Morgunblaðið - 26.01.2004, Qupperneq 16
UMRÆÐAN
16 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK.
Tilboðið gildir til 31. janúar 2004
Pilot Super Grip kúlupenni
Verð 75 kr/stk
NOVUS B4 FC
heftar 50 blöð.
Verð 1.798 kr
NOVUS B 90
Rafmagnsheftari 25 blöð.
Verð 7.485 kr
Borðmotturnar frá Múlalundi
Geisladiskar
í miklu úrvali
DÓMUR Hæstaréttar í máli
Jafnréttisstofu gegn Leikfélagi Ak-
ureyrar sem féll í gær, fimmtudag-
inn 22. janúar, er afar þýðingarmik-
ill af a.m.k. tvennum ástæðum.
Annars vegar skýrir hann á nýjan
leik línur hvað varðar túlkun jafn-
réttislaga og eyðir óvissu sem upp
kom eftir hina furðulegu niðurstöðu
kærunefndar og stað-
festingu Héraðsdóms
Norðurlands þar á. Í
því sambandi er mik-
ilvægt að dómur
Hæstaréttar er af-
dráttarlaus.
Ekki er síður
ástæða til að fagna
niðurstöðunni fyrir
hönd Valgerðar H.
Bjarnadóttur fyrrv.
formanns leikhúsráðs
Leikfélags Akureyrar
sem jafnframt gegndi
á sama tíma starfi
framkvæmdastýru
Jafnréttisstofu. Nærri má geta að
Valgerði féll þungt að vera sökuð
um aðild að broti á jafnréttislögum.
Í reifun málsins kemur skýrt fram
að það var einmitt af virðingu fyrir
jafnréttislögum og vilja til að rétta
hlut kvenna í leikhúsheiminum sem
eini kvenkyns umsækjandinn um
stöðuna var tekinn til viðtals þó aðr-
ir umsækjendur, og fleiri en sá einn
sem var ráðinn, teldust nokkuð aug-
ljóslega fremri einkum hvað varðar
sérmenntun og reynslu á sviði leik-
listar. Engum kunnugum Valgerði
H. Bjarnadóttur, yfirburða þekk-
ingu hennar og brennandi áhuga á
jafnréttismálum, kemur þessi nið-
urstaða á óvart. Hitt hefðu mátt
teljast undur og stórmerki ef hún, í
því starfi sem hún gegndi, með sinn
feril að baki á vettvangi kvenfrels-
isbaráttunnar og með sína miklu
reynslu og hæfni, hefði gerst sek
um mistök af því tagi að láta konu
gjalda kynferðis síns við stöðuveit-
ingu. Að Valgerður H. Bjarnadóttir
hefði gert slíkt af
ásetningi ætti engum
lifandi manni að detta í
hug.
Hlutur félagsmála-
ráðherra
Þá víkur að þeirri hlið
þessa máls sem varðar
félagsmálaráðherra
Árna Magnússon og er
ófögur. Rétt er að rifja
það upp að fyrir
nokkrum árum var
Jafnréttisstofu komið á
fót með nýjum lögum
og staðsetning hennar
jafnframt ákveðin á Akureyri. Stóð
um það mál nokkur styr en þáver-
andi félagsmálaráðherra Páll Pét-
ursson hélt sínu striki og hafði af
fullan sóma sem og því að vera
áhugasamur um jafnréttismál og
vinna þeim málaflokki vel sem fé-
lagsmálaráðherra. Hann réð Val-
gerði H. Bjarnadóttur til að veita
hinni nýju stofnun forustu og stýra
uppbyggingu hennar. Sú ráðstöfun
var farsæl, til starfa kom hæfi-
leikamikið fólk og Jafnréttisstofa
tók að blómstra.
Svona stóðu mál þegar sú at-
burðarás hófst sem tók enda innan
réttarkerfisins með dómi Hæsta-
réttar í gær og óþarft er að rekja.
Félagsmálaráðherra brást harla lít-
ilmannlega við þegar undirmaður
hans, framkvæmdastýra Jafnrétt-
isstofu, fór á hans fund til að fá því
svarað hvort hún nyti áfram trausts
hans til að gegna starfinu. Strax í
upphafi þess fundar lagði hann til
endanleg starfslok. Það var nú allur
hinn drengilegi stuðningur ráð-
herrans við sinn undirmann, konuna
Valgerði H. Bjarnadóttur, sem
stödd var mitt í erfiðri atburðarás
vegna félagsmálastarfa á óskyldum
vettvangi. Lái hver sem vill Val-
gerði að treysta sér ekki til að
gegna starfinu áfram úr því ráð-
herra sá ekki einu sinni sóma sinn í
að leggja til að hún færi í leyfi frá
störfum uns niðurstaða lægi fyrir í
málinu.
Síst batnar svo hlutur Árna
Magnússonar þegar kemur að þeim
skilmálum sem hann taldi sér sæm-
andi að bjóða Valgerði í tengslum
við starfslokin. Sex mánaða laun,
sem ljóst mátti vera að Valgerður
myndi enda með að vinna fyrir að
þó nokkru leyti hvort sem er vegna
frágangs mála. Rétt er að hafa í
huga að Valgerður hafði í þrjú ár
unnið hörðum höndum að uppbygg-
ingu Jafnréttisstofu og átti tvö ár
eftir af skipunartíma sínum. Er hér
ólíku saman að jafna og millj-
ónatuga starfslokasamningunum
sem ríkisstjórnin hefur gert við
marga karlforstjóra á undanförnum
misserum. Rétt er að taka fram að
um þennan þátt starfsloka Val-
gerðar er ekkert samkomulag þó
ráðherra reyni endurtekið að halda
hinu gagnstæða fram.
Nú liggur fyrir að félagsmálaráð-
herra Árni Magnússon hrakti Val-
gerði H. Bjarnadóttur úr starfi sínu
að ósekju og bauð henni til viðbótar
starfslokakjör til mikilla muna lak-
ari en mörgum karlmönnum hafa
boðist að undanförnu. Fer þá að
verða áleitin spurning hver þurfi að
lesa betur jafnréttislögin. Hæst ber
þó þessa spurningu:
Ætlar félagsmálaráðherra Árni
Magnússon að biðja Valgerði H.
Bjarnadóttur afsökunar og gera sitt
ýtrasta til að bæta henni það sem á
henni var brotið? Verður hann af
því maður að meiri, eða er hann of
mikill Framsóknarmaður til þess?
Biðst ráðherra jafnréttis-
mála afsökunar?
Steingrímur J. Sigfússon skrif-
ar um dóm Hæstaréttar ’Ætlar félagsmálaráð-herra Árni Magnússon
að biðja Valgerði H.
Bjarnadóttur afsök-
unar?‘
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs
Skjalastjórnunarstaðallinn
ISO15489 kom nýlega út á al-
þjóðavettvangi. Verið
er að ganga frá ís-
lenskri þýðingu hans
hjá Staðlaráði sem birt-
ast mun okkur nú á
nýju ári. Þetta eru
tímamótaviðburðir fyr-
ir íslenskt athafnalíf og
stjórnsýslu enda hag-
ræði af skjalastjórnun
vel þekkt. Kíkjum að-
eins á helstu þætti stað-
alsins og skoðum mik-
ilvægi hans til að efla
innri þekkingu ís-
lenskra vinnustaða.
Hvað er skjalastjórnun?
ISO15489 skýrir og skilgreinir
skjalastjórnun á vinnustað og lýsir
helstu þáttum hennar. Staðallinn
leggur fyrst áherslu á að taka þurfi
tillit til gildandi lagaumhverfis í
hverju landi við stjórnun skjala á
vinnustað. Hér á landi skipta t.d. lög
um persónuupplýsingar, upplýs-
ingalög og stjórnsýslulög miklu máli.
Staðallinn lýsir síðan því hagræði
sem hafa má af því að taka upp
skjalastjórnun og hvernig fyrirtæki
með skjalastjórnun fær samkeppn-
isforskot fram yfir önnur sem ekki
hafi skipulagt skjöl sín. Skjalastjórn-
un er nátengd vinnustaðnum, skrif-
stofunni, í daglegri önn.
Skjalastjórnun er hag-
nýt stjórnunargrein og
á það leggur staðallinn
sérstaka áherslu.
ISO15489 afmarkar
og skýrir t.d. muninn
á skjalastjórnun (Re-
cords Management)
og skjalavörslu
(Archival Manage-
ment) sem er stjórn
skjalasafna. Rugl-
ingur með íslensk
hugtök sem tengjast
skjalastjórnun hefur
einmitt verið vandamál og þann
vanda mun íslenska útgáfa staðals-
ins væntanlega laga.
Skjalastjórnun
er fræðigrein
Skjalastjórnun er nú orðin að við-
urkenndri fræðigrein. Jóhanna
Gunnlaugsdóttir lektor í skjalastjórn-
un við Háskóla Íslands og Þjóð-
skjalasafn Íslands og undirsöfn þess
hafa átt stóran þátt í þróun grein-
arinnar hér á landi. Skjalastjórnun
þróast áfram sem fræðigrein og mót-
ar jafnvel nýjar fræðigreinar líkt og
þekkingarstjórnun (knowledge ma-
nagement). Þekkingarstjórnun snýst
um innri þekkingu vinnustaðar.
Skjalastjórnun skipuleggur hluta af
þessari þekkingu, formlega þekkingu
vinnustaðarins sem finna má í skjöl-
um.
Hví viljum við staðal?
Það er mjög mikilvægt að íslenskir
vinnustaðir taki upp skjalastjórnun í
samræmi við ISO15489. Kröfur um
hagræði, skilvirkni og bætta þjónustu
koma úr öllum áttum. Alþjóðavæð-
ingin gerir kröfur um bestu mögu-
legu vinnubrögð ef íslensk fyrirtæki
eiga að standast samkeppni.
ISO15489 felur í sér einfaldar
skýrar leiðbeiningar um hvernig taka
á upp skjalastjórnun á sérhverjum
vinnustað. Staðallinn lýsir meg-
inþáttum skjalastjórnunar, en þessa
þætti vantar stundum alveg á ís-
lenska vinnustaði.
Alþjóðlegur skjalastjórn-
unarstaðall fyrir okkur
Sigmar Þormar skrifar um
skjalastjórnunarstaðalinn
ISO15489 og gildi hans fyrir
íslensk fyrirtæki
’Skjalastjórnun er núorðin að viðurkenndri
fræðigrein.‘
Sigmar Þormar
TVÖHUNDRUÐ-fertugasti og átt-
undi afmælisdagur Mozarts verð-
ur haldinn hátíðlegur hér á landi
eins og undanfarin ár, þegar vinir
Mozarts, með Laufeyju Sigurð-
ardóttur fiðluleikara í far-
arbroddi, halda honum afmæl-
istónleika. Tónleikarnir verða á
Kjarvalsstöðum á þriðjudagskvöld
og hefjast kl. 20, en Reykjavík-
urborg styrkir tónleikana.
Þorsteinn Gylfason prófessor
hefur það hlutverk með höndum á
tónleikunum að segja frá Mozart
og verkunum sem leikin verða, en
þau eru Sónata í D-dúr K29, Stef
og tilbrigði K360, og Sónata í e-
moll K304, öll fyrir fiðlu og píanó,
en þar leikur Krystyna Cortes
með Laufeyju. Eftir hlé leika
Laufey, Krystyna og Richard Tal-
kowsky sellóleikari Píanótríó í C-
dúr K548 og að lokum verður
leikinn Oktett fyrir 5 trompeta,
tvær flautur og pákur K187, en
þar leika trompetleikararnir Ás-
geir Steingrímsson, Eiríkur Örn
Pálsson, Einar St. Jónsson, Guð-
mundur Hafsteinsson og Sveinn
Birgisson; Guðrún Birgisdóttir og
Martial Nardeau flautuleikarar
auk Eggerts Pálssonar pákuleik-
ara.
Þorsteinn Gylfason er í miðju
kafi að undirbúa tónleikaspjallið
þegar blaðamaður hringir til að
forvitnast um það sem þarna á að
fara fram, og það sem hann ætlar
að segja um Mozart.
„Um sérkennilegasta verkið á
tónleikunum eru eiginlega engar
heimildir,“ segir Þorsteinn, og á
þar við oktettinn, sem hefur afar
óvenjulega hljóðfæraskipan. „Ok-
tettinn er víst ekki að öllu leyti
eftir Mozart, heldur er hann sam-
tíningur, frá Gluck og fleirum, og
svo er að sjá sem Leopold faðir
hans hafi haft eitthvað að gera
með þetta líka.“
Verkin á tónleikunum eru frá
öllum æviskeiðum Mozarts. Hann
var tíu ára þegar hann samdi D-
dúr sónötuna, um tvítugt þegar
hann samdi e-moll sónötuna og til-
brigðin, og þrjátíu og tveggja ára
þegar hann samdi tríóið. Oktett-
inn hefur þá orðið til á unglings-
árum tónskáldsins.
„Ég sit núna yfir bréfasafni
Mozarts að skoða hvað þeir feðg-
ar, Wolfgang og Leopold, hafa að
segja – ekki endilega um verkin –
þeir tala sjaldan um einstök
verk.“
Í bréfum Mozarts skín víða í
gegn að Leopold var strangur fað-
ir, og stundum er eins og Wolf-
gang Amadeus setji upp sérstakt
andlit þegar hann skrifast á við
pápa sinn. „Hann var strangur, –
bæði í veraldlegum efnum og and-
legum; – og í hjúskaparefnum.
Mozart kom ekki alveg til dyranna
eins og hann var klæddur í sam-
skiptum við pabba sinn í bréfum,
en þar fyrir er hann þó frír af sér
stundum. Það er dálítið merki-
legur munur á bréfunum. Þeir
skrifast gífurlega mikið á ef Moz-
art er í útlöndum, og þeir eru ber-
sýnilega mjög ólíkir persónu-
leikar.“
Þorsteinn er ekki búinn að fara
á æfingu hjá hljóðfæraleik-
urunum, en segist ætla gera það,
því honum leikur forvitni á að
heyra þar verk sem hann hefur
ekki heyrt áður; þar með talinn
oktettinn. „Það er alltaf gaman að
heyra verkin sem Mozart samdi
sem barn, því þau eru að mörgu
leyti mjög lygileg. Svo er það
þessi auka uppákoma – oktettinn.
Laufey kallar þetta hestaballett, –
ég á eftir að spyrja hana að því
hvort það sé hennar nafngift eða
hvort hún hefur þetta einhvers
staðar að. En af því að við vitum
að Vínarbúar hafa haft spánskan
reiðskóla ábyggilega síðan á 18.
öld, með fótfimum hestum sem
stíga dans, þá er það jafngott og
hvað annað – ef það er tilgáta
Laufeyjar, – að þetta sé músík
samin fyrir hestana til að dansa
við. Það var ekki hægt að nota
nema blásara á útisamkomum ef
músíkin átti að heyrast,“ segir
Þorsteinn og hlær.
Morgunblaðið/Ásdís
Hljóðfæraleikarar í Oktettinum sérkennilega: Eggert Pálsson, Ásgeir
Steingrímsson, Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir, Guðmundur Haf-
steinsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson. Á myndina vantar
Svein Birgisson.
Æskuverk og
hestaballett á
afmæli Mozarts
LISTIR