Morgunblaðið - 22.03.2004, Síða 24
UMRÆÐAN
24 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HÚSNÆÐISMÁL eru sá mála-
flokkur sem brennur á mörgum á efri
árum. Sumir búa enn í
því húsnæði sem fjöl-
skyldan hefur átt lengi
og þar sem börnin uxu
úr grasi. Þegar árin
líða og heilsunni hrak-
ar vefst það þó fyrir
mörgum að halda í
horfinu og ekki síður
vill fólk gjarnan
minnka við sig og hafa
örlítið meira fé milli
handa til að njóta eft-
irlaunaáranna.
Í Garðabæ hefur
húsagerðin einkennst
af millistóru og stóru
einbýli. Margir þeirra
Garðbæinga sem
komnir eru yfir miðjan
aldur búa í sérbýli af
þessu tagi og margir
þeirra geta hugsað sér
til hreyfings og að
minnka við sig hús-
næði. Ég hef orðið vör
við, í samtölum mínum
við íbúa bæjarins, að
mörgum þykir skorta nægilega fjöl-
breytni í húsnæðisvali. Má þar nefna
að margir hafa sýnt áhuga á litlu sér-
býlisformi og þá gjarnan í nánu sam-
býli við þjónustukjarna, en mikill
skortur er á slíku húsnæði í bænum.
Nú á sér stað uppbygging á Sjálandi
þar sem m.a. er gert sérstaklega ráð
fyrir fjölbýlisíbúðum ætluðum eldri
borgurum. Allar íbúðir í því hverfi
verða reyndar í fjölbýli. Í þeim hug-
myndum sem fram hafa komið í
tengslum við endurskoðun að-
alskipulags Garðabæjar er gert ráð
fyrir þéttingu byggðar með háu hlut-
falli fjölbýlis á kostnað sérbýlis. Lítið
er vitað um þarfir og vilja þessa ald-
urshóps í bænum, þótt vitanlega megi
gera ráð fyrir því að væntingar og
þarfir séu ólíkar eftir einstaklingum
og ekki er við því að búast að öllum
hugnist samskonar húsnæðisform.
Æskilegt er að húsnæðisþarfir þessa
aldurshóps verði greindar áður en
nýtt aðalskipulag fer í almenna kynn-
ingu út til bæjarbúa.
Hinn 1. des sl. voru
Garðbæingar 60 ára og
eldri 1.416 talsins eða
16% íbúa bæjarins og
það hlutfall slagar hátt
upp í fjölda allra grunn-
skólabarna í bænum.
Könnun meðal 60 ára
og eldri
Það er því brýnt að gerð
verði könnun á húsnæð-
ishögum Garðbæinga
eldri en 60 ára. Markmið
með slíkri könnun væri
að fá fram afstöðu eldri
borgara og þeirra sem
nálgast lífeyrisaldur á
eigin húsnæðismálum
þar sem leitað verði eftir
væntingum þessa hóps
til búsetuforms og hús-
næðisgerðar. Nið-
urstaða slíkrar könn-
unar getur komið að
góðum notum í þeirri
vinnu sem nú á sér stað
við endurskoðun aðalskipulags
Garðabæjar. Æskilegt væri að Félag
eldri borgara í Garðabæ verði til ráð-
gjafar þegar könnunin verður gerð,
og einnig nefnd um málefni eldri
borgara. Tillaga í þessa veru var lögð
fram í bæjarstjórn Garðabæjar fyrir
skemmstu og er óafgreidd.
Það hlýtur ávallt að vera metn-
aðarmál hvers bæjarfélags að búa vel
að öllum sínum íbúum, bæði ungum
og öldnum, og bjóða upp á fjölbreyti-
legan húsakost. Því er full ástæða til
að taka húsnæðismálin föstum tökum
og gera fólki sem komið er á efri ár
kleift að finna sér húsnæði við sitt
hæfi í bænum.
Þörf á fjöl-
breyttu húsnæði
í Garðabæ
Sigurlaug G. Viborg skrifar um
húsnæðismál
Sigurlaug G. Viborg
’Það hlýturávallt að vera
metnaðarmál
hvers bæj-
arfélags að búa
vel að öllum sín-
um íbúum …‘
Höfundur er bæjarfulltrúi af B-lista
óháðra og framsóknar í Garðabæ.
JÓN Aðalsteinn Jónsson ritar tvo
langhunda um frímerki í Morg-
unblaðið nú í mars. Ég geri varla
ráð fyrir að margir hafi sökkt sér
niður í lestur þeirra. Eigi að síður
verður varla hjá því komist að gera
við þá nokkrar athugasemdir.
Fyrri greinin, sem
birtist 11. mars, hefst á
þeim orðum að höfundi
hafi verið synjað um
birtingu hennar í Frí-
merkjablaðinu. Hér er
hallað réttu máli. Höf-
undur reyndi að vísu að
fá inni fyrir skrif sín í
blaðinu en hafnaði vin-
samlegum tilmælum
ritstjórnar um að
stytta mál sitt þar sem
hún taldi sig ekki hafa
rúm fyrir grein upp á
þrjár þéttskrifaðar síð-
ur.
En víkjum þá að tilgangi höf-
undar. Hann virtist í stuttu máli
vera sá að véfengja niðurstöður mín-
ar, sem birtust í 5. tbl. Frímerkja-
blaðsins 2001 um Yfirprentunina
þrír frá 1897. Þar kem-
ur fram að engin þörf
hafi verið fyrir þá út-
gáfu og sú tilgáta er
sett fram að hún hafi
tengst sjóðþurrð póst-
meistaraembættisins
sem fram kom í apríl
sama ár. Þótt Jón
teygi lopann fæ ég
ekki séð að hann haggi
á nokkurn hátt því sem
fram kemur í grein
minni. Frá mínum
bæjardyrum séð eru
skrif Jóns í Morgunblaðinu bjarn-
argreiði við frímerkjaáhugamenn og
þjóna fyrst og fremst lund hans.
Þór Þorsteins svarar
Jóni Aðalsteini
Þór Þorsteins
’Frá mínum bæjardyrumséð eru skrif Jóns í Morg-
unblaðinu bjarnargreiði
við frímerkjaáhugamenn
og þjóna fyrst og fremst
lund hans. ‘
Höfundur er fv. verslunarmaður og
áhugamaður um frímerki.
Athugasemd um Yfir-
prentunina þrír 1897
MENGUN Norður-Atlantshafs-
ins er nú þegar orðin alvarlegt
vandamál. Nú er svo komið að
stuttur tími er þar til umheim-
urinn allur er orðinn meðvitaður
um vandann og í kjölfar þess
hrynur sala fisk-
afurða líkt og spila-
borg.
Mengun þessi er
einkum vegna frá-
rennslis frá stór-
iðjuverum, þunga-
málmsiðnaði, frá
efnaverksmiðjum, ál-
verum, kjarn-
orkuúrvinnslu-
stöðvum, súru regni,
frárennsli frá þun-
gaumferð stórborga
og margt fleira veld-
ur. Tíminn líður í
þessu landi við rifrildi
á þjóðarheimilinu. landsfeðurnir
ganga í fararbroddi í þeim efnum.
Lýðræðið leið undir lok við fráfall
Bjarna Benediktssonar, svo einfalt
er það mál. Hér á landi veður uppi
sósíalismi andskotans og kallast
nú frjálshyggja og því er það í
raun fjármagnshandhafar sem
ráða öllu svo sem lagagerð og
hvers konar umsýslu og reglu-
gerðum sem settar eru á í skyndi
hverju sinni, gjarna til að setja
fótinn fyrir einyrkjann á meðan
t.d. Alþingi er í sumarfríi, sam-
anber leikinn sem leikinn var frá
18. maí til 18. ágúst 1990 þegar
mesta fúsk Íslandssögunnar í
bátasmíði átti sér stað, og þeir
sem kysstu vöndinn fóru í gegn en
þeir illa séðu voru skornir niður
við trog og látið blæða út. Á með-
an þetta gerist í kjölfar jafnrar og
stöðugrar slátrunar einyrkjanna
og fækkun smábáta sem er stefn-
an í raun, þá eykst og þenst út
veldi stórútgerðar með þungatroll-
um og ofurvélarafli allt upp í 10
þúsund hestöfl og upp að 3 sjómíl-
um sunnan við landið. Þar innan
við er nú notað minitroll (dragnót)
á 250 tonna döllum alveg upp í
þara. Ofan á allt þetta bætist rán-
yrkja á líffæð lífkeðjunnar þ.e.
óábyrgt dráp á uppsjávarfiski, svo
sem loðnu, síld og kolmunna. Á
þennan fisk er notuð ofurhringnót,
sem þó er saklaus í samanburði
við flottrollin miklu sem tortíma
álíka miklu fiskmagni
og því sem í lestar
skipanna lendir. Með
flottrollaaðferðinni
kemur mikið magn
annarra fisktegunda
sem ekki er verið að
sækjast eftir,einnig
mikið magna fiskseiða
og þar með grá-
sleppuseiði. Allt fer
þetta gjarna í
bræðslu. Gæðarhrá-
efnið síld, loðna og
allar tegundir smá-
fiskjar og seiða. Við
þetta hefir sjáv-
arútvegsráðherra, Fiskistofa, og
veiðieftirlit ekkert að athuga.
Kerfið er svo gott og sjálfbært.
Svart er nefnilega hvítt nú til
dags. Ef gamall og lúinn grá-
sleppukarl kemur með fáeina fiska
að landi er hann sviptur veiðileyfi.
Hann er illa séður af LÍÚ. Þessi á
að vera hættur, burt með svona
þrákálfa.
Skipstjórar sem notað hafa flot-
troll á síld segja þetta ofurveið-
arfæri helst líkjast djúpsprengju,
því þessi gífurlega víðátta af neti
sem dregið er með 7–10 þúsund
hestöflum splundrar torfunni. Það
sem utan við lendir missir hreistur
og missir jafnvægið og drepst.
Þetta er ekkert annað en hryðju-
verk í lífríki hafsins. Ef fjárhags-
legur ávinningur af þessum voða-
verkum rynni nú í almannaþágu
væri rányrkjan frekar ásættanleg
í litlu magni, en svo er nú ekki.
Hér á landi er rekið mest rík-
isstyrkta útgerð veraldar og hing-
að til hefir almenningur þurft að
borga útgerðarmönnum skattfríð-
indi sjómanna á LÍÚ hryðjuverka-
flotanum. Stærstur hluti afrakst-
urs útgerðar á Íslandi rennur í
vasa sjálftökuliðs LÍÚ sem lét lög-
gjafann slá eign þeirra á fiskimiðin
á landgrunni Íslands á einu bretti
sitjandi á stjórnarskrá lýðveld-
isins, og með Jónsbók í efstu hillu
bókaskápsins allan tímann.
Loforð, svik og gulrætur
Það sem að framan er sagt og er í
fáum orðum og vel skiljanlegt er
sannleikur. Á meðan almenningur
á Íslandi skrimtir við hungurmörk
og samneyslan dregst saman og
heilbrigðiskerfið hrynur, þá fara
landsfeður fram með leiftursókn
rétt fyrir fæðingarhátið frelsarans
og sjálftaka ofurábót á sína lífs-
afkomu. Öll okkar skammarstrik
gleymast fyrir næstu kosningar er
haft eftir Einari Oddi. Við spilum
bara nýja loforðasinfóníu sem
verður látin ekki ganga eftir og
við höldum enn velli með stuðningi
peningavaldsins. Já, þeir halda
það. En nú er mælirinn fullur.
Þetta skot úr stjórnartvíhleypunni,
hlaðinni gulrótum innvöfðum í
peningaseðla, sem var skotið á
stjórnarandstöðuna var hreint
ekki út í loftið. Skotið hæfði nógu
margar góða menn til þess að
eyðileggja tiltrú almennings á lýð-
ræðið, og nú erum við umbótasinn-
ar munaðarlausir og verðum því
að treysta á mátt okkar og megin
með Guðs hjálp. Verkalýðsfor-
ustan hefir legið undir sex fetum í
40 ár og þess vegna þýðir ekkert
annað en að mála bæina rauða,
stöndum saman.
Á meðan mengun N-Atlants-
hafsins eykst hröðum skrefum
Garðar H. Björgvinsson
skrifar um rányrkju ’Skotið hæfði nógumarga góða menn til
þess að eyðileggja
tiltrú almennings á
lýðræðið …‘
Garðar H.
Björgvinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Framtíðar Íslands.
MÁLFLUTNINGUR Íslenskrar
erfðagreiningar í gegnum tíðina hef-
ur verið með endemum þó ekki sé
meira sagt. Í fyrstu var Íslend-
ingum lofað ókeypis
lyfjum sem yrðu þróuð
á vegum fyrirtækisins,
fjármunir sem fengj-
ust „færu alfarið í heil-
brigðiskerfið“. Þegar
lengra leið kom hver
tilkynningin á fætur
annarri um uppgötv-
anir á genum tengdum
hinum ýmsu sjúkdóm-
um og að verið væri að
þróa lyf sem byggðu á
þeirri þekkingu. Marg-
ir eru samningarnir
sem gerðir hafa verið
og áttu að gefa Í.E. mikið í aðra
hönd. En þrátt fyrir þessa velgengni
að eigin sögn er fyrirtækið alltaf
rekið með tapi, en það er samkvæmt
„okkar áætlunum“ segir forstjórinn.
Allar þessar yfirlýsingar og tilkynn-
ingar eru eins og gömul slitin plata.
Undantekning er síðasta útspil
um samning við lyfjarisann Merck.
Það er hér sem Í.E. kastar sauð-
argærunni. Í grein eftir undirrit-
aðan sem birtist í Mbl. 23. apríl 1998
standa þessi spámannlegu orð: „
Líklegast er að það sé gagnagrunn-
urinn sem lokkar þá, því lyfjafyr-
irtæki vantar vel skilgreindan hóp
fólks til að reyna á lyf, bæði gömul
og ný. Ef íslenska þjóðin kýs að
verða tilraunadýr, þá á hún að fá
umbun fyrir slíkt en ekki einok-
unarfyrirtæki“. Þessi spá er nú að
rætast – Merck fær að gera lyfja-
tilraunir með allt að fimm lyf næstu
sjö árin. Getur Í.E. gert svona
samning að til-
raunadýrunum for-
spurðum?
Þeir sem hafa verið
að draga fólk til Í.E.
eru svokallaðir „sam-
starfslæknar“ Í.E.
Þetta eru að vísu
menn með læknapróf
en þessi iðja getur
varla talist til lækn-
inga. Þessir menn eru
handbendi Í.E. og hafa
komið hver með sinn
hóp til blóðtöku hjá
fyrirtækinu. Hóparnir
eru orðnir býsna margir og stórir.
Hvaða umbun handbendin hljóta er
á huldu.
Orðið mannauður hefur verið
mikið í umræðunni á undanförnum
árum en merkingin verið nokkuð
óljós.
Nú er merking orðsins algjörlega
skýr: Það er auður sem fæst við til-
raunir á mönnum. Mannauður er
hópur manna sem gefur sig í lyfja-
tilraunir svo aðrir geti orðið auð-
ugir. Í þessu felst mikil góð-
mennska, gjafmildi og fórnfýsi,
eiginleikar sem ryð og mölur fá ekki
grandað.
Nú þegar hafa handbendin leitt
mannauðinn í sýnatöku vegna erfða-
rannsókna hjá Í.E. Þegar lyfja-
tilraunir á vegum Merck hefjast
þurfa handbendin aftur að koma að
málinu, nú sem ábyrgir aðilar við
lyfjatilraunirnar. Handbendi eru
óeigingjörn og vinna eftir bend-
ingum húsbóndans – þau fá umbun í
velþóknun húsbóndans. Þau horfa í
hrifningu á forstjórann í Norður-
ljósunum, þau dást að aðstoðarfor-
stjóranum á flugi með Icelandair.
Handbendin hugsa: „Þessu komum
við í kring“.
Ef þetta er skoðað betur, þá
vaknar sú spurning hvers vegna hef-
ur Merck áhuga á Íslandi? Er ekki
nær að gera þessi lyfjapróf heima
hjá þeim sjálfum – á sínum eigin
mannauði. Gæti hugsast að í þeirra
landi væru færri handbendi og
mannauðurinn óviljugri að gleypa
lyf svo Merck verði ríkara? Muna
þessir aðilar ef til vill eftir „thali-
domide-ævintýrinu“ sem gaf af sér
fjölda einstaklinga með vanskapaða
útlimi.
Íslendingar ættu að hugsa sig um
tvisvar áður en þeir falbjóða fólk til
lyfjaprófana.
Handbendin
og mannauðurinn
Alfreð Árnason skrifar um
lyfjaprófanir ’Íslendingar ættu aðhugsa sig um tvisvar áð-
ur en þeir falbjóða fólk
til lyfjaprófana.‘
Alfreð Árnason
Höfundur er erfðafræðingur.