Morgunblaðið - 22.03.2004, Page 35

Morgunblaðið - 22.03.2004, Page 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 35  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200                                                      NÝLEGA var undirritaður sam- starfssamningur milli Tæknihá- skóla Íslands og Marorku. Mark- mið samningsins er að örva rannsóknir og virkja frum- kvöðlakraft kennara og nemenda í tæknideild THÍ við beitingu reiknitækni á hagnýt verkefni á orkutæknisviði í samstarfi við MarOrku. Marorka er hátækni- sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í orkustjórnunaraðferðum fyrir sjávarútveg. Samningurinn felur í sér að Marorka leggur skólanum til hug- búnað sem nemendur og kennarar THÍ hafa aðgang að. Einnig mun Marorka koma með tillögur að nemendaverkefnum í tengslum við starfsemi sína. Samstarfssamningur milli THÍ og Marorku Frá vnstri: Bjarki A Brynjarsson, deildarforseti tæknideildar, Baldur Jón- asson, sviðsstjóri vél- og orkutæknisviðs Tækniháskólans, Kristinn A. Aspelund, þróunarstjóri Marorku, og Jón Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Marorku. Afríka 20:20 heldur málstofu um stjórnmál í Kamerún, á morgun, þriðjudaginn 23. mars kl. 20–22 í Al- þjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, 3. hæð. Lárus Valgarðsson heldur erindi um staðbundin stjórnmál í Tibati í Norð- ur–Kamerún, með áherslu á fylgi hefðbundins leiðtoga. Fjallað verður um stöðu leiðtogans í lýðræðislegu fjölflokkakerfi með hliðsjón af sögu- legu samhengi. Fyrirlestur um táknmál Fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum verður á morgun, þriðjudaginn 23. mars kl. 12.15 í stofu 103 í Lögbergi. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í tákn- málsfræði við HÍ, heldur erindið: Hvenær verður táknmál mál? Um muninn á táknmáli og táknum með tali, myndlíkingar og próformasagnir í (íslensku) táknmáli. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir því af hverju táknmál og er ekki það sama og táknuð íslenska eða tákn með tali. Einnig verður ákveðinn orðaforði í táknmáli, próformasagnir og myndlíkingar, skoðaður og sýnt fram á að þessi myndræni orðaforði er ekki alltaf tilviljanakenndur og oft búa flóknar reglur að baki honum. Fyrirlesturinn verður túlkaður yfir á táknmál. Sjá einnig. www.vigdis.hi.is Á MORGUN Opinn fundur hjá VG Opinn fundur verður haldinn í kvöld klukkan átta með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri. Á fund- inum verða Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Katrín Jakobsdóttir varaformaður og Drífa Snædal ritari. Allir eru velkomnir og nánari uppl. er að finna á heimasíðunni www.vg.is Í DAG Morgunblaðinu hefur borist svohljóðandi ályktun um raf- orkukerfið frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík: „Heimdallur telur að ný- framlagt frumvarp iðnaðarráð- herra um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku sé ekki fólk- inu í landinu til framdráttar. Iðnaðarráðherra skipaði nefnd sem ætlað var að gera tillögu um fyrirkomulag flutnings raf- orku, þannig að öryggi, skil- virkni og hagkvæmni kerfisins yrði sem best tryggt. Samhliða því var nefndinni ætlað að móta leiðir við jöfnun kostnaðar. Undirmarkmið nefndarinnar um jöfnun raforkukostnaðar stangast algerlega á við aðal- markmið. Mikilvægt er að raf- orkukerfið verði markaðsvætt sem fyrst. Einungis þannig verður markmiðum um skil- virkni og hagkvæmni náð. Kerfi sem rekið er af ríkinu og ætlað að ná vafasömum mark- miðum verður ávallt kerfi sóun- ar. Fólkið í landinu velur ekki þingmenn með það að augna- miði að minnka velferð sína. Heimdallur hvetur því þing- menn til að hætta við áform um jöfnun á raforkuverði og leyfa fólkinu að ákveða verð í frjáls- um samskiptum sínum.“ Heimdallur ályktar um raforku- kerfið MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur: „Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur skorar á borgaryfir- völd, Vegagerðina og aðra þá sem taka þátt í framkvæmdum við fyr- irhugaða Sundabraut að haga þeim þannig að þær hafi sem minnst áhrif á lífríki Elliðaánna og göngu- leið laxins upp í árnar. Fram hefur komið í fréttum að tekist er á um staðsetningu Sunda- brautar. Stjórn SVFR blandar sér ekki í þær deilur en skorar á hlut- aðeigandi aðila að tryggja að í um- hverfismati vegna framkvæmdanna verði áhrif þeirra á gönguleiðir lax- ins upp í árnar skoðuð sérstaklega. Áreitið á laxastofn Elliðaánna er nú þegar orðið gríðarlegt og ekki er verjandi að auka það frekar. Nýjar byggðir eru að rísa í Vatns- endalandi og í Norðlingaholti í næsta nágrenni Elliðavatns og þeim mun óhjákvæmilega fylgja einhver mengun. Á undanförnum árum hefur tjöru- og saltmengað vatn af götum borgarinnar í ein- hverjum mæli hafnað í Elliðaánum, klórmengað vatn frá Árbæjarsund- lauginni hefur fyrir slysni komist út í árnar og vitað er að rennsl- istruflanir vegna raforkufram- leiðslu í Elliðaárdalnum hafa spillt hrygningu og drepið laxa og laxa- seiði í ánum. Á ósasvæði ánna er mengun frá bílhræjum, sem urðuð voru við gerð uppfyllingartanga, og greint hefur verið frá því að þangað berist mengandi efni frá iðnfyrirtækjum í Höfðahverfi vegna ófullnægjandi fráveitumála. Þá eru ótalin áhrif frá smábátahöfninni í Elliðaárvog- inum og ekki langt frá eru skipa- félögin Samskip og Eimskip með sín athafnasvæði. Laxastofn Elliðaánna hefur átt mjög undir högg að sækja og í ljósi framangreinds væri e.t.v. skynsam- legast fyrir eigendur ánna, Reykja- víkurborg og Orkuveituna, að halda áfram með heildstæða úttekt á vandanum, sem að stofninum steðj- ar og hraða sem kostur er leiðum til úrbóta.“ Stjórn SVFR ályktar um Sundabraut Hafi sem minnst áhrif á lífríki Elliðaánna „SKÓLAGJÖLD eru ekkert annað en fjöldatakmarkanir, byggðar á fjárhag, og til marks um innreið frjálshyggju og markaðslögmála í menntakerfi þjóðarinnar,“ segir í ályktun flokksráðsfundar Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sem haldinn var á föstudagskvöld. Fundurinn skoraði á stjórnvöld að leggja út í endurskoðun á íslensku menntakerfi með það að markmiði að skapa heildstæða menntastefnu. „Stjórnvöld verða að hafa kjark til þess að leggja af þá tilviljanakenndu stýringu sem menntakerfið hefur búið við til margra ára,“ segir í álykt- uninni. Sagt er að á sama tíma og Íslend- ingar verji hlutfallslega mun minna fé til háskólastigsins en gert sé ann- ars staðar á Norðurlöndum skjóti það skökku við að leysa eigi fjár- hagsvanda opinberra háskóla með því að velta honum yfir á nemendur. Þar með sé gert lítið úr þjóðhags- legum ávinningi þess að sem flestir sæki sér nám á háskólastigi, og horf- ið frá hugmyndinni um jafnrétti til náms. Þá gildi einu hvort þau eigi að vera á grunn- eða framhaldsstigi. Flokksráðsfundur VG vill endurskoða menntakerfið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.