Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 B 7 bílar  SMART, dótturfyrirtæki Daimler- Chrysler, hefur sent frá sér teikningar af næsta bíl sínum og þeim fjórða í Smart-línunni. Bíllinn á að koma á markað 2005 í Evrópu, þar sem fyrir eru þrjár gerðir bílsins, og í fyrsta sinn einnig í Bandaríkjunum. Bíllinn kallast Smart Formore og verður ætlaður jafnt fyrir ut- anvegaakstur sem malbikið og á að bjóða upp á spennandi aksturseig- inleika. Andreas Renschler, stjórn- arformaður Smart GMbH, segir að Formore sé ákjósanlegur bíll til þess að kynna á Bandaríkjamarkað. Formore verður framleiddur í verk- smiðju DaimlerChrysler í Juiez de Fora í Brasilíu, þar sem framleiðslugetan er 60.000 bílar á ári. Þar af reiknar Smart með að selja 30.000 bíla í Bandaríkjunum en það sem eftir stendur verður sent sjóleið- ina til Evrópu. Formore verður framleiddur í verk- smiðju DaimlerChrysler í Brasilíu. Nýr Smart-smájeppi RÚMLEGA 1,1 milljón lesenda Guter Rat, helsta tímarits neyt- enda í Þýskalandi, kaus Touran-fjölnotabílinn „skynsamlegasta valið árið 2004“ í flokki skutbíla og fjölnotabíla. Touran hlaut hin eftirsóttu „Auto-bílaverðlaun 2003“ og „Gullna stýrið 2003“ og heldur áfram mikilli sigurgöngu sinni með þessum verðlaunum. Einkum er tekið tillit til þriggja þátta við val á skynsamleg- asta bílakosti hvers árs; öryggis, hagkvæmni í rekstri og þess hve umhverfisvænn hann er. Hægt er að hafa Touran ýmist fimm eða sjö sæta, vélar eru hagkvæmar og í honum er mjög víðtækur öryggisbúnaður þannig að hann er afburðabíll í öllum flokkum. Touran fékk til dæmis fimm stjörnur í árekstra- og ör- yggisprófuninni víðfrægu Euro NCAP. Staðalbúnaður í Touran er ESP-búnaður sem bæði felur í sér spólvörn og skrikvörn sem meðal annars grípur inn í við hlið- arskrið og eykur veggrip. Touran kom fyrst á almennan markað í mars 2003 og var ekki lengi að verða sá mest seldi í flokki fjölnotabíla á Þýskalands- markaði. Á aðeins tíu mánaða tímabili voru framleiddir rúmlega 51.000 Touran-bílar sem þýðir 16,4% markaðshlutdeild. Hægt er að fá Touran með alls sjö mismunandi samsetningum vélar og gírkassa. Hér á Íslandi er það nýja 1.6 FSI-vélin sem notið hefur mestra vinsælda.Volkswagen Touran kostar frá kr. 2.290.000 krónum. Touran kjörinn „skynsam- legasta valið“ árið 2004 Touran-fjölnotabíllinn frá VW. Morgunblaðið/Árni Sæberg Smári Guðjónsson og Freyr Friðriksson hjá Vélaverkstæði Egils. EGILL vélaverkstæði ehf. hefur um árabil boðið upp á góða þjónustu við upptekningu véla. Verkstæðið er á Smiðjuvegi 9a í Kópavogi og það annast allar almennar og sérhæfðar viðgerðir á vélum og búnaði tengd- um þeim. Jafnframt hefur Egill véla- verkstæði nýlega byrjað að útvega vélapakkningar og fleira í flestar tegundir véla. Verkstæðið er búið fullkomnum tækjum til að taka upp vélar, t.d. borun á blokkum, sveif- arásslípun, taka upp hedd og fleira. Nýverið festi Egill vélaverkstæði kaup á þrýstiprófunarvél sem þrýsti- prófar hedd af bílvélum, bátavélum og fleiri tegundum véla. Þrýstiprófunarvélin er nýjung á markaðnum, en hún þrýstiprófar heddin undir álagi og hita og líkir eftir því umhverfi sem er í vélinni undir álagi. Heddin eru þrýstiprófuð undir þriggja til tíu bara þrýstingi ásamt því að vera þrýstiprófuð í 70–90 gráða heitu vatni. Það vill oft gerast með hedd að það myndist sprungur í þeim vegna of- hitnunar eða tæringar í efni. Svona sprungur í heddum lýsa sér best þegar vatn kemur saman við olíuna, olía fer saman við vatnið og vatn hverfur af vatnsforðabúri. Það getur sparað mikla vinnu og peninga að þrýstiprófa hedd, vegna þess að oft er ekki vitað hvort hedd eru sprungin eða ekki. Þegar hedd er þrýstiprófað undir álagi og hita er komist næst því sem gerist í vélinni og þannig getur sá sem skiptir um hedd, heddpakkningu o.fl. fullvissað sjálfan sig og sinn viðskiptavin um það að heddið sem er sett á vélina er í lagi, og þannig er hægt að fyrir- byggja hættuna á því að sprungið hedd sé aftur sett á vélina. Ný þrýsti- prófunarvél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.