Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 10

Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                                                                                   DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir fjarri því að niðurstaða sé í sjónmáli í varnarviðræðum ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda. Það mál sé ekki leyst og fundir með Bandaríkjamönnum hafi ekki sér- staklega verið til þess fallnir að auka mönnum bjartsýni í þeim efn- um. Hann sagði engin ríki koma vel í stað Bandaríkjamanna þegar hugað væri að vörnum landsins. Sam- kvæmt varnarsamningi landanna þyrfti að tryggja hér lágmarksvarn- ir og hann tryði því enn að Banda- ríkjamenn mundu axla þá ábyrgð. Málið væri erfitt viðfangs þar sem sjónir þeirra beidust nú að öðrum heimshlutum. Þetta kom fram hjá forsætisráð- herra og formanni Sjálfstæðis- flokksins á fjölmennum morgun- fundi sjálfstæðismanna í Valhöll á laugardaginn. Forneskjuviðhorf Þegar spurt var um viðhorf Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, vara- formanns Samfylkingarinnar, þess efnis að Íslendingar ættu að skipa sér í sveit með Evrópu þegar kæmi að vörnum landsins því stefna Bandaríkjanna einkenndist af vald- beitingu, sem stjórnaðist öðru frem- ur af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagns, sagði Davíð með ólík- indum að hlusta á þennan málflutn- ing. Viðhorf varaformanns Samfylk- ingarinnar væri eins og „aftan úr grárri forneskju“ og hefði mátt bú- ast við að sjá slíkt á síðum Þjóðvilj- ans fyrir 20 árum. Hann sagði ekk- ert vikið að stefnu gagnvart Bandaríkjamönnum í stefnuskrá Samfylkingarinnar og ekkert væri nýtt í þessum ummælum. Hin miklu svik Davíð sagði að það hefði verið mjög mikilvægt að Sjálfstæðisflokk- urinn héldi áfram í ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Á það hefði hann lagt áherslu svo hægt yrði að halda áfram umbótum á íslensku efna- hagslífi; atvinnuleysi og verðbólga væri lítil, erlendar skuldir áfram greiddar niður og kaupmáttur al- mennings væri mikill. Sagði hann dásamlegt að gott ástand efnahags- mála gæti varað í svo langan tíma. Í lok kjörtímabils yrði svo komið að hér yrðu engir eignarskattar, erfða- fjárskattur nánustu ættinga kominn niður í 5%, matarskattur úr 25% í 7% og skattar á fyrirtæki með þeim lægstu í heiminum. Sagði hann þessar efnahagsum- bætur ekki gerðar til að höggva til þeirra sem minnst mega heldur væri því öfugt farið. Velferðarkerfið væri öflugra eins og sjálfstæðis- menn vildu hafa það. Ekki væri ein- ungis hugsað um hvernig skipta ætti kökunni heldur hvernig ætti að stækka hana. „Þetta er lifandi póli- tísk hugsun,“ sagði forsætisráð- herra. Hann rifjaði upp að ríkisstjórnin hefði veitt einum milljarði króna meira til öryrkja en ráðgert var. Samt hefði umræðan snúist um svik ríkisstjórnarinnar. „Allir dönsuðu í kringum þá vitleysu að það væru svik,“ sagði Davíð og það væri með ólíkindum hvernig umræðan snérist öll á hinn verri veg. Bætur öryrkja hefðu í rauninni tvöfaldast að raun- virði sem væri einsdæmi. Meirihluti næst í Reykjavík Davíð sagði Reykjavíkurborg illa stjórnað og borgarsjóð skuldum vafinn frá hvirfli til ilja. Ekki væri öll nótt úti ennþá um að Sjálfstæð- isflokkurinn fengi hreinan meiri- hluta í borgarstjórnarkosningum. Hann yrði hissa ef það gerðist ekki í næstu sveitarstjórnarkosningum eftir framgöngu vinstri manna í borginni en ekki ætti að útiloka samstarf með öðrum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum í borginni sagði Davíð að nettóskuldir á núvirði hefðu numið 2-3 milljörðum króna. Nú væru skuldirnar 50 milljarðar. „Hvað hefur gerst sem réttlætir þetta?“ spurði hann fundarmenn. „Ekki neitt,“ var svarið og meiri- hlutanum hefði tekist að skemma innviði borgarkerfisins. Bað hann fundarmenn að ímynda sér hvað hægt væri að gera á hverju ári í borginni fyrir vextina af lánunum. Sagði hann fólkið sem stjórnaði Reykjavík ekki vont fólk. Þetta væri hins vegar afleiðing þess þeg- ar hjörðin væri eins sundurleit og raun beri vitni. Davíð var spurður um framtíð- aráform sín þegar hann hverfur úr stóli forsætisráðherra í haust. Framtíðaráform óljós „Ég hef ekki gert þetta allt sam- an upp við mig – hvað sé best fyrir flokkinn og aðra,“ sagði hann og velti þessum málum fyrir sér frá mörgum hliðum. Þó hann gegndi ekki embætti forsætisráðherra yrði hann áfram formaður Sjálfstæðis- flokksins. Enginn hefði verið jafn lengi og hann formaður fyrir utan Ólaf Thors, sem gegndi starfinu í 27 ár. „Ég lofa að sitja ekki svo lengi,“ sagði Davíð og taldi svo langa for- mannssetu liðna tíð í Sjálfstæðis- flokknum. Hann ætli að hugsa sitt ráð og flokksmenn yrðu að sjá til. „Ég er ekki að leyna neinu. Ég hef bara ekki gert það upp við mig,“ sagði Davíð Oddsson og að hann yrði að hitta flokkssystkin sín á öðr- um morgunfundi þegar liði fram á vorið. Varnarmálin erfið viðfangs Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson spjallaði við flokksystkin sín á morgunfundi í Valhöll á laugardaginn. Ekki gert framtíðaráform upp við sig Davíð Oddsson á morgunfundi í Valhöll NÝ ferðaskrifstofa, Langferðir ehf., tekur til starfa næstkomandi fimmtudag en hún mun sérhæfa sig í sölu á ferðum svissnesku ferða- skrifstofunnar Kuoni til fjarlægra staða. Aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri er Tómas Þór Tóm- asson, sem hefur m.a. starfað hjá Samvinnuferðum Landsýn, Úrvali- Útsýn og Ferðamálaráði. „Við hyggjumst hér fara inn á nýtt svið í ferðamálum og bjóða úr- val langferða til fjarlægra staða ut- an Evrópu,“ segir Tómas í samtali við Morgunblaðið. Hann segir ferð- irnar skipulagðar af dótturfyr- irtæki Kuoni á Norðurlöndunum sem Langferðir hafi einkasölu- samning við. „Langferðir verður þannig eingöngu söluskrifstofa fyr- ir þennan öfluga ferðaskipuleggj- anda, Kuoni, og með því að nýta það þéttriðna þjónustunet þeirra um heim allan, hagstæða samninga þeirra og faglegt úrvinnslukerfi Kuoni í Danmörku má segja að ís- lenskum ferðalöngum séu allir veg- ir færir,“ segir Tómas ennfremur og segist hvergi banginn við að stofna ferðaskrifstofu með þessum nýju áherslum. „Við ætlum okkur ekki að sigra heiminn eða verða stærsta ferða- skrifstofan en teljum okkur geta mætt vaxandi eftirspurn eftir svona ferðum hérlendis og bjóða Íslend- ingum að ferðast til fjarlægra staða á hagstæðu verði.“ Tómas segir að Kuoni hafi fyrir áratug haslað sér völl á Norðurlöndunum og stofnað dótturfyrirtæki um þann rekstur. Starfsmenn þess séu alls um 700 en fyrirtækið á einnig leiguflugs- ferðaskrifstofuna Apollo og leigu- flugfélagið Novair. Segir hann um 700 þúsund manns ferðast árlega á vegum Kuoni á Norðurlöndum. Auk þess að selja langferðirnar mun skrifstofan bjóða sólar- landaferðir með Apollo en Tómas segir fyrirtækið ekki síst hafa sér- hæft sig í Grikklandsferðum og fleiri áfangastöðum við austanvert Miðjarðarhaf. „Við verðum eingöngu í sam- bandi við skrifstofuna í Danmörku. Nú þegar Íslendingar geta komist þangað tiltölulega ódýrt teljum við þægilegast að hefja langferðir í Kaupmannahöfn. Kastrup er þægi- leg flugstöð og menn geta einnig staldrað við í Kaupmannahöfn. Langferðir eru til húsa við Holta- smára 1 í Kópavogi og verður vefur skrifstofunnar í fyrstunni www.langferdir.is. Langferðir taka til starfa á fimmtudag Sérhæfir sig í sölu ferða til fjarlægra staða Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómas Þór Tómasson er framkvæmdastjóri Langferða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.