Morgunblaðið - 18.02.2004, Page 22
MICHELIN DEKK
Til sölu nýleg 16", 205/55 negld
vetrardekk. Upplýsingar í síma
892 6787/893 3434.
MAGIRUS DEUTZ 168M11FAL
4x4m dísel, árg. 1983, ekinn 128.000 km
frá upphafi. Frekari upplýsingar og mynd-
ir á www.buvelar.is og í síma 480 0400.
FEBRÚAR-TILBOÐ - SAVAGE
25 RTR
Tómstundahúsið Nethyl 2,
sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík
höggdeyfar eru orginal
hlutir frá USA og E.E.S.
Aisin kúplings-
sett eru orginal
hlutir frá Japan
varahlutir í miklu úrvali
KIA Í S L A N D
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • WWW.KIA.IS
B í lar sem borga s ig!
SJÁLFSKIPTINGAR
Ertu búinn að skipta um olíu og síu
í sjálfskiptingunni
nýlega?
Hvernig væri að
skipta reglulega og
forðast dýrar við-
gerðir!
TIL SÖLU HONDA SHADOW, 1100 CC,
ÁRG. 1985, ekið 22 þús. mílur. Glæsilegt
hjól. Upplýsingar í síma 853 6071,
865 8886 eða 464 1721.
Óska eftir 7 manna bíl, station bíl eða
jeppa í skiptum fyrir Opel Astra 1.6 ek.
70 þús. Árg. 99. Skipti og/eða yfirtaka á
láni. Áhugasamir sendi tilboð á
stefan@nh.is.
FEBRÚAR-TILBOÐ - SAVAGE
25 RTR
Tómstundahúsið Nethyl 2,
sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
22 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR sleðaframleiðendur voru fyr-
ir réttum tveimur árum að keppast
við að kynna 2003-árgerðina litu ýms-
ir áhugaverðir sleðar dagsins ljós. Við
skulum muna að þetta var árið sem
Ski-doo kom með REV á almennan
markað og Arctic Cat með Firecat;
hvort tveggja sleðar sem hlotið hafa
verðskuldaða athygli og lof. Einnig
kynnti Arctic Cat tveggja strokka
900-vélina á þessum tíma. Enginn
þessara sleða varð þó þess heiðurs að-
njótandi að hljóta nafnbótina „Sleði
ársins“ hjá hinu virta tímariti Snow
Goer. Sá titill var þegar frátekinn fyr-
ir eina mestu sprengju sem komið
hefur inn á vélsleðamarkaðinn hin síð-
ari ár, RX-1 frá Yamaha.
Með RX-1 gerði Yamaha það sem
ýmsir höfðu spáð að myndi ekki verða
raunveruleiki fyrr en eftir mörg ár.
Þeir komu fram með fullskapaðan
fjórgengissleða, sambærilegan að afli
við öflugustu tvígengissleða og innan
þeirra þyngdarmarka sem hljóta að
teljast vel viðunandi. Með því er þó á
engan hátt verið að draga úr þeirri
staðreynd að RX-1 er þungur sleði í
samanburði við þá tveggja strokka
tvígengislínu sem verið hefur nær
allsráðandi hjá öðrum sleðaframleið-
endum síðustu ár. En er RX-1 sleði
fyrir íslenskar aðstæður? Eða er
þetta einfaldlega nökkvaþungt
skrímsli með vonlausa aksturseigin-
leika? Fyrir milligöngu Toyota á Ak-
ureyri, umboðsaðila Yamaha, var
ákveðið að taka RX-1 til reynsluakst-
urs og freista þess að dæma hvers
konar sleði væri hér á ferðinni.
Byrjað var á stuttum sleða á 121
tommu belti.
Einstök vél
Kynning Yamaha á RX-1 kom nán-
ast eins og þruma úr heiðskíru lofti
því ótrúlega lítið hafði lekið út um
áformin. Það sem Yamaha gerði var
að taka vélina úr hinu vinsæla R1-
mótorhjóli og laga hana að notkun í
sleða. Þetta er fjögurra strokka 998 cc
línuvél með fimm ventlum á hverjum
strokk og fjórir 37 mm blöndungar
sjá um að fæða græjuna þannig að öll
145+ hestöflin fái notið sín. Eitt af
þeim vandamálum sem menn sáu fyr-
ir sér var að vélsleðakúpling myndi
aldrei virka á þeim snúningshraða
sem litlar en kraftmiklar fjórgengis-
vélar þurfa. Þetta leysir Yamaha
snilldarlega með einföldum niðurgír-
unarbúnaði. Útkoman er einstök vél,
gríðarlega aflmikil en mun sparneyt-
nari en sambærilegar tvígengisvélar.
Yamhaha gefur upp allt að 30% minni
eyðslu en sambærileg tvígengisvél og
prófanir Maximumsled.com hafa
staðfest þær tölur.
Þessi stóra vél gerir það að verkum
að RX-1 er engin léttavara. Hins veg-
ar finnst ótrúlega lítið fyrir þyngdinni
í öllum venjulegum akstri. Vélinni er
komið fyrir eins neðarlega og hægt er
og leitast við að sem mest af þyngd-
inni sé sem styst frá driföxlinum og
ökumanninum. Í hefðbundnum „trail-
akstri“ virkar RX-1 ekkert þyngri en
hefðbundnir stuttir sleðar, nema síð-
ur sé. Það er fyrst og fremst þegar þú
festir þig að öll 300 kílóin verða að
veruleika. Hins vegar er vélarorkan
af þeirri stærðargráðu að festur eru
nokkuð sem ekki þarf að hafa miklar
áhyggjur af. Þá má minna á að sleðinn
hefur verið léttur verulega frá fyrstu
árgerðinni og mun þannig léttast um
heil 15 kg á næsta ári.
Það er alveg sama hvort menn
hugsa notkun sleðans fyrir styttri eða
Yamaha RX-1 reynsluekið
RX-1 er sleði sem fer mjög vel með mann í öllum venjulegum akstri.
Framfjöðrunin kom vel út þótt hún sé ekki sú lengsta í bransanum.
Flott útfærsla en krefst nýrrar hugsunar við að koma fyrir farangursgrind.
Vélin er einstök í sinni röð.