Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 4

Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 4
KANNA ætti kosti þess að Ísland beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna byggingar aðskilnaðarmúrs í Palestínu, að mati Ungra jafnaðar- manna, ungliðahreyfingar Samfylk- ingarinnar. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem hreyfingin sendi Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra. „Við teljum rétt að tekið sé til at- hugunar hver pólitísk áhrif þess væru ef Íslendingar segðu upp aðild sinni að fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við teljum að ákvæði í samn- ingnum veiti okkur rétt til slíkrar ein- hliða uppsagnar,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að íslenskum al- menningi ofbjóði það stríð sem geisar í Palestínu og þau ódæðisverk sem þar eru unnin. Öllum unnendum frelsis og friðar sé ljóst að það væri stórt skref aftur á bak fyrir alla heimsbyggðina ef Ísraelar fengju óá- reittir að reisa aðskilnaðarmúr. „Það væri mikið áfall nú rúmum fimmtán árum eftir að Berlínarmúrinn féll,“ segja ungir jafnaðarmenn. Dorrit sýnir mikilvægt fordæmi Ungir jafnaðarmenn telja að Dorrit Moussaief, forsetafrú, hafi sýnt mik- ilvægt fordæmi fyrir skemmstu þeg- ar hún lýsti skoðunum sínum á stjórn- arháttum í Ísrael. „Við megum ekki endalaust skáka í skjóli bandalags við Bandaríkin eða annarra slíkra hags- muna. Við verðum að þora að vinna hugsjónum okkar brautargengi á borði sem í orði.“ Þá segja ungir jafnaðarmenn að í ljósi yfirlýsinga utanríkisráðherra um að Ísland eigi að taka aukna ábyrgð á alþjóðavettvangi telji þeir að hann hljóti að taka tillöguna til athugunar í ráðuneyti sínu og í utanríkismála- nefnd Alþingis. Um hverfandi við- skiptahagsmuni sé að ræða en upp- sögnin gæti hins vegar sent sterk pólitísk skilaboð um allan heim. Metnaður Íslands hljóti að vera að stuðla að betri heimi en ekki aðeins að sækjast eftir vegtyllum, svo sem á vettvangi SÞ. Ísraelar hafi ítrekað hundsað ályktanir öryggisráðsins og allsherjarþingsins og augljóst sé að meira þurfi til. Ísland beiti Ísrael við- skipta- þvingunum FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sérflug í Karíbahafið með Heimsferðum. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri með sérflugi til Jamaica í fyrsta sinn frá Íslandi. Jamaica er ein fegursta eyja Karíbahafsins og hefur ekki aðeins að bjóða stórkoslega náttúrufegurð og veðurfar, heldur einnig andrúmsloft og menningu sem á sér fáa líka í Karíbahafinu. Hér eru drifhvítar sandstrendur með þeim fegurstu í heimi. Njóttu heillandi menningar, sólar og hita, veislu í mat og drykk og upplifðu heillandi líf eyjaskeggja í spennandi kynnisferðum með fararstjórum Heimsferða. Glæsileg hótel í boði. Sérflug til Jamaica í fyrsta sinn á Íslandi - Síðustu sætin Lækkaðu ferðakostnaðinn með ávísun frá Mastercard og VR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 84.950 Innifalið í verði, flug, gisting, skattar, fararstjórn. Sandcastles hótelið. Með 5.000 kr. Mastercard ávísun. 22. febrúar, 7 nætur. Jamaica 22. febrúar frá 69.950 Verð kr. 69.950 Innifalið í verði, flug, skattar, m.v. 5.000 kr. Mastercard ávísun. 22. febrúar, 7 nætur. NÍU íslensk fyrirtæki taka þátt í MI- DEM-kaupstefnunni í Cannes í Frakklandi að þessu sinni en þau eru öll að kynna íslenska tónlist fyrir er- lendum útgefendum. Alls taka um 3.000 fyrirtæki þátt í kaupstefnunni, sem haldin en í 38. sinn, en fyrirtæki eru hingað komin til að kynna tón- list og tónlistarmenn eða þau eru að leita að nýrri tónlist til að gefa út. Vilhjálmur Jens Árnason, for- stöðumaður hjá Útflutningsráði, segir að samstarf fyrirtækjanna um kynningu á tónlist á MIDEM að þessu sinni sé í framhaldi af stefnu- mótunarvinnu á vegum Útflutnings- ráðs, Samtaka iðnaðarins og Sam- tóns. Fulltrúar Útflutningsráðs og Samtóns sóttu hátíðina á síðasta ári með það fyrir augum að meta nota- gildi af að taka þátt og síðan að kynna sér hvernig best væri að koma fyrir kynningu á íslenskri tón- list. Danaprins í heimsókn Bás íslensku fyrirtækjanna var valinn staður skammt frá danska básnum, en skammt þar undan er líka bás Finnlands. Staðsetningin virðist góð því tals- vert var um gesti í básnum fyrsta sýningardaginn, sunnudag, þar á meðal kom þangað Jóakim, krón- prins Dana, og ræddi við viðstadda um íslenska tónlist. Á íslenska básnum kynna 1001 nótt / 21 12 CC, 12 tónar, Íslensk tónverkamiðstöð, Reykjavik Re- cords, Skífan, Smekkleysa, Sonet, Tónlist.com og Wigelund íslenska tónlist, en einnig eru þar fulltrúar fyrir STEF, Samtón og Concert ehf. Sum fyrirtækjanna eru einnig á MI- DEM að leita eftir samningum um innflutning á tónlist. Alls eru um tuttugu manns starfandi á básnum eða í Cannes á vegum fyrirtækj- anna. Í íslenska básnum liggur frammi kynningardiskur með íslenskri tón- list og efni um listamenninna. Friðþjófur Sigurðsson, starfsmaður útflutningsráðs og Samtóns, Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri tónlistar.is, og Samúel Kristjánsson fram- kvæmdastjóri 1001 nætur, á íslenska básnum á MIDEM í Cannes. Íslensk tónlist í Cannes Cannes. Morgunblaðið SÆNSKA verðbréfafyrirtækið Spectra Fondkommission, sem rek- ur útibú hér á landi, hefur hlotið blessun sænska fjármálaeftirlitsins til áframhaldandi starfsemi. Hópur íslenskra og sænskra fjárfesta undir forystu Pálma Sigmarssonar, úti- bússtjóra Spectra á Íslandi, hafa eignast allt hlutafé í félaginu og eru íslensku hluthafarnir í meirihluta. Spectra Fondkommision er tíu ára gamalt verðbréfafyrirtæki sem starfrækt er í Svíþjóð og rekur þar fjögur útibú auk tveggja útibúa í Danmörku og eins á Íslandi. Á ný- liðnu hausti sá sænska fjármálaeft- irlitið ástæðu til að áminna Spectra þar sem eiginfjárhlutfall félagsins var orðið of lágt miðað við áhættu samkvæmt kröfum eftirlitsins til verðbréfafyrirtækja. Stjórn fjármálaeftirlitsins tók mál Spectra fyrir aftur á fundi sínum í síðustu viku, samkvæmt frétt í Dag- ens Industri. Þótti þá ljóst að eig- infjárhlutfall félagsins hefði verið í góðu lagi síðan í nóvember sl. auk þess sem yfirfarinn ársreikningur 2002 lá fyrir. Vegna viðvörunarinn- ar í haust verður Spectra um hríð undir eftirliti og verður skýrsla um gang málsins lögð fyrir stjórn eft- irlitsins í febrúar. Hlutafé aukið um 120 milljónir Pálmi Sigmarsson segir eigið fé Spectra Fondkommission hafa farið undir tilskilin mörk vegna mikillar lækkunar hlutabréfa í eigu þess. „Við þurftum því að auka við eigið fé félagsins, hlutafé félagsins hefur nú verið aukið um 120 milljónir króna og nýir aðilar komu að félag- inu.“ Hann segir ekki tímabært að upplýsa hverjir standi þar að baki en það séu fjársterkir aðilar. Þeir hafi keypt hluti eldri eigenda að hlut Pálma sjálfs undanskildum en hann átti þriðjungshlut fyrir. „Nið- urstaðan er nú orðin sú að íslensku hluthafarnir eiga orðið meirihluta í móðurfélaginu.“ Nokkrar breytingar verða gerðar á rekstri Spectra með tilkomu nýrra eigenda, að sögn Pálma. „Við kom- um til með að fækka fólki og skerpa fókusinn með því að fara út í sér- hæfðari þjónustu en hefur verið. Sérhæfingin verður þó mismunandi á milli landa.“ Hann segir jafnframt í skoðun hvort halda eigi áfram starfsemi útibúanna tveggja í Dan- mörku. Pálmi er bjartsýnn á fram- tíðina þrátt fyrir að smærri verð- bréfafyrirtæki hafi átt erfitt upp- dráttar á undanförnum árum. Hagnaður móðurfélagsins var, að sögn Pálma, 75 milljónir króna á árinu 2003 og útibúið á Íslandi skil- aði 100 milljónum króna á fyrstu 11 mánuðum ársins, samkvæmt endur- skoðuðu uppgjöri fyrir félagið. Hann segir íslenska útibúið hafa verið rekið með góðum hagnaði frá upphafi, þ.e. 1997, en á ýmsu hafi gengið hjá móðurfélaginu. Meðal verkefna sem Spectra hefur átt að- ild að hér á landi má nefna kaupin á Áburðarverksmiðju ríkisins og sölu á Björgun ehf. í fyrra auk ýmissa fjármögnunarverkefna. Félagið starfar þó mest fyrir lífeyrissjóði, stofnanir og fyrirtæki. Íslendingar með meirihluta í félaginu Hópur íslenskra og sænskra fjárfesta keypti fyrirtækið Verðbréfafyrirtækinu Spectra heimilt að starfa áfram ÞEIR sem taka að sér vörslu sér- eignalífeyrissparnaðar munu ekki þurfa að eiga starfsstöð hér á landi í framtíðinni verði frumvarp fjármála- ráðherra að lögum, sem samþykkt hefur verið í þingflokkum stjórnar- flokkanna og lagt verður fram á Al- þingi þegar þing kemur saman í næstu viku. Í frumvarpinu er lagt til að sam- bærilegum erlendum fjármálafyrir- tækjum og viðskiptabönkum, spari- sjóðum, verðbréfafyrirtækjum og líftryggingarfélögum, sem hafa heimild til þess hér á landi að taka við viðbótarlífeyrissparnaði, verði leyft að vera vörsluaðilar þótt þeir hafi ekki starfsstöð hér á landi, sem til þessa hefur verið skilyrði. Brýtur í bága við EES „Framangreind breyting er í sam- ræmi við túlkun Evrópudómstólsins á 49. gr. Rómarsáttmálans (36. gr. EES-samningsins) um frjálsa þjón- ustustarfsemi, nýlega dóma dóm- stólsins um frádrátt iðgjalda til sér- eignarlífeyrissjóða og athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA. Þannig þykir núgildandi skilyrði um starfs- stöð fjárvörsluaðila viðbótarlífeyris- sparnaðar hér á landi brjóta í bága við 36. gr. EES-samningsins um frelsi ríkisborgara aðildarríkja ESB og EFTA til að veita þjónustu,“ segir í vefriti fjármálaráðuneytisins af þessu tilefni. Samkvæmt núgildandi lögum og kjarasamningum er hægt að leggja samtals 6% af heildarlaunum til sér- eignalífeyrissparnaðar. Launþegi getur sparað 4% án þess að skattur sé afdreginn og þá ber atvinnurek- anda að leggja 2% á móti. Áður bætt- ust við 10% ofan á sparnað launþega úr ríkissjóði vegna lækkunar trygg- ingagjalds, þannig að sparnaður gat mestur orðið 6,4% af heildarlaunum. Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissparnað Vörsluaðilar þurfa ekki að hafa starfsstöð hér TOLLSTJÓRINN í Reykjavík lokaði leikskólunum Korpukoti og Fossakoti í Reykjavík á föstudaginn vegna van- goldinna opinberra gjalda. Nokkrum klukkustundum síðar voru þeir opn- aðir aftur af nýjum eigendum með tímabundnu leyfi frá Leikskóla Reykjavíkur. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, segist hafa frétt af því að rekstraraðilar leik- skólanna stæðu ekki í skilum varð- andi launatengd gjöld. Hann segir að- komu Leikskóla Reykjavíkur að þessu máli hins vegar ekki fjárhags- lega heldur faglega. Hann hafi ekki frétt af eigendaskiptunum fyrr en eft- ir að þau voru gengin í garð. Ákveðið var að veita nýjum aðilum, sem keyptu húsin og vildu halda rekstr- inum áfram, tímabundið rekstrarleyfi svo foreldrum og börnum yrði ekki vísað frá. Á leikskólunum dvelji um 140 börn og þeirra velferð hafi for- gang. Það sé ekkert gamanmál þegar svona mál komi upp. Í vikunni verður svo kannað hvort nýju rekstraraðilarnir uppfylli kröfur Leikskóla Reykjavíkur sem byggjast á leikskólalögum. Bergur segir ekk- ert benda til annars en svo sé. Það þurfi þó að kanna nánar á faglegum forsendum. Veitt tíma- bundið rekstrar- leyfi Tollstjóri lokaði tveimur leikskólum BROTIST var inn í Laugalækj- arskóla aðfaranótt laugardags, og var lögreglu tilkynnt innbrot- ið rétt eftir klukkan 2. Rúða í nýrri tengibyggingu var brotin og farið inn á skrifstofu og hafði þjófurinn eða þjófarnir á brott með sér eina tölvu. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Tölvu stolið úr skóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.