Morgunblaðið - 26.01.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 29
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert metrnaðarfull/ur og
góðum gáfum gædd/ur en
gætir átt erfitt með að velja
þér braut í lífinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Mundu að það geta orðið
miklar og góðar breytingar í
vinnunni hjá þér á þessu ári.
Settu markið hátt og þá
muntu ná miklum árangri.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þetta ætti að verða þér gott
ár. Það er hugsanlegt að þú
verðir ástfangin/n á næstu
mánuðum og samvistir við
börn ættu einnig að verða
sérstaklega gefandi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Árið ætti að verða þér hag-
stætt í fjölskyldu- og einkalíf-
inu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert sérstaklega jákvæð/ur
og það er langt síðan þú hef-
ur verið jafn bjartsýn/n og þú
ert nú. Samskipti þín við
systkini þín eru sérlega upp-
örvandi og gefandi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ættir að geta aflað meiri
tekna á þessu ári en á því síð-
asta. Þú munt sennilega taka
að þér aukastarf eða fá launa-
hækkun.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Hinn heppni Júpiter er í
merkinu þínu og því leikur
lífið við þig. Þú átt auðvelt
með að vera bjartsýn/n og já-
kvæð/ur enda hafa hlutirnir
sannarlega breyst til batn-
aðar síðustu fjóra mánuðina.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ættir að þiggja öll heim-
boð sem þér berast því sólin
og Neptúnus eru í merkinu
þínu og það gerir þig sér-
staklega félagslynda/n. Á
sama tíma er sköpunargáfa
þín sterk og því þarftu einnig
að gefa þér tíma til að hlúa að
henni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vinir þínir og fjölskylda sýna
þér óvenjumikinn stuðning á
þessu ári. Hikaðu ekki við að
notfæra þér það.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Júpiter er í merkinu þínu og
því ætti þetta að verða þér
hagstætt ár. Afstaða stjarn-
anna gerir að verkum að hin
jákvæðu áhrif Júpiters eru
hvað mest á starfsframa
þinn.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú munt fá mörg tækifæri til
að ferðast og mennta þig á
þessu ári.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú gætir notið góðs af auði
annarra á þessu ári. Maki
þinn mun hugsanlega fá arf
eða kauphækkun.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nánasta samband þitt hefur
batnað svo mikið að und-
anförnu að það er lyginni lík-
ast.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
AUGUN ÞÍN
Hvað gerðist? Það hafð’ ekki skapaður hlutur skeð.
Þó skilst mér hversvegna ég fékk þér aldrei gleymt:
Í fegurstu augum, sem ástfanginn mann hefur dreymt,
þú áttir þér tærasta himin, sem ég hafði séð.
En margoft síðan við minningu eina ég dvel.
Það var morgunn og vorið í augum þér heillandi bjart.
Í svipulli andrá sem elding sú hugsun mig snart,
að einnig hin dimmasta sorg mundi fara þeim vel.
Og seinna eitt haustkvöld ég horfði í augun þín.
Ég hafði reynzt sannspár, en þagði og blygðaðist mín.
Tómas Guðmundsson.
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
50 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 26. jan-
úar, er fimmtugur Gísli
Sveinn Loftsson, mann-
fræðingur. Gísli stundar nú
framhaldsnám við Univers-
ity of Oxford í Bretlandi.
Hann verður með heitt á
könnunni á afmælisdaginn,
að Wolfson College, Linton
Road, Oxford, og bendir
áhugasömum afmæl-
isgestum á Iceland Express.
BANDARÍSKI spilarinn
David Berkowitz var með
spil vesturs í vörn gegn
þremur spöðum dobluðum.
Hann lenti í erfiðri stöðu og
fann ekki réttu lausnina.
Getur lesandinn gert betur?
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠G10973
♥73
♦K52
♣G62
Vestur
♠K4
♥G42
♦Á1074
♣9854
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 spaði
Pass 3 spaðar* Dobl Pass
Pass Pass
* hindrun
Spilið er frá síðasta heims-
meistaramóti í tvímenningi.
Makker Berkowitz er Larry
Cohen, en þeir félagar eru
kunnir fyrir að endurvekja
gamla hugmynd sem kölluð
er „lögmálið um heild-
arfjölda slaga“. Sú regla seg-
ir að lögmálsbundið sam-
ræmi sé á milli trompfjöld-
ans og slagafjöldans. Eitt
orðalag „lögmálsins“ er
þannig: „Heildarfjöldi slaga
sem taka má í báðar áttir í
besta tromplit er jafn heild-
arfjölda trompa.“ Þetta þýðir
á mæltu máli að ef NS eiga 8
spil saman í hjarta, en AV 9
spil saman í spaða, þá er
heildarfjöldi slaga 17 (8+9).
Ef NS vinna til dæmis þrjá
spaða (fá 9 slagi), þá ættu AV
að fara einn niður á þremur
hjörtum (fá 8 slagi). Lög-
málið er ekki algilt eins og
náttúrulögmál, en hjálplegt
tæki í sögnum. Sem er skýr-
ingin á því það Berkowitz
passar niður úttektardobl
makkers. Honum leist ekki á
þrjú grönd og taldi óvíst að
geim myndi vinnast í láglit.
En nóg um það. Berkowitz
kom út með hjartatvist,
drottning frá makker og
sagnhafi tók með ás. Suður
hugsaði sig um í þrjár sek-
úndur, en spilaði svo litlum
spaða. Hvað myndi lesand-
inn gera – fara upp með
kónginn eða setja lítinn
spaða?
Norður
♠G10973
♥73
♦K52
♣G62
Vestur Austur
♠K4 ♠8
♥G42 ♥KD86
♦Á1074 ♦D9863
♣9854 ♣ÁK3
Suður
♠ÁD652
♥Á1095
♦G
♣D107
Eftir nokkrar sálarkvalir
lét Berkowitz lítinn spaða,
því hann óttaðist að makker
ætti ásinn blankan. Þar með
vannst spilið og Svíinn
Tommy Bergdahl uppskar
sanngjarnan topp.
Á morgun sjáum við annað
dæmi um blekkispila-
mennsku af þessum toga.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3
Bb4+ 4. Bd2 De7 5. a3
Bxd2+ 6. Rbxd2 d6 7. Dc2
c5 8. dxc5 dxc5 9. Re5 Rbd7
10. Rdf3 Rxe5 11. Rxe5 Dc7
12. Da4+ Ke7 13. f4 Rd7 14.
Rd3 b6 15. g3 Bb7 16. Hg1
Hhd8 17. Rf2 Rf6 18. Dc2
Hd7 19. Bg2 Bxg2 20. Hxg2
Had8 21. Hd1 Hxd1+ 22.
Rxd1 Dc6 23. Hg1 Dd6 24.
Hf1 Dd4 25. e3 De4 26. Hf2
Dc6 27. Hg2 Rg4 28. De2
Staðan kom upp í
C-flokki Corus
skákhátíðarinnar
sem lauk fyrir
skömmu. Norska
undrabarnið Magn-
us Carlsen (2484)
hafði svart gegn Tea
Lanchava-Bosboom
(2322). 28... Hxd1+!
29. Kxd1 Rxe3+! 30.
Dxe3 Dxg2 31. De5
Dh1+ 32. Kc2
Dxh2+ Í kjölfar leik-
fléttunnar í 28. leik
vinnur svartur hvert
peðið á fætur öðru en engu
að síður hélt hvítur til-
gangslausri baráttu sinni
áfram í tæpa tuttugu leiki í
viðbót. 33. Kb3 Dxg3+ 34.
Ka2 Dd3 35. Dc7+ Dd7 36.
De5 f6 37. Dh5 Dd3 38. b3
Dc2+ 39. Ka1 Dxb3 40.
Dxh7 Dxa3+ 41. Kb1 Db3+
42. Ka1 Dd1+ 43. Kb2 Kf7
44. Ka3 Df3+ 45. Ka4 a6
46. f5 Dxf5 47. Dh2 e5 48.
Dg2 e4 49. Dh2 De5 50.
Dh1 e3 51. Db7+ Kf8 og
hvítur gafst upp saddur líf-
daga.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
H
rin
gb
ro
t
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
MEÐ MORGUNKAFFINU
Í ávarpi forsætisráðherrans í dag kom fram að allir fyrri
pólitískir óvinir væru nú vinir, og öfugt!
Bridgefélag
Siglufjarðar
Milli jóla og nýárs var haldið minning-
armót um Benedikt Sigurjónsson. Mótið
var nú haldið í annað sinn og spilað um
veglegan farandgrip, auk kvöldverðlauna.
Spilaður var tvímenningur tölvugefin spil
„barometer“ Til leiks mættu 16 pör og
urðu úrslit þau að Sigurður Hafliðason og
Sigfús Steingrímsson sigruðu með nokkr-
um yfirburði og eru því handhafar farand-
bikarsins næsta árið.
Úrslit urðu annars þessi:
Sigfús Steingríms. – Sigurður Hafliðas. 81
Ólafur Jónsson–Ari Már Arason 48
Anton Sigurbjörns.–Bogi Sigurbjörns. 42
Jóhann Jónss.–Gottskálk Rögnvaldss. 22
Hreinn Magnúss.–Friðfinnur Haukss. 22
Mánudaginn 5. og 12. janúar var Siglu-
fjarðarmót í einmenningi haldið með þátt-
töku 32 spilara. Eftir jafna og harða bar-
áttu urðu lokaúrslit þau að
Siglufjarðarmeistari í einmenningi varð
Hreinn Magnússon sem hlaut 177 stig.
Guðlaug Márusdóttir 168
Bogi Sigurbjörnsson 160
Kristín Bogadóttir 159
Anna Lára Hertervig 158
Birkir Jónsson Íslandsmeistari í ein-
menningi var meðal þátttakanda, en
vegna óveðurs komst hann ekki í bæinn
seinna kvöldið og því reyndi ekki á hvort
einhverjir líklegir Íslandsmeistarar væru
í hópnum, með því að verða ofan við hann í
mótinu, en eftir fyrri umferð var hann í 4
– 5 sæti. Átta sveitir taka þátt í Siglu-
fjarðarmeistaramótinu í sveitakeppni
sem hófst 19. janúar s.l. Spilaðir eru 24
spila leikir allir við alla. Eftir 1. umferð er
staðan þessi:
sveit Guðlaugar Márusdóttur 25
sveit Íslandsbanka 23
sveit Þorsteins Jóhannssonar 17
Staða efstu spilara í bronsstigakeppn-
inni er nú þessi:
Anton Sigurbjörnsson 165
Ólafur Jónsson 151
Bogi Sigurbjörnsson 148
Hreinn Magnússon 148
Stefán Benediktsson 142
Slemmukóngar berjast nú sem aldrei
fyrr, því óvissuferðin er í augsýn með vor-
inu. Nú stendur næst henni Ólafur Jóns-
son með 14 slemmur, Guðlaug með 12 og
þeir Sigfús og Sigurður með 11 það sem af
er spilavertíðinni.
Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar
vann svæðamótið á Króknum
Um síðustu helgi var haldið svæðamót í
sveitakeppni á Sauðárkróki sem jafn-
framt var undankeppni fyrir Íslandsmót-
ið. Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar var
öruggur sigurvegari mótsins og verður
því fulltrúi félagsins í undanúrslitum Ís-
landsmótsins í sveitakeppni sem haldið
verður helgina 26-28 mars. Í sveitinni
spila Ólafur Jónsson (sveitaforingi) og Ari
Már Arason, ásamt Boga Sigurbjörnssyni
og Birki J. Jónssyni.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson