Morgunblaðið - 23.12.2003, Síða 7

Morgunblaðið - 23.12.2003, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 B 7 BÆKUR Á síðustu stundu er eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars Jón- assonar. Frú McGinty finnst látin á heim- ili sínu og leigjandi hennar er handtek- inn, leiddur fyrir rétt og sakfelldur fyrir morðið. Lög- reglumaðurinn, sem rannsakaði ódæðisverkið, er þó ekki viss um að leigjandinn hafi í raun framið morðið og fær Hercule Poirot í lið með sér. Upp- hefst þá mikið kapphlaup við tímann enda þarf Poirot að komst til botns í málinu áður en leigjandinn verður tek- inn af lífi fyrir glæp sem hann kann að vera saklaus af. Útgefandi er Skjaldborg bókaútgáfa. Bókin er 212 bls. Verð: 3.480 kr. Glæpasaga Galdraúrið hans Bernharðs er eftir Andrew Norriss í þýðingu Jóns Daní- elssonar. Úrið sem Bea frænka gaf Bern- harði var ekkert venjulegt úr. Þegar það stöðvast, hætt- ir sjálfur tíminn að líða og allt stendur kyrrt. Það getur komið sér vel þegar maður er orðinn seinn með heimaverk- efnin, en úrið er þó miklu máttugra og það má nota til margs fleira ... Mjög margs fleira! Sjónvarpsþættir gerðir eftir bókinni hafa verið sýndir hér á landi. Útgefandi er Skjaldborg bókaútgáfa. Bókin er 160 bls. Verð: 2.480 kr. Börn Árbók Barða- strandarsýslu 2002 er komin út. Árbókin kom fyrst út 1948. Síðan þá hefur hún komið út fjórtán sinnum. Allt frá upphafi hefur áherslan verið lögð á að forða frá gleymsku fróðleik um menn og málefni á sunnanverðum Vest- fjörðum. „Mikilvægi þessa starfs er jafnvel enn meira í nútímanum en þegar bókin kom fyrst út. Heilu sveit- irnar eru nánast komnar í eyði og því er þetta björgunarstarf, að forða frá gleymsku þekkingu kynslóðanna á staðháttum sveitanna ærið,“ segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Ritnefnd skipa Jóhann Ásmunds- son, Ari Ívarsson og Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir. Útgefendur eru Vestfirska forlagið á Hrafnseyri og Sögufélag Barðastrand- arsýslu. Bókin er 152 bls. Prentvinnsla: Ásprent, Akureyri. Verð: 2.000 kr. Árbók Þegar himinninn grætur er fyrsta bók (kilja) Álf- heiðar Bjarna- dóttur. Hér greinir frá Birni Vilhjálms- syni, Bjössa kóng, sem var máttarstólpi þorpsins á Vestfjörðum. Andrea, hin bráðfallega einkadóttir hans, átti miklu ástríki að fagna hjá föður sín- um. Hann kenndi henni að rækta sálina og hjartalagið, en móður sína hafði hún misst á unga aldri. Andrea útskrifaðist úr Versl- unarskólanum þar sem margir skólabræður hennar voru bálskotnir í henni, en hún hafði aldrei orðið al- varlega ástfangin, þar til hún féll fyrir Úlfljóti Hermannssyni, versl- unarstjóra föður síns. En það fór margt öðruvísi en hún ætlaði. Gústa Gabríels, með sitt eldrauða hár, er örlagavaldur sögunnar og bruggar sín launráð. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er ki1ja, 163 bls. Prentvinnsla: Ásprent, Akureyri. Verð: 1.900 kr. Skáldsaga LANDINN er nokkuð vel kunnug- ur bókum Isabel Allende, þar sem þær hafa flestar verið þýddar á íslenska tungu. Hún hefur heillað Frónbúa ekki síður en aðra lesendur um víða verölda með leiftrandi frásagnargleði og með því að hleypa lesendum inn í þann lit- ríka og framandi heim sem hún er sprottin úr: Hinn seiðandi suður-am- eríska tilfinningapott með öllum sínum ólíkindum. Í þessari sögu fáum við að kynnast bandaríska unglingnum Alexander, sem í byrjun bókar lendir, án þess að fá nokkuð við það ráðið, í nýrri og óvæginni aðstöðu. Honum er kastað út í nýtt líf og verður að gjöra svo vel að svamla eða drukkna ella. Án þess að upp- lýsa of mikið um það sem gerist í bókinni, þá er Alexander strax í fjórða kafla kominn inn í frumskóga Ama- son með stórundar- legri ömmu sinni og í þessum nýja heimi, sem er mjög svo frá- brugðinn þeim sem hann er vanur, verður hann að skoða sjálfan sig alveg upp á nýtt og endurmeta lífsgildin. Hin illu öfl eru allt um kring og óvæntir at- burðir við hvert fótmál og sagan því líka hin besta spennusaga. Með því að stefna þannig saman ólíkum heimum og siðmenningu, tekst Isabel Allende ekki aðeins að hrista upp í Alexander, heldur fær hún les- andann líka til að skoða sjálfan sig í nýju ljósi og hún vekur til umhugsun- ar: Um það hversu langt við í hinum vestræna heimi erum komin frá uppruna okkar í brjáluð- um neyslukapítalisma og hversu sorglega mikið við erum úr tengslum við náttúruna. Og hvert hefur ofurtrú okkar á einstak- linginn leitt okkur? Getur verið að indíánarnir hafi eitthvað til síns máls þeg- ar þeir segja að einstak- lingshyggja sé brjálsemi? Með þessari bók erum við minnt á hversu hrokafull við erum og völtum yfir allt og alla í valdi peninga og von um gróða. Því ber að fagna að Isabel Allende minni okkur rækilega á umgengni okkar við náttúruna og mér varð óneitanlega hugsað til Kárahnjúka, sem eru nærtækasta dæmið hér á landi í því samhengi. En bókin gerir miklu meira en að vekja til umhugsunar, hún skemmtir lesandanum með kostulegum per- sónum og höfundur töfrar fram æv- intýraheim með sköpunargleðinni þar sem fátt er ómögulegt og ekki alltaf ljóst hvað er þessa heims eða annars: Töframenn, rafmagnaðir fiskar, and- ar, eitraðar örvar og talandi dýr. Fátt er ómögulegt og jafnvel ná sumir þeirri færni að breyta sér í dýr um stundar sakir. En það sem mestu skiptir: Sumir læra að sjá með hjart- anu. Á slóð skepnunnar er bók fyrir alla, konur og karla, en ég mæli eindregið með henni fyrir unglinga á svipuðum aldri og söguhetjan Alexander sem er fimmtán ára. Að sjá með hjartanu ÞÝDD KÁLDSAGA Á slóð skepnunnar ISABEL ALLENDE 278 bls. Mál og menning 2003. Kristín Heiða Kristinsdóttir Isabel Allende MAURABÚIÐ hennar Söru eftir Harry Gilbert er afskaplega sér- kennileg saga. Hluti hennar gerist í raunveruleikanum, en svo virðist sem stór hluti hennar sé eins konar ímyndun eða vondur draumur. Sara er unglingsstúlka sem lend- ir í tilfinningalegri kreppu þegar móðir hennar yfirgefur heimilið og enginn veit hvar hún er. Sara býr hjá föður sínum sem virðist líka vera talsvert ístöðu- laus og getur ekki veitt dóttur sinni þann stuðning sem hún þarfnast. Hún lendir í vandræðum í skólan- um sem leiðir til þess að hún fer í annan skóla samkvæmt ráð- um skólasálfræðings. Þar eignast hún vini, tvíburana Láru og Laufeyju og Davíð. Samskiptin við þau hafa góð áhrif á hana. Þar sannast að góðir vinir eru gulls ígildi og gera lífið betra. Síðan kemur að því að hún lendir í einhvers konar óræðri veröld maura og svo virðist sem líf hennar verði einhvers konar blanda af draumi og veru- leika, en þó kannski heldur meiri draumur. Þegar upp er staðið í sögulok finnur hún fótanna og getur glaðst yfir að ná sam- bandi við móður sína að nýju. Móðirin veit ekki alveg hvernig hún á að mæta dóttur sinni þegar þær hitt- ast aftur. Þetta er eins konar sálar- flækjubók sem erfitt er að henda reiður á. Hún er eiginlega mjög draumkennd og erfitt að tengja hana raunveruleikanum. Sálar- flækjurnar hafa áhrif á allar per- sónurnar og svo virðist sem enginn viti hvernig hann eigi að bregðast við atvikum hversdagsins. Tengsl ungmenna við fjölskyldur sínar er efni sem ástæða er til að staldra við og velta fyrir sér. Það skiptir nefni- lega ungar sálir svo miklu að vita hvaða hugsanir og tilfinningar bær- ast í brjóstum foreldranna og for- eldrar þurfa líka að velta fyrir sér hvað börn þeirra eru að hugsa. Þýðinguna annaðist Kristján Kristjánsson og Aðalsteinn Sigfús- son gerði káputeikningu. Kápu- mynd fellur vel að óræðu efni sög- unnar. Sálarflækjur UNGLINGABÓK Maurabúið hennar Söru HARRY GILBERT Íslensk þýðing Kristján Kristjánsson. 172 bls, Uppheimar, 2003. Sigurður Helgason ÞAÐ er oftar en menn grunar, sem getið er um alls kyns dýrateg- undir í almennum fréttum. Eflaust langar þá marga til þess að vita ein- hver deili á þeim skepnum, því að ekki er alltaf auðvelt að átta sig á þeim aragrúa tegunda, sem lifa í heiminum. Með útkomu þessarar bókar er einmitt komið handhægt uppsláttarrit, sem veitir mjög góða innsýn inn í hóp vefdýra og er einkar aðgengilegt. Meginkaflar bókarinnar eru sex, og fjalla þeir um spendýr, fugla, skriðdýr, frosk- dýr, fiska og að lokum um hrygg- leysingja. Í inngangi er lýst helztu einkennum hvers hóps, en síðan koma myndir og stutt fræðsla um hinar ýmsu tegundir. Að auki er skotið inn ítarefni um einstök dýr. Bókin er öll hin fróðlegasta, þó að ekki sé langur texti um hverja teg- und. Ekki er síðra, að með hennar hjálp fæst glöggt yfirlit yfir ríki vef- dýra og þá miklu fjölbreytni, sem þar er að finna. Að vonum koma mörg dýranöfn fyrir og eru allmörg nýnefni, en nokkur hefð er þó kom- in á flest þeirra, þótt framandi séu. Nöfnin eru yfirleitt valin af smekk- vísi en óneitanlega eru sum alllöng. Það hefur verið venja að líta á teg- undanöfn sem safnheiti og hafa þau því í eintölu (og jafnan án greinis), og sá háttur hefur lengi tíðkast að hafa ættkvíslarnöfn í fleirtölu á ís- lenzku, til mikils hagræðis. Því mið- ur er þessi einfalda regla ekki í heiðri höfð, eins og dæmið um haf- örn sýnir. Að sjálfsögðu eru tegund- anöfn á latínu en einhverra hluta vegna eru þau ekki tekin með í at- riðisskrá. Við hverja tegund eru glöggar merkingar um búsvæði tegundanna og jafnframt er sagt frá meginút- breiðslu. Eins og gefur að skilja eru fæst þessara dýra íslenzk, en ekki hefði sakað að geta þess sérstak- lega, ef viðkomandi tegund lifir á landi hér. Sums staðar getur verið svolítið erfitt fyrir fólk að átta sig á nákvæmri flokkun dýranna, því að hér er oft aðeins birtur lítill partur af stórum hópi. Þá er efnisyfirlit í upphafi bókar ekki að fullu í sam- ræmi við innihaldið. Þýðingin er yf- irleitt vel af hendi leyst enda engir aukvisar þar á ferð. Texti er jafnan skýr en knappur, því að oft er lítið rúm á milli mynda. Á stöku stað mætti þó orða hlutina eilítið betur. Til dæmis er sagt um tálkn og hin æðaríku tálknblöð, að þau »eru samsett úr miklum fjölda af fín- gerðum plötum sem fullar eru af æðum«. Það er þó mála sannast, að bókin er býsna vel úr garði gerð, gefur góða yfirsýn yfir vefdýr og er öll hin hnýsilegasta. Ríki vefdýra NÁTTÚRUFRÆÐI Dýraalfræði fjölskyldunnar JINNY JOHNSON Íslenzk þýðing: Atli Magnússon og Örn- ólfur Thorlacius. 264 bls. Útgefandi er Skjaldborg ehf. – Reykjavík 2003. Ágúst H. Bjarnason BÆKURNAR um Artemis Fowl hafa verið gífurlega vinsælar og fært höfundi sínum Eoin Colfer verðlaun og viðurkenningar. En mesta viður- kenning hvers rithöfundar er sú stað- reynd að fólk vill lesa bækur hans. Colfer er írskur að þjóðerni, fyrrver- andi kennari, en hefur á síðari árum helgað sig ritstörfum. Artemis Fowl er aðalsöguhetjan, eins konar undra- drengur sem hefur ráð undir rifi hverju og getur leyst ótrúlegustu vandamál sem upp koma. Raunsæi er einhvers staðar langt í burtu í þessum bókum. Mest áhersla er lögð á að skapa spennandi sögu- þráð og halda lesandanum við efnið. Það tekst Colfer mjög vel og margt í söguþræðinum kemur á óvart og skapar spennu og þar af leiðandi að- dráttarafl. Oft er reynt að finna höfundarverk- um rithöfunda samsömun í verkum annarra höfunda. Bækurnar um Artemis Fowl hafa fengið þá lýsingu að vera eins konar sambland af Harry Potter og James Bond. Stóra spurn- ingin varðandi bækur Colfers er sú, hvort hann eigi sér nokkra raunveru- lega samferðamenn í sinni sköpun, hvort verk hans séu ekki albúin frá hans hendi og hvort ekki sé óþarfi að tengja hana beint við verk annarra höfunda. Vissulega hafa sögurnar ákveðin einkenni njósnasagna, en kannski eru þar einna helst tekin hefðbundin atriði og persónur sem menn þekkja víða úr bókmenntum. Sagan stekkur milli raunveru- legrar veraldar og ein- hvers konar álfaheima og álfatilveru, sem höf- undi tekst reyndar að gera trúverðuga á sinn hátt. Það sem Colfer tekst best er að tengja þá ver- öld sem ungmenni nú- tímans eru nátengd, það er veröld tölvualdar við líflegan sögu- þráð. Og kannski eru þessar sögur að sumu leyti tengiliður bókmennta og fjölbreyttra tölvuleikja sem veita börnum gleði. Spennan úr leikjunum er komin á bók. Það er alls ekki auðvelt fyrir þýðanda að koma slíkum texta inn í hrynjandi íslensks máls. Það tekst Guðna Kolbeinssyni vel og víst er að hann er einn af meisturum íslensks máls og í hvert skipti sem hann þýðir bók tekst honum að fella texta hennar vel að ís- lenskri tungu. Það kemur engum á óvart að margir velji Artemis Fowl til gjafa eða til lestrar þegar far- ið er á bókasafnið. Ótrúlegur unglingur BARNABÓK Artemis Fowl – læsti teningurinn EOIN COLFER Íslensk þýðing Guðni Kolbeinsson. 318 bls, JPV útgáfa, 2003. Sigurður Helgason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.