðast að þeim t.d. Howard, sem var næstum fáránlegur, og það hvarflar að mér, hvort ekki hefði mátt gera meira af sliku. T.d. notfæra sér tækifærin sem verða til við aö sumar persónanna birtast stundum þar sem þær standa i hugskoti Willys og svo stundum ekki. í hans hugskoti eru þær aðdáunarverðar og hann spyr fullur lotningar, hver er galdur- inn? En i hugskoti áhorfand- ans? Þráir hann lika að vita hver galdurinn er? Leikmynd Sigurjóns hitti strax i mark þegar tjaldið var dregið frá, háhýsin i ramma ut- an um fábrotið hús Loman-fjöl- skyldunnar likt og tröllvaxin krumla utan um máttvana fugl og gluggarnir eins og velvak- andiaugu. Rimlaþakið á húsinu gat ég þó ekki fellt mig við — fannst það bara ljótt auk þess sem pallarnir undir virtust mér of þéttir fyrir vegna léttleika yfirbyggingarinnar — svo að lif- iö f húsinu var eins og byggt á bjargi. Búningarnir, likt og leik- myndin, gáfu bæði upp stað og stund. Meiri áhugi sýndist mér liggja að baki klæðnaði kvenn- anna. Punkturinn yfir i-ið heföi mér fundist ef karlarnir hefðu t.d. fengið sina hárgreiðslu tima- og staðfærða lika, að ég nú ekki tali um, ef Happy reykti eitthvað annað en Salem siga- rettur! En talandi um búninga, get ég ekki setið á mér með að geta þess hér að það er senni- lega til marks um góöan leik Gunnars Eyjólfssonar, að mér fannst sem fötin hans af- krumpuðust og krumpuöust aft- ur eftir þvf sem hann brá sér frá i timanum! Dr. Jönas Kristjánsson hefur þýtt leikritið og lagt áherslu á að hafa það á góðri islensku, öðru hvoru á kostnað venjulegs talmars, svo að öðru hvoru hváði ég innra með mér vegna setningar og setningar. Þannig er áreiðanlega „betra” að segja að bifreið sé sveigt, en flestir held ég segðu þó, bifreiðinni var beygt. Ms GÆSAMAMMA OG UNGARNIR HENNAR Sjónvarpið hefur allt frá stofnun þess hér á landi verið vinsæll vettvangur alls kyns auglýsingamennsku. t auglýs- ingatimum þessa fjölmiðils fer fram hatrömm orrusta milli gostegunda og sápufram- leiðenda, bila og batteria, tisku- fatnaðar og margvíslegra teg- unda dömubinda, svo að dæmi séu tekin. Að undanförnu hefur sérkennileg auglýsing skotið sér inn á milli sápunnar og kven- legra nauösynjavara. Sú fjallar um ágæti tiltekins verka- lýðsfélags i borginni: ,,VR vinnur fyrir þig”. Saga verkalýöshreyfingar- innar er fyrir margra hluta sak- ir merkileg, ekki siöur hér á landi cn erlendis. Hún er að sjálfsögðu hluti af baráttusögu alþýðu manna til bjargálna. En sá kapituii er löngu liðinn. Það, sem einkennt hefur verkalýðshreyfinguna hér á landi nú I mörg undanfarin ár, er pólitisk fjarstýring, airæði pólitiskra foringja og lamandi hönd skrifstofuveldisins, sem drepur niður alla sjálfstæða þátttöku launþega i þessum samtökum. Um pólitisku fjarstýringuna þarf ekki að fara mörgum orðum. Leiötogar Alþýðubanda- lagsins hafa haft tögl og hagldir i verkalýðshreyfingunni um langt árabil, jafnvel þótt þeir hafi engan meirihluta til þess. Alþýðubandalagsforingjunum hefur tekist að tæla til sam- starfs við sig forystumenn úr öðrum flokkum eftir ýmsum leiðum og yfirleitt á þann veg, sem Alþýöubandalaginu hefur best hentað. Hægt er að nefna óteljandi dæmi um þetta frá undanförn- um árum. Frægasta dæmið er vafalaust þegar verkalýðs- hreyfingin var misnotuö til ólöglegra verkf allsaðgerða gegn löglegum yfirvöldum landsins árið 1978. Þar höfðu Alþýðubandalagsmenn forystu, en „verkalýðsleiðtogar” i öðrum flokkum fylgdu með i lögleysunni. Siðan þessa eftirminnilegu marsdaga hefur margsinnis verið ráðist á kjarasamninga verkalýöshreyfingarinnar og kaup lækkað, án þess aö gripið væri til slikra ráðstafana. Astæðan? Jú, Alþýðubandalagið hefur verið I rikisstjórn. Póiitíska fjarstýringin hefur þess vegna stýrt hreyfingunni undan vindi niður kjara- skeröingarfljótið og enginn seg- ir neitt. Nú um helgina voru t.d. hirt um 7% launa af hverjum einasta launamanni i landinu. Verkalýöshreyfingin segir ekkert. Alþýðubandalagið held- ur um fjarstýringuna og stýrir áfram undan vindum og straumi. Ef stjórnarskipti yrðu á næstu dögum og Alþýðubandalagið yrði sett utan stjórnar, þá yrði snarlega snúið við og fjarstýrt upp I móti gegn nýrri rikis- stjórn. Margir landsmenn hafa lengi undrast hversu litil eru geð verkalýðsleiðtoga annarra flokka en Alþýðubandalagsins að láta fara svo dusilmannlega með sig. En sagt er, að sumum þykibara gott að iáta berja sig. Við þessar aðstæður er kannski eölilegt að sumir verka- lýösleiðtogar telji nauðsynlegt að eyða einhverju af þvi gifur- lega fjármagni, sem félögin hirða af félagsmönnum sinum, i sjónvarpsauglýsingar, ef vera kynni, að það breytti eitthvað áliti manna á aumingjaskap þeirra. Þetta gæti jafnvel orðiö hin besta skemmtun i skammdeginu, t.d. ef Kristján Thorlacius og Pétur þulur Pét- ursson færu að skiptast á sjónvarpsauglýsingum um BSRB og andófið. Samtök opinberra starfsmanna gætu þá birt mynd af þvi, þegar þeir fóstbræður, Kristján og Ragnar alþýðubandalagsfjármálaráð- herra Arnalds væru að skrifa undir enn einn samninginn, og sett fram kjörorðið: „Kristján vinnur fyrir þig”. Pétur gæti notað sömu undirskriftarmynd undir kjörorðinu: „Já, Kristján vinnur svo sannarlega fyrir þig, Ragnar minn”. Og vantar þá ekki annað en að Ragnar setji inn eina auglýsinguna enn. Þar gæti hann sett sjálfan sig i liki gæsamömmu, en raðað verka- lyðsleiðtogunum i kringum sig eins og litlum gæsarungum. Og sjónvarpsáhorfendur þurfa vist ekki að hafa áhyggjur af þvi, að ungarnir villist af markaðri leið gæsamömmunnar. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.