Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 15
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 15
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is
• Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ!
Tilboðsdagar hefjast
ÞRIÐJUDAGINN 27. JANÚAR TIL 7. FEBRÚAR
10-60% afsláttur
Rúmfatnaður, barnasett, sloppar, dúkar o.fl.
10% afsláttur af öllum öðrum rúmfatnaði
Í
virðingarskyni við lista-
manninn og til þess að
auðvelda samskipti okkar í
millum, ákvað ég, ásamt
samstarfsmönnum mínum
og formanni stjórnar safnsins, að
læra að tala íslensku,“ sagði
Gunnar Kvaran, forstöðumaður
Astrup Fearnley safnsins í Ósló, í
upphafi ávarps síns við opnun
viðamikillar sýningar á verkum
Ólafs Elíassonar í safninu. Þó orð
hans hafi af augljósum ástæðum
vakið kátínu opnunargesta, var
einnig í þeim beinskeytt vísun til
þess hversu „tungtak“ listar Ólafs
er óvenjulegt og sjaldgæft. Þrátt
fyrir þá eiginleika er inntak verka
hans þó þeim eiginleikum búið að
höfða til óvenjulegra margra –
burt séð frá uppruna þeirra eða
bakgrunni í menningarlegum og
félagslegum skilningi, eins og
reynslan hefur sýnt.
Ögrandi víddarrannsókn
Sýningin í Astrup Fearnley
safninu ber yfirskriftina Litaminni
og aðrir óformlegir skuggar, eða
Colour memory and other in-
formal shadows, og eiga öll verkin
það sameiginlegt að meg-
inefniviður þeirra er ljósið. Um er
að ræða tíu verk, þar á meðal
nokkur stór verk frá þessu ári,
sem ekki hafa verið sýnd áður.
Ólafur nýtir sér vísindi, tækni og
heimspekilega nálgun til að sýna
margvíslega eiginleika ljóssins;
með einföldum og áhrifaríkum
hætti afhjúpar hann eðli þess og
af hverju það birtist okkur stund-
um eins og hreinar og klárar sjón-
hverfingar. Seim heild er sýningin
einkar áhrifamikil upplifun lita,
ljóss og skugga sem renna saman
í óvenjulega og ögrandi vídd-
arrannsókn – heillandi heim hreyf-
ingar er vísar langt út fyrir sig
bæði hvað varðar sameiginlegan
reynsluheim og minni áhorfenda.
Tengsl byggjast
á tilfinningum
Í kynningu sinn að verkunum
sagði heiðursgesturinn við opn-
unina, Hans Ulrich Obrist, sýning-
arstjóri við Nútímalistasafnið í
París, að „með þessari sýningu
[...] væri Ólafur Elíasson að sýna
afrakstur tímabils þar sem hann
þróaði verk sem miðuðu að því að
ögra skilningi okkar á rýminu með
því að nota ljós og liti sem sinn
meginmiðil.“ Obrist lagði út af leik
Ólafs við áhorfandann og
tengslum hans við umhverfi sitt
og vísaði til samtals sem þeir áttu
fyrir skömmu. „[Ólafur] ítrekar
þetta sjónarhorn alltaf og segir:
„Tengsl okkar byggjast á tilfinn-
ingum. Það er ekki til samband
sem er ekki tilfinningalegt. Ég
held að jafnvel þótt ég aðhyllist
pólitíska þætti í list, þá finnist
mér felast mótandi hætta í við-
horfum sem eru svo stöðluð að
þau útiloka skoðanir sem byggjast
á tilfinningum“.“ Obrist telur
þetta vera ástæðuna fyrir því að
„hvert einasta verk eftir Ólaf er
manni ofarlega í huga í vikur,
mánuði og jafnvel árum saman. Í
gegnum verkefni hans er hægt að
stunda þátttöku – teygja hana og
móta – auk þess sem mat [áhorf-
andans] er kynnt til sögunnar sem
virkur hluti af þátttöku hans.“
Umhugað um að brjóta
sig frá hefðinni
Í sýningarskránni fjallar Gunn-
ar Kvaran um stöðu Ólafs í lista-
sögunni, notkun hans og rannsókn
á náttúrulegum fyrirbrigðum, svo
sem ljósi, vatni, þoku og ís, í list-
sköpun sinni. Hann segir Ólaf ekki
vera „umhverfisfræðing í hefð-
bundnum skilningi, hann er ný-
módernisti sem færir náttúruna
inn í listheiminn og leggur á hana
nýtt félagslegt og menningarlegt
mat.“ Er það álit Gunnars að Ólaf-
ur sé mjög meðvitaður um sögu-
legt samhengi listar sinnar, en um
leið mjög umhugað um að brjóta
sig frá hefðinni. Hann „end-
urbyggir sýn er byggir á samruna
í nýju félagslegu rými, þar sem
hann býður almenningi að taka
þátt í huglægum tengslum er
skarast með margvíslegum hætti;
einskonar fyrirbrigðatengdum
samskiptum.“
Fáséð
fyrirbrigði
ljóssins
Gestir Astrup Fearnley-safnsins í Ósló rifjuðu
upp „litaminni“ sitt og tengsl við „aðra óform-
lega skugga“ á sýningu Ólafs Elíassonar um
helgina. FRÍÐA BJÖRK INGVARS-
DÓTTIR brá sér á opnun og skoðaði afhjúpun
listamannsins á eðli ljóssins ogþeim fáséðu
fyrirbrigðum sem í því eru fólgin og tengjast
sjónhverfingum minnisins.
Ljósmynd/Örn E. Borgen/Scanpix
Ólafur Elíasson og Gunnar Kvaran á opnunardaginn, inni í verki Ólafs; The inverted shadow tower, eða Skugga-
turn á röngunni (2004). Turninn er búinn til úr ljósum er í samspili við skugga mynda þvívíddarform.
Ljósmynd/Örn E. Borgen/Scanpix
Verkið Your yellow versus purple versus blue, eða Blái liturinn þinn á móti fjólubláum á móti bláum (2004) byggist
á speglun og skuggavarpi glerja sem vísa til hringhreyfinar sólkerfis á veggjum sýningarsalarins.
fbi@mbl.is