Morgunblaðið - 18.02.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.02.2004, Qupperneq 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Opel Vectra CD L/B 2,0, árg. 2000, sjálfsk., ek. 62 þús. Áhv. 900 þús. Afb. 21 þús. Verð 1.390 þús. Toyota Landcruiser 100 TDI, árg. 1999, sjálf- sk., ek. 125 þús., TEMS. Verð 4.150 þús. Mitsubishi Pajero 3,2 DI-D GLS, árg. 2000, sjálfsk., ek. 129 þús. Verð 3.450 þús. Toyota Camry LE 2,2 árg. 1995, sjálfsk., ek. 158 þús., dráttarkr., sumar- og vetrardekk. Verð 650 þús. Toyota Landcruiser 90 LX New 35", árg. 2004, sjálfsk., ek. 7 þús., leður, box, fjarstart o.fl. Verð 5.350 þús. Ford F 250 Lariat 7,3 TDI 35", árg. 2000, sjálfsk., ek. 156 þús., leður o.fl. Verð 3.390 þús. Borgartúni, Reykjavík Bíldshöfða, Reykjavík Dalshrauni, Hafnarfirði Hrísmýri, Selfossi Dalbraut, Akureyri Grófinni, Keflavík Lyngási, Egilsstöðum Álaugarvegi, Hornafirði Smiðjuvegi, Kópavogi RSH.is Dalvegi, Kópavogi M argir jeppar eru búnir driflæsingum í aft- urdrifi. Breyttir jeppar hafa auk þess gjarnan læsingu í framdrifi sem kemur þá í stað venjulegs mismunadrifs. Stundum er sagt að alvörujeppi sé ekki fullklár- aður nema hann hafi læsingu í fram- og afturhás- ingu sem tryggi að tiltækt afl berist til allra hjóla í einu. Nokkrar gerðir driflæsinga eru til en í gróf- um dráttum má segja að þær séu tvenns konar: Handstýrðar og sjálfvirkar. Handstýrðar driflæsingar Nokkrar gerðir driflæsinga eru til sem hægt er að tengja og aftengja að vild. Eru þær kallaðar handstýrðar driflæsingar. Þær hafa einungis tvær stillingar. Annars vegar venjulegt ólæst mis- munadrif og hins vegar læst, þar sem hjól á sömu hásingu snúast alltaf jafn hratt. Allar gerðir handstýrðra driflæsinga virka í grundvallaratriðum á sama hátt, þ.e. þegar læs- ingin er sett á fasttengjast afturöxlarnir við mis- munadrifshúsið og geta hjólin á þeirri hásingu þá alls ekki snúist á misjöfnum hraða. Munurinn á handstýrðum driflæsingum felst í þeirri aðferð sem notuð er við að læsa og aflæsa. Rafmagnslæsing Lítill rafmótor, sem festur er utan á drifið, er tengdur við færslugaffla inni í drifinu. Gafflarnir tengja og aftengja öxlana við mismunadrifshúsið. Kostir rafmagnslæsinga eru að þeir eru auðveldir í notkun. Öryggisbúnaður sér til þess að læsingin sé notuð rétt. Gaumljós sýnir hvort læsingin hafi náð gripi. Ókostirnir eru þeir að gæta þarf að tæringu á húsi utan um rafmótorinn. Barkalæsing Færslugafflar inni í drifinu, sem tengja eða af- tengja öxlana við mismunadrifshúsið, eru færðir til með handfangi inni í bílnum. Milli handfangsins og driflæsingarinnar er barki svipaður handbremsu- barka. Kostir barkalæsingar eru þeir að þetta er traustur og einfaldur búnaður. Ókostirnir eru þeir að barkar og færslubúnaður geta hætt að virka í miklu frosti þegar krapi og ís hleðst á undirvagn- inn. Loftlæsing Loftlæsing tengist á sama hátt og barka- og raf- magnslæsing nema hvað notaður er loftþrýstingur við sjálfa tenginguna. Kostirnir eru þeir að loft- læsingar fást í margar gerðir jeppa og eru einfald- ar í notkun. Ókostirnir eru þeir að loftkerfi þarf að halda raka- og lekafríu. Enginn öryggisbúnaður tryggir rétta notkun né sýnir gaumljós hvort læs- ingin hafi gripið. Handvirkar driflæsingar eru ekki notaðar í venjulegum akstri, einungis við mjög erfiðar að- stæður þar sem hætta er á spóli og stöðvun af þeim sökum. Hana skal setja á ef bíllinn festist, við akstur upp hála brekku, í ósléttu landi og á snjó. Skynsamlegt er að tengja læsinguna áður en bíll- inn festist þannig að hann komist frekar yfir hindrunina. Tenging og aftenging driflæsingar Þegar setja skal driflæsingu á er best að stöðva bílinn og kúpla frá, tengja læsinguna og aka síðan af stað. Alls ekki má tengja læsinguna í átaki eða á mikilli ferð. Þá skapast hætta á að skemma drif- læsinguna. Eftir að læsingin hefur náð gripi má aka eins hratt og aðstæður leyfa. Athugið þó að aksturseiginleikar jeppa breytast við læsingu; bíllinn verður stífari í stýri, varasamur í beygjum á hálum vegi þar sem hann á til að skríða út úr hjólfari ef ekið er með fullu átaki í beygjuna. Sjálfvirkar driflæsingar Sjálfvirkum driflæsingum má skipta í tvo flokka; diskalæsingu og tannhjólalæsingu. Diska- læsing, stundum kölluð tregðulæsing, leitast ávallt við að halda hraða hjólanna sem jöfnustum en gef- ur þó eftir við mikið álag og einnig of lítið álag. Til að diskalæsingar virki sem skyldi er nauðsynlegt að nota sérstaka smurolíu. Diskalæsingar geta verið varasamar í hálku. Tannhjólalæsing heldur hins vegar alltaf fullu átaki á hjólunum. Hún er alltaf tengd en til að vega upp mismun hraða milli hjóla sleppir hún því hjóli sem snýst hraðar en drífur hitt. Dæmi um slíkar læsingar eru NoSpin og LockRight. Kostir tann- hjólalæsingar eru þeir að ekki þarf að hafa áhyggj- ur af því hvort læsa eigi drifi eða ekki. Ókostirnir eru þeir að hún er alltaf tengd, líka þegar ekki hentar að hafa drifið læst, t.d. við akstur á hálum vegi eða innanbæjar. Tannhjólalæsing í framdrifi getur reynst hættuleg í hálku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Driflæsingar að framan og aftan eru nauðsynlegar í fjallamennsku. Fjallasport breytti þessum Trooper. Mismunandi gerðir driflæsinga Úr Jeppabók Arctic Trucks.  FREYR Jónsson, tækni- sérfræðingur hjá Arctic Trucks og pólfari, er einn mesti sérfræð- ingur landsins í driflæsingum. Hann segir að flestir nýir jeppar komi með driflæsingu að aftan. „Þörfin fyrir driflæsingar er meiri hérna en annars staðar og flestir framleiðendur bjóða því upp á 100% læsingar að aftan sem staðalbúnað. Í Patrol eru það vac- um-læsingar, í Toyota er það raf- magnsmótor. Allt byggist þetta á sama lögmálinu en útfærslurnar og stýringarnar eru mismunandi.“ Freyr segir að það megi líkja driflæsingum við annað fjór- hjóladrif í fjórhjóladrifnum bíl. „Ökumaður setur bílinn í fjór- hjóladrif og hann drífur 100% bet- ur. Svo er driflæsing sett á að aft- an og þá bætist við 50% meira drif og önnur 50% þegar fram- læsingin er sett á. En þó fer þetta auðvitað eftir aðstæðum,“ segir Freyr. Hann segir að kostur driflæs- inga komi gleggst í ljós þegar mik- ill þungi er á fáum hjólum og lítill þungi á einhverjum hjólum. Þá sé gripið mjög mismunandi. En þegar jafnt grip er á öllum hjólum, eins og oft er t.d. í sandi, þá skipti þær minna máli. Freyr hefur reynslu af slíkum aðstæðum síðan hann ók í eyði- mörkum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á Pólbílnum, þ.e.a.s. breytta Toyota Land Cruiser jeppanum sem notaður var við heimskautarannsóknir á Suðurskautslandinu og Toyota á Íslandi breytti. „Þarna ók ég í sandinum án þess að vera með læsingarnar á en samt tók hann á yfirleitt á báð- um hjólum. Hérna erum við hins vegar yfirleitt að eiga við snjó og hálku og afar mismunandi grip og þá kemur kostur driflæsinganna í ljós.“ Freyr segir að við íslenskar að- stæður dugi sjálfvirkar læsingar hins vegar engan veginn. Þegar gripið er mismunandi svíkja þær yfirleitt en þegar ekki þarf á þeim að halda þá virki þær. Sjálfvirkar læsingar séu jafnvel betri í sand- inum en þær læsingar sem við kjósum helst hér á landi. Toyota og fleiri framleiðendur taka sjálfvirku læsingarnar úr bíl- unum áður en þeir eru sendir hingað til lands og settar eru í staðinn handvirkar læsingar. Margar af þeim framdrifslæs- ingum sem notaðar eru hérlendis eru innlend smíði, t.a.m. svokall- aðar algripslæsingar sem hafa reynst ágætlega. Freyr segir að framleiðendur driflæsinga úti í heimi, eins og t.d. ARB í Ástralíu, séu dálítið seinir til þegar nýir jeppar komi á markaðinn. „Við viljum fá allt strax hérna. Þá er bara farið á verkstæðið og nýjar læsingar smíðaðar. Í nýja Land Cruiser 90 og Patrol líka eru al- gripslæsingar. Í eldri Land Cruiser 90 smíðuðum við rafmagns- stýrða læsingu sem þjónaði líka þeim tilgangi að styrkja drifið en það er minni þörf á því í nýrri bíl- unum,“ segir Freyr. Algripslæsing í framdrif Land Cruiser 90 kostar ísett nálægt 200.000 krónum og segja má að þetta sé nauðsynlegur búnaður fyrir þá sem fyrir alvöru stunda fjallaferðir. Freyr segir að miklu meira álag verði á öxlana þegar búið er að læsa þeim. Af þeim sökum þurfa menn að læra að nota læsing- arnar. Dæmi eru um að öxlar og öxulliðir hafi brotnað vegna rangrar notkunar læsinga. Stund- um hafa menn gleymt að aflæsa og tekið skarpa beygju á föstu undirlagi og brotið öxul. „Það þarf að læra inn á að nota læsingarnar en grunnurinn er sá að vita hvern- ig búnaðurinn virkar, hvað það er sem gerist þegar bílnum er læst. Þegar menn hafa einu sinni brotið öxul kunna þeir þetta líka.“ Driflæsingar smíðaðar hérlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.