Morgunblaðið - 26.01.2004, Side 21
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 21
Það eru harðir kostir fyrir fjöl-
skyldu og vini að standa frammi fyrir
orðnum hlut. Við vitum þó að jarð-
vistin er takmörkuð gæði og þrátt fyr-
ir allt kom Steini miklu í verk og naut
lífsins ríkulega þann tíma sem honum
var gefinn, eignaðist góða fjölskyldu
og vini.
Að leiðarlokum þökkum við fé-
lagarnir og fjölskyldur okkar sam-
fylgdina og vitum að minningin um
góðan dreng verður Helgu og krökk-
unum huggun.
Héðinn og Jason.
Þegar hringt var í mig og Kolla
dóttir þín sagði mér að pabbi sinn
hefði dáið í morgun var mér öllum
lokið. Ég sagði eitthvað á þá leið að
það gæti ekki verið og þurfti að láta
segja mér tíðindin aftur og aftur.
Hugsunin var alltaf sú að hér væri um
einhvern misskilning að ræða, svo
fjarlægt var það skilningi mínum að
þetta gæti hent.
Þá daga sem liðnir eru síðan hefur
hugsunin um þig blossað upp í hug-
ann nokkrum sinnum á dag og hef ég
þá vart getað tára bundist.
Þú varst minn besti æskuvinur frá
því foreldrar okkar byggðu í Álfheim-
unum, þ.e. frá 5-6 ára aldri og langt
fram á unglingsár. Mér finnst eins og
við höfum alltaf verið saman í öllu sem
við tókum okkur fyrir hendur á þess-
um árum og aldrei borið skugga á þá
vináttu. Margar stundirnar fóru í fót-
bolta niðrá hestatúni, hjólreiðaferðir
um nágrennið, og ýmsa leiki með öll-
um þeim krakkaskara sem átti heima
þarna í hverfinu.
Upp úr stendur hvað þetta voru
skemmtilegir tímar og þú varst alltaf
traustur og skemmtilegur vinur.
Á unglingsárum skildu svolítið leið-
ir. Þú eignaðist nýja vini og ég mína.
Alltaf vissum við nú hvor af öðrum og
hittumst nokkuð oft. Svo kom að því
að þú hittir stóru ástina í lífi þínu,
hana Helgu og varst fljótlega fluttur
til hennar niður á Ránargötu. Er mér
minnisstætt hvað var gaman að heim-
sækja ykkur þangað, fyrst í herbergið
á fyrstu hæðinni og síðar í íbúðina á
hæðinni fyrir ofan. Þú stofnaðir þína
fjölskyldu og eignaðist þrjá yndislega
krakka og alltaf fann ég hvað þú varst
hamingjusamur og ánægður með þitt
hlutskipti. Meðan mest var að gera
við barnauppeldi og einnig vegna þess
að ég flutti búferlum út á land, strjál-
uðust nokkuð okkar samverustundir.
Nú hin síðari árin vorum við hinsveg-
ar farnir að eiga meira saman að
sælda. Ofarlega er mér í huga hvað
það var gott að leita til þín ef vantaði
hjálp eða ráðgjöf varðandi smíða-
vinnu. Þú alltaf boðinn og búinn og
nákvæmnin og vandvirknin slík að
ekki var á betra kosið.
Steini minn, mig langar að þakka
þér innilega fyrir saman gengin spor
og ég mun minnast þín um ókomna
ævidaga með trega og virðingu.
Djúp samúð með Helgu, Kollu,
Hildi og Helga, ættingjum þeirra og
vinum í djúpri sorg. Blessuð sé minn-
ing Steina og megi guð og gæfa líkna
þeim sem lifa.
Árni Valgeirsson, Stykkishólmi.
Þorsteinn, bekkjarbróðir okkar úr
Rafiðnaðarskólanum, varð bráð-
kvaddur 14. janúar sl. langt fyrir ald-
ur fram. Á haustdögum 2001 mættu
ellefu kennarar í eins vetrar tölvu-
kennaranám í Rafiðnaðarskólanum,
kennarar með mismikla tölvureynslu
og kunnáttu að baki. Á örskömmum
tíma var kominn samhljómur í hóp-
inn, þar sem samvinna og jafningja-
fræðsla var í hávegum höfð.
Námið var krefjandi og reyndist
mörgum, sem litla eða enga tölvu-
kunnáttu höfðu, ærið erfitt. Þorsteinn
var einn af þeim sem höfðu ekki mikla
reynslu af tölvum en hann hélt ávallt
ró sinni og lét ekkert koma sér úr
jafnvægi og sagði oftar en ekki: „Já,
þetta verður allt í lagi. Þetta kemur
allt“ þegar samnemendur hans lýstu
áhyggjum og efasemdum um að þeir
myndu nokkurn tíma ná þessu eða
hinu. Þorsteinn var fljótur að tileinka
sér námsefnið og var alltaf boðinn og
búinn að rétta hjálparhönd. Hann átti
afar auðvelt með að útskýra hlutina
þannig að upp rynni ljós, sem er að-
alsmerki góðs kennara.
Þegar Þorsteinn kom á fyrsta degi í
skólann var ekki útséð um að hann
yrði með okkur þennan vetur, því
hann hafði mörg járn í eldinum og
ætlaði svo sannarlega að nýta orlofs-
árið sitt, frá kennslu, eins vel og hann
gæti. Hann ákvað sem betur fer að
vera með okkur og hella sér út í tölvu-
námið, og guði sé lof fyrir það. Hann
var yndislegur félagi og skemmtileg-
ur á sinn rólega og yfirvegaðan hátt. Í
hópvinnu, þar sem samvinna er mik-
ilvæg, var vart hægt að hugsa sér
þægilegri og ljúfari samverkamann.
Við erum slegin yfir því hvað við er-
um öll „blaktandi strá sem fallið geta
á einni hélunótt“. Það er sárt að missa
góðan félaga og unga kynslóðin miss-
ir frábæran kennara. Fyrst og fremst
er þó missir fjölskyldunnar mestur og
viljum við votta þeim okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Þorsteins
Sveinssonar.
Dóra, Einar, Erla, Ingibjörg,
Sigríður, Soffía, Stefanía,
Vala, Þórunn og Örlygur.
Við sitjum hljóðar vinkonurnar.
Hann Steini hennar Helgu er látinn.
Æðri máttarvöld grípa inn í fyrir-
varalaust, kippa honum burt frá fjöl-
skyldu og vinum, bráðkvaddur í
blóma lífsins.
Sorg og söknuður fylla hugann.
Hann átti svo margt eftir ógert hann
Steini.
Kvöldið fyrir fráfall sitt hafði hann
verið í fótbolta með Helga syni sínum,
allt eins og venjulega. Framundan
voru bjartir tímar hjá þeim hjónum.
Mikil plön í gangi um ferðalög og
veisluhöld, þar sem þau gátu nú farið
að leyfa sér meira eins og gjarnan vill
verða þegar börnin eru vaxin úr grasi.
En nú er hann horfinn frá fjölskyld-
unni sem alltaf hefur verið svo sam-
heldin og Helga vinkona okkar búin
að missa sinn besta vin og lífsföru-
naut.
Í okkar huga var Steini „maðurinn
hennar Helgu“ æskuvinkonu okkar.
Þau kynntust um tvítugt og voru alla
tíð hamingjusöm og samrýnd. Þau
stóðu þétt saman í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur.
Steini var traustur, rólegur og
þægilegur í viðmóti. Hann var laginn í
höndunum og var sífellt að dytta að á
heimilinu. Síðastliðið haust sýndi
hann okkur stoltur pallinn sem hann
hafði smíðað við húsið. Nú átti að
njóta hans næsta sumar í „stóra sum-
arbústaðnum þeirra í borginni“ eins
og Helga átti til að kalla heimili
þeirra.
Stórt skarð er nú höggvið í fjöl-
skylduna í Jakaselinu.
Elsku Helga, Kolla, Hildur, Helgi
og systur Steina. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Drífa, Erla, Erna, Hilda og Ólöf.
Sjaldan, ef nokkurn tíma, hefur
mér orðið eins illa við og þegar konan
mín sagði mér er ég kom heim úr
vinnu miðvikudaginn 14. janúar að
Þorsteinn Sveinsson vinur minn væri
látinn. Ég hafði skilið við hann fyrir
utan heimili hans mánudagskvöldið
áður hressan og kátan eins og hann
átti að sér, en svo var þetta bara
skyndilega búið. Á leiðinni heim af
fundi þetta kvöld hafði hann sagt mér
hvað þau Helga Björg hefðu hugsað
sér að gera í vor og sumar; fara til
Prag um páskana og til einhvers sól-
arlands í sumar. Þau voru á góðum
stað í lífinu og 25 ára brúðkaupsaf-
mæli framundan í apríl. Nú voru
bestu árin framundan. Svo, skyndi-
lega, var klippt á þetta allt saman.
Kynni okkar Þorsteins hófust er ég
hóf störf sem kennari við Hóla-
brekkuskóla haustið 1986. Við urðum
fljótt vinir og vinátta okkar óx og
dafnaði með árunum. Áður en ég hóf
sambúð með Helgu minni 1991 var ég
eins og einn af fjölskyldunni og kíkti
við í tíma og ótíma. Ég fylgdist með
börnum þeirra vaxa úr grasi og við
Helgi sonur hans urðum mjög góðir
vinir á þessum tíma. Seinna fórum við
svo nokkrar ferðir saman til útlanda,
m.a. til Krítar síðastliðið sumar, þar
sem við vorum fjögur saman í viku.
Það var yndisleg ferð sem á eflaust
eftir að leita á hugann, nú þegar Þor-
steinn er farinn frá okkur.
Þorsteinn var bóngóður maður.
Hann var boðinn og búinn að hjálpa
vini sínum með tíu þumalputta við að
leggja parket og annað slíkt. Ná-
kvæmni hans og natni við smáatriði
var með ólíkindum og lét hann ekki
slá sig út af laginu þótt aðrir vildu
kannski gera hlutina eitthvað öðru-
vísi. Hann stóð þá fastur á sínu.
Við Helga söknum Þorsteins vinar
okkar og erum kannski fyrst nú að
átta okkur á að hann er horfinn okk-
ur.
Elska Helga, Kolla, Hildur og
Helgi. Sorg ykkar er mikil, en minn-
ingin um góðan eiginmann og föður
lifir áfram og yljar ykkur í framtíð-
inni. Þið eigið alla okkar samúð og vit-
ið að við Helga erum til staðar fyrir
ykkur hvenær sem er.
Björgvin Þórisson.
Skyndilegt fráfall félaga okkar úr
gamla R-bekknum er óvænt og svip-
legt. Einmitt þegar minningin frá 25
ára stúdentsafmælinu er fersk og við
vinirnir að átta okkur á því að hrina
fimmtugsafmæla bekkjarfélaganna
sé að byrja. Tímamót til að hittast og
gleðjast og rifja upp bernskubrek
mótunaráranna í Menntaskólanum
við Tjörnina. Enginn bjóst við að sá
fyrsti í hópnum félli frá.
Þorsteinn Sveinsson var einn hinna
góðu félaga sem fylltu þá lífsglöðu
bekkjardeild sem kennd var við R. Af
henni fór nokkuð misjafnt orð, en
lognmolla ríkti aldrei í okkar stofu,
lífsglaður fyrirgangur var á göngum
og meinlítil gamansemi einkenndi
bekkjarfélaga hvar sem fóru, fleiri
eða færri. Steini féll vel í þennan hóp
og var félagi í þess orðs bestu merk-
ingu. Íþróttir og önnur athafnasemi
fóru honum vel en ljúfmennskan ein-
kenndi hann ef til vill okkur öðrum
fremur, okkur hinum sem stundum
þóttu full atgangsharðir í uppátekt og
fyrirferðarmiklir úr hófi. Hann var
því vel liðinn af öllum, nemendum og
kennurum og kom sér alltaf vel.
Skömmu fyrir jól hittumst við tveir
gömlu félaganna og tókum tal sem
var nokkuð ólíkt þeirri léttúð sem oft
einkennir góðra vina fundi á förnum
vegi. Spáðum aðeins í hvernig lifið
hefði gengið síðan í þá gömlu góðu
daga. Það var uppörvandi að heyra
hve vel lá á Steina. Ánægður í starfi
sem kennari í Hólabrekkuskóla, en
þar kvaðst hann una hag sínum vel.
Sáttur og upplitsdjarfur, glaður með
sitt. Líkur sjálfum sér. Örstutt samtal
sem nú er miðlað til allra gömlu félag-
anna í MT, sem minnast þessa ljúfa
og góða félaga sem við þökkum allar
góðar stundir.
Fyrir hönd félaganna í R-bekkn-
um,
Stefán Jón Hafstein.
Við ótímabært fráfall Steina setur
mann hljóðan. Þetta skapar svo mikið
tómarúm í þeirri tilveru sem við
þekkjum.
Allar minningar tengdar Steina eru
góðar minningar. Steini var um
margt einstakur maður, góður vinur
og bjó yfir ýmsum skemmtilegum
sérkennum. Frábær fjölskyldumaður
og á heimili þeirra Helgu og barnanna
hefur alltaf verið mjög gott að koma.
Við höfum þekkt Steina frá unga
aldri og fylgst með lífshlaupi hans.
Hann ólst upp í góðri fjölskyldu, þar
sem honum lærðust þau lífsgildi sem
mótuðu hann sem persónu. Fjölskyld-
an átti fallegt heimili í Álfheimunum,
en Vogahverfið einkenndist á þessum
tíma af miklu lífi og fjöri, og óhætt að
segja að þar hafi verið gott að vaxa úr
grasi.
Leiðir Steina og Helgu lágu saman
á árinu 1976 og hefur þeirra samband
æ síðan einkennst af mikilli væntum-
þykju og virðingu, sem hefur lagt
grunninn að hamingjusömu hjóna-
bandi þeirra. Börnin þeirra þrjú, Kol-
brún Björg, Hildur Inga og Helgi
Már, hafa öll notið þessara góðu skil-
yrða heima fyrir, og eru stolt foreldra
sinna og að mörgu leyti lifandi eft-
irmyndir þeirra.
Þegar hugsað er til baka koma ótal
atvik upp í hugann sem sýna okkur
hversu frábærum persónutöfrum
Steini bjó yfir. Kannski var hógværð
hans aðalmannkostur, hann hafði það
aldrei í sér að hreykja sjálfum sér,
heldur leið honum alltaf best þegar
hann gat orðið öðrum til hjálpar og
átti einkar auðvelt með að samgleðj-
ast öðrum á góðri stundu. Heiðarleiki
og samviskusemi var Steina í blóð
borið, allt sem sagt var skyldi standa
og átti Steini mjög erfitt með að sætta
sig við ef hlutir gengu ekki upp eins
og um hafði verið talað. Steini var
mjög nákvæmur í öllum sínum gerð-
um og vildi helst leysa öll sín verk á
fullkominn hátt.
Steini var umburðarlyndur og
ótrúlega þolinmóður í samskiptum við
fólk og virti skoðanir annarra, þó ekki
væri hann endilega sammála. Steini
hafði nefnilega mjög fastmótaða lífs-
sýn og hún einkenndi skoðanir hans á
flestum hlutum sem máli skipta í dag-
legu lífi. Hann gat því oft verið býsna
fastur fyrir og þeir sem hann þekktu
best fundu fljótlega hvenær Steini
stæði á sannfæringunni, því þá varð
hans skoðunum ekki haggað.
Áhugamálin tengdust öll fjölskyld-
unni. Mikill áhugi á öllum íþróttum,
stundaði sjálfur knattspyrnu sér til
ánægju og studdi Helga son sinn af
alefli þegar hann var í knattspyrn-
unni með ÍR. Steini hafði mikinn
áhuga á tónlist og var músíkalskur í
meira lagi. Var nánast alæta í þessum
efnum, en þó voru róleg melódísk lög
með gítarundirspili honum hugleikn-
ust. Hann var reyndar sjálfur liðtæk-
ur á gítarinn og spilaði og söng sér og
öðrum til ómældrar gleði þegar svo
bar undir. Áhugi Steina á ferðalögð-
um fór vaxandi hin síðari ár. Eftir að
hann eignaðist jeppann fóru þau
Helga að ferðast á nýjar slóðir hér
innanlands. Þau voru einnig farin að
ferðast víðar erlendis og ljóst var að
þar voru þau í essinu sínu.
Það er því sannarlega kveðinn
harmur að nú við fráfall Steina. Steini
hafði svo einstaklega góða nærveru,
því hann hafði þann fágæta eiginleika
að leyfa öðrum að njóta sín. Þá leið
honum best.
Við hittumst öll á góðri kvöldstund
í október sl., þar sem Steini var að
venju hrókur alls fagnaðar. Þar var
Steini eins og við þekkjum hann best
og minning okkar um þennan ljúfa
fund á eftir að verða okkur mjög dýr-
mæt.
Við vottum Helgu, Kollu, Hildi og
Helga okkar innilegustu samúð á
þessari sorgarstundu. Guð veri með
ykkur öllum.
Þorgeir og Halla, Sigurður og
Þórhildur, Stefán og Kristín.
Það er erfitt að missa góðan og
traustan vin í blóma lífsins. Steini var
48 ára þegar hann lést. Minningarnar
koma fram í hugann og kalla fram
hlýjar tilfinningar, þakklæti og sökn-
uð.
Snemma lágu leiðir okkar Steina
vinar míns saman. Þegar ég kynntist
honum var hann aðeins 8 ára dreng-
ur. Við vorum mikið saman, lékum
okkur saman og nutum félagsskapar
hvor annars. Og árin liðu og seinna
varð hann mágur minn. Vináttan sem
við eignuðumst í byrjun hefur haldist
alla tíð síðan. Við ferðuðumst mikið
saman og áttum margar góðar stund-
ir saman í þeim ferðum og líka annars
staðar við önnur tækifæri.
Steini var mér mjög hjálplegur.
Hann aðstoðaði mig við mörg verk og
eins rétti ég honum hjálparhönd þeg-
ar hann þurfti á að halda. Við áttum
gott með að vinna saman. Nú er hann
farinn. Ég þakka Guði fyrir þennan
góða dreng og allt það sem hann veitti
mér til að auðga lífíð og gera það
bærilegra. Ég sendi eftirlifandi eig-
inkonu hans og börnum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur og bið góðan
Guð að hugga þau og styrkja í sorg-
inni.
Hjálmar Kristinsson.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Elsku Helga, Kolbrún, Hildur,
Helgi og aðrir aðstandendur, guð gefi
ykkur styrk til að standast þá miklu
raun sem ótímabært og skyndilegt
fráfall ástkærs eiginmanns, föður og
vinar er.
Hafsteinn Hreiðarsson,
Valgerður Óskarsdóttir.
Fyrir rúmlega tuttugu árum fluttu
tvær ungar barnafjölskyldur með
stuttu millibili í sömu blokkina við
Kóngsbakka. Þessar fjölskyldur áttu
það sameiginlegt að hafa eignast þrjú
börn á fjórum árum, tvær dætranna
voru alnöfnur, húsmæðurnar unnu
heima og höfðu áhuga á barnafata-
saumi. Þannig kynntist ég fyrst
Helgu en síðar Steina í hússtjórn fyr-
ir blokkina. Þau hjón voru samvalin.
Þau urðu áhrifavaldar í lífi mínu er
þau hvöttu mig til að sækja um kenn-
arastöðu við Hólabrekkuskóla. Höf-
um við Steini verið samstarfsmenn
þar síðan. Árum saman sáum við um
félagsstarf unglinganna. Mörg ferða-
lög fórum við saman með nemendur.
Minnisstæðust er þó ferð til London í
fyrra á BETT sýninguna. Steini var
þægilegur ferðafélagi og sá alltaf um
að öll skipulagsatriði væru í lagi. Í
þessum ferðum var að sjálfsögðu
margt rætt og spjallað. Við hlógum
mikið, deildum áhyggjum okkar og
draumum og samglöddumst yfir
börnunum okkar. Steini var stoltur af
fjölskyldu sinni og ófá eru skiptin sem
hann hefur dáðst að listrænum hæfi-
leikum Helgu sinnar við mig.
Steini var sérlega vandaður maður.
Hann var hlýr, einlægur og opinn í
samskiptum. Hann hafði skoðun á
flestum málum og lá ekki á þeim en
sýndi alltaf einstaka hollustu við þær
ákvarðanir sem teknar voru. Hann
var nákvæmur, einstaklega vandvirk-
ur og mikill hagleikssmiður. Hann var
félagslyndur og lífsglaður og alltaf
mætti hann þegar eitthvað var um að
vera hjá kennurunum, gjarnan með
gítarinn með sér. Hann naut virðing-
ar og sýndi mér vinarþel sem aldrei
gleymist. Steini var góður kennari,
rólegur og vinalegur í fasi en fastur
fyrir þegar honum fannst þörf á og
naut mikilla vinsælda á meðal nem-
enda.
Steina er sárt saknað. Mestur er þó
söknuðurinn hjá fjölskyldunni og bið
ég Guð að blessa ykkur, Helgu, Kollu,
Hildi og Helga, og gefa ykkur allan
þann styrk sem þið þarfnist núna.
Magnea Einarsdóttir.
Ótrúlegt er til þess að hugsa að
hann Steini sé dáinn. Við sem erum
enn á besta aldri og höldum að við eig-
um fullt af tíma eftir. En lífið er óút-
reiknanlegt og við vitum aldrei hve-
nær kallið kemur.
Við kynntumst Steina og Helgu
þegar við bjuggum saman í Kóngs-
bakkanum. Börnin okkar léku sér
saman. Margt skemmtilegt var brall-
að á þessum árum, farið saman í úti-
legur og spilað og leikið sér langt
fram á kvöld. Ófá voru ráðin sem við
fengum hjá Steina varðandi garð-
yrkju og aldrei stóð á aðstoð frá hon-
um.
Þó að við flyttum öll í burtu úr
Kóngsbakkanum hélst samband okk-
ar á milli, og áttum við ætíð góðar
stundir og þá sérstaklega á gamlárs-
dag og hugsa ég nú til baka og þakka
fyrir þær.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Helga, Kolla, Hildur, Helgi
og aðrir aðstandendur, Guð blessi
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Theódóra og Þórir
(Dóra og Tóti).