Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 18

Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 18
18 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Varla er til þróað ríki þar sem umbætur í heil-brigðismálum hafa ekki orðið að nokkurskonar þrálátum sjúkdómi sem herjar á lækn-isfræði nútímans: um leið og komið er á um- bótum kemur fram krafa um enn eina lotu breytinga. Kostnaðurinn heldur áfram að aukast, ekkert virðist geta haldið honum niðri mjög lengi. Hvers vegna? Pólitíkin á hér örugglega hlut að máli. En meginástæðan er frekar eðli sjálfrar lækn- isfræði nútímans. Í flestum þróuðum ríkjum heims fer fjöldi og hlutfall aldraðra vaxandi. Þar sem kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna þeirra, sem eru yfir 65 ára aldri, er um það bil fjórum sinnum hærri en vegna þeirra, sem yngri eru, gera þessi samfélög geysimikl- ar kröfur til heilbrigðisþjónustunnar. Ofan á þetta bætist að sífellt kemur fram ný tækni (og yfirleitt dýrari), samfara aukinni spurn eftir há- gæðaheilbrigðisþjónustu. Við viljum meira, búumst við meiru og kveinum hærra ef við fáum það ekki. Þegar við svo fáum það erum við fljót að setja markið hærra og viljum meira. Afleiðingin er að heildarkostnaður heilbrigðiskerf- isins hefur aukist um 10-15% að meðaltali á ári í Bandaríkjunum síðustu árin – og ekki sér fyrir end- ann á þeirri þróun. Kostnaðurinn hefur einnig aukist mjög í Evrópulöndum og grafið undan hjartfólginni hugsjón þeirra um sanngjarnan aðgang. Því miður er ólíklegt að úrræði eins og aukin kostn- aðarþátttaka sjúklinga og skattafrádrættir, einkavæð- ing grunnkerfis heilbrigðisþjónustunnar, auk biðlista eftir valfrjálsum skurðaðgerðum og öðru sem telst ekki til neyðarþjónustu, hafi miklu meiri áhrif þegar fram líða stundir en þau hafa gert til þessa. Það sem við þurfum er róttæk breyting á því hvernig við hugs- um um læknisfræði og heilbrigðisþjónustu, ekki að- eins betri leiðir til að endurskipuleggja núverandi fyr- irkomulag. Við þurfum „sjálfbæra læknisfræði“ sem heilbrigðiskerfi ríkjanna hafa efni á og tryggir sann- gjarnan aðgang þegar til langs tíma er litið. Hugtakið „sjálfbærni“ kemur úr umhverfisfræðinni, sem leitast við að vernda jörðina og lofthjúpinn í því skyni að viðhalda aðstæðum fólks til að fullnægja nauðþurftum sínum og lifa mannsæmandi lífi. Eins og í umhverfisfræðinni krefst sjálfbær læknisfræði end- urskilgreiningar á hugmyndinni um framfarir sem auka tæknikostnaðinn og kynda undir eftirspurn al- mennings. Vestræna framfarahugmyndin, þegar hún er færð í læknisfræðina, setur engin takmörk fyrir framförum í heilbrigðismálum, sem eru skilgreindar sem minni dánartíðni og linun á hvers konar veik- indum. Það er sama hversu mikið læknisfræðinni verður ágengt því það verður aldrei nóg – þannig að alltaf er krafist enn meiri framfara. En ekki er hægt að borga fyrir takmarkalausar framfarir úr takmörkuðum sjóðum. Til að hafa efni á læknisfræðinni og tryggja sanngjarnan aðgang til frambúðar þarf sýn sem setur læknisfræðinni og heil- brigðisþjónustunni takmörk, þannig að ekki verði reynt að sigrast á öldrun, dauðanum og öllum sjúk- dómum, heldur reynt að hjálpa öllum að komast hjá ótímabærum dauðdaga og að lifa mannsæmandi lífi, þótt það sé ekki fullkomið. Í þessu felst að leggja þarf miklu meira fé í fræðslu um heilsusamlegt líferni og forvarnir. Milljörðum doll- ara hefur verið varið í að kortleggja genamengi mannsins. Sambærilegum fjárhæðum þarf að v verkefni sem miða að því að skilja og breyta at sem leiðir til sjúkdóma. Hvers vegna er offita s andi vandamál næstum alls staðar? Hvers vegn halda svona margir áfram að reykja? Hvers ve svona erfitt að telja fólk á að hreyfa sig í heilsu arskyni? Sjálfbær læknisfræði krefst þess einnig að ú til heilbrigðisþjónustu séu borin saman við útgj annarrar mikilvægrar þjónustu. Í þjóðfélagi, þ jafnvægis er gætt, þarf heilsugæsla ekki alltaf efst á forgangslistanum. Jafnframt sést okkur heilbrigðisávinninginn af því að verja fé í aðra flokka; menntun og heilsa eru til að mynda nát því meiri menntun þeim mun betri heilsa. Sjálfbær heilbrig Eftir Daniel Callahan ’ Mergur málsins er að læknisfræði, sem setur takmörk, þ að viðurkenna ellina og dauð sem hluta af lífsferli mannsin ekki einhvers konar ástand s koma má í veg fyrir. Læknisfr in þarf að beina athyglinni me að gæðum lífsins og leggja m áherslu á ævilengdina. ‘ © Project Syndicate. Sama er hverju læknisfræðinni verður ágeng Hver vill ekki vera ungur, sætur, smart, rík-ur og sexý og búa í einbýli í Vest-urbænum?“ spurði Steinunn Valdís Ósk-arsdóttir nýlega í umræðum um skipulagsmál í borgarstjórn. Hún bætti því svo við að þetta væri veruleiki sem allir óskuðu sér en flestir yrðu að sætta sig við að væri ekki í samræmi við getu þeirra og raunveruleika. Eins fráleit og þessi lýsing formanns skipulags- og byggingarnefndar er felst því miður í henni nokkur sannleikur þar sem margir borgarbúar hafa einmitt þurft að sætta sig við það að þeir hafa hvorki haft tækifæri til né efni á að byggja sér hús í Reykjavík. Ástæðan er einföld. Annars vegar sú áhersla R-listans að skipuleggja fyrst og fremst hverfi fyrir fjölbýlishús og hins vegar hefur uppboðs- og lóðaskortsstefna hans haft alvar- legar afleiðingar. Sú stefna endurspeglast í alltof litlu framboði sérbýlishúsalóða sem afhentar eru hæst- bjóðanda með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur margfaldast. Áður áttu margir þess kost að byggja sér hús í Reykjavík en nú er það því miður ekki á færi nema lítils hluta borgarbúa. Lausn þessa vanda er einföld. Framboð lóða undir sérbýli verður að aukast í samræmi við eftirspurnina og þá þurfa þeir Reykvíkingar, sem eiga sér þann draum að búa í sér- býli, ekki að vera ungir, sætir, smart, ríkir eða sexý til að láta hann rætast. Í nýlegri rannsókn sem gerð var á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga koma fram margar hyglisverðar staðreyndir um stöðu skipulagsm borginni. Eins og greint hefur verið frá í frétt víðar kemur þar t.d. fram að 74% Reykvíking helst búa í sérbýli. Þetta er hátt hlutfall og sk bending um mikla þörf á breyttum áherslum lagsmálum. Á þetta höfum við sjálfstæðismen að bent, síðast með bókun í borgarráði þegar umrædd skýrsla var kynnt, þar sem við hvött nýrra áherslna sem taki meira mið af þessum og þörfum borgarbúa. Ekki var vel tekið í þæ myndir, enda bókuðu fulltrúar R-listans í bor að þessar tölur væru „vísbendingar um óskhy fólks frekar en getu“. Í þessum málflutningi fulltrúa R-listans kem ekki aðeins fram hreint ótrúleg forræðishygg sem valdhafar telja sig vita betur um þarfir fó það sjálft, heldur er hér um að ræða afar litla Geta draumar Rey eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’ Í málflutningi fulltrúa R-listans kemur ekki aðeins fr hreint ótrúleg forræðishyggj þar sem valdhafar telja sig v betur um þarfir fólks en það sjálft, heldur er hér um að ræ afar litla virðingu fyrir skoðu og getu borgarbúa. ‘ LEITIN AÐ GEREYÐINGARVOPNUM Tilvist gereyðingarvopna í Írak varein af lykilástæðunum fyrir því aðráðist var inn í landið og stjórn Saddams Husseins steypt af stóli. Full- yrðingar um tilvist þessara vopna voru umdeildar frá upphafi, en bæði banda- rískir og breskir ráðamenn sögðust hafa undir höndum upplýsingar, sem styddu þær. Enn hafa hvorki fundist efna- né sýklavopn í landinu þótt drjúgur tími hafi verið til að leita þeirra og fyrir helgina sagði yfirmaður vopnaleitar Bandaríkja- stjórnar í Írak, David Kay, af sér. Kay kveðst ekki telja að Írakar hafi búið yfir miklum birgðum af efna- eða sýklavopn- um og engin merki hafi fundist um að stórfelld framleiðsla gereyðingarvopna hafi farið fram í Írak frá því að Persaflóa- stríðinu lauk árið 1991, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. „Ég tel að þau hafi ekki verið til staðar,“ sagði Kay þeg- ar ákvörðun hans um að hætta lá fyrir. „Ég tel að við höfum að öllum líkindum fundið um 85% þess, sem við eigum eftir að finna.“ Fréttaskýrendur segja að búist hafi verið við því að Kay myndi hætta, en ummæli hans hafa komið á óvart. Charles Duelfer, sem tekur við af Kay, segist nálgast hið nýja verkefni sitt með opnum huga. Haft hefur verið eftir Duel- fer að hann teldi að „nánast engar líkur“ væru á að gereyðingarvopn myndu finn- ast í Írak. Hann segir nú að hann hafi fengið upplýsingar, sem hann hafði ekki undir höndum þá. Ummæli Colins Powells, utanríkisráð- herra Bandríkjanna, um þessi mál hafa vakið athygli. Hann sagði við blaðamenn að það væri „opin spurning“ hvort Írakar hefðu átt birgðir efnavopna. „Svarið við þeirri spurningu er að við vitum það ekki enn,“ sagði Powell. Andstæðingar George Bush Banda- ríkjaforseta hafa þegar notað ummæli Kays til að gagnrýna hann. „Stöðugt fleira bendir til þess að upplýsingar okk- ar um vopn Íraka hafi verið rangar og ríkisstjórnin bæti á þau mistök með því að ýkja kjarnorkuógnina og tengsl Íraka við [hryðjuverkasamtökin] al-Queda,“ sagði John Rockefeller, sem situr fyrir hönd demókrata í njósnanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings. Sú áhersla, sem lögð var á tilvist ger- eyðingarvopna í Írak, hefur nú vikið fyrir fullyrðingum um að fyrir hendi hafi verið gereyðingarvopnaáætlanir. Bush sagði í stefnuræðu sinni í upphafi liðinnar viku að hefði Saddam Hussein ekki verið steypt af stóli væru áætlanir hans um gereyðingarvopn enn við lýði. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem hefur átt verulega undir högg að sækja vegna yfirlýsinga sinna fyrir innrásina í Írak um ógnina, sem stæði af Írökum, sagði í viðtali, sem birtist í blaðinu Observer í gær að hann væri „ekki í nokkrum vafa“ um að upplýsingarnar hefðu verið ekta. Hann vísaði einnig á bug gagnrýni um breyttan málflutning þannig að nú væri talað um áætlanir í stað tilvistar gereyð- ingarvopna: „Auðvitað er þetta spurning um vopn, en áætlanirnar eru einnig mik- ilvægar. Ef fyrir liggur áætlun um að smíða gereyðingarvopn, þá er það mik- ilvægt, en þegar upp er staðið eru það vopnin sjálf, sem valda skaðanum.“ Blair neitaði að fullyrða að gereyðingarvopn myndu finnast, en bætti við: „Ég get að- eins sagt að ég trúði þeim upplýsingum, sem við höfðum á sínum tíma. Það væri fáránlegt að segja að slíkar upplýsingar væru óskeikular, en ef ég væri spurður hverju ég tryði, þá trúi ég því að upplýs- ingarnar hafi verið réttar og ég held að við munum fá skýringu að lokum.“ Það á eftir að koma í ljós hvernig upp- lýsingaöflun í aðdraganda innrásarinnar í Írak var háttað, en yfirlýsingar helstu talsmanna þess að ráðist yrði til atlögu voru með þeim hætti að það er vægast sagt vandræðalegt að engin gereyðing- arvopn skuli hafa fundist. Þá myndi ekki bæta úr ef í ljós kæmi að bandarísk og bresk stjórnvöld hefðu notað takmark- aðar eða brotakenndar upplýsingar um gereyðingarvopn í Írak til að kveða fastar að orði en efni stóðu til í því skyni einu að telja almenning á réttmæti innrásarinn- ar. UMRÆÐUHÆTTIR Morgunblaðið hefur áður vakið máls áþví, að opinberar umræður á Ís- landi fari ekki fram með þeim málefna- lega hætti, sem hægt er að krefjast af jafn vel menntaðri og upplýstri þjóð og við Íslendingar erum. Ástandið í þessum efnum fer síversnandi eins og nýleg dæmi sýna og er meira að líkjast þeim tón, sem einkenndi opinberar samræður manna á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldarinnar. Þrátt fyrir allt urðu umræður manna í milli á opinberum vettvangi mál- efnalegri og kurteislegri upp úr miðri síð- ustu öld en nú sígur stöðugt á ógæfuhlið- ina. Eftir að einkareknar útvarpsstöðvar komu til sögunnar slaknaði eftirlitið með því, sem sagt er um náungann á öldum ljósvakans, um of og keyrt hefur um þver- bak eftir að Netið kom til sögunnar. Þetta snýst ekki um að fólk geti ekki lýst skoðunum sínum á mönnum og mál- efnum heldur hvernig það er gert. Lík- legt má telja, að löggjöf um ærumeið- ingar sé brotin í hverri einustu viku, ef ekki á hverjum einasta degi, í því, sem nú kallast fjölmiðlar. Svívirðingar um nafn- greinda einstaklinga eru að verða daglegt brauð á Netinu, undir nafnleynd og án þess að þeir, sem halda úti einhvers kon- ar netútgáfum, virðist telja sér skylt að hafa eftirlit með því, sem þar birtist fyrir sjónum almennings. Þetta er skaðlegt fyrir samfélagið og dregur það niður á lægra plan. Það er hægt að takast harkalega á um einstök málefni og það er hægt að gagnrýna nafn- greinda einstaklinga á málefnalegan hátt án þess að ata þá auri. Það er enginn maður að meiri að segja undir nafnleynd á netútgáfu hluti um annað fólk, sem sá hinn sami mundi aldrei láta sér detta í hug að segja augliti til auglitis við það sama fólk. Það er engin ástæða til að halda úti samskiptavett- vangi, sem gerir fólki kleift að ráðast úr launsátri að öðrum. Það er engu minni ástæða til að rit- stýra netútgáfu heldur en blöðum eða út- varps- og sjónvarpsstöðvum. Því miður setja þessir umræðuhættir þjóðarinnar ljótan blett á þetta fámenna samfélag. Fólk talar yfirleitt ekki saman með þessum hætti. Hvers vegna skyldi það skiptast á skoðunum á opinberum vettvangi með öðrum hætti? Á þessu er til einföld lausn. Hún er sú, að tileinka sér almenna mannasiði í sam- skiptum á vettvangi fjölmiðla eins og ann- ars staðar. Hún er sú, að tala ekki við aðra með þeim hætti, sem menn vilja ekki að talað sé við þá sjálfa. Hún er sú, að vega ekki úr launsátri að öðru fólki á þann veg, sem sá hinn sami vildi ekki að vegið yrði að sér. Þeir sem standa að fjölmiðlastarfsemi á einn eða annan veg ættu að hugsa sinn gang og gera sér grein fyrir að þau orð Einars Benediktssonar að aðgát skuli höfð í nærveru sálar eru enn í fullu gildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.