Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 11
bílar
Áskrifendum Morgunbla›sins
b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu
Bílar fyrir a›eins
995 kr.
Fólkið sem þú vilt ná til
les sama blað og þú!
Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu
lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar.
Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í
síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is
-alltaf á miðvikudögum
Borgarnes | Theódór Kr. Þórðarson var skip-
aður yfirlögregluþjónn við embætti sýslu-
mannsins frá 1. janúar 2004. Verksvið og
ábyrgð yfirlögregluþjóns felst í daglegri stjórn
lögregluliðsins í umboði lögreglustjórans eða
fulltrúa hans. Theódór hafði áður verið settur í
starfið í desember 2002 og frá í maí 2003 þegar
forveri hans, Þórður Sigurðsson, hætti sem yf-
irlögregluþjónn.
Löggæsluumdæmið nær frá Hvalfjarð-
arbotni í suðri að Hítará í vestri, Brattabrekka
og Holtavörðuheiðin marka svæðið í norðri og
svo Arnarvatnsheiðin og Langjökull í austri.
Umdæmismörk eru á móti sjö öðrum lög-
regluliðum og segir Theódór að þeir eigi í góðu
samstarfi við mörg önnur embætti. Í lögregl-
unni í Borgarnesi eru 6 lögreglumenn og verið
er að ráða þann sjöunda. Einn lögreglumaður
sinnir eingöngu tollgæslu og að auki eru 3 hér-
aðslögreglumenn, sem stundum er gripið til um
helgar eða á öðrum álagstímum þegar mikið er
að gera.
Theódór hefur að baki 27 ára feril sem lög-
regluþjónn. „Ég hóf störf í lögreglunni sem hér-
aðslögreglumaður á dansleik sem var haldinn í
samkomuhúsinu í Borgarnesi 17. júní árið 1977.
Ég hafði verið töluvert í leikstarfsemi á vegum
leikdeildar Ungmennafélagsins Skallagríms á
þeim tíma og þegar ég gekk í samkomusalinn í
nýja lögreglubúningnum þá klöppuðu sam-
komugestir og skelltu upp úr, því þeir voru viss-
ir um að þetta væri eitthvert grín hjá mér,“ seg-
ir Theódór og bætir við að honum hafi
sannarlega verið vel tekið sem lögreglumanni
allt frá fyrstu vaktinni. Hann byrjaði í fastri
vinnu sem lögreglumaður ári síðar og fór í lög-
regluskólann 1979. Árið 1987 var Theódór skip-
aður varðstjóri og samhliða vöktunum þá vann
hann talsvert við yfirheyrslur og rannsóknir,
auk forvarnar- og fræðslustarfa í grunnskólum
og leikskólum í héraðinu.
Theódór segist taka við góðu búi hvað lög-
regluliðið varðar. Hér sé góður og dugleg-
ur mannskapur sem hafi mikinn metnað
fyrir störfum sínum og lögreglunni sem
heild. Liðinu tekst að leysa nær öll sín mál
án utanaðkomandi aðstoðar og það tekst á
við æ fleiri verkefni á flestum sviðum, án
þess að mannskap sé fjölgað eða að yf-
irvinna fari úr böndunum. „Sú staðreynd
að hringvegurinn liggur í gegnum um-
dæmið hefur mikið að segja um verkefnin
hjá okkur sem snúast mikið í kring um
umferðina. Álagið jókst mjög mikið þegar
Hvalfjarðargöngin opnuðust þann 11. júlí
1998. En með aðstoð umferðardeildar Rík-
islögreglustjóra og samvinnu lögreglulið-
anna hefur tekist að mæta þessari auknu um-
ferð og því sem henni fylgir með öflugri
löggæslu.“
Lögreglan heldur uppi lögum og reglu í sam-
félaginu en Theódór segir að sér finnist stund-
um eins og of lítið sé gert úr þjónustuhlutverki
lögreglunnar. Lögreglan þjónar fólkinu og sam-
félaginu öllu með því að koma í veg fyrir td. ölv-
unarakstur, hraðakstur eða önnur afbrot í um-
ferðinni, hún gætir eigna fólks og upplýsir
innbrot svo dæmi séu tekin. Hann telur að jafn-
vel með breyttu viðhorfi lögreglumannanna
sjálfra sé hægt að ná því fram að lögreglan vinni
meira með fólkinu í landinu og sé ekki eins teflt
gegn því eins og oft gerist í umræðunni. Theó-
dór hefur alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem
tengist löggæslu og kannski þess vegna tekið
þátt í ýmsum félagsmálum hjá lögreglunni,
jafnt heima fyrir og á landsvísu.
Starfandi í leikhúsi lífisins
Í mynd Hrafns Gunnlaugssonar Opinberun
Hannesar mátti líta Theódór í hlutverki lög-
regluvarðstjórans og er það ekki eina hlut-
verkið sem hann hefur tekið að sér. Þrátt fyrir
það telur Theódór ekki að leiklistarbakterían
hafi náð tökum á honum. „Lögregustarfið sjálft
er mjög fjölbreytt og er því gefandi. En það get-
ur stundum einnig verið átakanlegt og sorglegt.
Starfið og viðfangsefnin því samfara spegla alla
mannlífsflóruna og raunveruleikann eins og
hann er og því má segja að ég sé starfandi í leik-
húsi lífsins og trúlega hefur það slegið á leiklist-
arbakteríuna hjá mér.“
Áhugamál og hæfileikar Theódórs liggja víða
því hann hefur einnig starfað við fjölmiðla, bæði
verið fréttaritari Morgunblaðsins og flutt þætti
í Ríkisútvarpinu.
„Ég hef haft gaman af snjöllum og stundum
margræðum tilsvörum sem ég hef heyrt í gegn-
um tíðina og ég hef gert mitt til að þau lifi áfram
með því að koma þeim á blað. Margt af þessu er
áratuga gamalt og ættað úr Borgarnesi og
Borgarfirði.“ Á sínum tíma birtust nokkrir pistl-
ar eftir Theódór í Morgunblaðinu með slíku efni
sem var þá blandað inn í gamansögur, sögur af
sérkennilegu fólki og uppnefnum. Einnig var
hann með svipaða pistla í RÚV í þættinum
„Samfélagið í nærmynd“ á árunum 1996 til 1999
og skaut þá gjarnan vel völdum vísum með. Sem
dæmi um þetta má nefna tilsvör tveggja tré-
smiða sem eru eftirfarandi. Tveir smiðir voru að
störfum og annar þeirra var með gatslitna
hanska og var orðinn sár á höndunum við vinnu
sína. Vinnufélagi hans snýr sér loks að hon-
um og spyr af hverju í ósköpunum hann
kaupi sér ekki nýja vinnuvettlinga. Þá svar-
ar hinn; „hendurnar gróa en hanskarnir
ekki.“ Annar smiður var eitt sinn spurður
að því hvort að hann tryði ekki á drauga.
„Nei“ svaraði smiðurinn, „ég trúi ekki á
drauga, ég vinn með einum og ég hef ekki
nokkra trú á honum.“
Þá hefur Theódór í nokkur ár verið með
viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu sem nefnast
„Laufskálinn“ og ræðir við fólk af Vest-
urlandi. Theódór segist trúlega vera búinn
að ræða við um 80 manns í þessum þáttum.
,,Í þessu felst mikil tilbreyting hjá mér og
ég hef stundum sagt að það sé gott að geta
með þessu móti nálgast fólk á öðrum nótum
en að líta á það sem sakborninga, grunaða
eða vitni,“ segir Theódór og bætir við að oft
hafi komið sér vel í að geta slegið á létta
strengi þegar það á við, og hefur stundum
tekist að brjóta upp spennuþrungið og erf-
itt ástand með hæfilegu gríni.
Í lofti og á sjó
Af öðrum áhugamálum Theódórs má nefna
að hann er með flugpróf og á 1/8 hlut í vél sem
hann flýgur gjarnan á um héraðið á góðviðr-
isdögum. „Stundum flýg ég einn en oft býð ég
fólki með mér.“ Theódór segist stundum nota
flugvélina í starfinu, hafa td. farið í eftirlitsflug
um veiðilendur vegna veiðibannsins á rjúpunni.
Auk flugprófsins er Theódór með pungapróf og
á kvarthlut í trillu. „Ég hef mjög mikla ánægju
af að sigla á út Borgarfjörðinn og fiska þá gjarn-
an í kringum Þormóðsskerið og Grænhólma eða
skýt nokkra svartfugla í soðið.“
Sem fréttaritari hefur Theódór tekið töluvert
af myndum og sem áhugaljósmyndari.
Fjarnám í Lögregluskólanum
Í mars 2003 hóf Theódór stjórnunarnám við
Lögregluskóla ríkisins sem er haldið í samvinnu
við Endurmenntunardeild HÍ. Námið er fjar-
nám á háskólastigi og samsvarar 25 einingum
og lýkur í maí 2004. Theódór segir að þarna sé
saman kominn mjög skemmtilegur hópur lög-
reglumanna og lögreglustjóra, konur og karlar,
sem leggjast á eitt við lærdóminn. Námið er
sniðið að þörfum lögreglunnar og kemur því til
með að nýtast mönnum vel.
Tekur hlutverk sitt alvarlega
Umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi er víðfeðmt en
þar starfa sex lögreglumenn. Guðrún Vala Elísdótt-
ir fréttaritari ræddi við Theódór Kr. Þórðarson yf-
irlögregluþjón sem einnig á sér ýmis áhugamál.
Theódór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi með
umdæmið á veggnum á bakvið sig.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir