Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 6

Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR DAUÐASYNDIRNAR sjö, höfuðsyndirnar, the seven deadly sins hafa einhvern miðaldablæ yfir sér. Finna má daun úldinna viðhorfa leggja af nöfnum þeirra: Hroki, ágirnd, öfund, heift, mun- úð, nautnasýki og andleg leti. Samt er líkt og þær séu ekki enn dauðar úr öll- um æðum því nýjasta birtingarform þeirra er í bókinni Syndirnar sjö eftir Jaakko Heinimäki í ágætri íslenskri þýðingu Aðalsteins Davíðssonar. Heinimäki er finnskur guðfræðingur sem hlot- ið hefur fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, því hann kann að skrifa fyrir almenning. Hugmynd hans að þessu sinni var að endurvekja dauða- syndirnar og máta þær við nútímann. Hann rekur sögu þeirra og tengir þær svo við daginn í dag með dæmisögum. Hér er ein: „Söfnuður einn í Austurríki fékk vænt fjárframlag í hjálparsjóð kirkjunnar. Presturinn sagði frá þessu eftir pre- dikun og tók það fram að gefandinn vildi ekki láta nafns síns getið. Einhver ræskti sig frammi í kirkjunni. Maður einn stóð þar upp og sagði: „Já, okkur konu minni þótti réttast að hafa þennan háttinn á“ (27, hroki). Þessi saga sýnir að það er rétt sem sagt er í kynningunni á verkinu: „Höfundur sameinar gamansemi og alvöru þegar hann fjallar um þau heimspekilegu og siðferðilegu álitamál sem snerta okkur dýpst.“ Ég er mjög hrifinn af þessu verki Heinimäki – því nálgun hans á viðfangsefninu hentar almenn- ingi afar vel. Textinn er skiljanlegur og það er hægt að endursegja hann kunningjum sínum án þess að lenda í teljandi vandræðum. Einnig geta lesendur tengt efnið við það sem á sér stað í ís- lensku þjóðfélagi eins og þegar þeir telja sig verða vara við ágirnd eða hroka í viðskiptum og stjórnmálum svo dæmi sé tekið. Kaþólska kirkjan hefur þegar fært höfuðsynd- ir mannsins í nútímahorf þar sem finna má syndir eins og umhverfisspjöll og hryðjuverk. Glittir þó í dauðasyndirnar í sumum þeirra eins og þegar skírlífisbrot, misnotkun á áfengi og sjálfsfróun eru nefnd. Afrek Jaako Heinimäki í Syndunum sjö felst einmitt í því að opinbera gömlu synd- irnar í nútímanum og sýna fram á að þær séu enn hættulegar. Þetta gerir hann þó af mikilli háttvísi og án þess að gera tilraun til að hræða lesandann. Hann veitir t.d. innsýn í muninn á bandarískri og rússneskri öfund – sem ég ætla ekki að upplýsa hér (59). Niðurstaðan er tær: Þrælgagnleg bók fyrir heilann – og þegar rýna þarf í hroka, ágirnd, öf- und og heift annarra, og stilla þarf eigin munúð, nautnasýki og andlegri leti í hóf. Afbragðs syndir! SIÐFRÆÐI Syndirnar sjö Aðalsteinn Davíðsson sneri úr finnsku. 110 bls. Bjartur 2003. JAAKKO HEINIMÄKI Gunnar Hersveinn BIRNIR og pöndur er í bókaflokknum Skoðum náttúr- una. Bókin er eftir Michael Bright í þýðingu Björns Jónssonar. Allt frá hinum ógnvekjandi grá- birni í Norður- Ameríku til pöndunnar á afskekktustu útnárum í Kína hafa birnir löngum höfðað til ímyndunarafls manna. Birnir og pöndur er hrífandi bók, sem varpar ljósi á líf þessara styggu og ein- staklega villtu dýra. Hér má lesa um líf bjarndýra og ættingja þeirra, kynnast því hvað skilur hinar ýmsu tegundir að, og hvernig birnir spjara sig í afar ólíku umhverfi. Ljósmyndir og skýring- armyndir prýða bókina. Útgefandi er Skjaldborg bókaútgáfa. Bókin er 64 bls. Verð: 2.380 kr. Dýralíf AMMA Óla er engin venjuleg amma heldur Súperamma. Eftir að allir bæjarbúar í rólega bænum þeirra eru lagstir til svefns flýgur hún yfir bæinn og gætir að því að allt sé í lagi. Ef hún kemur auga á eitthvað athugavert er hún fljót að bjarga málunum ýmist ein og sjálf eða með hjálp lögreglunnar. Óli hefur lengi vitað af leyndar- máli ömmu og beðið spenntur eftir því að hún efni loforð sitt um að leyfa honum að fljúga með sér um bæinn á sex ára afmælisdeginum hans. Eins og nærri má geta er Óli að springa úr tilhlökkun allan afmæl- isdaginn. Hann hlakkar svo til að hann hefur ekki áhyggjur af því fyrr en hann lítur út um þakgluggann hvernig hann eigi eiginlega að fara að því að fljúga. Amma hans er ekki lengi að setja hann inn í flugkún- stina og saman lenda þau í æsi- spennandi eltingarleik við harðsvír- aða bankaræningja um nóttina. Að lokum hafa þau hendur í hári ræningjanna og amma Óla gerir sér lítið fyrir og heldur bíl ræningjanna með þeim öllum innanborðs hátt á lofti á meðan Óli tilkynnir lögregl- unni hvar ræningjana sé að finna. Ef krakkarnir í skólanum bara vissu… Leyndarmálið hennar ömmu er svo sannarlega spenn- andi saga með alvöru leyndarmáli, æsispenn- andi eltingarleik og ótrúlegri hetjudáð. Skemmtilegasti hluti sögunnar felst þó í því hvernig er með per- sónulýsingu ömmunn- ar ráðist að þeirri klisju að ömmur séu alla jafna frekar lit- lausar manneskjur og til lítils annars nytsam- legar en að prjóna sokka og segja sögur. Ólíkt hinni dæmigerðu ömmu er amma Óla ekki einu sinni snyrtileg. Heima hjá henni uppi á lofti er allt í drasli, skrýtin hljóð berast úr talstöðinni og dularfullar símhringingar hljóma í íbúðinni seint um kvöld. Amma Óla er svo sannarlega ekki öll þar sem hún er séð – frekar en flestar ömm- ur! Leyndarmálið henn- ar ömmu er tilvalin bók fyrir unga lestrar- hesta því að þó textinn sé knappur er fram- vinda sögunnar hröð og spennandi. Ekki spillir heldur fyrir að vakin er athygli á lyk- ilorðum sögunnar með stærra letri en í meg- intextanum. Myndir Bjarkar eru lifandi og mynda skemmtilegt samspil með textanum. Súperamma fer á flug BARNABÓK Leyndarmálið hennar ömmu BJÖRK BJARKADÓTTIR Meðhöfundur að texta: Sigþrúður Gunn- arsdóttir. Mál og menning, Reykjavík, 2003. Anna Gunnhildur Björk Bjarkadóttir SKRIFAÐ við núll- punkt er eftir Roland Barthes í íslenskri þýðingu Gauta Krist- mannssonar og Gunnars Harð- arsonar. Ritstjóri er Ástráður Ey- steinsson. Í fréttatilkynningu frá útgefanda seg- ir m.a.: „Skrifað við núllpunkt frá 1953 er fyrsta bók Barthes. Hún markar upp- haf nýrrar hugsunar enda skoðar þar einn af merkustu hugsuðum tutt- ugustu aldar á róttækan hátt tilurð þeirrar gerðar skrifa sem einkennt hafa bókmenntir undanfarinna tveggja alda, hvernig bókmenntirnar storkn- uðu við núllpunkt skrifa og urðu að tali sem snýst í kringum sjálft sig og stað- festir kyrrstöðu borgaralegs valds. Barthes lítur öðrum augum á skrif: Bókmenntir verða að útópíu tungu- málsins.“ Bókin er hluti af ritröð Bókmennta- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Útgefandi: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. Bókin er 112 bls. Verð 2.990 kr. Fræði ÞAÐ eru margir sem koma að bókinni um norsk hús, sem á upphaf sitt í því að sendi- herra Noregs á Íslandi spurði hvað væri norskt að finna héreldis. Úr varð fallegur gripur með talsverðum fróðleik um áhrif norskrar húsagerðalistar á íslenskt umhverfi og byggingarstíl. Í bókinni eru tíu greinar eft- ir fimmtán höfunda og myndir á hverri blað- síðu. Hjörleifur Stefánsson skrifar sögulegan inngang þar sem lesandandinn fær skýringu á því því, sem blasir raunar við, að húsakostur á Íslandi er furðulega ólíkur dönskum, þrátt fyrir aldalanga sameiginlega sögu. Skýringin liggur í því að Norðmenn hafa síðan á miðöld- um kunnað þá list að sníða til hús þar sem tré eru felld og selja þau til fjarlægra staða. Lík- ur eru leiddar að því að þegar á landnámsöld hafi verið flutt heil hús til Íslands og fram eft- ir miðöldum. Sumt af því er þekkt, en annað eru getgátur. Grein Kjells Halvorsen er um handverk, iðnað og útflutning í Noregi, þar sem nánar er lýst þróun tilsniðinna húsa í Noregi. Útflutn- ingur Norðmanna á húsum á 18. og 19. öld er venjulega kenndur við iðnbyltinguna, en á sér greinilega miklu lengri sögu. Því er ljóst að losun á verslunarhömlum átti ekki síður þátt í því að afurðirnar fóru lengra. Mörg hús á Ís- landi risu furðulega hratt á þeim tíma og fram á 20. öld, og þótt ekki sé alltaf hægt að sýna fram á að þau hafi verið keypt í heilu lagi til landsins er auðvelt að draga þá ályktun. Það kemur einnig til af því Ísland var stærsti timburútflutningsmarkaður Norðmanna, hús- in hérlendis voru sambærileg við þau norsku og hægt er að sýna fram á þróun þeirra húsa hérlendis í sérstakan íslenskan stíl. Jens Christian Eidal skrifar um húsagerðarlist í stærra samhengi. Stílþróun í Noregi var ná- tengd hugmyndastefnum samtíðarinnar og glæstar hugmyndir norrænna manna um for- sögu sína hafði mikil áhrif á hvert þeir sóttu hugmyndir sínar og hvernig þær voru útfærð- ar. Stærsti hluti bókarinnar eru greinar sem lýsa norskum timburhúsum, hver á sínum stað á landinu. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Páll Bjarnason og Pétur H. Ármannsson segja frá því á hvaða hátt fjölgun timburhúsa í Reykja- vík mótaði þróun og skipulag höfuðstaðarins og öfugt, það er hvernig skipulag og reglu- gerðir höfðu áhrif á byggingu húsanna. Eins og í kaflanum um Reykjavík, segir Þóra Guð- mundsdóttir frá einstökum húsum á Seyð- isfirði, norskasta bæ landsins. Hús, sem hægt var að kaupa eftir vörulista, hvort sem um var að ræða íbúðarhús fyrir vel stæða kaupmenn, kirkjur, skólahús, tómthús, skemmur eða bryggjuhús. Danski bærinn Akureyri var ekki undanskilinn, eins og kemur fram í grein Finns Birgissonar og Hönnu Rósu Sveins- dóttur. Þar léku síldveiðar stórt hlutverk, þótt á annan hátt væri en á Siglufirði. Örlyg- ur Kristfinnsson rekur annað landnám Norð- manna þar, sem hófst 1903 og varði í ein sex- tíu ár, þótt lítið standi eftir. Þar var þróunin sérstök, því flest húsin byggðu Norðmenn, en ekki íslenskur aðall. Að lokum segja Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir frá miðstöð hvalveiðanna, Ísafirði, og rekja sig í gegnum norskan húsakost þar. Enn eru ótaldar tvær greinar. Sú fyrri er eftir Magnús Skúlason og Jon Nordsteien og rekur sögu húsaverndar á Íslandi og lokar hringferðinni um landið með dæmi af henni frá Stykkishólmi. Hin síðari, sem reyndar er framar í bókinni, er um veiðar Norðmanna við strendur Íslands. Þótt fiskveiðisagan sé sann- arlega stór skýringarþáttur í tilurð norskrar timburhúsabyggðar á þessi grein ekki beint erindi í þessa bók, þar sem allar hinar grein- arnar eru um hús, og uppröðun þeirra og upp- bygging nokkuð heilsteypt. Sú saga hefði far- ið mun betur inni í öðrum greinum, til dæmis í inngangskaflanum eða í Akureyrar-, Ísafjarð- ar- og Siglufjarðargreinunum, þar sem sumt er raunar endurtekið. Endurtekningar eru sennilega helsti ljóðurinn á þeirri aðferð að skipta bók upp með þeim hætti sem hér er gert. Það er til dæmis margsagt að lagasetn- ing hafi gert útlendingum að selja eigur sínar hér á landi árið 1922 og að sértakur íslenskur sveitserstíll hafi orðið til með fyrirskipunum um notkun bárujárns. Margar myndirnar eru gullfallegar og mik- ill fengur að því að sjá húsin sem sagt er frá. Svarthvítu myndirnar eru þó sumar dálítið dökkar og aðrar muskulegar og ef til vill hefði verið hægt að vinna þær betur. Á einstaka stað er myndavalið sérkennilegt, til dæmis á blaðsíðu 77, þar sem eru myndir af bröggum á Íslandi þótt umræðuefnið sé þróun svipaðra bygginga í Bretlandi. Furðulegt þótti mér líka að engin mynd væri af rauða húsinu á Ísafirði, sem er þó sagt frá í sérstakri rammagrein. Er það af því það er óuppgert? Myndaskrá aftast er í formi neðanmálsgreina, þar sem aðeins er vísað til geymslustaða myndanna og blaðsíðu- tals, en ekki er hægt að fletta upp myndum eftir henni, sem er miður. Á stundum er hætt við að fáfróður lesandi verði útundan þegar fagmál smiðanna tekur völdin í textanum. Þar hefði farið vel á að hafa skýringarmyndir um byggingartækni, því áhuginn vaknar sannar- lega við lesturinn. Annars er málfarið með ágætum og bókin skemmtilesning. Heimilda er getið aftast, en aðeins er vísað beint til þeirra í sumum greinunum. Það er óskilj- anlegt ósamræmi og hefði verið nær að hafa tilvísanir allstaðar. Í heild er bókin skrautgripur sem kemur á óvart, því í henni eru nýjar upplýsingar, en slíkt fer ekki oft saman. Timburhús BYGGINGARSAGA Af norskum rótum RITSTJÓRAR: HJÖRLEIFUR STEFÁNSSON, KJELL H. HALVORSEN OG MAGNÚS SKÚLASON Þýðandi Stefán Hjörleifsson. Útgefandi Mál og menning. Ritstjórn á forlagi Ólöf Eldjárn, myndritstjórn Margrét Tryggvadóttir, nýjar ljósmyndir Guðmundur Ingólfsson, umbrot, útlit og kápa Anna Cynthia Leplar, litgreining Litróf. Prentun Prentsmiðjan Oddi. 286 bls. Lára Magnúsardóttir MYSTIC Journey nefnist ljóðabók eftir Þórgunni Jónsdóttur. Áður hefur komið út eftir hana ljóðabókin The Wheel of Time. Ljóðin í bók- inni eru ort á ár- unum 1997–2002 á Stokkseyri, þar sem Þórgunnur hefur verið búsett síðan 1995. En hún dvaldi í Kaliforníu frá 1975–1983, þar sem hún byrjaði að yrkja á ensku. Þórgunnur yrkir einnig á íslensku og verður næsta ljóða- bók hennar á móðurmálinu. Bókin fæst í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og hjá Máli og menningu, Laugavegi 18. Innan skamms verður einnig hægt að nálgast bókina á Netinu á penpress.net, amazon.co.uk, the- bookplace.co.uk alphabetstreet.co.uk, waterstones.co.uk og fleiri vefsíðum. Útgefandi er Bókaútgáfan Pen Press í London. Bókin er pappírskilja og er 43 blaðsíður. Kápan er myndskreytt af höf- undi. Ljóð ALLIR í formi er eftir Árna Heiðar Ívarsson. Bókin er fyrir börn og unglinga og forráðamenn þeirra um það hvernig komast skuli í gott form. Ít- arlega er fjallað um þjálfun, hreyfingu og mataræði. Þá er fjölþætt safn æfinga og leikja til notkunar við allar aðstæður og einnig skrár um íþróttagreinar og hreyfiað- ferðir fyrir börn og unglinga. Bókin er ríkulega myndskreytt. Höfundur hefur B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og hefur starfað við íþróttakennslu og einka- þjálfun um árabil. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bókin er 92 bls. Verð: 1.980 kr. Líkamsrækt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.