Morgunblaðið - 18.02.2004, Page 17

Morgunblaðið - 18.02.2004, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 B 17 bílar FYRSTA vélsleðakeppni vetrarins var haldin á Húsavík sunnudaginn 8. febrúar. Keppt var í þremur flokkum; unglinga, sport open og pro open. Maður mótsins var 16 ára kappi frá Húsavík, Eyþór Hemmert Björnsson, sem mætti á nýjum Ski-doo 440 Racing og skákaði gömlu jöxlunum, Alexand- er Kára og Helga Reyni Árnasyni, sem hafa verið mjög áberandi und- anfarin ár. Eyþór ekur í sport-flokki og var í unglingaflokki síðasta vet- ur. Alexander og Helgi Reynir voru einu keppendurnir í pro-flokknum og voru því sport- og pro- flokkarnir sameinaðir og eknir saman og vann Eyþór síðasta og næstsíðasta hítið með tilþrifum og stóð uppi sem sigurvegari móts- ins. Einnig má geta þess að Eyþór hefur ekið á torfæruhjólum í um tvö ár og setti Íslandsmet í lang- stökki á torfæruhjóli síðastliðið sumar. Stökkið mældist 35 metrar. Eyþór Emmert í háloftunum. Eyþór stal senunni UM þessar mundir er verið að kynna nýja kynslóð Audi A6, sem vænt- anlegur er á markað í Evrópu á næstu mánuðum. Óhætt er að tala um mikl- ar breytingar á bílnum sem núna skartar stóru og krómslegnu grilli sem er ólíkt því sem áður hefur sést hjá Audi. Nýi bíllinn er sömuleiðis talsvert stærri en fyrri árgerð, eða 4,92 cm, en var áður 4,80 cm. Þar með verður nýr A6 10 cm lengri og 4 cm breiðari en Mercedes-Benz E. Bíllinn verður boðinn með þremur gerðum af bensínvélum og tveimur dísilvélum. Bensínvélarnar verða ekki fáanlegar með forþjöppu og eru í stærðunum 2,4, 3,2 og 4,2 lítra. Dís- ilvélarnar eru 2,0 og 3,0 lítra. Eins og sést eru aðrar línur ríkjandi í nýjum A6. Fyrstu myndir af Audi A6 A6 er lengri og breiðari og með breyttu grilli. - Það borgar sig að nota það besta w w w . f a l k i n n . i s E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .2 6 6 Bílavarahlutir Ásþétti Hjólalegusett Hjöruliðir Kúplingar og höggdeyfar Viftu- og tímareimar Kúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Kúluliðir Keilulegur http://www.gnyr.is Ómissandi í fjallaferðirnar! Athugið! ALÞRIF - Pækilinn af - Kostar lítið meira að þrífa bílinn að innan TOPP 20 mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.