Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nei, nei, Magnús minn, þetta er nú orðið gott hjá þér, góði, við getum nú alveg talið pen- ingana sjálfir. Málþing Náttúrulækningafélags Íslands Kostir og gallar í brennidepli Náttúrulækninga-félag Íslandsstendur fyrir málþingi á morgun, þriðjudaginn 27. janúar, í þingsal 1 áHótel Loftleið- um klukkan 20. Slagorð málþingsins er „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ og er umræðuefnið erfða- breyttar afurðir. Meðal fyrirlesara er Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Umhverfis- stofnun. Segðu okkur aðeins frá inntaki þingsins. „Erfðabreyttar afurðir eru meðal þess athyglis- verðasta í framleiðslu matvæla og lyfja í heim- inum. Erfðabreyttar plöntur hafa t.d. innbyggt viðnám við skordýraplágum, plöntusjúkdómum og illgresis- lyfjum, þannig að við ræktun erfðabreyttra nytjaplantna er minni þörf á notkun skordýra- og illgresislyfja og eiturmengun matvæla og jarðvegs verður því minni. Margir hafa hins vegar áhyggjur af því að erfðabreyttar afurðir geti verið heilsuspillandi og haft neikvæð áhrif á umhverf- ið. Á málþinginu verður fjallað um erfðabreyttar lífverur og af- urðir þeirra frá ýmsum hliðum.“ Hvað er erfðabreytt afurð? „Erfðabreyting felur í sér að erfðaefni lífveru, t.d. plöntu, er breytt. Þetta er gert með því að flytja hluta úr erfðaefni milli teg- unda og er þannig hægt að flytja eftirsóknarverðan eiginleika sem finnst í lífveru yfir í nytjaplöntu, t.d. þol gegn illgresiseyði úr bakteríum yfir í sojaplöntur. Þetta er sú erfðabreyting sem núna er mest nýtt í ræktun. Illgresiseyðir sem kallast ro- undup virkar á flestar plöntur og er talinn fremur umhverfisvænn miðað við marga aðra illgres- iseyða. Þegar efninu er úðað yfir sojaakra lifa erfðabreyttu soja- plönturnar en illgresi drepst og skilar það aukinni uppskeru af soja. Sú erfðabreyting sem er næst- mest nýtt í plöntur til ræktunar er þol gegn skordýrum. Þá hefur gen úr bakteríunni Bacillus thur- ingiensis verið flutt í plöntur s.s. maís, sem veldur því að skordýr ná ekki að skaða plöntuna. Erfðabreytt afurð er afurð líf- veru sem hefur verið erfða- breytt. Algengasta erfðabreytta plantan er soja, síðan koma maís, baðmull og repja. Úr erfða- breyttum plöntum eru unnar fjölbreyttar afurðir sem eru not- aðar í margskonar matvæli, sem við neytum. Auk erfðabreyttra plantna eruýmsar afurðir erfðabreyttra örvera notaðar í matvælaiðnaði og lyfjaframleiðslu. T.d. eru með örverum framleidd ensím til ostagerðar. Þess má geta að engin gen úr dýrum eða mönnum eru notuð í plöntur til matvæla- framleiðslu. Hins veg- ar eru slík gen notuð til lyfjaframleiðslu.“ Hverjir eru helstu kostir erfðabreyttrar afurðar? „Erfðabreytingar geta auð- veldað baráttuna við að skordýr og illgresi skaði uppskeru. Þann- ig er hægt að auka fæðufram- leiðslu. Mögulegt er að þróa nytjaplöntur sem geta þolað erf- iðari skilyrði s.s. þurrk, salt og frost. Einnig er hægt að auka næringargildi, vinnslueiginleika og geymsluþol matvæla.“ … og helstu gallarnir? „Við leyfisveitingu til ræktun- ar erfðabreyttra plantna er gerð krafa um áhættumat, þar sem metið er sérstaklega út frá plöntutegund og umhverfi hvaða áhrif gætu orðið á heilsu manna og á umhverfið bæði til skamms tíma og langs tíma. Þetta er ný- leg tækni svo að vissulega sjáum við ekki fyrir endann á öllum at- riðum. Ýmis umhverfisáhrif eru hugsanleg ef ekki er farið nægi- lega varlega. Skordýr gætu myndað þol gegn efninu sem skordýraþolnar plöntur mynda. Sumar plöntutegundir gætu blandast við skyldar tegundir í nágrenni ræktunarstaðar. Í leyf- um til ræktunarinnar eru síðan sett skilyrði og varúðarráðstaf- anir. Margir neytendur hafa eðli- lega lítinn skilning á erfðatækni og óttast þess vegna ýmislegt sem ekki á við rök að styðjast eða hefur ekki staðist vísindaleg rök, s.s. það að neyta matvæla með breytt erfðaefni. Ekki eru heldur allir sáttir við t.d. að verið sé að sýsla með erfðaefnið, s.s. við flutning þess milli óskyldra tegunda og þegar erfðaefni er flutt úr matvælum sem ekki er neytt vegna trúar- bragða yfir í önnur matvæli.“ Helstu áherslur á málþinginu? „Skilgreint verður hvað erfða- breytt afurð er og hvernig þær verða til. Sömuleiðis hvað það er sem veldur ótta margra við neyslu erfðabreyttra afurða.“ Hvernig er ástandið í þessum málefnum á Íslandi? „Ekki er nein fram- leiðsla erfðabreyttra afurða á Íslandi, en þó fara fram rannsóknir og tilraunir með erfða- breyttar lífverur. Við getum einnig gert ráð fyrir að hluti matvæla í verslunum inni- haldi efni sem eru úr erfða- breyttum afurðum.“ Tilgangurinn með málþinginu? „Þar sem neysla erfðabreyttra afurða er að aukast víða um heim þurfa Íslendingar að velta því fyrir sé hvort æskilegt sé að rækta og nota erfðabreyttar af- urðir hér á landi.“ Jónína Þ. Stefánsdóttir  Jónína Þ. Stefánsdóttir fædd- ist í Árnessýslu 18. maí 1957. Stúdent frá MR. Lauk BS 1980 og BS honour 1986 í matvæla- fræði frá HÍ. Hefur starfað hjá SH, Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, Sælgætisgerðinni Freyju, Heilbrigðiseftirliti Suð- urlands, Hollustuvernd ríkisins og Umhverfisstofnun. Gift Halldóri Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn; Berglindi, Hug- rúnu og Bjarna. Neytendur hafa eðlilega lítinn skilning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.