Vísir - 06.03.1981, Side 16

Vísir - 06.03.1981, Side 16
16 Föstudagur 6. mars, 1981 V'70 VÍSIR PEHNAVINIB I GHAWfl Umræöa um ketti og kattahald hefur verið hin fjörugasta á lesendasiðunni undanfarnar vikur. .Hvaö pýöir Detta orð” Bóndakona úr Lundar- reykiadal hringdi: Einhver sem kallar sig „Robba” skrifaði bréf i Visi i gær — mánudag — og varði þar mjög málstað þeirra sem vilja banna kattahald i höfuðborginni. Ég ætla ekki að blanda mér i þær deilur þvi þær koma mér ekki við þótt svo ég hafi skoðun á þessu máli, en „Robbi” sagðii greininni orð sem mig langar til að biðja hann skýringa á. Hann sagðist styðja G.H.T. vegna þess að G.H.T. skrifaði ekkert „Lundarreykjadalskjaft- æði”.Þettaorð vil ég fá skilgreint nánar, og fá að vita merkingu þess að nota það á þennan hátt. — Hvað þýðir eiginlega þetta orð? Engin nafniaus bréf Að gefnu tilefni viljum við itreka, að við sjáum okkur ekki fært að birta lesendabréf, sem ekki eru merkt sendanda meö nafni hans, nafnmímeri og heim- ilisfangi. Að sjálfsögðu getur sendandi beðið um að bréfið verði birt undir dulnefni og verður það gert nema að um persónulegar árásir sé að ræða i bréfinu. Munið, látið nafn, nafnnúmer og heimilisfang fylgja bréfunum!! Nokkrir Ghana-búar óska eftir pennavinum á tslandi. Þeir skrifa allir á ensku og eru á aldrinum 12—20 ára. Hér koma nöfnin og helstu upplýsingar. Josiah J. Mcnsah. Öskar eftir pennavinum á aldrinum 15—25 ára, en er 20 ára. Helstu áhugamál eru knatt- spyrna, borðtennis, tónlist, dans og sund. Banby Shandy. Óskar eftir pennavinum á aldrinum 15—20 ára, en er 17 ára. Helstu áhuga- mál eru sund, tónlist og dans. Kwasi Atta Panyin.öskar eftir pennavinum á aldrinum 15—30 ára, en er 20 ára. Helstu áhuga- mál eru knattspyrna, sund, borð- tennis og körfuknattleikur. Bob Ras Mensah. Hann er 16 ára og óskar eftir pennavinum á aldrinum 10—18 ára. Helstu áhugamálin eru söngur, blak, borötennis og tennis. Joe Mensah.Hann er tólf ára og óskar eftir pennavinum á aldr-, inum 10—17 ára. Hann hefur áhuga á öllum leikjum. Christopher J. Mensah. Hann er 15 ára og óskar eftir penna- ■ vinum á öllum aldri. Og hann hefur áhuga á alls kyns leikjum. Þessir ágætu Ghana búar hafa allir sameiginlegt póstbox og þangað geta væntanlegir penna- vinir skrifað: Post Box 1137 Cape Coasi Ghana Niu litlir ráðherrar vildu teija niður Einn þeirra taldi upp á við og þá urðu eftir átta Átta litiir ráðherrar vildu kaupa togara einn þeirra keypti atkvæði og þá urðu eftir sjö Sjö litlir ráðherrar fóru út til Köben Einn þeirra gleymdist útí og þá voru eftir sex Sex litlir ráðherrar létu éta flugskýli Einn þeirra át yfir sig og þá voru eftir fimm Fimm litlir ráðherrar týndu ekki tölunni Einn þeirra týndi sjálfum sér og þá voru eftir f jórir Fjórir litlir ráðherrar fóru’ að semja skýrslur Einn þeirra samdi yfir sig og þá voru eftir þrir Þrir litlir ráðherrar gengu framhjá flokknum Einn þeirra gekk fram af sér og þá voru eftir tveir Tveir litlir ráðherrar vilduhalda áfram Annar rak þá Gervason og þá var eftir einn Einn mikill ráðherra gat þó ekki hætt Hann sat enn i rikisstjórn þegar siðast fréttist Við erum samt bestir Handboltaáhugamaður skrifar: Ég er orðinn svo þreyttur á að heyra sifellt harmakvein um slaka frammistöðu islenska handboltalandsliðsins i Frakk- landi. Eg vil minna á að ýmsar óheppilegar aðstæður röðuðust samanog varð það islenska liðinu að falli. Þrátt fyrir lélega útkomu i B-keppninni, voru Islendingar sannanlega með langbesta lið keppninnar! Við vorum einstaklega óheppn- ir með dómara, ekki sist i leikn- um gegn Svium, en sá leikur var einmitt vendipunkturinn i keppn- inni. Hefði sá leikur unnist, hefði verið leikur einn að sigra Frakka — og Pólverjar hefðu ekki mátt sin mikils. En áfallið að mega þola tap gegn Svium var meira en áhuga- mennirnir okkar þoldu. Álagið var mikið, þvi hér heima ætluðust allir til þess að liðið sigraði i keppninni. Með þrotlausum æfingum fyrir keppnina — sam- hliða mikilli vinnu, voru taugar landsliðsmannanna strekktar til fulls og brustu svo er liðið tapaði, með hjálp dómaranna, fyrir Svi- um. Við skulum ekki gleyma þvi, að skömmu fyrir keppnina lögðu hetjurnar okkar bæði Austur- og Vestur-Þjóðverja að velli i handknattleiknum — tvær sterk- ustu handknattleiksþjóðir heims. Það sýnir og sannar, að við erum ennþá bestir. Bréfritari hefur samið brag um ríkisstjórnina viö lagiö „Tiu ^itlir negrastrákar”. Ein lltíl ríkisstjórn Lesendasiðunni barst þessi ljóðabálkur frá ,,Einum með bros á vör” : Tiu litlir ráðherrar mynduðu með sér rikisstjórn einn þeirra talaði af sér ogþáurðu eftirniu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.