Morgunblaðið - 22.03.2004, Page 16
DAGLEGT LÍF
16 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kynningarvika 23. - 27. mars!
Ný og spennandi verslun með
ATSON leðurvörur - ókeypis nafngylling fylgir -
Claudio Ferrici töskurnar komnar aftur
15% afsláttur af öllum vörum í tilefni opnunarinnar...
Atson, Brautarholti 4 - 105 R
Ertu að leita þér
að nýjum skóm?
1 4 4 4
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Það fer vel á með okkur ogég er mjög ánægð meðþetta fyrirkomulag. Viðeigum það síðan sameig-
inlegt að koma úr norðlenskum
sveitum,“ segir Hólmfríður Jóhann-
esdóttir, sem hefur fengið vikuleg-
ar heimsóknir frá heimsóknavini
frá því í nóvember síðastliðnum.
Hólmfríður er 85 ára gömul og býr
í þriggja herbergja íbúð í Sunnu-
hlíð við Kópavogsbraut. Eftir að
sjóninni hrakaði snögglega fyrir
um ári, treysti hún sér ekki lengur
til að fara ein út úr húsi og bauðst
því þessi þjónusta. Í gegnum tíðina
hefur ganga verið áhugamál hjá
sjálfboðaliðanum Margréti Gísla-
dóttur, sem sjálf er 75 ára, enda er
hún sögð þekkja hvern einasta
kattarstíg í Kópavogi.
„Sjónin dapraðist skyndilega.
Vandamálið er í augnbotnunum og
við því er bara ekkert að gera. Við
hjónin vorum svolítið dugleg við að
ganga saman á meðan maðurinn
minn lifði, en eftir að ég varð ekkja
fyrir tíu árum hef ég lítið gert af
þessu. Verra er að ég treysti mér
ekki lengur í stóru sundlaugina í
Kópavogi en þar var ég fastagestur
klukkan sjö á hverjum morgni í
mörg ár. Hinsvegar fer ég í vatns-
leikfimi hér í Sunnuhlíð einu sinni í
viku. Ennþá get ég horft á sjón-
varpið með því að hafa það nógu
nálægt mér, en ég á orðið bágt
með að lesa. Fyrirsagnirnar sé ég
nokkuð vel og smáa letrið með
stækkunargleri, en svo vill það
renna saman þegar á líður. Ég
hlusta aftur á móti mikið á útvarp
og fylgist þá gjarnan með þjóð-
málaumræðunni á Útvarpi Sögu,“
segir Hólmfríður, sem er Skagfirð-
ingur að ætt og uppruna, frá Þor-
leifsstöðum í Blönduhlíð. Hún bjó
lengi vel og stundaði búskap á
Bárustöðum við Hanneyri, þar sem
eiginmaðurinn Ellert Finnbogason
var íþróttakennari, en fluttist til
Kópavogs árið 1970. Þá tók hún
m.a. að sér saumaskap af ýmsu
tagi og ræktaði garðinn sinn við
Kastalagerði 9 enda bera við-
urkenningar, sem hanga uppi á
veggjum hjá Hólmfríði, þess vott
að þar hafi verið vandað til verka.
Sjálfboðaliðinn Margrét segist
hafa hætt á almennum vinnumark-
aði um sjötugt eða fyrir fimm árum
og örugglega gefi þessi samvera
henni jafnmikið og Hólmfríði. Mar-
grét, sem á rætur sínar að rekja í
Húnavatnssýsluna, hefur búið í
Kópavogi í 25 ár og segist hafa
fengið þá hugdettu að líta við hjá
Kópavogsdeild Rauða krossins síð-
astliðið haust eftir að hún rak aug-
un í litla auglýsingu þar sem verið
var að óska eftir sjálfboðaliðum.
„Maðurinn minn nennir ekkert að
labba úti. Hann fer út að keyra
þegar ég fer út að labba. Ég er á
því að mín aðferð sé mun heilsu-
samlegri.“
Þær stöllur Hólmfríður og Mar-
grét hittast á fimmtudögum og eru
saman í um klukkutíma í einu.
„Annars erum við ekkert svo ná-
kvæmar á tímanum. Þetta getur
allt eins dregist eitthvað hjá okkur.
Við notum okkur gönguleiðirnar í
nágrenninu, en annars liggja
göngustígar héðan út um allt, allt
vestur á Nes og svo upp í Breið-
holt, þó við séum nú almennt ekki
svo stórtækar.“
SAMVERA|
Fara út að
ganga vikulega
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margrét Gísladóttir og Hólmfríður Jóhannesdóttir: Þeim kemur vel saman
og þær eiga það sameiginlegt að koma úr norðlenskum sveitum.
SUMIR hafa þörf fyrir aðspjalla, láta lesa fyrir sig,fara í gönguferðir, fá að-stoð við innkaup eða tefla
svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir kjósa
að fara í ökuferðir saman, skoða
eitt og annað og skreppa svo
kannski á kaffihús,“ segir Garðar
Guðjónsson, formaður Kópavogs-
deildar Rauða kross Íslands, sem
rekur svokallaða heimsóknaþjón-
ustu. Fólk óskar eftir heimsókna-
vinum af ýmsum ástæðum og geta
ábendingar um þörf þeirra fyrir
heimsóknir sömuleiðis komið frá
aðstandendum, vinum, fé-
lagsþjónustu eða heilsugæslu.
„Heimsóknavinirnir eru fólk í
sjálfboðavinnu sem hefur bæði
tíma og vilja til að gefa af sér í
mannlegum samskiptum, en þau
eru auðvitað öllum mönnum mik-
ilvæg,“ segir Garðar.
Heimsóknavinum Kópavogs-
deildar Rauða kross Íslands hefur
fjölgað mikið á undanförnum mán-
uðum og eftirspurn eftir heim-
sóknaþjónustu deildarinnar hefur
einnig aukist talsvert. Sjálfboðin
heimsóknaþjónusta á sér langa
hefð í Kópavogsdeild Rauða kross-
ins og er meðal áhersluverk-
efna deild-
arinnar. Um
fjörutíu sjálf-
boðaliðar taka
nú virkan þátt
í þessari þjón-
ustu með
heimsóknum á einkaheimili,
í hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og
sambýlin Skjólbraut og Gullsmára.
Talsverður hópur fólks hefur auk
þess lýst yfir áhuga á að taka þátt
í verkefninu. Heimsóknavinirnir
eru á öllum aldri og af báðum
kynjum, þeir yngstu á táningsaldri
og þeir elstu á níræðisaldri. Konur
eru þó í miklum meirihluta og
karlar mættu gjarna gefa starfinu
meiri gaum, að sögn Garðars.
„Heimsóknavinir heimsækja að-
allega eldra fólk og fólk sem á við
sjúkdóma að stríða, auk annarra
einstaklinga sem að öllu jöfnu fá
fáar heimsóknir og búa við ein-
semd og einangrun. Yfirleitt er
um að ræða klukkustund í senn,
gjarnan einu sinni í viku, og getur
heimsóknin verið á virkum degi
eða um helgi,“ segir Garðar.
Gleði og lífsfylling
Þjónustan er sjálfboðin og því
án endurgjalds enda ber Kópa-
vogsdeild Rauða krossins allan
kostnað af öflun og þjálfun sjálf-
boðaliða. Áður en heimsókna-
vinur getur hafið
störf fer
hann á nám-
skeið í heim-
sóknaþjón-
ustu og hann
skuldbindur
sig til að starfa sam-
kvæmt starfsreglum um
heimsóknaþjónustu og er
bundinn þagnarskyldu um per-
sónuleg málefni skjólstæðings. Að
loknu námskeiði fer fulltrúi deild-
arinnar með sjálfboðaliðanum til
viðkomandi einstaklings og síðan
tekur vinurinn við. Auk undirbún-
ingsnámskeiðsins eru sjálf-
boðaliðum boðin námskeið í al-
mennri skyndihjálp og sálrænni
skyndihjálp, án endurgjalds, auk
annarrar þjálfunar og fræðslu.
„Reynslan sýnir að heimsókn-
irnar geta veitt sjálfboðaliðanum
gleði og lífsfyllingu rétt eins og
þeim sem fær heimsóknina. Sjálf-
boðin heimsóknaþjónusta Kópa-
vogsdeildar kemur ekki í staðinn
fyrir þjónustu opinberra aðila né
leysir hún þá á nokkurn hátt und-
an skyldum sínum. Hún getur hins
vegar verið kærkomin viðbót fyrir
þann sem þiggur heimsóknina.
Þjónustan eins og annað sjálfboðið
starf hefur mikið gildi fyrir sam-
félagið. Samkvæmt könnun, sem
gerð var á síðasta ári með al-
þjóðlega viðurkenndum mæling-
araðferðum, skilar hver króna,
sem Kópavogsdeild ver til sjálf-
boðins starfs, sér áttfalt til sam-
félagsins,“ segir Garðar.
Þegar hann er að lokum spurð-
ur hvert fólk eigi að snúa sér vilji
það óska eftir heimsóknavini sér
eða öðrum til handa svarar hann
að áhugasamir geti snúið sér til
sjálfboðamiðstöðvar Kópavogs-
deildar Rauða krossins í Hamra-
borg 11 í Kópavogi þar sem opið
sé virka daga frá 12.00–14.00.
VINÁTTA| Kópavogsdeild Rauða krossins með heimsóknaþjónustu
Heimsóknavinir rjúfa
einsemd og einangrun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kærkomin aðstoð: Könnun sem gerð var á síðasta ári sýnir að hver króna
sem Kópavogsdeild ver til sjálfboðins starfs skilar sér áttfalt til samfélags-
ins, segir Garðar Guðjónsson.
Hlutverk heimsókna-
vina hefur þýðingu fyrir
þiggjendur jafnt sem
sjálfboðaliða. Jóhanna
Ingvarsdóttir kynnti sér
starfið hjá Garðari Guð-
jónssyni, formanni
Kópavogsdeildar Rauða
krossins.
TENGLAR
..............................................
Tenglar:
www.redcross.is/kopavogur