Morgunblaðið - 18.02.2004, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 B 15
bílar
Ljósmynd/Guðrún B. Guðmundsdóttir
Agnes K. Sigurðardóttir teymdi Súkkuna hennar Láru Kristjánsdóttur yfir einn
af stærstu krapapyttunum svo hún myndi ekki bara sigla í burtu!
„VIÐ erum orðnar öllu vanar og ætl-
um því að þessu sinni að fara í Setrið,
flottasta fjallaskála á landinu,“ segir
Soffía Eydís Björgvinsdóttir, einn af
skipuleggjendum hinnar árlegu
Kvennaferðar 4X4 klúbbsins sem
farin verður helgina 26.-28. mars.
Þetta er þriðja ferð þeirra að þessu
sinni en fyrri ferðir hafa verið til
Hveravalla og Landmannalauga.
„Við fórum í krapaferðina miklu í
Landmannalaugar fyrsta árið,“ segir
Soffía. „Það var mikil eldskírn enda
við óvanar að þurfa að bjarga okkur
alveg sjálfar. Þarna þurftum við að
glíma við slæmar festur, affelganir,
hliðarhalla og aka upp á hóla til að
reyna að finna bestu leiðina. Sem
betur fer hafði maðurinn minn laum-
að vöðlum í bílinn enda fór aðstoðar-
ökumaðurinn minn ekki úr þeim alla
helgina.“
Soffía sagði að þarna hefðu þær
fengið meira sjálfstraust til að gera
það sem þurfti, sem sést best á leið-
arvali þeirra í ár.
Endurvakning í kvennastarfinu
Kvennaferðir voru farnar á vegum
klúbbsins á árum áður og segja má
að það sé mikil endurvakning í
kvennastarfi 4X4. Nú sitja sex konur
þar í stjórn og í undirbúningsnefnd
kvennaferðarinnar eru átta kraft-
miklar konur. Það er margt á döfinni
hjá þeim, svo sem námskeið og
kennsla í því allra nauðsynlegasta og
mun einhver hluti í undirbúningnum
m.a. eiga sér stað á verkstæði.
„Við fáum að rifja upp hvernig við
hnýtum hnúta, hleypum úr, lesum á
GPS tækið o.fl., ásamt því sem við
fáum nokkur góð ráð frá þaulreynd-
um jeppamönnum. Stór hluti þátt-
takenda hefur reynslu úr fyrri
kvennaferðum,“ segir Soffía.
Það má geta að nú þegar eru 14
bílar skráðir í kvennaferðina og
skráning nýhafin. Með bílum undir-
búningsnefndarinnar stefnir þetta í
20 bíla eða um 50-60 konur.
Tilfæringar við affelgun. Það leit ekki vel út til að byrja
með hvort dekkinu yrði reddað, en það hafðist að lokum.
Affelgun hjá Stínu í Fjallasport. Reynt var að rifja upp hvern-
ig strákarnir fara að og svo var það bara framkvæmt.
Orðnar færar í flestan snjó
Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík, sími 587 8888, www.bilasalarvk.is
Toyota Landcr. 100 VX V-8 New 03/03,
ek. 18 þ. km, einn með öllu, 7 manna.
Nýr Toyota Landcr. 90 VX D4D New,
01/04, ssk., einn með öllu, 7 manna.
Lán kr. 3.500,000.
Mmc Pajero GLS GDI
3500 06/02, ssk., ek. 45
þ. km, einn með öllu,
7 manna á 32“ dekkjum.
Volvo XC 90 2,5 Turbo 09/03, ssk., ek.
10 þ. km, einn með öllu, 7 manna.
7 manna lúxusjeppar eru til sýnis og sölu
Höggdeyfar
í hæsta
gæðaflokki
Borgartúni, Reykjavík
Bíldshöfða, Reykjavík
Dalshrauni, Hafnarfirði
Hrísmýri, Selfossi
Dalbraut, Akureyri
Grófinni, Keflavík
Lyngási, Egilsstöðum
Álaugarvegi, Hornafirði
Smiðjuvegi, Kópavogi
RSH.is
Dalvegi, Kópavogi
Kauptu næsta bílinn þinn beint
frá Kanada - Pallbílar á tilboði
www.natcars.com