Morgunblaðið - 26.01.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 31
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
HJ MBL
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 80.000 gestir
VG. DV
Sýnd kl. 5 og 9.
Mögnuð mynd frá leikstjóra
Amores Perros
Þrjár sögur tvinnast saman á
ótrúlegan hátt í einstakri mynd
Með Sean Penn,
Benicio Del Toro
og Naomi Watts
Missið ekki af þessu
margverðlaunaða meistarastykki
21GRAMM
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14ára.
Svakalegasti
spennutryllir
ársins
frá leikstjóra
Face/Off og
Mission
Impossible 2.
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
HJ MBL
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 80.000 gestir
Frábær rómantísk
gamanmynd með ótrúlegum
leikkonum
Sýnd kl. 6. B.i. 16.Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 10 ára.
Besta myndin Besti aðalleikari
Russell Crowe
Besti leikstjóri
Peter Weir
3
Tilnefningar til
Golden Globe verðlauna
8 Tilnefningar tilBAFTA verðlauna
meðal annars besta myndin
Mögnuð mynd frá
leikstjóra
Amores Perros
Þrjár sögur tvinnast
saman á ótrúlegan hátt
í einstakri mynd
Með Sean Penn,
Benicio Del Toro
og Naomi Watts
Missið ekki af þessu
margverðlaunaða
meistarastykki
21
GRAMM
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
VG. DV
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8.30. B.i. 12.
ÍT ferðir, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
sími 588 9900 -itferdir@itferdir.is - www.itferdir.is
Frábær skóli fyrir alla unga knattspyrnumenn,
12-17 ára, stelpur og stráka,
einstaklinga, hópa og lið.
Áratugs reynsla íslenskra ungmenna – nýr staður frá 2002.
Varist eftirlíkingar!
Upplýsingar og skráning:
KNATTSPYRNUSKÓLI
BOBBY CHARLTON
Næsta hraðlestrarnámskeið hefst þriðjudaginn 3.febrúar.
Skráning er í síma 565-9500
Hraðlestrarnámskeið
Viltu margfalda afköst í námi?
Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð?
Skráðu þig strax.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
w w w. h . i s
ÞÝSKI ljósmyndarinn Helmut
Newton er látinn, áttatíu og
þriggja ára að aldri. Hann lést í
bílslysi í Hollywood á föstudag.
Newton varð bæði frægur og fyr-
irlitinn fyrir djarfar og ögrandi
myndir af nöktum konum í keðjum
og böndum í anda sadó-masók-
isma.
Newton er talinn hafa misst
stjórn á Cadillac bifreið sinni þeg-
ar hann var að keyra út úr bíla-
stæði við Chateau Marmont hótelið
í hádeginu á föstudag, með þeim
afleiðingum að hann ók á vegg.
Var Newton fluttur á Cedars Sinai
sjúkrahúsið þar sem hann lést af
áverkum.
Newton var af gyðingaættum og
ólst upp í Berlín. Hann varð lær-
lingur ljósmyndarans Yva árið
1936, flúði Þýskaland árið 1938 til
Singapore og settist síðan að í
Ástralíu þar sem hann gekk í her-
inn og vann sem tískuljósmyndari
áður en hann hvarf aftur til Evr-
ópu árið 1957.
Newton viðurkenndi að hann
væri litblindur og grínaðist með að
hann tæki góðar litmyndir vegna
þess að hann ætti erfitt með að
greina gulan frá grænum og græn-
an frá bláum. Hann var frægastur
fyrir sláandi og kaldan stíl mynda
sinna, sem prýddu síður Vogue,
Elle og annarra frægra tísku- og
lífsstílstímarita. Newton sérhæfði
sig í skörpum nektarmyndum af
konum, gjarnan valdmiklum stríðs-
konum sem báru með sér vott af
kynferðislegum afbrigðileika,
hættu og munalosta. Hann tók
gjarnan myndir af konum í hunda-
ólum, keðjum, spelkum, hjólastól-
um og jafnvel söðlum.
Ein alræmd taka Newtons
hneykslaði eigendur ítalska skart-
gripafyrirtækisins Bulgari. Þar tók
hann myndir af demöntum fyrir-
tækisins og safírum á höndum
módels sem var að afhausa kjúk-
ling. Karlmenn léku yfirleitt þjóna-
rullur í ljósmyndum Newtons, sem
þjónar, bílstjórar eða áhorfendur.
Verk Newtons hneyksluðu
marga og mótmæltu femínistar
einni af sýningum hans með því að
fleygja málningu á myndir hans. Í
viðtali við netmiðilinn Salon árið
1998 sagði Newton þó að hann
væri hættur að taka myndir af
nöktum konum, hann hefði fengið
nóg af slíku fyrir lífstíð.
Helmut Newton látinn
Reuters
Ljósmyndarinn Helmut Newton á blaðamannafundi í nóvember á síðasta ári.
KVIKMYND Hilmars Oddssonar
Kaldaljós var opnunarmynd Gauta-
borgarhátíðarinnar á föstudags-
kvöld. Að sögn viðstaddra var
myndinni afar vel tekið og mikil
stemning í salnum, enda er Kalda-
ljós tilfinningaþrungin mynd.
Hilmar Oddsson leikstjóri var að
vonum afar ánægður með viðtök-
urnar. „Þetta var bæði troðfullur og
góður salur. Maður er nú búinn að
horfa svo oft á myndina, en það var
mjög gaman að sjá hana í þessum
fallega sal. Það var mjög falleg og
góð stemning allan tímann, sem er
ekki sjálfsagt mál á svona hátíðum.
Þetta var boðssýning, þar sem var
mikið af fyrirfólki, sem maður veit
ekki hvort var komið af einskærum
kvikmyndaáhuga eða af einhvers
konar skyldurækni. Ef þetta er
venjuleg sýning, þá veit maður að
allir eru komnir til að sjá myndina,“
segir Hilmar og bætir við að mynd-
in hafi haft áhrif á áhorfendur.
„Margir þurftu að koma að máli við
okkur eftir myndina til að óska okk-
ur til hamingju og tjá sig um mynd-
ina. Þau viðbrögð sem ég fékk í lok-
in voru að það hefði verið gífurleg
stemning.“
Hilmar segir áhorfendur hafa
klappað mikið eftir myndina og sér-
staklega þegar feðgarnir Ingvar og
Áslákur stigu upp á svið og hneigðu
sig. „Þá ætlaði allt um koll að keyra.
Það sem var ánægjulegast er að
ég fékk sterk viðbrögð hérna og
það var gott að sjá að myndin virk-
ar líka í útlöndum. Ef maður er að
fjalla um stórar mannlegar tilfinn-
ingar, eins og ást og kærleika og
líka grimmd, veit maður að mann-
eskjan er alls staðar söm. Það var
gott að fá staðfestingu á því,“ segir
Hilmar.
Uppselt er á allar sýningar á
Kaldaljósi á hátíðinni og viðtökur
hafa, að sögn Hilmars, verið afar
góðar. „Maður vonar að það viti á
gott. Það er líka gaman að geta þess
að það er verið að sýna hér Nóa alb-
ínóa í almennum sýningum og fólk
fer heilmikið á þær. Það er einmitt
ár síðan Nói fékk verðlaun hér, svo
þetta er góður punktur til að
byrja.“
Kaldaljós sýnd við upphaf Gautaborgarhátíðina
Ingvari og Ásláki vel fagnað
Áslákur Ingvarsson þykir hafa staðið sig sérstaklega vel í hlutverki sínu í
Kaldaljósi og var þeim feðgum vel fagnað í Gautaborg.