Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 12
ERLENT
12 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MIHAIL Saakashvili sór í gær emb-
ættiseið forseta Georgíu í höfuð-
borginni Tbilisi og varð þar með
yngsti þjóðarleiðtogi í Evrópu. Tveir
mánuðir eru liðnir frá því að Edúard
Shevardnadze sagði af sér forseta-
embættinu.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Igor Ivanov, utan-
ríkisráðherra Rússlands, og Brian
Cowen, utanríkisráðherra Írlands og
fulltrúi Evrópusambandsins, voru
viðstaddir embættistökuna. Mikil ör-
yggisgæsla var meðan á henni stóð
og voru lögreglumenn staddir á öll-
um helstu umferðarleiðum Tbilisi á
meðan. Shevardnadze, sem átti 76
ára afmæli í gær, var ekki viðstaddur
embættistökuna.
Saakashvili var um hríð dóms-
málaráðherra í ríkisstjórn Shevar-
dnadzes. Hann öðlaðist vinsældir
eftir að hafa verið í forystu þeirra
sem mótmæltu niðurstöðum kosn-
inga í landinu í nóvember síðastliðn-
um, en niðurstöðurnar voru sagðar
falsaðar. Shevardnadze sagði svo af
sér 23. nóvember í fyrra.
Saakashvili sór embættiseiðinn
framan við þinghúsið, á sama stað og
hann stýrði fjöldamótmælum gegn
Shevardnadze fyrir tveimur mánuð-
um. Fjórir risastórir hvítir og rauðir
fánar, tákn andspyrnuhreyfingar
Saakashvilis, blöktu á þinghúsinu og
eftir að hafa skrifað undir eiðstaf
sinn undirritaði nýi forsetinn tilskip-
un um að þessi fáni væri nýr þjóðfáni
Georgíu.
Saakashvili fékk rúmlega 96% at-
kvæða í forsetakosningum sem
haldnar voru fyrr í þessum mánuði.
Saakashvili er 36 ára gamall lög-
fræðingur, sem hlaut menntun í
Bandaríkjunum. Hann hefur heitið
því að færa Georgíu til nútímans,
binda enda á spillingu í stjórnkerfinu
og leggja grundvöll að efnahagsbata
og stöðugleika.
Powell viðstaddur
Nærvera Powells við embættis-
tökuna er talin til merkis um hve
Bandaríkin leggja mikla áherslu á
gott samband við stjórnvöld í
Georgíu. Það eykur á mikilvægi
landsins í augum Bandaríkjamanna,
að verið er að leggja olíuleiðslu frá
Kaspíahafi til Vesturlanda um
Georgíu en Bandaríkin vonast til að
þurfa ekki í framtíðinni að reiða sig á
olíu frá Mið-Austurlöndum í jafn-
miklum mæli og nú.
Saakashvili hefur einnig heitið því
að eiga góð samskipti við Rússa, sem
selja Georgíu orku og hafa tvær her-
stöðvar í landinu. Forsetinn segir
jafnframt, að Rússar geti ekki litið á
Georgíu sem nýlendu og að Georgíu-
menn vilji nánari tengsl við Evrópu.
Saakashvili sver embættis-
eið sem forseti Georgíu
Tiblisi. AFP.
AP
Mikhail Saakashvili, er hann sór embættiseið sem forseti Georgíu í gær.
DEMÓKRATINN John Kerry
gæti sigrað George W. Bush
Bandaríkjaforseta ef forseta-
kosningarnar
færu fram nú.
Þessi er niður-
staða könnun-
ar, sem News-
week birti um
helgina.
Kerry, sem
er öldunga-
deildarþing-
maður frá
Massachu-
setts, fengi 49% atkvæða en
Bush 46%.
Kerry hefur einnig forustu í
baráttunni um útnefningu
Demókrataflokksins sem for-
setaefni en sjö frambjóðendur
keppa um að mæta Bush í for-
setakosningum í nóvember.
Forkosningar demókrata fara
fram í New Hampshire á morg-
un.
Samkvæmt könnuninni nýt-
ur Kerry fylgis um 30% kjós-
enda Demókrataflokksins en
John Edwards öldungadeildar-
þingmaður hefur 13%. Howard
Dean, fyrrverandi ríkisstóri,
sem naut mests fylgis fyrir
nokkrum vikum, er með 12%.
Fyrir hálfum mánuði var Dean
með 24% fylgi í sams konar
könnun Newsweek en fylgið
hefur hrunið af honum eftir að
honum tókst ekki að sigra í for-
kosningum í Iowa.
Þátttakendur í skoðanakönn-
uninni virðast þó ekki hafa
mikla trú á frambjóðendum
Demókrataflokksins. 52% þátt-
takenda í könnuninni sögðust
ekki vilja að Bush yrði endur-
kjörinn en 78% sögðust telja
líklegt eða mjög líklegt að Bush
yrði forseti áfram.
103 millj-
arðar í arf
JOAN Kroc, ekkja Rays Krocs,
sem stofnaði McDonald’s-veit-
ingahúsakeðjuna, arfleiddi
Hjálpræðisherinn í Bandaríkj-
unum að 103 milljörðum ísl. kr.
Er þetta líklega langstærsta
gjöfin, sem ein samtök hafa
fengið fyrr og síðar.
Joan Kroc, sem lést í októ-
ber, leggur svo fyrir í erfða-
skránni, að Hjálpræðisherinn
komi upp meira en 25 íþrótta-
miðstöðvum í Bandaríkjunum
fyrir alþýðubörn. Á vef Hjálp-
ræðishersins sagði, að nýir
tímar væru runnir upp í starf-
seminni.
Þess má geta, að Bill Gates
gaf fyrir ekki löngu sex millj-
arða dollara, 414 milljarða kr.
til ýmissa verkefna.
Leyndu
ástandinu
Forsætisráðherra Taílands,
Thaksin Shinawatra, hefur við-
urkennt að stjórnina hafi grun-
að í tvær vikur að fuglaflensa
væri þar landlæg en hafi ekki
viljað skýra frá því af ótta við
að ofsahræðsla myndi grípa um
sig. Stjórnvöld hafa verið gagn-
rýnd fyrir viðbrögð sín við
sjúkdómnum og sökuð um að
reyna að leyna ástandinu.
Nú síðast í gær var tilkynnt
að flensan væri landlæg í
Indónesíu, milljónir fugla væru
smitaðar en ekki væri vitað um
tilfelli í mönnum.
STUTT
Kerry
gæti
sigrað
John Kerry
STJÓRNVÖLD á Kúbu hafa frestað
áætlunum um að takmarka net-
notkun landsmanna en samkvæmt
nýjum lögum sem koma áttu til
framkvæmda á laugardag var flest-
um Kúbverjum gert ókleift að nota
Netið heima hjá sér.
Ríkissímafyrirtækið tilkynnti í
gær að það hefði frestað því að
framfylgja lögunum um óákveðinn
tíma. Kúbustjórn hefur sagt að til-
gangurinn með lögunum sé sá að
tryggja að Netið sé eingöngu notað
til góðs fyrir samfélagið, að því er
fram kemur á fréttavef BBC. Amn-
esty International gagnrýndi að-
gerðirnar og sögðu að stjórnvöld
væru að reyna að stjórna því hvaða
efni og hugmyndum landsmenn
hefðu aðgang að. Stjórnin brást
harkalega við þeim ásökunum og
sagði að eingöngu væri verið að
forða því að fólk sem braski með
aðgangsorð stíflaði nettenging-
arnar. Með nýju lögunum átti að-
eins að vera hægt að komast inn á
Netið í gegnum símalínur sem
greitt er fyrir með dollurum en út-
lendingar eru nánast þeir einu sem
mega nota slíkar línur.
Kúbustjórn frestar
banni við netnotkun
Havana. AFP.
BANDARÍSKA könnunarfarið Opp-
ortunity lenti á Mars aðfaranótt
sunnudagsins á svonefndri Meridi-
ani-sléttu um 10.600 km frá þeim
stað sem Marskanninn Spirit lenti 3.
janúar.
Vísindamenn reyna nú að gera við
Spirit en samband við kannann rofn-
aði í liðinni viku. Eru þeir sagðir hóf-
lega bjartsýnir um að takast muni að
koma Spirit aftur í gang en samband
náðist við hann um tíma á föstudag.
Óttast þeir að margar vikur kunni að
líða þar til farið kemst aftur í lag og
sumir sérfræðingar telja að tölvu-
búnaður kannans hafi af einhverjum
óþekktum orsökum orðið fyrir var-
anlegum skaða.
Spirit og Opportunity eru á hjól-
um og eiga þeir að aka um Mars og
taka myndir og rannsaka sýni.
Fyrstu myndirnar frá Opportunity
bárust í gær til jarðar. Á myndunum
getur að líta slétt landslag og er jörð-
in dökkrauð á sumum stöðum en
þakin ljósum berggrunnsbrotum
annars staðar. För eftir loftpúða sem
notaðir voru við lendingu könnunar-
farsins sjást greinilega í forgrunni
myndarinnar.
Lenti á ókunnu og
undarlegu svæði
„Ég er orðlaus. Ég er hissa. Ég er
alveg steinhissa. Könnunarfarið
Opportunity hefur lent á ókunnu og
undarlegu landsvæði. Ég veit ekki
enn hvað það er sem við sjáum á
myndunum,“ sagði Steven Squyres,
sem verið hefur í forsvari vísinda-
manna sem tekið hafa þátt í þessu
verkefni NASA.
Fyrstu myndirnar frá Opport-
unity bárust um klukkan níu í gær-
morgun að íslenskum tíma, aðeins
fjórum klukkustundum eftir að
kanninn lenti á Mars.
Þriðja könnunarfarið, Beagle 2, er
á Mars. Evrópska geimferðastofn-
unin sendi farið þangað en ekkert
hefur heyrst frá Beagle 2 frá því
hann lenti á Mars um jólin.
Reuters
Mynd frá Meridiani-sléttunni á Mars sem Opportunity sendi frá sér í gær.
Annað könnun-
arfar lent á Mars
Pasadena. AFP.