Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 25. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kom, söng og sigraði Rakel Pálsdóttir vann söngva- keppni Samf́és | Fólk í fréttum Íþróttir | Úti er ævintýri í SlóveníuSlæm bikartöp hjá Íslendingaliðum Fasteignir | Fjölbýlishús rís í hálfhring Bjart útlit yfir baðherberginu TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki fengið viðvörunarbréf frá dóm- aranum sem rannsakar dauða vopnasér- fræðingsins Davids Kellys, og þykir það til marks um að hann muni sleppa við alvar- legar aðfinnslur þegar niðurstaða rann- sóknarinnar verður birt. Þetta kom fram í dagblöðunum The Sunday Telegraph og The Observer í gær. Hutton lávarður, sem stýrir rannsókninni, mun á miðvikudag birta niðurstöðurnar úr rannsókninni á sjálfsmorði Kellys en dauði hans hefur verið miðpunktur umræðunnar um hvort Blair hafi ýkt hættuna af ger- eyðingarvopnaeign Íraka. Í The Sunday Telegraph kom fram að nokkrir sem tengjast Kelly-málinu hefðu fengið viðvör- unarbréf, m.a. Geoff Hoon varnarmálaráð- herra, Alastair Campell, fyrrverandi blaðafulltrúi Blairs, og yfirmenn hjá BBC. Blair ekki í vafa um vopnaskýrslur Blair segir að ekki leiki vafi á að leyni- skýrslurnar um gereyðingarvopn sem hann fékk fyrir innrásina í Írak hafi verið ósviknar. „Ég hef alls engar efasemdir um að leyniskýrslurnar innihéldu sannleik- ann,“ sagði Blair í viðtali við The Observ- er. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvort hann teldi að raunveruleg vopn myndu finnast í Írak. Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, segir hins vegar að þeirri spurn- ingu sé ósvarað hvort Írakar hafi haft gjöreyðingarvopn undir höndum áður en innrásin í landið var gerð í fyrra en fyrir stríðið sagðist hann fullviss um að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum. Hann legg- ur þó áherslu á að þau gögn sem njósn- arar Bandaríkjamanna lögðu fram fyrir innrásina, um að Írakar hefðu haft í hyggju að þróa gjöreyðingarvopn, stand- ist. Reuters Telja að Blair sleppi við aðfinnslur Lundúnum. AP. HRINGURINN hefur gefið 50 milljónir til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og 15 milljónir til Barnaspítala Hringsins. Fé- lagið er 100 ára í dag. Áslaug Viggósdóttir, formaður Hringsins, segir annars vegar um að ræða framlag til byggingar göngudeildar hjá BUGL við Dal- braut og hins vegar til kaupa á húsnæði fyrir foreldra barna utan af landi, sem þurfa að dvelja í höfuðborginni meðan börnin eru til að- hlynningar á spítalanum. Hringskonur gefa ekki fé á hverju ári, að hennar sögn, en síðasta stóra gjöfin var til Barnaspítalans árið 2002, samtals 200 millj- ónir. Áslaug hefur verið formaður Hringsins síð- astliðin þrjú ár. Segir hún forgangsverkefni, héreftir sem hingað til, að efla tækjakost Barnaspítala Hringsins og styðja við starfsemi hans. ur hafa verið um vanda BUGL um nokkurt skeið og ríkisstjórn látið málefnið til sín taka. Síungar og sígildar Hringurinn safnar fé með ýmsum hætti, að sögn Áslaugar. Fyrst má nefna minningarkort sem seld hafa verið frá árinu 1914. Einnig sel- ur félagið jólakort og heldur jólabasar. Jóla- kaffi Hringsins er haldið fyrsta sunnudag í að- ventu og síðast en ekki síst er að telja stuðning einstaklinga og fyrirtækja. „Þar má nefna styrki og áheit og fólk sem hefur ánafnað félaginu heilu húseignirnar. Þær eru seldar og andvirðið ávaxtað vel. Við þurfum að halda vel utan um fé sem okkur er falið og veltum hverri krónu fyrir okkur. Eig- inlega erum við frægar fyrir að borga aldrei neitt. Að öðru leyti erum við sígildar og síung- ar á þessum tímamótum,“ segir Áslaug Viggósdóttir, formaður Hringsins. „Við lítum líka í fleiri áttir og þótti aðstoð við Barna- og unglingageðdeildina bæði brýnt og þarft mál,“ segir Áslaug, en miklar umræð- Líknar- og mannúðarfélagið Hringurinn fagnar aldarafmæli í dag Gefa alls 65 milljónir til BUGL og Barnaspítala YFIRMAÐUR Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í viðtali sem birtist í gær að aldrei hefði verið meiri hætta en nú á að kjarnorku- stríð brytist út. Mohamed El Baradei lét þessi ummæli falla í viðtali við þýska viku- ritið Der Spiegel. El Baradei sagði þetta mat sitt byggt á áhyggjum af leynilegri verslun með tækni og þekkingu á sviði kjarnorkumála. „Hættan hefur aldrei verið meiri en nú um stundir. Kjarnorkustríð nálgast tökum við ekki þegar í stað að huga að nýju alþjóðlegu örygg- iskerfi á þessu sviði,“ sagði hann. Nefndi El Bar- adei að hann hefði „gríðarlega þung- ar áhyggjur“ af kjarnorkuáformum stjórnvalda í Norður-Kóreu. „Það kæmi mér alls ekki á óvart ef Norð- ur-Kóreumenn ættu nú nothæfa kjarnorkusprengju.“ Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ítrekað gefið til kynna að þau ráði nú þegar yfir slík- um vopnum. Bandarískir sérfræð- ingar og embættismenn hafa sagt að geta til að framleiða efni í gereyðing- arvopn sé fyrir hendi í Yongbion- kjarnorkuverinu sem Norður-Kór- eumenn settu á ný í gang í fyrra. El Baradei kvaðst óttast að hryðjuverkamenn og harðstjórar kæmust yfir kjarnorkuvopn. „Ég hef einnig áhyggjur af kjarnavopnum þeim sem lýðræðisríkin ráða yfir vegna þess að á meðan vopn þessi eru til er aldrei hægt að tryggja al- gjörlega að þau hafi ekki skelfilegar afleiðingar í för með sér sökum þjófnaðar og skemmdarverka eða fyrir slysni.“ Kveðst óttast kjarnorkustríð Berlín. AP. Mohamed El Baradei FRAMLAG Hringsins til Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans gerði útslagið með það að farið er af fullum krafti í byggingu göngudeildar við deildina,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans. „Byggingin mun kosta að minnsta kosti 300 milljónir króna þannig að þetta framlag er einn sjötti hlutinn af því. Þetta gjörbreytir stöðunni, ásamt öðrum fjárveitingum gerir þetta okkur kleift að fara af stað. Þannig að þetta er alveg ótrúlega rausnarlegt framlag.“ „Gjörbreytir stöðunni“ SAMHÆFÐUR skautadans er ung grein inn- an skautaíþróttarinnar og í örum vexti um all- an heim. Stór hópur rennir sér samtímis á vellinum í samhæfðum skautadansi og hefur mörg tækifæri til þess að keppa erlendis. Stúlkur í Skautafélagi Reykjavíkur æfðu sig í samhæfðum skautadansi á skautasvellinu í Egilshöll í gær. flokki 12–18 ára frá Skautafélagi Reykjavíkur nú verið boðið að fara til Svíþjóðar í mars og taka þátt í sænsku móti. Margfaldir Íslands- meistarar eru í liðinu, sem ekki hefur fengið Morgunblaðið/Árni Sæberg Samhæfðar á skautum JESÚS og George W. Bush Banda- ríkjaforseti voru langt á eftir fót- boltastjörnunni David Beckham þegar ungt fólk í Bretlandi var spurt hver væri mesta hetjan þeirra í net- könnun sem birt var í gær. Beckham var efstur, næstur kom leikarinn Brad Pitt og svo popparinn Justin Timberlake. Þeir Bush og Jesús voru saman í 123. sæti og Tony Blair í 69. sæti. Um 2.500 ungmenni tóku þátt í könnuninni. Beckham mesta hetjan Lundúnum. AFP. Íþróttir og Fasteignablað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.