Vísir - 02.03.1981, Blaðsíða 16
' Mánudagur 2. mars 1981
i« vism
Þórhildur Jónsdóttir
Akureyri skrifar:
Hr. G.H. Tryggvason,
Þaö er svona meö hálfum hug
að ég sendi svar við siðari skrif-
um þinum i Visi 20.2.
Astæðan er að mér fannst vægt
sagt skrif þin farin aö verða nokk-
uð gróf. Ég held að það sé vafa-
mál hvort sé til ævarandi minnk-
unar og skammar, svo notuð séu
þin eigin orð, skrif min undir fullu
nafni eða þin undir skammstöf-
un. Ég með min 15 ár að baki,
vilfrekar vera á sama vitsmuna-
stigi og kötturinn og halda minni
virðingu, en að vera yfir þá hafin
og sjá ekkert nema svart.
Ég bauð þér ósköp kurteislega,
að minu áliti, að koma á heimili
mitt, svo að þú gætir kynnst
björtu hliðum kattarins lika, ekki
eingöngu þeim svörtu, sem þú
virðist alls staðar sjá. Þér var
frjálst að neita, en mér hefði ekki
fundist gera neitt tíl, þótt þú hefð-
ir afþakkað á annan hátt. Ég veit
ekki hvert þú sækir hugmyndir
þinar um hibýli okkar kattaeig-
enda eða á hvers konar heimili þú
hefur komið, en svona skrif eru að
minu áliti bæði litilmótleg og
ósmekkleg. Það ætti aö vera langt
fyrir neöan virðingu þina, svo og
vitsmuni að skrifa slikt.
Þórhildi fannst tilhlýöilegt aðGH.Tryggvason kynntist einnig björtu
hliðum kattarins.
„Rúmfastur” heldur þvi fram að ekki sé sama hvernig sokkarnir eru, þegar huga skal að dreng eða
stúlku.
VERIÐ í SOKKUM VIÐ
FRAMLEIÐSLUNA
„Rúmfastur” skrifar.
Umræður hafa farið fram að
undanförnu á lesendasiöu Visis
um það hvernig „aðgerð” skuli
framkvæmd til þess að barn það
sem undir er sett verði drengur
en ekki stúlka.
Margir hafa látið i ljós skoðun
sina á þvi máli, og sú siðasta var
„Dóra” sem skrifaði i VIsi 26.
febrúar. Hún segir að ef barnið
eigi að verða drengur skuli kon-
an, vera vel hvild fyrir „aðgerð”
en karlmaðurinn útkeyrður og
GOÐ ÞJONUSTA
5051-5516 skrifar:
Mig langar til að lýsa ánægju
minni með smáauglýsingaþjón-
ustu Vísis. Ég auglýsti á dögun-
um eftir heimilishjálp, og bjóst
raunar ekki viö sérstökum undir-
tektum. Bæði er það, að fólk virð-
ist ekki ganga um atvinnulaust
þessa dagana og eins og að ég er
með fremur erfitt heimili.
En það þarf ekki að orðlengja
það, að ég fékk heilmargar upp-
hringingar vegna auglýsingar-
Meira
af
gaman-
mynflum
Sigurður Fannar, Gras-
haga 2, Selfossi skrifar:
Mig langar að beina þeirri
spurningu til sjónvarpsins hvort
ekki sé hægt að sýna meira af
gamanmyndum, eins og til dæmis
Harold Lloyd, Gög og Gokke eða
Chaplin, svar óskast.
innar og varð þvi ekki i neinum
vandræðum meö aö fá góða að-
stoð.
Þvi segi ég bara: Takk fyrir
góða þjónustu. Ég á vist áreiðan-
lega eftir að notfæra mér hana
aftur, ef ég þarf á þvi að halda.
EG HELD MEÐ G.H.T.
Robbi hringdi:
Ég styð G.H. Tryggvason ein-
dregið i skrifum hans um katt^-
hald, þann óþverra. Ég vil ein-
dregið heyra einhver rök katta-
vina fyrir þvi aö pina þessi kvik-
indi á heimilum fólks, langt utan
við það umhverfi sem þessi dýr
eiga aö vera i náttúru sinni sam-
kvæmt.
Ég styð G.H.T. vegna þess að
hann talar mál sem fólk skilur,
ekki eitthvert súkkulaðimál eða
svokallað „Lundarreykjadals-
kjaftæði”.
taugaður, en öfugt ef „framleiða”
skuli stúlku. Þessu er ég ekki
samrúála.
Min aðferð sem ekki hefur
brugðist er i stuttu máli þessi:
Þegar „framleiðsla” á dreng
skulu báðir „starfsmenn vera af
slappaðir og vel fyrirkallaðir fyr-
ir átökin, starfsmaður karlkyns
skal vera I sokk á hægra fæti,
konan i sokk á vinstra fæti. Ef
stúlku er óskað á þetta að vera
„omvent”.
Sokkarnir mega ekki vera skit-
ugir og verða helst að vera I
sterkum litum. Þetta er „fram-
leiðsluaðferð” sem ég get mælt
með. Ef tilvill hljómar þetta hjá-
kátlega fyrir þá, sem vilja grinast
með svona hluti, en eftir þessu hef
ég farið og min fjölskylda. Þetta
er ekki hundrað prósent öruggt,
en ég ábyrgist 70%.
Stöðugt hefur verið unnið aö byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða
I Kópavogi.
Hvert er hægt að
senda fé til
Hjúkrunarheimtlis
I Kópavoglnum?
Margir lesendur Visis
hafa haftsamband við blaö-
ið, til þess að afla sér upplýsinga,
um það hvert senda megi fé, er
fólk hyggst leggja fram til stuðn-
ings hjúkrunarheimilinu I Kópa-
vogi, en eins og kunnugt er hafa
frjáls samtök Kópavogsbúa stað-
iðað byggingu hjúkrunarheimilis
fyrir aldraða.
HjUkrunarheimilið hefur giró-
reikning SPB 9000 I SPARISJÓÐI
KÓPAVOGS, og hægt er aö senda
féð á ofangreint heimilisfang Ur
hvaða bankastofnun eða pósthúsi
sem er.
Þá er hægt að senda fé til skrif-
stofu hjUkrunarheimilisins að
Hamraborg 1 Kópavogi, sem opin
er alla virka daga milli klukkan
14—18. Siminn þar er 45550. Sé
þess óskað geta starfsmenn skrif-
stofunnar sótt heim til fólks.