Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16|1|2004 | FÓLKÐ | 11 The Last Samurai er sannkölluð epík, stór- mynd um árekstra og aðlögun tveggja heima, svo gjörólíkra á flestum sviðum – Japan á of- anverðri 19. öld, þegar landið var að opnast fyrir vestrænum áhrifum. Fjallað er um upphaf þessara miklu þjóðfélagsbreytinga í hnotskurn í stórbrotinni sögu þar sem tveir stríðsmenn, japanskur og bandarískur, eru í fylking- arbrjósti. AUSTRIÐ MÆTIR VESTRI Tom Cruise leikur Nathan Algren, fyrrum höf- uðsmann í Þrælastríðinu, sem er, í mynd- arbyrjun, ákveðinn í að drekka sig í hel. Fyrir orð vinar síns tekur hann boði um að gerast þjálfari herdeilda Japanskeisara, sem þekkja lítið sem ekkert til vestrænna skotvopna og hernaðarfræði. Algren heldur til Japans og hef- ur þjálfunina, kennir skylmingamönnum að handleika byssur og önnur vestræn vopn. Svo virðist sem keisaranum sé mikið í mun að ganga frá fornri menningu föðurlandsins á flestum sviðum og nýtur til þess fulltingis vold- ugra þegna sinna á borð við járnbrautarbar- óninn Omura (Masato Harada). Sá er slægviturt illmenni sem ræður Algren til að bæla niður uppreisn samúræja, sem er stjórnað af leiðtoganum Katsumoto (Ken Wat- anabe). Allt fer á annan veg en ætlað er. Algren mætir – sér til mikillar furðu – ofjörlum sínum í skylmingamönnunum og er tekinn til fanga. Framhaldið er jafnvel enn óvæntara því gagn- kvæm virðing og vinátta tekst með hinum ólíku stríðsgörpum, þeir verða bandamenn í kom- andi átökum, samúræinn Katsumoto og kapt- einninn bandaríski. Heiður og hugprýði bindur þá saman. SÍÐASTI SAMÚRÆINN – SAIGÔ TAKAMORI Sagan sem The Last Samurai byggist á, er að talsverðu leyti sótt í staðreyndir. Einn kunn- asti samúræi Japana á 19. öld og jafnframt einn sá síðasti sem lét að sér kveða, hét Saigô Takamori (1828–1877). Hefur Edward Zwick, annar handritshöfundur og leikstjóri mynd- arinnar, skýrt frá því að hann sé fyrirmynd Kats- umoto, annarrar aðalpersónunnar og sam- nefnd ævisaga hans eftir Mark Ravina, aðalinnblástur kvikmyndarinnar. Saigô Takamori var einn þeirra sem kváðu niður veldi stríðshöfðingjans (shogun) Tokugawa og endurreisti keisaraveldi Meiji. Hann mátti síðan fylgjast með því – sér til Brittany Murphy leikur Molly Gunn í gam- anmyndinni Uptown Girls sem er frum- sýnd í Smárabíói og Laugarásbíói um helgina. Molly er forfallin eyðslukló, dóttir látinnar rokkstjörnu, sem verður skyndi- lega að fara að vinna fyrir sér þegar hún er rænd arfinum. í tónlistarheiminum og hefur lítið sinnt dótturinni. Molly hefur á hinn bóginn aldrei þurft að hafa áhyggjur og látið aðra sjá um hlutina fyrir sig á meðan telpukrakkinn Ray hefur axlað byrðar heimsins svo lengi sem hún man. Það gengur því á ýmsu í samskiptum þessara ólíku einstaklinga því Ray fær Molly til að haga sér eins og fullorðin mann- eskja á meðan Molly laðar fram barnið í Ray. Leikstjórnin er í höndum Boazar Yakin, sem á að baki Remember the Titans og Rush. TVÆR STJÖRNUR Á HRAÐRI UPPLEIÐ Aðalleikonurnar í Uptown Girls, Brittany Murphy og Dakota Fanning, eiga framtíðina fyrir sér. Murphy hóf leikferilinn í sjónvarpsþáttunum David and Lisa og King of the Hill, þaðan sem leiðin lá í smáhlutverk í Girl, Interrupted; Don’t Say a Word og Clueless. Hún vakti stormandi athygli á síðasta ári í Just Married, gamanmyndinni vinsælu og tón- listarmyndinni 8 Mile. Dakota Fanning er kornung að árum og er ein eftirsóttasta barnastjarnan í Hollywood um þessar mundir. Hún er yngsti leikarinn sem hlotið hefur til- nefningu verðlauna SAG (Samtaka bandarískra leik- ara), fyrir frammistöðu sína sem Lucy, dóttir Seans Penns, í I’m Sam. Síðan hefur hún m.a. leikið á móti Mike Myers í Dr. Seuss’ The Cat in the Hat. Nýjasta mynd Fanning heitir Man on Fire, spennu- tryllir eftir Tony Scott þar sem hún fer með stórt hlutverk á móti Denzel Washington. Hún verður frumsýnd í apríl. |saebjorn@mbl.is Molly hefur aldrei dýft hendi í kalt vatn og lífið verið nánast eitt stanslaust partí þegar henni er kippt inn í raunveruleikann. Endurskoðand- inn hennar hefur látið greipar sópa um auð- æfin sem hún erfði eftir rokkgoðsögnina, móður sína. Partíinu er lokið, Molly verður að leita sér vinnu. ÚR LJÚFA LÍFINU Í BARNAPÖSSUN Með góðra vina hjálp auðnast Molly að hafa eitthvað fyrir stafni. Ekkert draumastarf að vísu, hún gerist barnapía Ray (Dakota Fanning), 8 ára stelpu sem er ofantekin af sýklum og reynir að lifa lífinu eins óaðfinn- anlega og kostur er. Hún hefur þurft að læra að bjarga sér á eigin spýtur þar sem Roma, (Heather Locklear), móðir hennar, er stórt nafn ómældra sálarkvala – er stjórn Meiji, í herferð fyrir nútímalegra þjóðfélagi, svipti samúræjana öllu því sem gerði þá að samúræjum; fulltrúum ævafornra, japanskra hefða, heiðurs og sóma, auk ýmissa forréttinda sem fylgdu gamla lénskipulaginu. Æfisaga Ravina sviptir hulunni af Saigô og skoðar hann bæði sem goðsögn og í sögulegu ljósi. Saigô er einn af óyggjandi hetjum Japana og sem fyrr segir fyrirmynd Katsumoto, uppreisn- armannsins, skáldsins og stríðsherrans sem kennir Nathan Algren (Cruise) hefðbundnar sið- venjur og tækni samúræja. Ravina rekur í bók sinni hvernig skilningur Saigôs á heiðri sam- úræjans leiðir hann í upphafi til stuðnings við keisarann gegn lénskipulaginu; síðar til upp- byggingar keisaraveldisins og að endingu hvernig hann snýr við því baki. Í þessari drama- tísku frásögn af stjórnmálum og byltingarátök- um fer höfundur ofan í saumana á baráttunni á milli hugmyndaheims samúræjans Saigô og hinna yfirvofandi, japönsku nútímaviðhorfa. Þau menningarlegu umskipti eru mikilvægur þáttur í bakgrunni The Last Samurai. Útgáfa Kurosawa af Lé konungi, hatrömm, litrík og mikilfengleg fyrir augað. |saebjorn@mbl.is kyttur & kylmingamenn Í Síðasta samúræjanum – The Last Samurai – liggja saman leiðir tveggja stríðsmanna þegar Japanskeisari ákveður að ráða upp- gjafarhermann úr Þrælastríðinu (Tom Cruise), til að þjálfa her sinn að hætti Vesturlanda. Myndin, sem er leikstýrt af Edward Zwick, er frumsýnd í Háskólabíói og Sambíóunum um allt land. FRUMSÝNT Stelpurnar úr fína hverfinu FRUMSÝNT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.