Morgunblaðið - 18.02.2004, Qupperneq 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
ÞÁ er hann kominn til landsins, fyrsti
jepplingurinn frá BMW sem kallast
X3. Við fyrstu kynni lítur hann út
eins og smækkuð mynd af stóra bróð-
ur, X5, en við nánari kynni kemur í
ljós að þótt ytra formið sé líkt eru
þeir um margt annað ólíkir. BMW-
menn kveðast hafa skapað nýjan
flokk bíla með X3, það sem þeir kalla
lúxusjeppling. Svipaðir bílar eru þó
til, eins og t.a.m. Lexus RX300, sem
þó er nokkuð stærri bíll en X3. Í síð-
ustu viku var X3 prófaður í þaula og
eknir á honum nálægt 1.000 kíló-
metrar og fékkst því af honum nokk-
ur reynsla.
Bíllinn er laglegur á að líta og ber
strax með sér að hér er um meiri
akstursbíl að ræða en títt er um í
flokki jepplinga. Hann situr á breið-
um lágbörðum á 17 tommu álfelgum
og hjólabilið og hjólhafið er mikið.
Bara það að líta á bílinn gefur til
kynna mikið veggrip og annað kæmi
náttúrlega á óvart þegar BMW á í
hlut.
Einn hlaðinn
Bíllinn sem var prófaður er sá eini
sem enn er kominn til landsins. Hann
er með 3ja lítra, V6 vél, sjálfskiptur
með handskiptivali, með sóllúgu, leð-
urklæddur með rafstillingum og
minni í sætum, sex diska magasíni,
hita í sætum, fjölrofastýri með hraða-
stilli og hljómtækjastillingum, sjö
tommu skjá, sjónvarpi og innbyggð-
um síma fyrir blátannartækni, loft-
kælingu og tölvustýrðri miðstöð og
xenon-framljósum, svo fátt eitt sé
nefnt.
Þetta er lúxusbíll og það kemur
strax í ljós og sest er inn í hann. Efn-
isval er af háum gæðastaðli og sömu-
leiðis frágangur og vinna. Þetta
finnst glöggt þegar tekið er á hlut-
unum, eins og t.a.m. hirslunni á milli
sætanna, þar sem geisladiskamagas-
ínið er geymt.
Það er draumur að aka
Prófunarbíllinn var klæddur ljósu
leðri og mælaborðið er tvílitt. Það
finnst samt að hér er talsvert minni
bíll á ferð en X5; hann er þrengri til
hliðanna en engu að síður fer ágæt-
lega um tvo fullorðna í aftursætum.
Það kemur síðan á óvart hve mikið
farangursrýmið er. Það er reyndar
nokkru stærra en í X5.
Þessi bíll er sem draumur fyrir þá
sem hafa gaman af því að keyra.
Þarna fer saman frábær vél með öfl-
ugu upptaki og mikilli vinnslu, mögn-
uð sjálfskipting og svo þessi full-
komnun í undirvagni sem gerir
mönnum kleift að fara út á ystu brún
í akstri án þess að vera fífldjarfir.
Fjöðrunin er stíf án þess að vera höst
og bíllinn er alltaf eins og límdur við
veginn.
Reyndar minna aksturseiginleik-
arnir meira á BMW X5 en 3-línuna,
því bíllinn er auðvitað hábyggðari en
fólksbílarnir og fjöðrunin lengri.
Hann er 10 cm styttri en X5 en hjól-
hafið er samt ekki nema 2,5 cm
styttra. Þá vegur hann um 200 kg
minna en samsvarandi gerð X5.
Það er virkilega gefandi að aka X3
á þjóðvegum. Stýringin er nákvæm
og ökumaður hefur mikla tilfinningu
fyrir veginum undir stýri. Það er ekki
millikassi í X3 frekar en X5 og fyrir
vikið má tala um þeir séu báðir borg-
arjepplingar og síður ætlaðir til akst-
urs utan vega. Í X3 er splunkunýtt
fjórhjóladrifskerfi BMW sem kallast
xDrive. Þetta er rafeindastýrt kerfi
sem er aftan við sjálfskiptinguna og
stýrir átakinu til öxlanna eftir þörf-
um hverju sinni. Í venjulegum akstri
er afldreifingin 60% til afturhjólanna
og 40% til framhjólanna. Um leið og
bíllinn sýnir tilhneigingu til að und-
irstýra í beygju deilir kerfið meira
afli til afturhjólanna á tíunda hluta úr
sekúndu og áður en sjálf stöðugleika-
stýringin og spólvarnarkerfið, DSC,
byrjar að virka. Sama á við ef bíllinn
sýnir tilhneigingu til að yfirstýra. Þá
flytur kerfið meira afl til framhjól-
anna og dregur úr hættunni á yfir-
stýringu á örskotsstundu. Þrátt fyrir
talsvert ruddalega keyrslu virkaði
bíllinn aldrei laus á veginum og það
var ekki fyrr en farið var að aka í
hálku sem í fyrsta sinn kviknaði á
lampa í mælaborðinu sem gaf til
kynna að DSC-kerfið hefði gripið inn
í. xDrive-kerfið sá um að halda bíln-
um stöðugum og koma í veg fyrir yf-
ir- og undirstýringu án þess að öku-
maður yrði þess í raun nokkurn tíma
var.
Dýr og eyðslufrekur
X3 hefur einhverja bestu alhliða
aksturseiginleika sem undirritaður
hefur reynt í jepplingi fram til þessa.
Þar spilar allt saman; mikið vélarafl,
framúrskarandi aksturseiginleikar,
háþróað drifkerfi og lagleg, nútíma-
leg hönnun. Það sem hann hefur á
móti sér er talsverð bensíneyðsla í 3,0
lítra vélinni, (aksturstölvan sýndi að
jafnaði um 14 lítra eyðslu í utanbæj-
arakstri), og hátt verð. Bíllinn kostar
nefnilega 5.120.000 krónur með 3,0
lítra vélinni, en að auki var með auka-
pakka að verðmæti 730.000 kr. sem
hleypir verðinu upp í 5.850.000 kr. Í
þessum pakka er málmlitur, leður-
áklæði, sjálfskipting, fjölrofastýri,
leðurklætt sportstýri, álfelgur, sam-
litur, viðarklæðning, hiti í sætum,
loftkæling, hljómtæki og hvít stefnu-
ljós. Að auki var annar búnaður sem
verður boðinn með bílnum nema það
sé sérpantað, s.s. panorama-topp-
lúga, rafmagn í sætum, þvottur á
framljósum, leiðsagnarkerfi, beygju-
aðlagandi ljós, sjónvarp og xenon-
ljós. Það stendur því eftir að bíllinn
er stíft verðlagður og í raun of lítill
verðmunur á X3 og X5. Ekki kæmi
því á óvart þótt margir hölluðust
fremur að stærri bílnum á þeim for-
sendum að verðmunurinn sé svo lítill,
þótt X3 höfði kannski til annars hóps
kaupenda sem vilja sportlegri upp-
lifun í akstri.
Vél: 2.979 rúmsentimetr-
ar, sex strokkar, 24 ventl-
ar.
Afl: 231 hestafl.
Tog: 300 Nm við 3.500
snúninga á mínútu.
Gírskipting: Fimm þrepa
sjálfskipting með hand-
skiptivali.
Drifkerfi: xDrive, raf-
eindastýrt fjórhjóladrifs-
kerfi.
Eyðsla: 11,4 lítrar í blönd-
uðum akstri (skv. fram-
leiðanda).
Hröðun: 7,8 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km.
Hámarkshraði: 210 km/
klst.
Fjöðrun: Sjálfstæð gorma-
fjöðrun.
Hemlar: Diskar að framan
og aftan, kældir, ABS,
EBD.
Lengd: 4.565 mm.
Breidd: 1.853 mm.
Hæð: 1.674 mm.
Hjólhaf: 2.795 mm.
Eigin þyngd: 1.835 kg.
Farangursrými: 480–
1.560 lítrar.
Verð: 5.120.000 kr.
BMW X3 3.0i
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sportlegar línur og aksturseiginleikar á við það besta.
Framúrskarandi akst-
urseiginleikar í X3
REYNSLUAKSTUR
BMW X3 3.0i
Guðjón Guðmundsson
Einn með öllu – meira að segja sjónvarpi og leiðsögukerfi.
Eins og smækkuð mynd af X5 en samt með ólíkan karakter.
gugu@mbl.is
Prófunarbíllinn var með xenon-ljós með beygjuaðlögun.